Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 23

Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 23 MINN ÁRBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Neskaupstaður | Hið hefðbundna Barðsneshlaup er ómissandi þáttur í Neistaflugshátíðarhöldum í Nes- kaupstað. Hlaupið sjálft hefst á eyðibýlinu Barðsnesi sem stendur á samnefndu nesi sunnan við Norð- fjarðarflóa og lýkur í Neskaupstað. Hlaupa þarf um þrjá firði m.a. eftir kindastígum og í brattri fjallshlíð. Þá þarf að vaða þrjár ár áður en komið er á leiðarenda en vegalengd- in sem hlaupin er er um 27 km. Í ár voru keppendur í hlaupinu um tuttugu og voru þeir venju sam- kvæmt ferjaðir í hópnum á bát frá Neskaupstað yfir að Barðsnesi. Helga Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki á 3 klukkustundum, 1 mínútu og 58 sekúndum. Þorbergur Ingi Jónsson sigraði í karlaflokki, en hann hljóp á tveimur tímum og 29 sekúndum og var þannig 29 sek- úndum frá því að ná markmiði sínu. Er þetta í fimmta sinn sem Þor- bergur Ingi sigrar í Barðsneshlaup- inu, en gaman er að geta þess að kappinn er ættaður frá bænum Barðsnesi sem hlaupið er kennt við. Þá hefur frændi hans frá Barðsnesi, Ingólfur Sveinsson geðlæknir, hlaupið í öllum Barðsneshlaupum frá upphafi. Mikil framför hefur orðið í tíma frá því hlaupið var fyrst árið 1997, en þá hljóp Stefán Hallgrímsson leiðina á um 3 klukkustundum og 20 mínútum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sterk hefð Þátttakendur eru ætíð ferjaðir yfir Norðfjarðarflóann. Þorbergur Ingi Jónsson frá Barðs- nesi sigraði í hlaupinu í 5. sinn. Barðsnes- hlaupið hefst á bátsferð Dýrafjörður | Áhöfn varðskipsins Týs hélt við þekkingu sinni og hæfileikum á sviði björgunar þeg- ar haldin var björgunarstólsæfing við Sveinseyri á Dýrafirði á dög- unum. Að sögn Thorbens J. Lund yf- irstýrimanns tókst æfingin mjög vel og björguðust allir í land nema skipherrann, Sigurður Steinar Ketilsson, sem yfirgefur að sjálf- sögðu aldrei skip sitt enda trygg- ur gæslumaður. Þrátt fyrir að þyrla sé aðal- björgunartæki Landhelgisgæsl- unnar við skipströnd geta þær að- stæður komið upp að þyrla geti ekki athafnað sig og því er nauð- synlegt að viðhalda þekkingu á notkun björgunarstólsins. Varðskipsmenn æfa björgunarhandtökin Tekið á því Áhöfn varðskipsins Týs æfir notkun björgunarstóls. Eyrarbakki | 10 ár voru liðin 3. ágúst sl., frá því Byggðasafn Ár- nesinga opnaði sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka. Í tilefni þessara tímamóta og einnig þess að Húsið er um þessar mundir 240 ára gamalt, var efnt til afmæl- isfagnaðar í vistarverum Hússins. Sett var upp sýning á ljósmyndum frá gamalli tíð og ný sýning upp- stoppaðra fugla í Eggjaskúrnum, ásamt myndasýningu. Margt manna var samankomið er Lýður Pálsson safnstjóri bauð gesti velkomna og færði síðan ábyrgð dagskrárinnar í hendur Guðrúnu Ásmundsdóttur leik- konu. Guðrún, ásamt Karli Guðmunds- syni leikara, flutti brot úr minn- ingum Hans Thorgrímsen sem var sonur Guðmundar Thorgrímsen faktors og konu hans Sylvíu. Hans var prestur meðal Vestur- Íslendinga og var meðal annarra hvatamaður þess að nokkrir Eyr- bekkingar og fólk úr nærsveitum flutti til Ameríku. Þess var m.a. minnst með póstferðinni til Kan- ada, sem lauk fyrir skemmstu. Þau lásu einnig úr viðtali Guð- mundar Danielssonar við Þórunni Gestsdóttur sem var vinnukona hjá Peter Nilsen faktor og hans konu Eugeniu. Þar lýsir Þórunn veru sinni í Húsinu og heim- ilisháttum. Þau lásu úr minningum dönsku skáldkonunnar Tit Jensen sem dvaldi nokkrum sinnum í Hús- inu sem gestur, svo og minningum Göggu Lund söngkonu, sem dvaldi þar sem barn. Fléttað var inn í frásögnina söng Guðríðar Júl- íusdóttur, við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Voru gestirnir ánægðir vel með dagskrána. Að lokum var boðið upp á kaffi og afmælishnallþóru. Afmælishátíð í Húsinu Morgunblaðið/Óskar Magnússon Krían fær nýjan fjaðurham Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Krían eftir viðgerðina. Eyrarbakki | Gert hefur verið við listaverkið Kríuna, sem stendur skammt austur af Litla-Hrauni, við vegamót Eyrarbakkavegar og Stokkseyrarvegar. Krían var orðin illa farin, búin að tapa mörgum fjöðrum og að hruni komin. Starfs- menn Selfossveitna sáu um viðgerð- ina. Krían er eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson myndhöggvara frá Einarshöfn. Alþýðusamband Íslands reisti verkið til heiðurs Ragnari í Smára, en hann er ættaður frá Mundakoti á Eyrarbakka. Ragnar gaf Alþýðu- sambandinu listaverkagjöf, sem var stofninn að listasafni ASÍ, og vildi sambandið sýna þakklæti sitt með þessu. Krían var vígð árið 1981 í skógræktarreitnum Hraunprýði í landi Gamla-Hrauns, sem var gjöf móður Ragnars, Guðrúnar Jóns- dóttur, til Eyrarbakkahrepps og skyldi hreppurinn koma upp lysti- garði í reitnum. Óvíða er Þjórs- árhraunið jafn sýnilegt og á þessum stað og hentar hann vel til sín brúks. Þjórsárhraunið rann fyrir um 8.000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ís- öld. Hraunið er undirstaða Flóans og Skeiðanna. SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á lagningu svonefnds Norð- austurvegar um Hólaheiði að upp- fylltum tilteknum skilyrðum. Veg- inum er ætlað að liggja skammt norðan vegarins yfir Öxarfjarðar- heiði milli Öxarfjarðar og Þistil- fjarðar með tengingu til Raufar- hafnar. Miðað hefur verið við að framkvæmdin gæti hafist í haust. Þau skilyrði, sem Skipulagsstofn- un setur, eru m.a. þau að Vegagerð- in skuli standa að endurheimt vot- lendis af sömu stærð og það votlendi sem skerðist vegna fram- kvæmdanna. Fiskgengt ræsi verði sett í Hólsá þar sem hún verður þveruð. Þá skal Vegagerðin merkja forn- leifar og þegar nánari upplýsingar um staðsetningu vegar við bæjar- stæðin á Hóli liggja fyrir ber að greina Fornleifavernd ríkisins frá þeirri ákvörðun sem meti rann- sóknarþörf áður en framkvæmdir hefjast. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 9. september 2005. +                                      8  " $! & ;$"    /4"&' %5""  $3&  $3&  $3&  $3&  $3&  $3&            /&'."" #  Fallist á lagningu Norðausturvegar Hólar | Ráðstefna um fornleifar og rannsóknir þeim tengdar hefst í dag kl. 10 á Hólum í Hjaltadal, en um 90 fornleifafræðingar eru komnir til að taka þátt í ráðstefnunni. Meðal fræðimanna sem flytja er- indi eru Orri Vésteinsson, John Steinberg, Jörgen Dencker, Jesse Byock, Thomas H. McGovern, Bjarni Einarsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Ragnar Eðvarðsson og Joanna Agni- eszka Skórzewska. Ráðstefnan stendur til kl. 18 á morgun, sunnudag. Hún er öllum opin en dagskrá má finna á slóðinni www.holar.is/fornleifar. 90 fornleifa- fræðingar á ráðstefnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.