Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Séra Auður Eir hefur þjónað sem prestur á Suð- ureyri við Súgandafjörð, í Þykkvabænum og í Kvennakirkjunni. En það gekk ekki átakalaust fyrir hana að fá brauð. Á áttunda áratugnum bauð Auður Eir sig nokkrum sinnum fram í prestkosningum og hlaut hvergi náð fyrir aug- um kjósenda. Þetta tók á, eins og hún lýsir í bók- inni, hún fylltist örvæntingu, vonleysi og reiði en þrátt fyrir dapurlegar niðurstöður fernra prest- kosninga gafst hún ekki upp. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tíma efastum að ég yrði þokkalegur prestur. Éghafði ekki þær hugmyndir að ég yrði af-bragð annarra heldur að ég yrði bara sæmilegur prestur. Og ég ætlaði að koma mér að, ég ætlaði ekkert að hætta fyrr og þegar til þess kæmi ætlaði ég bara að vinna vinnuna mína með mínum söfnuði og skipta mér ekki af öðru. En svo fór ég náttúrlega að stórefast um að ég mundi nokkurn tíma fá söfnuð og ég hugsaði um það sem Frank Ponzi hafði sagt, að ég væri að vonast til þess að ég hefði svo mikla persónu- töfra! Ég sagði mér til skemmtunar að þar sem ég væri nú búin að heimsækja allt þetta fólk en næði ekki kosningu væri kannski best að ég heimsækti ekki nokkra manneskju og héldi mig til hlés í næstu kosningum!“ Auður hlær. En hún bætir við: „Ég varð bara að fara í gegnum þetta og ég hefði aldrei getað hætt.“ Hvaða hug berðu til þessa alls? „Ég sé hvað þetta tók mikinn tíma af lífi mínu og ég hugsaði stundum að ég hefði getað farið í meira nám. Ég hefði viljað fara í sálfræðinám til að auka við guðfræðimenntun mína, mér hefði fundist það fara vel saman. En ég gat það ekki. Ég gat ekki fest hugann við annað en að halda áfram. Þessi ár fóru í það og það er allt í lagi. Ég sé ekkert eftir því. En auðvitað hugsaði ég allt mögulegt. Ég fann fyrir örvæntingu, vonleysi og reiði þegar ég sá hvað okkur var mismunað. Ég veit ekki hvort ég á að segja að mér hafi þótt það erfitt, ég held að mér hafi frekar þótt það and- styggilegt.“ Skildi ekki af hverju krakkar máttu ekki leika við mig Í bókinni er fjallað um einelti sem dætur hennar lentu í þegar móðir þeirra bauð sig fram í prestkosningum í upphafi áttunda áratugarins. Fólk virtist þá ekki enn undir það búið að sjá konu í embætti prests. Elín Þöll, sem er næst- yngst dætra Auðar Eirar og Þórðar Arnar Sig- urðssonar, segir að þegar þær systur voru litlar hafi þær verið ofsóttar í Kópavogi þar sem þær bjuggu. „Það er ekkert annað orð til yfir það,“ segir hún í bókinni. „Það er kallað einelti í dag en ég held að þetta hafi verið verra. Búðarkonurnar uppnefndu okkur: Ertu systir hennar Yssu pissu? Er Dalla dolla með ykkur? Og konurnar í mjólkurbúðinni sendu okkur heim með myglað brauð. Ég man oft eftir því að mamma sendi okkur útí búð að kaupa mjólk og brauð og þegar við komum heim og hún tók utan af brauðinu sagði hún: „Aftur! Gamalt brauð!“ Áður en við fluttum til Frakklands hafði hún tapað prestkosningum í Kópavogi og ég geri ráð fyrir að Bjargsmálið hafi skilið eftir sig leifar. Ég vissi ekkert um það mál fyrr en ég var orðin unglingur. Ég var lítil þegar þetta var og ekki sagt frá öllum málavöxtum. Ég skildi því ekki af hverju krakkar máttu ekki leika við mig. Þú mátt ekki vera memm, ég má ekki lána þér litina mína, sögðu þeir. Mér var stundum boðið heim að leika við stelpur á tilteknum tíma. Þegar ég kom var sú sem átti í hlut hins vegar farin heim til annarrar og þá stóðu þær útí glugga að fylgj- ast með mér. Ég var lengi sannfærð um það seinna, þegar ég var boðuð á fundi eða átti stefnumót, að viðkomandi stæðu einhvers stað- ar hlæjandi í felum og ætluðu ekki að koma. En ég átti góða vinkonu og bekkjarsystur, Úndínu, sem var sæt með sítt hár og í krumpleðurstíg- vélum! Hún stóð alltaf með mér og sagði við krakkana: „Mamma mín kýs mömmu hennar.“ En maður var tekinn í gegn á þessum árum,“ segir hún og er enn með ör á enninu eftir stórt grjót sem bekkjarbróðir hennar kastaði í hana.“ Prelli fastur í skafli Auður Eir varð að lokum prestur á Suðureyri við Súgandafjörð þar sem vantaði prest og eng- inn hafði sótt um brauðið. Hún fer að dæmi fyrr- um sóknarbarna sinna og kallar sjálfa sig og starfsystkin sín „prella“ þegar þannig liggur á henni og það hafi verið „ævintýri að vera á Suð- ureyri“. Og að aldrei hafi hún séð jafnmikinn snjó. „Mér hafði verið sagt að einhvern tíma byrj- aði að snjóa og að þá væri ekki hægt að hreyfa sig. Svo kom snjórinn og þá gat ekki nokkur manneskja hreyft sig! Ég var í kvenfélaginu og einu sinni kom lítið barn með rjómapela til mín og sagði að ég ætti að baka sextíu pönnukökur. Stína bakaði sextíu pönnukökur fyrir mig, sum- ar upprúllaðar með sykri og aðrar með rjóma. Um kvöldið var óskaplega gaman hjá okkur. Ég fór seint heim eftir að við höfðum gengið frá eins og alltaf í svona kvennaselskap. Þá var svo mikill snjór að ég festist í skaflinum fyrir ut- an húsið hjá mér. Ég var þarna föst og engin manneskja nálægt. Ég hugsaði hvað það yrði sorglegt þegar kæmi frétt í blöðunum daginn eftir um að sóknarpresturinn hefði fundist látin í snjóskafli haldandi á diski með tveimur upprúll- uðum pönnukökum og tveimur með rjóma.“ Setja kardimommur í dagana Auður Eir tekur sjálfa sig aldrei of hátíðlega og henni eru kímnigáfa og léttleiki í blóð borin. Hún leggur áherslu á að fólk sé jákvætt í hugs- un. Í því samhengi rifjar hún upp bernsku sína á Grundarstígnum á stríðsárunum. „Á þessum tíma lifði margt fólk við streitu í lífi sínu, til dæmis af því að það fékk ekki að læra. Mér fannst það skrýtið þegar ég var í barnaskóla og langaði ekki að læra að fólk skyldi virkilega hugsa um það. En streita þess stafaði líka af öðru. Sumt fólk var atvinnulaust, stríðið hafði valdið streitu og skorti og ég man eftir miklum biðröðum því það var lítið flutt inn. Það olli streitu hjá okkur börn- unum, hvað þá fullorðnu fólki. Síðan hef ég ekki getað skilið fólk sem bíður í biðröðum eftir að fá að kaupa sér eitthvað á útsölu eða hálfa nóttina eftir ódýrri ferð til útlanda. Fleiri jafnaldrar mínir muna þessar biðraðir. Í Versló sögðum við: Nútíminn er trunta. En við vitum að um leið og nútíminn er trunta er hann yndislegur!“ En í nútíma sem er trunta getur sitthvað hent, ekki satt? „Mér finnst að við eigum að vita að þetta vonda getur hent en þetta góða hendir alltaf. Og þá kemur glaðværðin inn í. Ég held að við eigum að temja okkur glaðværð og sjá til þess að börn- in okkar erfi glaðlegt viðhorf frá okkur. Ég held að það skipti miklu máli að fá að alast upp við glaðlyndi. Glaðlegt viðhorf skiptir svo miklu í hversdögum okkar. Það hefur líka þýðingu að við fáumst ekki um mistökin sem við hljótum að gera og nuddum ekki hvert öðru upp úr þeim og eyðileggjum með því dagana fyrir fólki. Við þurfum að setja kardimommur í dagana okkar, vera kardimommulegra fólk. Eins og í Kardi- mommubænum sem ég var að sjá með litlu barnabörnunum okkar. Það er svo gott að vera með fólki sem tekur því léttilega þegar við ger- um tómar vitleysur og gott að fást ekki um þær sjálf.“ Úthúða fólki við Tjörnina Auður Eir gekk í Verzlunarskóla Íslands en þar var faðir hennar, Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri. Þar lærði hún ýmislegt sem hún hef- ur búið að alla tíð, ekki síst í vörufræði hjá Gunn- ari Ásgeirssyni varðandi mannleg samskipti. „Gunnar ráðlagði okkur að hringja og segja allt sem okkur byggi í brjósti. Við mættum vera hvöss og dónaleg og úthúða fólkinu ef við vild- um. En við áttum alltaf að halda takkanum niðri. Þegar við hefðum gert þetta ættum við fyrst að láta verða af því að hringja.“ Hún segist styðjast við þetta enn í dag. Hringi að vísu ekki en noti aðra aðferð sem felist í því að ganga þrisvar kringum Tjörnina og úthúða fólki! Ekki mjög prestlegt, eða hvað? „Nei, það er nefnilega ekki prestlegt að út- húða fólki við það sjálft. Við skyldum forðast það eins og við mögulega getum. En hvenær erum við farin að úthúða hvert öðru og hvenær erum við að segja það sem við þurfum að segja? Ég segi svo oft það sem mér býr í brjósti. Ég er allt- af að reyna að finna línuna og mér hefur farið stórlega fram; ég verð nú að segja það. En við verðum að segja hluti við hvert annað. Við verð- um að segja þá kurteislega og við verðum líka að hlusta á aðrar manneskjur; annars gerist ekki neitt.“ Árni í Bala og kvennaguðfræðin Auður Eir hefur verið í fararbroddi þeirra sem boðað hafa kvennaguðfræði hér á landi. Hún lýsir í bókinni þeim átökum sem því hafa fylgt en einnig gleðinni sem hún hefur upplifað í tengslum við Kvennakirkjuna. Hún lýsir því m.a. í bókinni þegar hún talaði fyrst opinberlega um Guð í kvenkyni – í messu í Þykkvabænum þar sem hún var prestur. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að hafa þetta svona, ég ætlaði að tala um Guð í kvenkyni og ég ætlaði að tala mál beggja kynja. Ég ætlaði að ráða því hvað sem tautaði og raulaði, ekki bara mín vegna heldur þeirra vegna. Svo réðu þau öðru af því að við verðum öll að fá að ráða til jafns. Eftir fyrstu messuna, þegar ég talaði um Guð sem móður okkar, kom Árni í Bala, sem var sóknarnefndarformaður, til mín og sagði: „Ég vil tala við þig, séra Auður.“ Ég bauð honum í kaffi inn í stofu og sagði: „Jæja, við skulum tala.“ Við stóðum við gluggann. Og hann sagði: „Þú talar um Guð sem konu? Þú talar um Guð sem móður okkar? – Mér líkar það vel.“ Og ég hugs- aði: Það er ekki ofsögum sagt af þessu fólki hér. Ég elska þau. Ég hefði farið að gráta ef ég hefði sært Árna í Bala.“ Uppgjör brautryðjanda Bókarkafli Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir hefur verið með storminn í fangið um árabil og líf hennar einkennst af einurð, baráttuvilja og þrautseigju. Hún hlaut prestsvígslu fyrst kvenna á Íslandi árið 1974 en margir starfsbræður hennar lögðust eindregið gegn vígslunni. Þar sem hún bauð sig fram í prestkosningum var framboð hennar sjaldnast tekið alvarlega. Í nýrri samtalsbók þeirra Eddu Andrésdóttur ræðir Auður Eir um líf sitt, ýmis viðkvæm mál frá ferlinum og veitir lesandanum jafnframt eins konar leiðarvísi um lífið. Hún talar um kvíðann, að hann sé ekki lengur hættulegur ef við lærum að tala við hann, segist vera með algjöra bíladellu og taka sér sumarfrí alla daga – ofurlitla stund í einu. Auður Eir Vilhjálmsdóttir á gangi í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík í haustsólinni. Þrír kvenprestar úr sömu fjölskyldu við vígslu Yrsu, dóttur Auðar, 1987. Mæðgurnar taldar frá vinstri: Dalla, Yrsa og Auður Eir. Fyrsti kvenprestur á Íslandi, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sést hér nývígð í embættið haustið 1974. Ungar frænkur á tröppunum í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg í Reykjavík. Systradæturnar eru taldar frá vinstri: Auður Eir, Hildur Hákonardóttir, Yrsa Ingibjörg, systir Auðar, og Inga Huld Hákonardóttir. Auður Eir – Sólin kemur upp á ný kemur út hjá bókaforlaginu Veröld í þessari viku og er 325 blaðsíður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.