Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Það lygilega gerðist þennan steikjandi
heita sumardag á Akureyri að þegar
skemmtunin hófst, þá voru Fjörkálfarnir
fleiri en gestirnir.
Menn urðu að borga með sér.
[…]
Margt var brallað og á mörgum stöðum
var sæmileg aðsókn, því þetta spurðist sæmi-
lega út. En á öðrum stöðum varð aðsóknin
vægast sagt hræðileg. Pétur mundi þó alltaf
sérstaklega eftir góðri aðsókn á Sauðárkróki,
þar sem 800 kvikindi mættu á staðinn. En
aðrir menn hafa sagt að börnin hefðu mætt á
staðinn þótt Fjörkálfarnir hefðu hvergi verið
nærri, því í plássinu var knattspyrnumót
drengja og það vildi svo skemmtilega til að
þeir höfðu aðstöðu í húsinu sem geymdi
skemmtun Fjörkálfanna […].
Þessa sömu helgi þarna á Sauðárkróki kom
Hemmi á koppinn kappleik milli fararstjóra á
knattspyrnumótinu og Fjörkálfanna. Þetta
þótti hin skemmtilegasta ráðstöfun og svo
fóru menn að hita upp, þá koma þar að
nokkrir strákar og spyrja Ómar að því hvort
Hemmi ætli virkilega að fara að leika fót-
bolta. Ómar svarar og segir að Hermann hafi
nú á sínum tíma verið einn af fremstu knatt-
spyrnuhetjum landsins; verið í landsliðinu og
hvaðeina.
Þessu trúðu strákarnir ekki.
Hermann varð alveg niðurbrotinn þegar
strákarnir trúðu ekki einu einasta orði. Þann-
ig að hann sneri sér að Ómari og sagði: –
Hvað er í gangi, vita þeir ekkert hver ég var?
Í framhaldi af þessu tók það Ómar miklar
útskýringar að láta mannskapinn skilja að
drengirnir sem þarna voru, fæddust ekki
fyrren fimmtán eða tuttugu árum eftir að
karlarnir í Fjörkálfunum voru uppá sitt
besta.
Þetta var sú staðreynd sem menn urðu að
lifa við; tími þess fyrirbæris sem þeir stóðu
fyrir, var löngu liðinn.
Samt höfðu menn alveg einstaklega gaman
af þessu framtaki.
Hér á eftir verður gripið niður í bókina á víð
og dreif og byrjað á því tímabili sem kennt er
við Pelican:
Það var um verslunarmannahelgi þegar
önnur bönd auglýstu gigg um landið allt, að
þá ákváðu þeir í Pelican að fara á bílnum
með Stebba austur á land og taka sjensinn á
því hvort ekki mætti komast óvænt í grimm
sjúkheit.
Í sjoppum á leiðinni austur var Pétur í þvídjobbi að hringja og reyna að reddasamkomuhúsi. Svo gerðist það að hannnáði að redda kofa sem sagt var að tæki
400 kvikindi á dansgólfið. Þetta var hinn
ágæti skáli Végarður í Fljótsdal.
Pétur hélt áfram að stoppa í sjoppum,
hann þurfti að hringja í Gufuna til að segja
fréttir af Pelican. Hann ýjaði að því í tilkynn-
ingum að hljómsveitin væri á flugi og væri
væntanleg á Austurland.
Frekar voru menn nú fúlir yfir því að vera
að fara að spila í einhverjum Végarði sem
ekki var til á landakorti og ekki víst að lýð-
urinn hefði almennt grænan grun um tilvist
staðarins.
Með reglulegu millibili fengu Austfirðingar
nýjar fregnir. Pelican yfir Vatnajökli og í
næstu tilkynningu var hljómsveitin lent á
Austurlandi. Fólk fékk að vita að helgi versl-
unarmanna yrði eytt í Végarði þetta árið.
Pétur hló og gargaði hvað eftir annað: Vé-
garður! Végarður! Végarður!
Svo mæta menn á svæðið, það er tjaldað í
námunda við staðinn sem reyndar minnti
meira á vinnuskúr en samkomuhús.
Það merkilega gerist; bandið fékk sæmi-
lega aðsókn á föstudegi. Þó voru strákarnir í
grúppunni ekki með nein sérstaklega æfð
húrrahróp yfir árangri.
Þetta kvöld var engin löggæsla á svæðinu,
en það kom ekki að sök, því ólæti urðu engin
teljandi.
Svo kemur laugardagskvöldið og menn eru
tilbúnir í mikil húllumhæ.
Ámundi var með í för og sat útí bíl og seldi
miða. Allt virtist ætla um koll að keyra, því
hátt í þúsund kvikindi voru mætt á svæðið og
miðasala gekk vel.
Pétur leit yfir mannskapinn og sagði: –
Þetta eru 1.500 kvikindi – tíuþúsundkall í
kostnað og restin í lommen.
Aðstæður voru annars þannig þetta kvöld
að löggæsla var engin við aðaldyr þar sem
rifið var af miðum, og við bakdyr, þar sem
hægt var að fara út til að sækja ferskan
grasilm sveitarinnar, var heldur engin lög-
gæsla, einkum vegna þess að lögregla í hér-
aðinu var fáliðuð og hafði hnöppum að
hneppa í Atlavík eða á einhverri annarri
útihátíð.
Lögregla hafði þau ein afskipti af Végarðs-
fólki þetta kvöld, að lögreglubíl var ekið um
þjóðveginn í nágrenni staðarins.
Svo gerist það þegar meira en helmingur
viðstaddra hefur nælt sér í miða, að strengur
slitnar í gítar Björgvins, þannig að Pelican
tekur pásu. Og þá brustu gáttir allar með
þeim afleiðingum að allt liðið óð inní húsið og
það eina sem hægt var að gera, var að láta
slag standa og leika fyrir dansi.
Mönnum sárnaði að vísu hversu margir
sluppu inn án þess að borga, en strákarnir
settust samt sáttir að sumbli þegar dans-
leiknum lauk.
Sunnudagurinn gerði mönnum auðvitað þá
skráveifu að mæta á svæðið, hlýr og notaleg-
ur, og þegar ballinu átti að starta kom í ljós
að lögregla hafði séð sér fært að tengjast
staðnum tryggðarböndum. Og það fór einsog
fyrri daginn – gargandi snilld – liðið mætti í
dúndrandi stuði; fullt uppí axlir – nokkrir
meira að segja dottnir svo skelfilega íða að
þeir sáu hvorki til sólar né mána.
Það vantaði þó nokkuð uppá að sami fjöldi
skilaði sér á sunnudagsballið og komið hafði
á laugardagsskemmtunina, en engu að síður
var mikill glaumur, og reyndar varð fólk svo
brjálað að engu var líkara en þakið ætlaði af
húsinu að rifna.
Ballið sjálft var óskaplega skemmtilegt og
einlæg áfengisþörf skein úr hverju andliti.
Pelican stóð sína plikt og Pétri tókst að koma
öllum á gólfið, í hvílíku dúndrandi gargi. Lið-
ið dansaði um leið af tryllingi, allt logaði í
slagsmálum og ástarleikir bárust um víðan
völl.
Að loknu dansiballi var kofinn rústir einar,
eða einsog fokhelt hús; flaggstöng sem verið
hafði fyrir utan hafði verið rekin í gegnum
Þeir koma til
Dalvíkur, aug-
lýsa herlegheitin
og gista á hóteli
einsog fínir menn.
Svo kemur laugardagurinn og þeir hefja
leik og Pétur talar um það við mannskapinn
að það verði líklega stappfullt á skemmtun
Fjörkálfanna.
Þeir mæta í íþróttahúsið og þá kemur í ljós
að til hliðar við þann ágæta stað er íþrótta-
mót fyrir börn, sem gerði það að verkum að
börnin sáust ekki nema eitt og eitt á
skemmtun Fjörkálfanna.
Pétur sá þetta nú aldeilis ekki sem neitt
nema væga óheppni og lofaði mönnum hús-
fylli á Akureyri, en þar átti hópurinn að
skemmta á sunnudeginum.
Kálfarnir mæta á staðinn, kíkja í Sjallann,
auglýsa og Pétur talar um að allt verði vit-
laust. Þetta var skothelt, spurning um að
telja inn frekar en hræðast afkomuna.
Kapparnir voru ekki búnir að dvelja lengi í
höfuðstað Norðurlands þegar þeir höfðu
fengið vitneskju um það að á Akureyri væru
þennan dag öll hugsanleg íþróttamót fyrir
börn.
Allir urðu svartsýnir nema Pétur.
Ekki minnkaði bjartsýni Gamla þegar
hann komst að því að Bylgjan var með út-
sendingu frá Ráðhústorginu. Hann sá auðvit-
að fyrir sér gull og græna skóga þegar Fjör-
kálfunum stóð skyndilega til boða að auglýsa
dagskrána og taka lagið í beinni. Þetta var
hvílíkt plögg að það gat ekki farið framhjá
einum einasta lifandi manni. Í huganum var
Pétur farinn að gera þá kröfu að menn seldu
ekki alltof marga miða.
Bókarkafli Í bókinni Pétur poppari greinir Kristján Hreinsson frá lífshlaupi söngvarans Péturs Wigelund Kristjánssonar sem lést haustið 2004. Pétur
var um margt einstakur karakter og stóð lengi í stefni fremstu hljómsveita landsins á borð við Pops, Náttúru, Svanfríði, Pelican, Paradís og Start. En
hann var ekki einungis frábær tónlistarmaður, heldur einnig mikill húmoristi sem sjaldnast fór troðnar slóðir.
Pétur poppari
Pétur í Paradís.
Pétur og
Bjartmar
Guðlaugsson
bregða á leik en
þeir voru í
hljómsveitinni
Dúndrinu sem
starfrækt var
1986—87.
Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina Pétur poppari.
Bókin er 280 bls. að lengd og prýdd fjölmörgum
myndum. Hún er prentuð í Odda.
Á dögum Náttúru, en þar var Pétur í framlínunni.
kofann, rúður voru flestar brotnar, klósetti
með kassa, setu og öllu tilheyrandi hafði ver-
ið komið fyrir í námunda við Ámunda, sem
stóð á tjaldstæðinu og gapti með glámarana
framan við nefið.
Bandið fagnaði ágætri innkomu og voru
strákarnir staðráðnir í að gera eitthvað svip-
að að ári.
Gleymska húsvarðarins
Að sinna rótarastörfum var aldrei ein af
sterkustu hliðum Péturs; á meðan menn
stilltu upp, kannaði hann aðstæður – tékkaði
staðinn – og ræddi við staðarhaldara um
miðasölu og eitt og annað sem bandið kynni
e.t.v. að þarfnast meðan á balli stóð.
Eftir ball fór Pétur í upparann og gat eytt
í það löngum tíma, einkum og sér í lagi ef
flaska fór á borð og menn þurftu að þrátta
um prísa. Aldrei mátti heyra það á Pétri að
hann reyndi að sleppa við rótið, en sagan
segir að hann hefði frekar viljað næmast í
bókhaldi en bera þungar græjur.
Þó var nú ein áberandi undantekn-
ing á þessu öllu, en það var ein-
hverju sinni þegar hann hafði
sest við borð með umsjónar-
manni samkomuhúss og
fengið greitt fyrir gigg-
ið að hann kom hlaup-
andi til strákanna í
bandinu og byrjaði
sjálfur að róta eins-
og óður maður.
Hann leit glottandi
á drengina, um leið
og hann gaf til
kynna að menn
þyrftu að hafa hrað-
ann á og sagði: –
Strákar, út með
græjurnar, hann
gleymdi skemmt-
anaskattinum.
Fjörkálfar á
röngum tíma
Það var svo eftir
miklar vangaveltur, að
árið 1994, á „Ári fjölskyld-
unnar“ að loksins var komið
að því að langþráður
draumur Péturs fengi að
fara á flug.
Þeir hittust og ræddu
málin Pétur og Hemmi
Gunn, sem hafði um nokk-
urra ára skeið verið með
sjónvarpsþátt á RÚV og
hafði meðal annars haft þann
háttinn á í þáttum sínum að ræða við börn
um daginn og veginn, auk þess sem ungir
listamenn höfðu troðið upp í þáttum Hemma.
Þá félaga langaði að setja upp dagskrá í
anda liðinna ára – voru með hugann við Sum-
argleðina og blómatíma bandanna. Þá langaði
að ferðast um landið með skemmtidagskrá
fyrir börn og höfðu í hyggju að vera með ým-
iskonar leiki, söng og sprell.
Mínípopps áttu enn eftir að fá sitt íslenska
andlit, en til þess að það andlit mætti verða
að veruleika, riggaði Pétur upp skýru plani,
hringdi í Ómar Ragnarsson, sem þekktur var
fyrir skemmtilegheit og hafði komið frá sér
ótrúlegum fjölda barnalaga.
Allir til kallaðir stukku með í leikinn –
einsog alltaf þegar Pétur átti í hlut – og í
framhaldi af þessu brölti var svo formlega
stofnaður sá hópur sem kallaðist Fjörkálf-
arnir og var skipaður: Pétri, Villa Guðjóns,
Hauki Heiðari Ingólfssyni, Ómari Ragnars-
syni og Hemma Gunn.
[…]
Svona eftir á að hyggja er einsog hér hafi
verið á ferðinni réttur hópur á vitlausum
tíma, eða vitlaus hópur á réttum tíma.
Flokkurinn ferðaðist um landið á húsbíl
sem Pétur átti og var allajafna kallaður
Dodsinn, þ.e.a.s. allir nema Ómar, sem var í
því að spyrða ferðalagið við fréttaöflun fyrir
Stöð 2, og ferðaðist því einn og þurfti oft að
elta hina uppi.
Alltaf var mikil gleði í bílnum hjá Pétri,
sögur sagðar og hlegið dátt.
Eina helgina voru þeir félagar á Norður-
landi, á laugardeginum var hópurinn á Dal-
vík. Menn höfðu lagt áherslu á það þegar
staðirnir voru bókaðir, að ekkert annað stór-
vægilegt væri að gerast í viðkomandi plássi á
meðan Fjörkálfarnir fóru um.