Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Tími: Föstudaginn 4. nóvember 2005 kl. 10:30 – 17:00. Staðsetning: Í Verinu, húsnæði Háskólans á Hólum á Sauðárkróki. Málþingsstjóri: Vilhjálmur Egilsson Sýning á framtíðarsögum í opnu rými – vegvísar til 2020. Sýningin opnar klukkan 9:30. Fundarsetning: Formaður SSNV Ársæll Guðmundsson. 10:30 – 10:40 Opnun ráðstefnunnar: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ráðherra tilnefnir starfshóp til að undirbúa vaxtarsamning fyrir Norðurland vestra. 10:40 – 11:15 Vaxtarsamningar og klasasamstarf: Elvar Knútur Valsson, verkefnisstjóri hjá Impru. 11:15 – 11:35 Hvernig atvinna verður stunduð á Norðurlandi vestra eftir 15 ár?: Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands og hagfr. við KB banka: 11:35 – 11:55 Umræður og fyrirspurnir 11:55 – 12:15 Matarhlé 12:15 – 13:00 Uppbygging lítilla fyrirtækja: Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. 13:00 – 13:20 Afl menntunar í menningu og atvinnulífi: Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla. 13:20 – 13:40 Hverju svaraði kötturinn Lísu í Undralandi?: Kristín Björnsdóttir, markaðsstjóri hjá FOCAL. 13:40 – 14:00 Umræður og fyrirspurnir 14:00 – 14:30 Kaffihlé 14:30 – 14:45 Umræðuhópar: Umfjöllunarefni tengd atvinnuþróun. 14:45 – 16:00 Léttar veitingar 16:00 – 17:00 Niðurstöður hópa kynntar í hvíta herberginu 16:15 Málþingi slitið 17:00 D A G S K R Á 2 0 2 0 U M Þ I N G I Ð Hvert stefnum við? Á málþinginu Norðurland vestra 2020 er ætlunin að vekja fólk til um- hugsunar um hvernig atvinnulífið á Norðurlandi vestra kemur til með að þróast á næstu 15 árum. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir sem líklegar eru til árangurs. Stefnumótun fer síðan fram í umræðuhópum. Samhliða málþinginu er sýning sem varpar ljósi á þróun atvinnulífsins síðustu 15 ár. Þar getur einnig að líta framtíðarsýn atvinnurekenda á Norðurlandi vestra er byggir á nýrri könnun sem gerð var í tengslum við málþingið. Þann 4. nóvember 2005 standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar fyrir málþingi um atvinnumál. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir hefur framsögu á málþinginu. Hún mun einnig tilnefna starfshóp til að undirbúa vaxtarsamning fyrir Norðurland vestra. Skráning í síma 455 6040 eða á ssnv@ssnv.is til 3. nóv. Allir velkomnir. N O R Ð U R L A N D V E S T R A Ímiðborg Wiesbaden má víðasjá myndir af Þóru Ein-arsdóttur söngkonu í hlutverkiÖnnu Frank. Hún „sló í gegn“í þessu hlutverki á síðasta starfsári óperuhússins í Wiesbaden en hætta varð sýningum á hinni vin- sælu óperu þar sem aðalsöngkonan gerð- ist æ þykkari undir belti. Þegar ég náði tali af Þóru í sept- ember var liðið langt á meðgöngutímann, Anna Frank að baki í bili en nýtt barn í vændum um miðjan desember. En hvenær kom Þóra til starfa í Wiesbaden? „Ég og Björn maðurinn minn kom- um hingað árið 2000 en okkur finnst við alltaf vera með annan fótinn á Ís- landi, líka þessi ár. En fram að því að við komum hingað höfðum við verið lausráðin hingað og þangað í ein sjö ár, meðal annars í Englandi þar sem við lærðum bæði,“ segir Þóra. „Stuttu eftir að við komum til Þýskalands varð ég ófrísk og slíkt flækir málin dálítið eins og gefur að skilja. Þá kom sér vel að hafa tekið fastráðningu sem mér bauðst í Wiesbaden, það er erfitt að vera mik- ið á flakki með lítið barn,“ segir Þóra. En hvernig gengur að samræma feril i óperusöng og fjölskyldulíf og barnauppeldi? „Það er oft erfitt og þarfnast skipu- lagningar frá báðum foreldrum og góðrar samvinnu við vinnuveitendur, en ef þetta gengur er það fínt. Fjöl- skyldan er þó auðvitað alltaf í fyrsta sæti.“ Þóra hefur sungið fjölda hlutverka við óperuna í Wiesbaden en hvert skyldi vera óskahlutverið hennar? „Það er Súsanna í Brúðkaupi Fig- aros eftir Mozart, það hef ég oft sungið og gæti vel hugsað mér að syngja það eingöngu,“ svarar Þóra að bragði. Næst víkur talinu að hinu „prakt- íska“, hvernig eru launin hér, spyr ég. „Það er auðvitað mjög mismunandi eftir reynslu fólks. Það er oft mjög mikið álag á fólki sem er nýkomið úr skóla, það syngur mikið og hefur ekki mjög góð laun – á hinn bóginn höfum Óskahlut- verkið er Súsanna Íslenskir söngvarar hafa gert garðinn frægan erlendis. Þau Þóra Einarsdóttir og Björn I. Jónsson hafa sungið víða í Þýskalandi og Þóra er fastráðin við óperuhúsið í Wiesbad- en. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við bæði Þóru og Björn um sönginn og lífið í Þýskalandi bæði í einkalífi og starfi. Þóra Einarsdóttir Þóra og Björn með soninn Einar. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.