Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir tíu árum sat LucianoDutra suður í Brasilíu oglas sonnettur Jorge LuisBorges. Það vakti athygliLucianos að Ísland og fornsögurnar komu þar iðulega við sögu, og hann velti því fyrir sér hvað í ósköpunum þetta Ísland væri eiginlega. Forvitnin var vakin, hann útvegaði sér bækur, leitaði á Netinu og fyrr en varði var hann kominn á kaf í Snorra-Eddu og Gylfaginn- ingu, sem hann tók með áhlaupi og ákvað að þýða strax yfir á portú- gölsku. Það tókst auðvitað ekki, því hann kunni ekki íslensku. Í dag situr Luciano Dutra á Ís- landi, les fornbókmenntir, og er full- fær í málinu. Glíman við Gylfaginn- ingu endaði í íslenskunámi við Háskóla Íslands árið 2002, og hér hefur hann verið síðan. Þegar kom að því að Luciano ætti að velja sér verkefni fyrir lokaritgerð, datt hon- um í hug að gaman væri að taka hliðarskref frá bókmenntunum og skrifa þess í stað um sögulegt efni. Þá kom til skjalanna vestur-íslensk- ur vinur, sem benti Luciano á að í Brasilíu væru íslenskir vesturfarar og að lítið hefði verið skrifað um þá. Luciano fannst rakið að reyna að ná sambandi við þetta fólk og skrifa um afdrif þess í nútímanum. Til var sjö- tíu ára gömul saga Þorsteins Þor- steinssonar, Ævintýri frá Íslandi til Brasilíu, en ekkert úr samtímanum. Búa enn á upprunalegum slóðum „Fyrstu Íslendingarnir fóru héð- an til Brasilíu árið 1863. Þetta var nokkrum árum áður en ferðir til Kanada hófust og var fyrsta tilraun- in til skipulagðra ferða til Vestur- heims. Héðan fóru þá fjórir ungir menn. Tíu árum síðar fóru 37 Ís- lendingar til Brasilíu, en þrír þeirra fórust á leiðinni, í Hamborg í Þýska- landi. Einn Íslendingur fór einsam- all árið 1863.“ Alls voru þetta því 39 manns sem náðu landi og settust að í Brasilíu. Luciano segir að í byrjun hafi hópurinn haldið vel saman, í borginni Curitiba í Suður-Brasilíu, sem hann kallar höfuðborg Íslend- inga í Brasilíu, og þar búa enn lang- flestir afkomendur innflytjendanna. „Þótt flestir Íslendinganna hafi ver- ið bændur, voru þeir hámenntaðir miðað við Brasilíumennina, því þeir kunnu allir bæði að skrifa og lesa. Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir velgengni þeirra úti. Fjölskyldur sem eiga rætur sínar á Fræði | Ungur Brasilíumaður rannsakar afdrif íslenskra innflytjenda í Brasilíu Voru hámenntaðir, kunnu bæði að Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Oddur Helgason ættfræðingur og Luciano Dutra íslenskunemi skoða ættir íslensku Brasilíufaranna. Í DAG er áhugi íslensku Brasilíumannanna á gamla landinu að vakna, og nokkrir þeirra hafa komið hingað í leit að rótum sínum. Áhuginn er gagn- kvæmur og í dag vinnur Oddur Helgason ættfræð- ingur hjá ORG ættfræðiþjónustunni að því að styrkja tengslin með því að skrá niðja Brasilíu- faranna í Espólín ættfræðigrunninn. Rannsóknir Lucianos Dutra eru því ættfræðinni mikilvægar, og á móti kemur, að auðveldara verður fyrir Brasilíu- farana að rekja tengsl sín við frændfólk á Íslandi. Oddur hefur reyndar mörg járn í eldinum, og rek- ur ferðir Íslendinga út um allar jarðir. Hann er að undirbúa það mikla verkefni að skrá niðja allra brottfluttra Íslendinga sem sest hafa að fjarri heimahögum. Hann segir því mikilvægt að þeir Ís- lendingar sem hafi upplýsingar um brottflutt skyld- menni, eða forfeður þeirra sem sest hafi að erlend- Þetta er verkefni sem fjölmiðlar ættu að sýna meiri áhuga.“ Oddur segir mikinn mun á ættfræðigrunnum ættfræðinga og Íslendingabók. Henni sé ætlað ákveðið hlutverk, en ættfræðigrunninum annað. Þar séu mun ítarlegri upplýsingar um einstaklinga, og að með skráningu á niðjum brottfluttra Íslendinga sé mun betur hægt að henda reiður á afdrifum þeirra út um allan heim. Það komi sér afar vel, þeg- ar fólk snúi til baka að leita upprunans, en að líka sé gaman að geta séð hvert leiðir Íslendinga liggi út í hinn stóra heim. „Þessi elsta og almennasta fræðigrein okkar Íslendinga er því líka í útrás.“ is, láti þær upplýsingar í té. „Ég bið fólk líka um að henda ekki ættfræðigögnum, heldur leyfa okkur að skoða. Allir Íslendingar geta svo eignast sínar fram- ættartölur og haft í sinni tölvu.“ Og Oddur nefnir dæmi um gagnlegan fróðleik. „Hér er ég til dæmis með bók um einn frægasta listmálara Norðmanna, Kaare Espolin Johnson. Hann er afkomandi Gísla Jónssonar sem var bróðir Jóns Espólín. Í Íslendingabók er hægt að fletta upp á Gísla, en síðan ekki söguna meir, því hann fluttist til Noregs. Í annarri bók höfum við hins vegar upp- lýsingar um alla hans afkomendur, og þær þarf að skrá,“ segir Oddur hróðugur. „Við erum að tölvu- skrá í okkar grunn alla Íslendinga og alla þá sem tengjast þeim hérlendis og erlendis. Þetta er gríð- armikið verk og tímafrekt, en afar mikilvægt fyrir margvíslega rannsóknastarfsemi að það sé unnið. Elsta og almennasta fræðigrein Íslendinga í útrás TENGLAR ........................................................................ http://www.simnet.is/org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.