Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 72
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson RÓÐURINN herðist þessa dagana hjá vængjuðum smávinum, en byljir og snjókoma gera þeim erfiðara fyrir með fæðuleit. Þegar naprir vindar blása eru smáfuglar frá Skandinavíu, sem hyggja á árlegar sólarlandaferðir sínar, gjarnir á að hrífast með lægðum og berast stjórnlaust til Íslands. Einn fjölmargra gesta hér á landi er svonefnd silkitoppa sem á varpheimkynni sín í norðan- verðri Skandinavíu og austur með. Þessi fallega silkitoppa hefur nú gert sig heimakomna á Siglu- firði ásamt fimm félögum sínum og nýtur hún gestrisni bæjarbúa, enda þekkja þeir harðneskju vetrarins. Hún gæddi sér á epli sem Sigurður Ægisson, sóknarprestur og fuglaáhugamaður, setti út á grein handa henni. Sigurður segir lítið annað í stöðunni fyrir okkur mennina en að aðstoða fuglana við að þreyja þorrann. „Silkitoppan á að geta lifað af veturinn hér ef hún hefur æti,“ segir Sigurður og bætir við að síðan sé bara að sjá hvort hún dvelji hér á landi eitthvað fram á sumar. Silkitoppur hafi tilhneigingu til að fljúga af landinu strax eftir veturinn, enda sé hér fátt fyrir þær að bíta og brenna, en þær eru skordýra- og aldinætur. Sigurður biður fólk um að hugsa til fuglanna sem eru á ferð í garðinum, til dæmis með því að stinga epli upp í tré, t.d. á brotna grein. „Þá er engin hætta á að snjórinn hylji það, en svo eru líka þarfir fuglanna ólíkar, sumir borða korn en aðrir epli og annað slíkt.“ Epli fyrir vetrargesti ÞVÍ er spáð að hægt verði að selja 114 milljónir lítra af mjólk á þessu verðlagsári miðað við svokallaðan próteingrunn, en Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúa- bænda, segir kraftaverk ef bænd- ur nái að framleiða svo mikla mjólk. Sala á mjólk jókst um 3% á síðustu 12 mánuðum og söluaukn- ingin síðustu þrjá mánuðina er enn meiri. Framleiðslan í ágúst dróst hins vegar saman um 7,6%. Á síðustu 12 mánuðum hefur sala á skyrdrykkjum aukist um 57%. Góð sala hefur einnig verið á ostum og smjöri. Baldur Helgi sagði að mjólkurframleiðendur fagni að sjálfsögðu þessari góðu sölu, en jafnframt hefðu þeir mikl- ar áhyggur af því að þeir gætu ekki aukið framleiðsluna eins og þörf væri á. Tíðarfarið í haust hefði verið sérlega óhagstætt, sem hefði leitt til samdráttar í framleiðslu. Heygæði væru ekk- ert sérstök, en framleiðsluaukn- ing síðustu ára hefði ekki síst ver- ið drifin áfram af miklum heygæðum. Svigrúmið til að auka framleiðsluna væri því lítið. Aðspurður sagði Baldur Helgi að menn hefðu rætt um að sú staða gæti komið upp að nauðsyn- legt yrði að flytja inn mjólkurduft fyrir mjólkuriðnaðinn. Hann sagðist hins vegar vona að ekki þyrfti að koma til þess. Umræða um innflutning á erfðaefni Mikil umræða fer nú fram með- al kúabænda um stöðuna í fram- leiðslumálunum og ekki síður um framtíð greinarinnar. Á fundum bænda í Borgarfirði og Eyjafirði voru nýverið samþykktar álykt- anir um innflutning á erfðaefni til kynbóta. Tillaga sama efnis var hins vegar felld á bændafundi í Skagafirði. Baldur Helgi segir að færa megi rök fyrir því að íslenski kúa- stofninn sé vart sjálfbær. Líftími kúnna sé alltaf að styttast vegna aukinna krafna um mjólkurgæði. Líftíminn sé núna að meðaltali 937 dagar sem þýði að hver kýr mjólki að meðaltali í rúmlega tvö og hálft ár. Sífellt fleiri bændur séu í vandræðum með að fá nægi- lega marga kálfa til uppeldis þrátt fyrir að nær allir kvígukálfar sem fæðast á landinu séu settir á. Til viðbótar valdi aukinn kálfadauði erfiðleikum, en kenningar hafa verið uppi um að hann tengist skyldleikarækt. Sjá fram á að skortur verði á mjólk til vinnslu Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Kúastofninn | 8 „HVAÐ heitir hún aftur hún Gógó?“ nefnist BA-ritgerð Ólafs Inga Ólafssonar og er rann- sókn á gælunöfnum Guðrúna. Í ljós kom að þrjár af hverjum fjórum Guðrúnum eru kall- aðar gælunafni, flestar Gunna, en þar fyrir ut- an komust 64 önnur gælunöfn á blað; Unna, Dunda, Gúddí, Lallí, Nenna, Systa, Gungun og Úa svo fáein séu nefnd. „Það var m.a.s. eftir að ég var búinn að sía frá þau gælunöfn sem gætu verið leidd af öðru nafni, því helmingur þessara Guðrúna bar tvö nöfn,“ segir Ólafur Ingi, sem fékk IM Gallup til liðs við sig við fram- kvæmd könnunarinnar. Úrtakið var 800 Guðrúnir og svarhlutfallið 67%. 26 árum á eftir áætlun Ólafur Ingi starfar í auglýsingabransanum og stundaði nám í íslensku við Háskóla Íslands í lok átt- unda áratugarins. Hann segir ritgerðina í raun 26 árum á eftir áætlun, en hann hafði heitið vin- konu sinni, Kristínu Ingólfsdóttur, að drífa sig í nám ef hún yrði háskólarektor. Hugmyndina að efni ritgerðarinnar segir hann hins vegar ekki nýja af nálinni, heldur tilkomna fyrir aldarfjórðungi, þegar hann veitti því eftirtekt hve nafnavenjur Íslendinga hefðu breyst. Sjálfur er hann íhaldssamur í nafngiftum og finnst fátt flottara en að vera t.d. Friðrik Guðmundsson, sonur Guðmundar Friðrikssonar Guðmundssonar Friðriks- sonar. | Tímarit Ólafur Ingi Ólafsson Með BA í gælunöfnum Guðrúna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 4.SÆTIÐ www.jorunn.is LÖGREGLAN í Kópavogi gerði sl. föstudags- kvöld húsleit á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Við leit fannst töluvert magn fíkniefna, á fjórða hundr- að gramma, aðallega hass og maríjúana, einnig lít- ilræði af amfetamíni. Jafnframt lagði lögreglan hald á loftskammbyssu sem fannst á heimilinu. Tveir aðilar voru handteknir á vettvangi og var þeim sleppt að skýrslutökum loknum, en málið er enn í rannsókn. Við húsleitina naut lögreglan í Kópavogi aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Hald lagt á fíkniefni og loftskammbyssu GRÓSKA er í íslenskri fata- hönnun og virðast hönnuðir sækja innblástur sinn víðs- vegar að; í náttúruna jafnt sem tíðarandann fyrr og nú. Við- fangsefnin eru ólík, útfærsl- urnar margvíslegar og frum- leikinn oftast í fyrirrúmi. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag gefur að líta sýnishorn af hönnun nokkurra íslenskra fatahönnuða. Stöllurnar Sæ- unn Huld Þórðardóttir og Jette Jonker hanna t.d. undir merk- inu Trilogia og reka sam- nefnda verslun við Laugaveg- inn. Flíkurnar á myndinni er samstarfsverkefni þeirra og draga að hluta dám af gömlum íslenskum búningum. | Tímarit Íslensk flík engri lík ÍSLENSKIR ættfræðigrunnar kunna að þykkna verulega á næstu árum, því fyrir dyrum stendur að skrá í þá niðja brottfluttra Íslendinga sem sest hafa að erlendis. „Þetta er gríðarmikið verk og tímafrekt, en afar mikilvægt fyrir margvíslega rannsóknastarfsemi að það sé unnið,“ segir Oddur Helgason hjá ORG ættfræðiþjónustunni. Luciano Dutra, brasilískur íslenskunemi í við Háskóla Íslands, vinnur nú að lokaritgerð um þá Íslendinga sem fluttust búferlum til Brasilíu 1863 og 1873, og með rannsóknum hans hefur nú verið hafist handa við að færa inn í grunninn niðja þeirra Íslendinga sem þangað fluttust. | 32 Útrás ættfræðinnar ÍSLENSKA karlalands- liðið í handknattleik sigraði á fjögurra landa móti í Póllandi, en síðasti leikur liðsins var í gær. Þá lagði liðið Norðmenn að velli 26:23 en hafði áð- ur gert 32:32-jafntefli við Dani og lagt Pólverja með einu marki, 38:37. Íslenska liðið fékk því fimm stig í mótinu og sigr- aði. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í leiknum í gær með 10 mörk en alls gerði hann 25 mörk á mótinu. Ísland vann í Póllandi „BRESKIR vísindamenn fylgjast mjög náið með gæsastofnunum á vetrarstöðvunum og við munum fá upplýsingar þaðan svo að við vitum hverju eiga megi von á þegar fuglarnir koma til landsins í vor,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir að- spurður um líkur á því að íslensku gæsastofnarnir beri fuglaflensusmit til landsins í vor. Halldór segir eðlilegt að veiðimenn velti því fyr- ir sér, hvort óhætt sé að veiða og meðhöndla villta fugla þegar svona stendur á. „Menn eru ónæmir fyrir flestum afbrigðum fuglaflensunnar svo á þessu stigi er óþarft að hafa áhyggjur,“ segir Hall- dór. | 34 Gæsir vaktaðar ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.