Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 21
skreytingar úr blómum og kaktus- spónum að kirkjunni. Þetta er all- löng ganga og byrðin þung í sólinni. Skreytingarnar sem eru allt að fimmtán metra háar eru reistar framan við sóknarkirkjuna við aðal- torgið, sem fórn þeirra sem þær unnu og báru. Dansararnir komu svo á milli í fjölbreyttum gervum og fannst mér þessi mikla og fjölskrúð- uga ganga aldrei ætla að taka enda. Dansararnir sýndu listir sýnar á torginu. Þar voru einnig sprengdar brúður sem snúið var á hárri stöng og þegar þær sprungu með viðeig- andi hvelli hlupu krakkarnir til að leita að sælgæti, ávöxtum, dóti eða öðru sem átti að vera í hverri brúðu. Og þarna voru einnig Los Volodores, fljúgandi dansarar frá Papantla, með sitt atriði í fyrsta skipti af mörgum á Mikjálsmessuhátíðinni. Þetta er forn trúarathöfn, frá tíma Aztekanna, til- einkuð guðum sólarinnar, vindsins, jarðarinnar og vatnsins. Fimm menn í viðeigandi búningum klífa upp háa stöng og eftir að helgisiðir hafa verið viðhafðir láta þeir sig falla fram af toppnum og svífa í köðlum sem rakna smám saman upp af slánni al- veg þangað til þeir lenda fimlega á jörðinni. Ekkert öryggisnet er undir. Þetta er þekktur flokkur sem sýnir víða, meðal annars alltaf í San Mig- uel á Mikjálsmessu. Um kvöldið var skotið upp flug- eldum, hvað annað?, og haldið áfram á sunnudeginum. Þar var stærsta at- riðið dansganga mikil um götur bæj- arins sem lauk á aðaltorginu. Þetta voru sömu dansararnir og voru í blómagöngunni. Gangan hófst við Allende-stofnunina og þar fylgdist ég með undirbúningi þeirra. Stignir eru ýmsir gamlir og flestir einfaldir þjóðdansar, frá því fyrir nýlendutím- ann undir trumbuslætti – en einnig túlkuð saga Mexíkó frá upphafi til vorra daga auk þess sem ýmis trúar- tákn koma fyrir. Notuð eru fjöl- breytt og skrautleg gervi, meðal annars fjaðraskraut indíána, grímur og risabrúður. Sem dæmi má nefna að sýnd er barátta milli frumbyggj- anna og Spánverja, trúboðið og sjálf- stæðisbarátta Mexíkóa. Og ekki má gleyma baráttu heilags Mikjáls við fjandann. Kristin og heiðin tákn Í dönsunum og skrúðgöngunum almennt koma fram heiðnir siðir jafnt og kristnir enda er það svo að þótt Mexíkóar séu katólskir og mað- ur finni það sterkt í kirkjunum að þar hvílir full alvara að baki virðist stutt í heiðinn átrúnað. Það helgast sjálfsagt af því að Spánverjum lá mikið á að kristna íbúana eftir að Cortes sigraði Aztekana og lagði landið undir Spánarkonung og til þess að ná árangri leyfðu þeir vissa skurðgoðadýrkun og oft var trú á skurðgoð einfaldlega færð yfir á dýr- linga katólskra og haldið áfram að biðja um regn eða góða maísupp- skeru. Þessu má sjálfsagt líkja við kristnitökuna á Íslandi þegar að samkomulagi varð að við fengjum að halda í vissar heiðnar trúarathafnir. Kemur þetta meðal annars fram á áberandi hátt í dansinum enda for- tíðarhyggja í öndvegi þegar verið er að túlka sögu landsins, jafnvel þótt um sannkristna hátíð sé að ræða. Á sunnudag var ég alveg búinn að fá nóg af skrúðgöngum, flugeldasýn- ingum og hátíðahöldum almennt. En íbúar San Miguel fóru fljótlega að tala um næstu stórhátíð, Allrasálna- messu, sem er vegleg hátíð í byrjun nóvember. Svo tekur ein við af ann- arri. Hárið fléttað og skreytt með fjöðrum. Kristniboðarnir og prestarnir áttu sína fulltrúa í dansinum. Þessi dansari gæti verið að koma beint út úr frumskógum suðurhluta Mexíkó. helgi@mbl.is Fulltrúi frumbyggjanna dansar af innlifun í einni af skrúðgöngum helgarinnar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 21 ÞRIÐJU helgina í september er Pamplonada þar sem nautum er sleppt á götur miðbæjarins í San Mig- uel de Allende og dregur sú athöfn nafn sitt að sjálfsögðu af samskonar hátíð á Spáni. Nautahlaupið dregur að sér tuttugu þúsund gesti á ári hverju, aðallega ungt fólk frá Mexíkóborg sem sleppir ærlega fram af sér beislinu. Fjöldi fólks er inni á götunum og býður nautunum birginn. Eftir helgina kom fram í einu staðarblaðanna að menn voru ánægðir með að enginn skyldi hafa látið lífið í ár. Tveir slös- uðust þó alvarlega. Þennan laugardag slösuðust alls 47 einstaklingar, liðlega helmingur af völdum nautanna en aðr- ir vegna drykkju og annars. Brjálað fólk og naut á hlaupum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nautin voru ringluð þegar þau stoppuðu í hlaupum sínum um göturnar. Þá voru nógir sjálfboðaliðar til að æsa þau upp. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi GRUNNNÁM Í BÓKHALDI Helstu námsgreinar: Villt þú læra bókhald og tölvubókhald? 108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir. Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstaða bókhalds - mikið um verklegar æfingar Morgunnámskeið: Frá 07. nóv. til 16. des. Kennt mán.-, mið.- og fös frá 8:30 til 12:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.