Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Upprunalegur tilgangurAirwaves var að gefa ís-lenskum hljómsveitumfæri á því að kynna erlend- um blaðamönnum og útsendurum plötufyrirtækja hvað þær hafa fram að færa. Þótt þessi tilgangur sé allt- af undirliggjandi hefur hátíðin smám saman orðið meira en bara kynningarteiti, því hún er orðin sannkölluð tónlistarhátíð þar sem kostur gefst á að sjá allt það helsta sem er á seyði í íslenskri tónlist og sitthvað gott erlent í bland. Til hátíðarinnar var semsé stofnað til að íslenskar hljómsveitir og tón- listarmenn kynntu sig, en þrátt fyrir það hafa þær flestar verið lengi að átta sig á þeim tækifærum sem hún gefur og nýta þau, sem sjá má meðal annars á því að það er ekki fyrr en á síðustu hátíð og nú á þessari sem sveitir taka almennilega við sér að gera og dreifa kynningarupptökum til blaðamanna. Mjög er misjafnt hvernig staðið er að slíku og ekki endilega spurning um að leggja milljónir í það, bara velja góða músík með sæmilegum hljómi og láta fullnægjandi upplýs- ingar fylgja með. Það er til að mynda góð regla að vera ekki að spandera of miklu, velja bara tvö til þrjú helstu lögin. Stundum vill mað- ur þó meira, sérstaklega ef tónlistin er góð, en þá leita menn líka eftir meiri músík og til þess er leikurinn gerður. Ekki má gleyma því að þeir blaðamenn sem sækja hátíðina heim, erlendir og innlendir, eru velflestir tónlistaráhugamenn og fátt finnst þeim skemmtilegra en að rekast á eitthvað sem þeir ekki hafa heyrt. Það er svo bónus ef það er gott. Í þessari samantekt renni ég yfir þau demó sem rak á fjörur mínar á Aiwaves 2005, met þau eftir tónlist- inni, hversu umbúðir eru vel heppn- aðar og svo hversu gagnlegir við- komandi diskar eru til kynningar fyrir viðkomandi hljómsveitir. Shadow Parade á eitt besta demóið, umslagið flott og músíkin fín. Mjög forvitnilegt efni og fag- mannlega unnið. Fjögur lög með litlum upplýs- ingum en gagnlegum. Músík:  Umbúðir: Notagildi: Airslaves – Addicted to Oxygen heitir demó frá Diktu með þremur lögum. Diskurinn er mjög einföld framleiðsla í glæru plastumslagi, ekki mjög aðlaðandi, en upplýsingar á honum svosem í lagi. Tónlistin er vel framreidd og eitt laganna býsna gott. Músík: Umbúðir:  Notagildi: Reykjavík! sendir frá sér skemmtilegt demó, umslagið hrátt og líflegt, heimalímdur pappi. Mús- íkin er hressilegt rokk, en hljómur óneitanlega flatur, líklega heima- gerður eins og umslagið. Upplýs- ingar á plötunni ágætar. Músík:  Umbúðir: Notagildi:  Ókindardemóið er eitt það besta sem boðið var uppá á Airwaves að þessu sinni. Umbúðir einfaldar, en einkar gagnlegar með ágripi af sögu sveitarinnar. Þrjú lög eru á disk- inum, mjög skemmtilegt efni og veit vonandi á gott með næstu Ókind- arskífu. Músík: Umbúðir:  Notagildi:  Eftir því sem ég fæ best séð heitir Snafu nú Future Future og skyn- samlegt í sjálfu sér þar sem tónlistin er talsvert frábrugðin því sem Snafu-menn gerðu áður. Það vantar þó nokkuð uppá finnst mér að hún sé eftirminnileg, en þriðja lagið er reyndar gott. Umslagið einfalt og lágmarksupplýsingar. Músík: Umbúðir: Notagildi: Hljómsveitin Days of our Lives er rausnarleg á músíkina því á kynn- ingardiski hennar eru fimm lög, ná- lægt tuttugu mínútum af músík. Diskurinn gefur ágæta mynd af því hvernig sveitin er, lögin býsna fjöl- breytt og sum allgóð. Fyrir minn smekk eru þeir félagar bestir þegar þeir gefa aðeins í, en rólegu lögin eru líka í lagi. Þriðja, fjórða og fimmta lag best, kannski hefði verið nóg að hafa þau. Umbúðir mjög góð- ar og fullt af upplýsingum, en skemmtilegt ef þeir hefðu keypt sér lita diska til að brenna á. Músík:  Umbúðir: Notagildi: Nilfisk-félagar stóðu sig vel í kynningarmálum, hengdu upp plak- öt og dreifðu diski. Umslagið er reyndar heldur hrátt, bara pappírs- umslag af billegustu gerð, en inni í því bæklingur með fínum upplýs- ingum um sveitina. Kannski á hrátt umslag bara vel við, en þess má geta að umslagið er handskreytt með blómum. Lögin tvö eru löng og fín, sérstaklega fyrra lagið, og gætu orð- ið mjög góð með betri hljóðvinnslu eða í betra hljóðveri. Textarnir slæmir þó. Músík:  Umbúðir: Notagildi:  Þótt allir, eða nánast allir, sem dreifðu demóum á Airwaves 2005 séu að gera hlutina sjálfir, stundum fyrir lítið fé, er ekkert meira hand- verk held ég en þriggja laga diskur Donnu Mezz, ekki bara ljósritað heldur líka handskrifað – safn- gripur! Músíkin er hreinasta af- bragð, þriðja lagið snilld, en hljómur hrottalegur. Músík:  Umbúðir: Notagildi: Croisztans er hljómsveit með ís- lenskar rætur að hluta, starfaði í það minnsta eitt sinn hér á landi og ein- hverjir liðsmenn voru og eru Íslend- ingar. Tónlistin er einskonar þjóð- legt rokk, þunglamalegt á köflum, og sungið á torkennilegu tungumáli. Umbúðinar eru slappar þykir mér, diskapoki úr Bónus og illa ljósrit- aður miði með, en á honum eru þó fínar upplýsingar. Músík: Umbúðir:  Notagildi: Nortón-demóið er naumhyggju- legt, „slimline“-geisladiskahulstur með ágætum upplýsingum. Lögin skemmtileg þótt hljómur sé daufleg- ur. Textarnir eru einkar skemmti- legir – „hér verður partí / því verður margt í“ (Rokkum meira en Mínus). Músík:  Umbúðir: Notagildi:  Þriggja laga diskur með Númer núll hefur verið til sölu í 12 tónum í Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Kynningar- teitið mikla Á Airwaves færist í vöxt að hljómsveitir og lista- menn dreifi kynningardiskum með tónlist sinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sýnd kl. 6 “Fótfrá gamanmynd” Variety Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Africa United  S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára ENGINN SLEPPUR LIFANDI Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Fór beint á toppinn í USA 450 kr. Sýnd kl. 2 og 4 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. kl. 10 Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety  S.V. Mbl. Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.45 Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy kl. 2, 5, 8 og 10.45 Sá beSti í brAnSAnUm er mættUr AFtUr! Sími 564 0000 Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 15.30  S.V. / MbL  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  ó.H.T. Rás 2  ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 1.50 og 3.50 (besti leik- stjóri, besta heimildarmynd, besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna (besti leikstjóri, besta heimildarmynd, besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.