Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 27 FRÉTTIR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík, sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 Hafnarfjörður, sími 510 9500 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 18 9 0 3 Frá 39.990 kr. Flugsæti með sköttum. Netverð. Frá 66.390 kr. Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á gististað „án nafns“, í Zell am Zee/Schüttdorf, 4., 11. eða 18. feb., vikuferð með morgunmat. Beint flug til Salzburg 28. jan. - Uppselt 4. feb. 11. feb. 18. feb. FLACHAU - Dalirnir þrír og Zell am See Heimsferðum er það sönn ánægja að bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau, í hjarta Ski-amadé svæðisins í Salsburg-hérðaði. Þaðan liggja leiðir inn á eitt stærsta skíðasvæði Austurríkis, sem er snjóöruggt með góðum brekkum af öllu tagi og net af afbragðslyftum tryggir skíðamönnum það besta sem völ er á. Með einum skíðapassa er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum, 865 km. af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Brettafólk er velkomið á öllu svæðinu og þar er 1,5 km löng flóðlýst brekka, brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Heimsferðir bjóða einnig skíðaferðir til eins vinsælasta skíðabæjar í austurrísku ölpunum, Zell am See. Í boði eru gistiheimili og góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, versl- anir og kvöldlífið. Í Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu og hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins og snjóbretti og göngu- skíði eru þar ekki undanskilin. Vinsælustu skíðasvæði Alpanna Ný, íslensk trúarbragðasaga Hin mörgu andlit trúarbragðanna eftir Þórhall Heimisson „Útgáfa bókar Þórhalls er mikilvægt framlag til að auka gagnkvæman skilning milli trúarbragða á Íslandi, eyða fordómum og tryggja að vel sé tekið á móti þeim, sem hér setjast að og eiga sér önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Ekkert er líklegra til að eyða fordómum og hatri en þekking og fræðsla. Framtak Þórhalls Heimissonar er því þakkarvert.“ Forystugrein Mbl. 18. okt. Kristni • Íslam • Gyðingdómur • Búddismi Hindúismi • Nýtrúarhreyfingar • Trúfélög á Íslandi • Spíritismi • Leynihreyfingar og margt margt fleira Aðgengileg og ómissandi bók um fjölbreytileika mannlífsins www.salkaforlag.is Ármúla 20 sími 552 1122 GRUNNSKÓLANEMENDUR NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska o.fl. Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskóla. sími 557 9233, www.namsadstod.isNemendaþjónustan sf. SVANHILDUR Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar, var valin markaðsmaður ársins 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem konu eru veitt þessi verðlaun af ÍMARK, félagi íslensks markaðs- fólks. Síminn var valinn markaðs- fyrirtæki ársins 2005. Var þetta í fimmtánda sinn sem ÍMARK stóð fyrir valinu. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi og því fyrirtæki sem metið er að hafi skarað fram úr á liðnu ári á sviði markaðs- mála. Í ræðu Ingólfs Guðmunds- sonar, formanns fulltrúaráðs ÍMARK, sagði að styrkleikar Svan- hildar væru fyrst og fremst brenn- andi áhugi á menningarmálum og rík markaðshugsun. Ferill hennar bæri því vitni að hún byggi jafn- framt yfir mikilli staðfestu og dugnaði við að fylgja verkefnum alla leið þó oft yrði í vegi ógreið- fært umhverfi pólitíkusa og emb- ættismanna. Auk Símans voru Stöð 2 og CCP tilnefnd til verðlaunanna fyrir markaðsfyrirtæki ársins. Í ræðu Elísabetar Sveinsdóttur stjórn- armanns í ÍMARK, við afhend- inguna kom fram að markviss stefna í markaðsmálum og góður rekstrarlegur árangur Símans héldist í hendur. Það hefði ekki verið lognmolla í kringum Símann og fyrirtækið þurft að glíma við mörg erfið mál en um leið haldið forskoti á markaði. Svanhildur markaðsmaður ársins hjá ÍMARK Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir Svanhildi Konráðsdóttur viðurkenninguna. Síminn var valinn markaðsfyrirtæki ársins 2005 Prófkjör Samfylking- arinnar í Hafnarfirði FRAMBOÐ bárust frá 21 einstak- lingi í prófkjör Samfylkingarinnnar í Hafnarfirði sem fer fram laugardag- inn 5. nóvember nk. á Strandgötu 21 frá kl. 10–18. Merkja skal við nöfn 8 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á sama stað dagana 2., 3. og 4. nóvember 2005 frá kl. 13–19. Póst- kosning er leyfileg. Framboð bárust frá 21 einstaklingi og fara nöfn þeirra hér á eftir í staf- rófsröð. Talan í sviganum aftan við hvert nafn segir til um óskir fram- bjóðandans í hvaða sæti hann óskar eftir að vera kosinn. Þátttakendur í prófkjörinu eru þessir: Árni Hjörleifsson rafvirki (1.–6.), Ásta María Björnsdóttir leik- skólastjóri (1.–8.), Ellý Erlingsdóttir bæjarfulltrúi (2.), Eyjólfur Sæmunds- son verkfræðingur (1.–8), Gísli Ós- valdur Valdimarsson verkfræðingur (5.–7.), Guðfinna Guðmundsdóttir matreiðslumeistari (5.), Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi/upplýs- ingafulltrúi ASÍ (3.), Gunnar Svavars- son bæjarfulltrúi/framkvæmdastjóri (6.), Hallur Guðmundsson prentsmið- ur (1.–8.), Helena Mjöll Jóhannsdóttir útstillingahönnuður (5.–8.), Hulda Karen Ólafsdóttir sjúkraliði (4.–5.), Ingimar Ingimarsson verkamaður/ varabæjarfulltrúi (1.–8.), Jón Kr. Óskarsson lífeyrisþegi/varaþingmað- ur (3.–5.), Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri (1.), Margrét Guðmundsdóttir innanhússarkitekt/myndlistarmaður (1.–8.), Margrét Gauja Magnúsdóttir form. UJH/ritari Samfylkingarinnar/ kennari/verkefnastjóri í Gamla bóka- safninu (4.), Reynir Ingibjartsson kortaútgefandi (1.–8.), Sigurgeir Ólafsson deildarstjóri (7.–8), Tómas Meyer sölu- og markaðsfulltrúi (7.–8.), Trausti Baldursson líffræðing- ur/fagsviðsstjóri umhverfisstofu (4.–6.), Þorlákur Oddsson form. BÍLS (3.–5.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.