Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BYKO Í URRIÐAHOLT Fasteignafélagið Smáragarður hyggst reisa 12.000 fm verslun- arhús fyrir BYKO í landi Urr- iðaholts ehf. í Garðabæ. Þá er einnig gert ráð fyrir um 3.300 fm verslunarhúsi fyrir raftækjaversl- un á svæðinu. Viðræður stóðu lengi yfir við þýsku verslanakeðj- una Bauhaus um lóð hjá Urriða- holti ehf., en þær báru ekki árang- ur. Íranar draga í land Íranska utanríkisráðuenytið sagði í yfirlýsingu í gær að Íranar hefðu ekki beitt og myndu ekki beita vopnavaldi gegn annarri þjóð. Er ljóst að með þessu er ver- ið að bregðast við harðri gagnrýni um allan heim á þau orð forseta landsins, Mahmoud Ahmadinejads, í vikunni að „þurrka bæri Ísrael af landakortinu“. Ráðuneytið sagði á hinn bóginn „óviðunandi“ að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna skyldi á föstudag fordæma orð for- setans. Skortur á mjólk Mikil sala á skyrdrykkjum, ost- um og smöri hefur valdið því að rúm er fyrir mikla framleiðslu- aukningu í mjólk. Því er spáð að hægt verði að selja 114 milljónir lítra af mjólk á þessu verðlagsári. Kúabændur eru uggandi um að takist að framleiða upp í það magn, en mjólkurframleiðsla hefur dregist saman sökum lélegs tíð- arfars sem hefur valdið verri hey- gæðum en undanfarin ár. Mannskætt lestarslys Farþegalest fór út af sporinu í sunnanverðu Indlandi í gærmorg- un og lentu nokkrir vagnar í fljóti. Vitað er að minnst 77 manns fór- ust en óttast er að talan eigi eftir að hækka. Tugir farþega lokuðust inni í vögnum í vatninu og gekk erfiðlega að bjarga fólkinu. Vatna- vextir hafa verið á svæðinu síðustu daga vegna mikilla rigninga og mun hluti af sporunum hafa skolast burt. Skammar Evrópumenn Fidel Castro Kúbuleiðtogi segir að Evrópumenn séu hræsnarar og þeir séu í vasanum á Bandaríkja- mönnum. Castro er ósáttur við að þing Evrópusambandsins skuli í vikunni hafa heiðrað andófsmenn í landinu með Sakharov-verðlaun- unum. Þau eru veitt fólki sem berst fyrir mannréttindum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 51/54 Ummæli 11 Hugvekja 54 Hugsað upphátt 23 Dagbók 58/61 Sjónspegill 28 Myndasögur 58 Menning 34/35 Staðurogstund 60 Skotveiði 34 Leikhús 62 Reykjavíkurbréf 37 Bíó 66/69 Umræðan 38/45 Sjónvarp 70 Bréf 45 Staksteinar 71 Skák 47 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SJÖTTA SKÁLDVERKIÐ ER KOMIÐ ÚT! „Fólk á öllum aldri smitast af gleðinni … enginn ætti að láta þennan furðufugl fram hjá sér fara.” Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið Geggjað grín, hörku hasar klístrað klúður www.jpv.is NEMENDUR leikskólans í Hamrabæjardeild Tjarnar- lands á Egilsstöðum hafa undanfarið kynnt sér menn- ingu fjarlægra þjóðlanda. Bryndís Skúladóttir deild- arstjóri segir nú búið að halda Asíudag og Afríku- dag í þjóðaþema vetrarins. „Við höfum kynnt okkur ýmislegt í menningu og sið- um þessara þjóða, hlustað á tónlist frá þessum heims- álfum, lært að syngja á tungumáli þeirra, dansað að hætti innfæddra og eld- að matinn þeirra,“ segir Bryndís. „Einnig heimsótti okkur afrískur gestur. Þemað endar um miðjan nóvember á Ameríkudegi, eins konar indíánadegi þar sem haldin verður ind- íánahátíð og foreldrum boðið til hátíðarinnar. Þar verður m.a. dansað og sungið og haldin sýning á því sem börnin hafa unnið í þessu þjóðaþema.“ Ljósmynd/Hamrabær Nína M. Erlendsdóttir kennari málar Stefánnýju Ósk Stefánsdóttur. Ungviðið lítur út fyrir Ísland EKKI eru uppi sérstök áform hjá Vegagerðinni um frekari aðgerðir vegna sterkra vindsveipa á veg- arkafla neðan við Gljúfurdal í Esju, en mikil hætta skapast þar í norðaustanátt og valt m.a. stræt- isvagn af veginum á föstudag. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að gerðar hafi verið tilraunir í samstarfi við Reykjavíkurborg með skjólbelti á svæðinu enda sé þessi vegarkafli þekktur vand- ræðakafli. „Við hófum það verk- efni fyrir sex árum, en beltið hef- ur ekki vaxið mikið á þeim tíma. Við höfum verið með svona til- raunareiti við Leirvogstungu og á Esjumelum og þeir eru mun eldri, um tuttugu ára. Þar er meira ver- ið að hugsa um snjósöfnun og hafa þeir virkað vel sem slíkir,“ segir Jónas og bætir við að ekki séu neinar sérstakar aðgerðir á döf- inni núna til að leysa vandann, enda engar einfaldar leiðir til þess. „Það eru til vindveggir sem hleypa í gegnum sig 50% af vind- inum, dálítið eins og snjósöfnunar- girðingar, en slíkur veggur þyrfti að vera ansi magnaður til að hann gæti gert eitthvert gagn þarna,“ sagði Jónas. Erfitt að taka á vandanum neðan Gljúfurdals Erilsöm nótt MIKILL erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt laugardags vegna slæmrar færðar. Tveir árekstrar urðu í Kópavogi á föstudagskvöld til viðbótar þeim fimm sem orðið höfðu fyrr um dag- inn. Fjórir árekstrar urðu í Hafn- arfirði, þar af harður árekstur á Álftanesveginum undir miðnætti sem rekja má til hálku. Þar skullu tveir fólksbílar hvor framan á ann- an og voru bílarnir stórskemmdir. Flytja varð þá báða burtu með kranabíl. Engin meiðsli urðu á fólki. Mjög annasamt var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð- inu vegna sjúkraflutninga, en sam- tals fóru fram tæplega tuttugu flutningar vegna slysa og árekstra. Hagnaður KB banka 34,5 milljarðar RANGHERMT var í frétt Morg- unblaðsins í gær að hagnaður KB banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefði verið 35,6 milljarðar króna. Hið rétta er að hagnaður bankans var 34,5 milljarðar. Þá var einnig sagt að samanlagður hagn- aður viðskiptabankanna þriggja hefði verið um 67 milljarðar, en hann var um 66 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. DÓMARAR Hæstaréttar hafa ekki setið í úrskurðarnefndum, að minnsta kosti ekki hin síðari ár, en sitja í rétt- arfarsnefnd, að sögn Markúsar Sig- urbjörnssonar, forseta Hæstaréttar. Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, sagði á aðalfundi Dómara- félags Íslands síðastliðinn föstudag að það virtist eðlilegt að spyrja hvort seta dómara í ýmsum sjálfstæðum úrskurðarnefndum eða stefnumót- andi nefndum um löggjafarmálefni falli að störfum þeirra. En hvað um setu dómara Hæstaréttar í stefnu- mótandi nefndum um löggjafarmál- efni? „Ég veit ekki nákvæmlega hvað Björn á við með þeim orðum,“ sagði Markús. „En vissulega sit ég í réttar- farsnefnd og er formað- ur hennar, skipaður af dómsmálaráðherra. Jafnframt situr vinnu- félagi minn, Gunnlaugur Claessen, í réttar- farsnefnd, skipaður af dómsmálaráðherra. Ég man ekki í svip hvort það eru neinir aðrir. Ingi- björg Benediktsdóttir hæstaréttardómari sat í refsiréttarnefnd en ég tel mig geta fullyrt að hún sé hætt þar. Síðan hafa verið mörg fleiri dæmi. Í réttarfarsnefnd hafa setið hæstaréttar- dómarar og ég held að hún hafi aldrei verið öðru vísi samsett frá upphafi en að þar væri einhver úr Hæstarétti.“ Björn sagði einnig í ræðu sinni að spurn- ingar kynnu að vakna um hæfi dómara til að túlka lög sem þeir hefðu sjálfir samið, en t.d. ekki náð fram að ganga nákvæmlega eins og höfundur vildi. Markús sagði að nær allir dómarar Hæstaréttar hafi kom- ið að lagasmíðum fyrr á sínum starfsferli, áð- ur en þeir voru skipað- ir hæstaréttardómar- ar, og margir eftir að þeir voru skipaðir. „Ég hef ekki skynjað að neinum þyki það vandasamt í dagleg- um störfum sínum að standa frammi fyrir því,“ sagði Markús. Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar Dómarar í réttarfarsnefnd skipaðir af ráðherra Markús Sigurbjörnsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is UM 40% þátttakenda rannsóknar á blekkingum íslenskra starfsumsækj- enda viðurkenndu að hafa gert lítið úr neikvæðum eiginleikum sínum þegar verið var að sækja um starf. Þetta kom fram í máli Leifs Geirs Hafsteinssonar, lektors við Háskól- ann í Reykjavík, á ráðstefnunni Þjóðarspeglinum sem haldin var í Háskóla Íslands á föstudag. Fjórðungur þátttakenda sagðist hafa gert mikið úr jákvæðum hæfi- leikum sínum og ýkt áhuga á starfi á umsóknum. 7% sögðust hafa ýkt fyrri laun til að fá hærri laun, 8% ýktu starfsreynslu og 9% gerðu meira úr ábyrgð fyrri starfa. Einn af hverjum sex sagðist búa yfir meiri þekkingu en hann í raun gerði. Hins vegar skáldaði nær enginn starfsreynslu, viðurkenningar, menntun eða aldur samkvæmt nið- urstöðum rannsóknarinnar en þessir þættir voru flokkaðir alvarlegastir í rannsókninni. Í sambærilegri banda- rískri rannsókn, sem er fyrirmynd þeirra íslensku, játuðu 17% að hafa logið til um sambærilegar upplýs- ingar á starfsferilsskrá. 40% gera minna úr neikvæðum eiginleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.