Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 9
FRÉTTIR
M.A. í mannauðs-
stjórnun í
5.–7. sæti
í prófkjöri
Sjálfstæðismanna
til borgarstjórnar-
kosninga 4. og 5.
nóvember
Sif Sigfúsdóttir
„Við eigum að gera bóklegt
nám, verklegt nám og hvers
kyns listnám aðgengilegra og
meira spennandi fyrir unga
fólkið“
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Renndar jakkapeysur
Jóhann Páll
Símonarson
Baráttusjómaður í
baráttusæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna
í Reykjavík
Netfang: stakkhamrarv@simnet.is - sími 863 2094
TEPPI Á
STIGAHÚS
- gott verð -
komum og gerum verðtilboð
STEINN KÁRASON
í 5.-6. sæti
www.steinn.is
www.diza.is
Opið 11-18 virka daga, 12-16 laugardaga
Ingólfsstræti 6 • Sími 561 4000
Velkomin í eins árs afmælið okkar!
15% afmælisafsláttur 2. - 5. nóvember
Bútasaumsefni, prjónagarn, náttfatnaður ofl. ofl.
Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • fax 517 6565
Bolir og peysur
HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
víkur hefur dæmt 28 ára karl-
mann í 18 mánaða fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn þá 19
ára stúlku í júlí 2004. Atvikið
varð í samkvæmi í heimahúsi í
Reykjavík og var ákærði
fundinn sekur um að hafa
þröngvað konunni með ofbeldi
til samræðis eða annarra kyn-
ferðismaka með því að setja
fingur inn í leggöng hennar.
Framburður stúlkunnar var
að mati dómsins trúverðugur
en fjölmörg vitni voru í íbúð-
inni sem sögðu hana hafa ver-
ið í algeru losti þegar hún
kom þangað inn eftir árásina
úti á stigapalli. Framburður
ákærða var með ósenni-
leikablæ að mati dómsins. Í
ljósi þess andlega áfalls sem
stúlkan hlaut var hæfileg refs-
ing ákærða talin 18 mánaða
fangelsi. Auk þess var hann
dæmdur til að greiða henni
700 þúsund krónur í skaða-
bætur auk 360 þúsund króna
sakarkostnaðar.
Málið dæmdu héraðsdómar-
arnir Símon Sigvaldason sem
dómsformaður, Allan V.
Magnússon og Sigrún Guð-
mundsdóttir. Verjandi var
Hilmar Ingimundarson hrl. og
sækjandi Ragnheiður Harðar-
dóttir vararíkissaksóknari.
18 mánaða
fangelsi fyrir
kynferðisbrot
SAMTÖK sveitarfélaga á Norður-
landi vestra og Svæðisráð Svæð-
isvinnumiðlunar Norðurlands
vestra standa fyrir málþingi um
atvinnumál á svæðinu nk. föstu-
dag, 4. nóvember. Er yfirskrift
málþingsins Norðurland vestra
2020 og verður reynt að draga
fram í dagsljósið hvernig atvinnu-
líf svæðisins hefur þróast á und-
anförnum árum, staðan í dag
skoðuð og reynt að skyggnast inn
í framtíðina. Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, hefur framsögu á mál-
þinginu en þennan dag mun
ráðherra einnig tilnefna starfshóp
til undirbúnings að vaxtarsamn-
ingi fyrir Norðurland vestra.
Segir Ómar Hauksson, atvinnu-
ráðgjafi á Siglufirði, menn hafa
áhyggjur af þróun og stöðu at-
vinnumála á þessu svæði og þess
vegna hafi hugmyndin að mál-
þinginu kviknað.
Að málþinginu loknu verða birt-
ar niðurstöður könnunar sem
gerð hefur verið meðal atvinnu-
rekenda, stjórnmálamanna og
verkalýðsforystu á svæðinu um
hver framtíðarsýn þeirra sé á at-
vinnumálum svæðisins og þróun
næstu árin. Þá munu verða settir
saman umræðuhópar að fyrir-
lestrum loknum sem ætlað er að
ræða nánar það sem fram kemur
á málþinginu og verða niður-
stöður þeirra einnig birtar í lok
málþingsins.
Málþingið verður haldið í
Verinu, húsnæði Háskólans á Hól-
um á Sauðárkróki og stendur frá
kl. 10:30 til 17. Skráning er á
ssnv@ssnv.is eða í síma 455 6040.
Málþing um
atvinnumál á Norð-
urlandi vestra
Morgunblaðið/Einar Falur
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að
sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki
byggt úrskurði í málum tveggja smá-
bátasjómanna á réttum lagagrund-
velli og merking hugtaksins endur-
nýjun í reglugerð, sem ráðuneytið
byggði á, eigi sér ekki lagastoð.
Sjómennirnir fóru fram á aukna
aflahlutdeild vegna breytinga og lag-
færinga á sóknardagabátum þeirra
er sóknardagakerfið var lagt niður
og bátar sem verið höfðu í því kerfi
fluttir yfir í krókaaflamarkskerfið.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði var
heimilt að úthluta allt að 20 lestum í
þorski aukalega á hvern bát vegna
endurnýjunar sem ekki hefði skilað
sér í aukinni aflareynslu. Ráðuneytið
túlkaði endurnýju í þessu samhengi
þannig að einungis gæti verið um að
ræða flutning aflaheimilda yfir á nýj-
an bát.
Umboðsmaður segir að tilgangur
bráðabirgðaákvæðisins væri að taka
sérstakt tillit til stöðu og hagsmuna
eigenda þeirra sóknardagabáta sem
nýlega hefðu lagt í kostnað við að
endurnýja báta sína til að bæta af-
kasta- og sóknargetu þeirra en hefðu
ekki náð að auka aflareynslu í sam-
ræmi við það. Með orðalag og þenn-
an tilgang ákvæðisins í huga væri
ekki „haldbært að túlka hugtakið
„endurnýjun“ með þeim þrönga
hætti sem sjávarútvegsráðuneytið
hefði gert og staðfest væri í 1. mgr. 3.
gr. reglugerðar nr. 485/2004 og úti-
loka þar með þau tilvik þegar af-
kasta- og sóknargeta báta hefði verið
aukin með breytingum og lagfæring-
um á þeim.“
Þá bendir umboðsmaður á að þessi
niðurstaða hans fái einnig stuðning
af jafnræðissjónarmiðum og því sem
mætti ráða af umræðum á Alþingi.
Verði endurskoðað
Beinir umboðsmaður þeim tilmæl-
um til sjávarútvegsráðuneytisins að
það taki mál sjómannanna til endur-
skoðunar komi fram ósk um það frá
þeim. Þá beinir umboðsmaður jafn-
framt þeim tilmælum til sjávarút-
vegsráðuneytisins að það endur-
skoðaði ákvæði umræddrar reglu-
gerðar ljósi þeirra sjónarmiða sem
rakin eru í áliti hans.
Úrskurður um
smábátasjómenn átti
sér ekki lagastoð