Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 10

Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG ER algjörlega óvön að taka við verðlaunum – held bara að ég hafi aldrei gert það áður,“ sagði Ragn- hildur Gísladóttir, söngkona og tón- skáld, en hún hlaut Íslensku bjart- sýnisverðlaunin 2005, sem afhent voru í 25. sinn við athöfn í Íslensku óperunni í gær. „Það vaknar upp í manni barnið – það er gaman að fá verðlaun, og það er sú barnslega kennd sem kviknar hjá mér.“ Íslensku bjartsýnisverðlaunin eiga sér langa sögu. Þau voru fyrst afhent árið 1981 og voru þá kennd við upphafsmann sinn, danska at- hafnamanninn Peter Brøste. Þegar Brøste dró sig í hlé fyrir sex árum varð Alcan á Íslandi bakhjarl bjart- sýnisverðlaunanna og hefur lagt sig fram um að halda merki þeirra á lofti. Verðlaunaféð er ein milljón króna, en þeim fylgir einnig verð- launagripur, áletraður straums- vískur álklumpur, sem að öðrum kosti hefði endað sína ævidaga í þýskum bíl, að sögn talsmanna Alcan. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Ragnhildi verð- launin, en þau eru í senn hugsuð sem viðurkenning og hvatning fyrir ís- lenska listamenn. Fer nýjar leiðir Vigdís Finnbogadóttir, talsmaður dómnefndar, sagði að nefndin hefði verið einhuga um að veita Ragnhildi verðlaunin. Frá upphafi hefði stefn- an verið sú að veita þau listamönn- um sem hafi haft óbilandi trú á það sem þeir hefðu verið að gera, hefðu haslað sér völl á nýjum leiðum og sýnt áræðni í listinni. „Ragnhildur fer alveg nýjar leiðir í list sinni og brýtur allar brýr að baki sér. Hún tók sig til, vinsæl söngkona, fór í nýtt nám og hóf að semja fína tón- list.“ Ragnhildur segist aldrei hafa ver- ið spennt fyrir verðlaunum og eig- inlega ekki skilið þau – nema fyrir metramælda verðleika eins og í íþróttum. „En þessi verðlaun eru öðruvísi. Mér finnst þau vísa á það sem er fram undan. Ég er bjartsýn og þess vegna eiga þau vel við, og mér finnst þetta því mjög skemmti- legt. Mér finnst bjartsýnin vera að vakna víða. Það er svo margt sem við höfum tekið sem sjálfsagðan hlut í samfélaginu, en höfum kannski ekki sinnt nógu vel, eins og velferð gamla fólksins og velferð barna. Það þarf að sýna þessu fólki kærleik, og ég er bjartsýn á að við förum að hugsa betur um það. Ég trúi því líka að tónlistarkennsla verði sjálfsögð í öllum grunnskólum – svo bjartsýn er ég,“ segir Ragnhildur. Hún segist verða feimin við tilhugsunina um að verðlaunin séu viðurkenning á því fjölþætta tónlistarstarfi sem hún á að baki. „Mér finnst ég alltaf vera svo rosalega mikið að byrja, og eiga allt eftir. Ég hef verið í ólíkum teg- undum tónlistar og er sátt við margt af því. Maður er þó alltaf með sama kjarnann í sér hvað sem maður ger- ir. Rithöfundur er ekki alltaf að skrifa sömu söguna og málari ekki að mála sömu myndina. Mér finnst ég alveg eins hafa getað verið að skrifa bók, eða mála málverk, eins og að semja lög – ég hef bara ekki lagt mig eftir því. Ef maður er lista- maður, þá er maður í öllum listum, bara spurning um hvar á þeim vett- vangi maður kýs að starfa.“ Ragnhildur Gísladóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2005 Alltaf að byrja og á allt eftir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnhildur Gísladóttir tekur við viðurkenningu sinni úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. ÖLL ritstjórn Læknablaðsins sagði af sér sl. mánudag. Að sögn Karls Andersen, hjarta- læknis, má rekja úrsögn hans og hinna fjögurra meðlima rit- stjórnarinnar til þess að í kjöl- far umdeildrar greinarbirtingar í þarsíðasta tölublaði Lækna- blaðsins hafi risið ágreiningur ritstjórnar við ábyrgðarmann blaðsins um ristjórnarstefnu og verklag, sem leiddi til þess að ritstjórnin sagði af sér. Forsaga málsins er sú að í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins lýstu fjórir af fimm rit- stjórnarmönnum blaðsins því yfir að þau telji það hafa verið mistök að birta aðsenda grein Jóhanns Tómassonar læknis er bar heitið „Nýi sloppur keis- arans“ í þarsíðasta tölublaði. Í grein Jóhanns gagnrýndi hann afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, á taugadeild Landspítala í sumar. Yfirlýsing ritstjórnarmann- anna fjögurra er svohljóðandi: „Okkur er kunnugt um að það sé stefna ritstjórnar Lækna- blaðsins að blaðið sé opinn vett- vangur fyrir lækna til skoðana- skipta og kynningar á vísinda- rannsóknum. Innsendar vís- indagreinar fari í ákveðinn farveg þar sem að minnsta kosti tveir ritrýnar fari yfir þær. Varðandi aðrar innsendar greinar hefur ritstjórnin viðhaft ákveðið vinnulag um það hvort þær greinar séu birtar eða ekki og reynt eftir fremsta megni að koma til móts við óskir lækna um birtingu greina að því marki að þær séu ekki meið- andi eða á annan hátt utan sið- ferðilegra marka. Í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins birtist innsend grein undir yfirskriftinni „Nýi slopp- ur keisarans“. Í þessari grein er meðal annars fjallað um af- leysingastörf læknis á tauga- deild Landspítala nú í sumar. Þar sem lögfræðingur Lækna- félags Íslands hefur tjáð okkur að ritstjórn Læknablaðsins sé vanhæf til þess að fjalla um þetta mál þá gerum við það sem einstaklingar. Það er okkar skoðun að birting þessarar greinar í Læknablaðinu hafi verið mistök.“ Undir þetta rit- uðu Hannes Petersen, Emil L. Sigurðsson, Karl Andersen og Ragnheiður I. Bjarnadóttir, en þau hafa nú ásamt Jóhannesi Björnssyni, sagt sig úr rit- stjórninni. Öll rit- stjórn Lækna- blaðsins segir af sér BÍLVELTA varð við Starengi í Grafarvogi rétt eftir hádegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Bíllinn rakst á ljósastaur og valt á hliðina. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík slasaðist enginn en bíllinn skemmdist nokkuð. Hálkublettir voru á götum borg- arinnar og urðu 10 árekstrar í Reykjavík fyrri part dagsins. Að sögn lögreglunnar voru árekstrarnir allir minniháttar og urðu engin slys á fólki. Þó voru barnshafandi kona og farþegi í bíl flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Sæbrautar og Höfðatúns rétt fyrir klukkan eitt í dag. Meiðsl þeirra reyndust minni- háttar. Lögreglan hvetur ökumenn til að aka eftir aðstæðum þegar hálka getur spillt færð. Bílvelta í Grafarvogi DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur aldrei haft samband að fyrra bragði við Ljósmyndara- félag Íslands eða Samtök iðnaðar- ins vegna fyrirhugaðra breytinga á myndatökum í vegabréf, að sögn Kristrúnar Heimisdóttur, lög- fræðings hjá Samtökum iðnaðar- ins. Næsta vor á að taka upp vega- bréf með lífkennum og frá og með þeim tíma fer passamyndataka fram á sýslumannsskrifstofum en ekki hjá ljósmyndurum eins og nú er. Ljósmyndun lögvernduð iðngrein „Við höfum nú óskað eftir fund- um við ráðherra um þetta og við munum líka eiga fundi með emb- ættismönnum ráðuneytisins,“ segir Kristrún. Hún bendir á að annars staðar á Norðurlöndunum hafi yfirvöld haft samband við fag- félög ljósmyndara vegna breyt- inganna. Hafi Ljósmyndarafélag Íslands frétt um þær hjá systur- samtökum sín á Norðurlöndun- um. Kristrún segir að það veki undrun að opinber stjórnvöld ætli að láta ófaglært fólk sinna mynda- tökunum, en ljósmyndun sé lög- vernduð iðngrein. „Við munum benda ráðuneytinu á þetta,“ segir Kristrún. Hún segir að því verði einnig haldið til haga í viðræðum við ráðuneytið hvort komið hafi upp tilfelli á Íslandi þar sem fólk hafi villt á sér heimildir þegar það sækir um vegabréf. Kveðst hún ekki vita til þess að það hafi verið vandamál og menn hljóti að spyrja hvort það sé nauðsynlegt að ganga jafn langt og til stendur. „Þetta eru gríðarlega harð- neskjulegar aðferðir gagnvart þessum rótgróna atvinnurekstri,“ segir Kristrún og bætir við að þetta muni eflaust reynast kostn- aðarsamt fyrir ríkið og þungt í vöfum. Samtök iðnaðarins vilja fund með dómsmálaráðherra um vegabréf Ekkert sam- band haft að fyrra bragði MENNTAMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna hafa ákveðið að styðja við framleiðslu og dreifingu há- gæða norrænna tölvuleikja fyrir börn og unglinga. Ákvörðun þessi byggir á þeirri sannfæringu að betri skilyrði til frumlegrar framleiðslu norrænna tölvuleikja muni stuðla að auknu úr- vali vandaðra tölvuleikja. Til að ná þessu markmiði er ætl- unin m.a. að koma á kerfi sem gerir auðveldara og ódýrara að staðfæra og þýða tölvuleiki á norræn mál. Að með rétti til stafrænnar dreifingar verði upphafsmanni tryggður aðgangur að notendum og neytendum. Með bein- um styrkjum til þróunar nýrra, frum- legra verkefna með norrænum brag sem tryggir norrænan höfundarrétt. Menntamálaráðherrarnir hafa ákveðið að veita 62 milljónum ís- lenskra króna til upphafs verkefnisins á næsta ári. Ætlunin er að verkefnið standi yfir árin 2006–2012 og að til þess verði varið meira en 720 millj- ónum íslenskra króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verkefnið verður nánar kynnt á ráðstefnunni Nordic Game Potential í Malmö, Svíþjóð, 23.–24. nóvember næstkomandi. Norrænir menntamálaráðherrar Styðja gerð nor- rænna tölvuleikja Morgunblaðið/Jim Smart TENGLAR .............................................. www.nordicgame.net

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.