Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kauphöllin kynnir íslensk fyrirtæki í London á morgun Í NÝJU skjali sem inniheldur fram- tíðarsýn fyrir mennta- og menning- arsetrið Eiða á Fljótsdalshéraði, kemur fram að sú starfsemi sem þar hefur þegar farið fram á vegum nú- verandi eigenda hafi fyrst og fremst verið tilraunastarfsemi til að kanna hvort raunverulegur grundvöllur væri fyrir grunnhugmyndum um útilistagarð, alþjóðlegt mennta- og menningarsetur, landshlutastarf og menningartengda ferðaþjónustu- starfsemi. Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason hafa sent frá sér nýja framtíðarsýn fyrir hönd Eiða- stóls og var hún móttekin af bæj- arstjórn Fljótsdalshéraðs 26. októ- ber sl. Þar kemur fram að horft verður til fjögurra meginþátta í starfsemi: Útilistagarðs, sem hugsaður er til að fegra umhverfið. Alþjóðlegs mennta- og menningarseturs sem leggi áherslu á námskeiðahald, fyr- irlestra og styttri samkomur fyrir innlenda og erlenda aðila. Þá er gert ráð fyrir að aðrir landshlutar eigi ákveðinn aðgang að Eiðum og ein- stökum viðburðum og kennurum þar í gegnum landshlutastarfsemi, sem fyrst og fremst er miðuð við að auka mennta- og menningarmögu- leika á Austurlandi. Í tengslum við aukinn ferða- mannastraum til Íslands og end- urbyggingu og viðbótarbyggingar við húsakost Eiða, verður jafnframt rekin menningartengd ferðaþjón- usta sem aftur mun gefa meiri möguleika á mun betri nýtingu húsakosts á Eiðum. Fastir starfsmenn ráðnir „Vegna mikillar undirbúnings- vinnu og þess grunns sem búið er að leggja mun starfsemin aukast til muna strax á næsta ári, fyrst og fremst vegna þess að nú er kominn grundvöllur til að ráða fasta starfs- menn til að sinna þessum þáttum,“ segir í framtíðarsýn þeirra Sig- urjóns og Sigurðar Gísla. „Alls munu hefja störf í árslok þrír starfs- menn. Einn í fullu starfi í Reykjavík, annar í fullu starfi á Eiðum (í viðbót við staðarhaldara) og einn í hálfu starfi á Egilsstöðum.“ Í vetur verða m.a. námskeið í samvinnu við Heklu Jónsdóttur og Listaháskóla Íslands og tónleikar á vegum Smekkleysu. Sumarstarf- semi verður aukin og m.a. er komið á dagskrá tónskáldakennslu- námskeið og kvikmyndanámskeið í samvinnu við Baltasar Kormák, Dag Kára Pétursson og hið danska fyr- irtæki Zentropa Films. Þá verður reist útilistaverk eftir franska lista- manninn Philippe Parren. Haldið verður áfram með grunnvinnu að nýju húsi á Eiðum, sem verður 25 herbergja íbúðahúsnæði. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í september á næsta ári og að húsið verði komið í notkun fyrir sumarið 2007. Endurbætur verða gerðar á sundlaug, íþróttasal og allri aðstöðu þar í kring. í framtíðarsýninni segir og að endurbygging Útgarðs og sviðslistahúss muni koma í fram- haldinu, en framkvæmdaforgangur og tími muni ráðast af fjáröflun og rekstrarþörf, þó áætlað sé að vinna sviðslistahúsið á undan. Í upphafi var einnig gert ráð fyrir að á Eiðum yrði stofnað alþjóðleg vatnsrannsóknamiðstöð, en sú hug- mynd er ekki inni í nýju yfirliti eig- enda yfir grunnþætti í starfseminni. Eigendur Eiða leggja fram nýja framtíðarsýn fyrir Eiða Teikning/Eiðastóll ehf. Eigendur Eiða ætla að byggja upp á staðnum og er þetta 25 íbúða hús í bígerð ásamt frekara menningarstarfi. Skerpt á grunnmarkmiðum UNGMENNARÁÐ Austurbæjar Reykjavíkur ásamt hverfisráði Háaleitis stóð nýverið fyrir opnu málþingi í anddyri Borgarleikhússins þar sem yf- irskriftin var „Ungt fólk og lýðræði“. Fundurinn var liður í ungmennaskiptum ungmennaráða í austur- bænum og ungmennaþingsins í Narva í Eistlandi en á fundinum voru kynntar niðurstöður hópavinnu ráðanna sem fram fór í Eistlandi í sumar. Fulltrúar ungmennaþings Narva voru því sérstakir gestir fundarins. Að sögn Brynhildar Bolladóttur, nema í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, snerist hópavinnan um að finna muninn á ungmennaráðum á Íslandi og í Eist- landi en jafnframt var reynt að svara því hvort og hvernig hægt væri að koma á fullkomnu lýðræði. Hún segir niðurstöður vinnunnar í stuttu máli hafa verið þær að fullkomið lýðræði gangi ekki upp og munurinn á ungmennaráðum landanna liggi aðal- lega í því að þar þjóna ráðin frekar hlutverki skemmtiráðs en pólitíkin hafi meira að segja hér á landi og barátta fyrir bættum kjörum ungmenna. Markmið ungmennaráða á Íslandi er meðal ann- ars að skapa vettvang og leiðir til að gera þeim sem yngri eru en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila og ungmennaráðin fá til að mynda árlegan fund með borgarstjórn þar sem þau koma með ýmsar tillögur um úrbætur í málum ungmenna. Nú síðast kom Reykjavíkurráð ungmenna með tillögu þess efnis að borgin skuldbyndi sig til að senda þau mál sem varða ungt fólk til ráðsins og var það samþykkt. Brynhildur segir hins vegar engin mál hafa borist ráðinu, og engin svör yfirleitt, frá því fundurinn með borgar- stjóra var haldinn, 12. apríl síðastliðinn, og vonast hún eftir að málþingið veki umræður um ungmennaráðin, sérstaklega í ljósi þess að senn líði að borgarstjórnar- kosningum. Brynhildur segist vilja vekja áhuga fram- bjóðenda og að litið verði í meira mæli til ungmennaráð- anna þegar málefni ungs fólks eru annars vegar. Ungmennaráð með málþing um ungt fólk og lýðræði Vilja meira samráð um málefni ungmenna Morgunblaðið/Sverrir Efnt var til pallborðsumræðna á málþinginu í kjölfar erinda um ungt fólk og lýðræði. Þátttaka ungs fólks var góð. SÍÐJÖKULTÍMI og lok ísaldar á Íslandi er efni fræðsluerindis sem dr. Hreggviður Norðdahl, sér- fræðingur við Háskóla Íslands, flytur kl. 12.15 í dag í sal Mögu- leikhússins á Hlemmi í Reykjavík. Erindið er liður í fræðsluerinda- röð Náttúrufræðistofnunar Ís- lands sem kallast Hrafnaþing á Hlemmi. Að því er fram kemur á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar um efni fyrirlestursins benda aldurs- ákvarðanir á skeljum sælindýra á utanverðum Reykjanesskaga, og í setkjörnum úr sjávarbotninum hér við land, eindregið til þess að á síðasta jökulskeiði hafi íslenski meginjökullinn verið stærstur fyr- ir minna en 22 þúsund árum. Þá var hnattrænt sjávarborð um 100 metrum lægra en nú og bæling jarðskorpunnar við núverandi strendur var líklega nokkru meiri en 250 metrar. Mikil umskipti urðu í veðurfari fyrir um 15 þúsund árum þegar hlýir sjávarstraumar náðu aftur til hafsvæðanna í kringum landið. Við það fór meginjökullinn að hörfa af landgrunninu og fyrir tæpum 13 þúsund árum var brún hans komin inn fyrir núverandi strandlínu. Mjög há fjörumörk mynduðust á Vesturlandi og Norðausturlandi. Aldursákvarðanir á fornum sæ- skeljum sýna að þessi fjörumörk séu um 12.700 ára gömul. Ris og hnig strandlínunnar Jökullinn hopaði hraðar af land- grunninu og inn fyrir núverandi strönd en svo að ris jarðskorpunn- ar héldi í við hækkun hnattræns sjávarborðs. Síðar varð landris langt umfram hnattræna hækkun sjávarborðs. Fjörumörk færðust neðar, líklega niður undir hæð nú- verandi sjávarborðs. Aftur kólnaði og íslenski meg- injökullinn stækkaði. Landið seig undan vaxandi jökulfargi, sjávar- borð hækkaði og náði hámarki fyr- ir um 10.300 árum. Fyrir um níu þúsund árum náði afstætt sjávar- borð líklega lægstu stöðu sinni við Ísland og var þá um 40 metrum neðar en það er í dag. Í hámarki fyrir 22 þúsund árum Ísaldarlok rædd á Hrafnaþingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.