Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 19
MINNSTAÐUR
Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00
Sendum út á land - Upplýsingasími 511 1055
í Perlunni
catmandoo
R Ö H N I S C H
AND1
Firefly
Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð:
CONWAY gönguskór 4.990 kr. 9.990 kr.
NIKE stuttbuxur 1.300 kr./ 1.500 kr. 2.990 kr./ 3.500 kr.
Barnakuldagallar CATMANDOO 3.600 kr. 6.990 kr.
ADIDAS fótboltaskór 3.000 kr. 6.000 kr.
ADIDAS sundbolir 1.000 kr. 2.990 kr.
NIKE fóðraðir anorakkar barna, dúnn/polyester 4.600 kr. 9.990 kr.
NIKE alhliðaskór kvenna 4.000 kr. 7.990 kr.
NIKE fótboltaskór barna 2.000 kr. 3.990 kr.
Man. United NIKE bolir org. 4.000 kr. 7.990 kr.
Arsenal NIKE bolir org. 4.000 kr. 7.990 kr.
Nike öndunarjakkar 15.000 kr. 29.990 kr.
Skíðabuxur barna CATMANDOO 2.200 kr. 6.990 kr.
Adidas
Fótboltavörur: Góðar jólagjafir: Nike, Adidas, Puma, Man. United
og Arsenal vörur í úrvali
Fótboltaskór - legghlífar - búningar - boltar,
mjög mikið úrval
Sundfatnaður: Nike, Adidas, Speedo
Sundbolir, bikini, sundskýlur,
sundbuxur (boxer),
barnasundföt
Gaddaskór: Nike, - áhugavert fyrir frjálsíþróttafólk
Okkar takmark:
50-80% lækkun
frá fullu verði
HÚSNÆÐI Heilsuverndarstöðv-
arinnar við Barónsstíg í Reykja-
vík verður fljótlega auglýst til
sölu. Hugmyndir hafa verið uppi
um að nýta húsnæðið undir op-
inbera þjónustu, en Hafsteinn
Hafsteinsson hjá fjárreiðu- og
eignaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins segir að búið sé að
leggja þær hugmyndir til hliðar.
Læknaráð Landspítalans sam-
þykkti fyrir helgi ályktun þar
sem segir að brýn þörf sé á úr-
bótum í húsnæðismálum spít-
alans. Vandinn sé það mikill að
ekki sé hægt að bíða með úrbæt-
ur þangað til nýr spítali hefur
verið byggður. Bent er á þá lausn
að Landspítalinn fá húsnæði
Heilsuverndarstöðvarinnar til
notkunar næstu árin.
Áform stjórnvalda um nýtingu
Heilsuverndarstöðvarinnar snúa
hins vegar ekki að því að þar
verði þjónusta á sviði heilbrigð-
ismála heldur hefur verið unnið
að því að selja húsnæðið á al-
mennum markaði. Verður það
auglýst fljótlega. Heilsuvernd-
arstöðin er í sameiginlegri eigu
Reykjavíkurborgar og ríkisins;
borgin á 60% í húsinu og ríkið
40%. Síðustu ár hefur Heilsu-
gæslan í Reykjavík verið þar til
húsa, en hún er rekin af ríkinu.
Húsnæðið hefur því ekki nýst
Reykjavíkurborg þó að hún eigi
meirihlutann í því.
Heilsuverndarstöðin er um
4.600 fermetrar að stærð. Húsið
var byggt á árunum 1949–1955.
Arkitekt hússins var Einar
Sveinsson. Byggingasögulega
þykir húsið merkilegt. Hafsteinn
sagði að það yrði selt með því
skilyrði að húsinu yrði fullur
sómi sýndur og að samráð yrði
haft við Húsfriðunarnefnd um
endurbætur eða breytingar á því.
Hann sagði að margt í húsinu
væri upprunalegt.
Hafsteinn sagði að ríkið legði
áherslu á að Heilsugæslan fengi
rúman tíma til að komast í nýtt
húsnæði ef samningar tækjust
um sölu hússins.
Heilsuverndarstöðin
auglýst til sölu
Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var byggð á árunum 1949–1955.
Borgarstjórn leggur
fimm milljónir til
hjálparstarfs í Asíu
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti
samhljóða á fundi sínum í gær að leggja fimm
milljónir króna til hjálparstarfs í þágu fórnar-
lamba jarðskjálftanna í Asíu í síðasta mánuði.
Í tillögu sem lögð var fram og samþykkt
samhljóða segir: „Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkir að veita 5 mkr. til hjálparstarfs á
því svæði sem verst varð úti þegar jarðskjálfti
skók Norðaustur-Pakistan og Kasmír-hérað á
Indlandi 8. október sl. Verði Rauða krossi Ís-
lands falin ráðstöfun fjárins.“
Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé
að jarðskjálftinn hafi valdið miklum skaða og
hjálparstarf á svæðinu sé afar erfitt. Þá sé
jarðskjálftasvæðið mjög víðáttumikið og erfitt
yfirferðar. Ástandið hafi versnað mjög að und-
anförnu vegna óveðurs og kulda og tugir þús-
unda hafi farist. „Hátt í fjórar milljónir manna
hafa misst heimili sín og búa nú við illan kost
þar sem vetrarkuldar sækja að á hálendi og í
fjalladölum. Samgöngur eru erfiðar og enn
hefur ekki tekist að ná til á tugþúsunda barna.
Talið er að fjöldi barna sé í bráðri hættu og
hafa hjálparstofnanir sent út neyðarkall til al-
þjóðasamfélagsins þar sem vantar bæði hjálp-
argögn og fjármagn,“ segir enn fremur í grein-
argerðinni.
SAMÞYKKT var í borgarstjórn
Reykjavíkur í gær að vísa frá
tillögu Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa Frjálslynda
flokksins, um að borgarstjórn
Reykjavíkur lýsi andstöðu við
áform um að Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur verði seld á al-
mennum markaði. Jafnframt var
samþykkt ályktunartillaga sem
borgarstjóri flutti um málið, en
þar er þeim tilmælum beint til
heilbrigðisráðherra að tryggt
verði að hugsanlegar breytingar
á húsnæðismálum heilsugæsl-
unnar, mæðraverndar og ung-
barnaeftirlits verði ekki til þess
að þjónusta við borgarbúa
skerðist.
Ólafur sagði þegar hann flutti
tillögu sína að Heilsuverndar-
stöðin gegndi miklu hlutverki í
heilbrigðisþjónustu á höfuðborg-
arsvæðinu. „Fullyrða má að
verði húsnæði Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur selt á al-
mennum markaði og starfsem-
inni þar með tvístrað út um
borg og bý mun það veikja
heilsugæsluna í borginni veru-
lega og gera hana óhagkvæmari
í rekstri,“ sagði Ólafur meðal
annars. Hann sagði jafnframt að
byggingin setti ekki aðeins svip
á borgina sem ein af hennar feg-
urstu byggingum heldur geymdi
merka sögu hugsjóna og starfs á
sviði heilsuverndar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri lagði til að tillögu
Ólafs yrði vísað frá og var það
samþykkt í borgarstjórn með 14
atkvæðum gegn einu atkvæði
Ólafs.
Á ábyrgð ríkisins
Í ályktunartillögu borgar-
stjóra, sem samþykkt var á
fundinum með 14 atkvæðum
gegn atkvæði Ólafs, segir meðal
annars að í allmörg ár hafi ýms-
ar stofnanir ríkisins nýtt Heilsu-
verndarstöðina, sem sé sameign
ríkis og borgar, en ágreiningur
um eignina hafi meðal annars
valdið því að hún liggi nú undir
skemmdum. Höggvið hafi verið
á þann hnút með samkomulagi
ríkis og borgar frá 31. maí síð-
astliðnum. Ákvörðun um það
hvar þeirri starfsemi á vegum
ríkisins sem nú er í húsinu verði
fyrirkomið sé alfarið á ábyrgð
ríkisvaldsins.
Borgarstjórn ræddi áform um sölu
Heilsuverndarstöðvarinnar
Tryggt verði að
þjónusta við íbúa
skerðist ekki
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Málþing jafnréttisnefndar Kópavogs
30 ÁR eru frá stofnun jafnréttisnefndar
Kópavogsbæjar og verður af því tilefni haldið
málþing í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg
2, á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember, kl.
17–19.
Nefndin tók til starfa 1975 og er elsta jafn-
réttisnefnd sveitarfélags á Íslandi, segir í
fréttatilkynningu.
Rætt verður um áherslur í jafnréttis-
málum fyrr og nú. Að henni lokinni mun
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, afhenda ár-
lega jafnréttisviðurkenningu nefndarinnar,
sem unnin var af ungmennum í Kópavogi í
tilefni afmælis Jafnréttisnefndarinnar.