Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VÖKULL talsmaður margra sem búa við skertan hlut í samfélaginu, séra Toshiki Toma, siglir léttilega fram hjá ótal vandkvæðum þegar hann mælir með kirkjulegri hjóna- vígslu samkynhneigðra í Mbl. 22/10. Erfitt á ég með að halda röklegum þræði í lestri grein- arinnar, þ.e. að sjá hvernig eitt leiði af öðru eða styðji hvað við ann- að í þeim efnisbútum sem þar er stillt upp. Stefnan sem einkennir greinina er frjálslynd- isguðfræði eða endur- skoðunarhyggja í trú og siðfræði (revision- ism) eins og nú er kall- að. Engar brigður skulu á það bornar, að Toshiki er ein- lægur og vel meinandi, en það er eng- in trygging fyrir því að rata á rétta niðurstöðu, og verður hér leitazt við að sanna, að rök hans í greininni standist ekki. Í stað þess að binda sig við orð Jesú Krists um þann vilja Guðs að stofna til hjúskapar manns og konu leggur Toshiki áherzlu á, að hjónabandið hafi verið „samfélagsleg venja löngu áður en kristin trú og menning kom til sög- unnar“ og formin verið „mismunandi eftir menningarheimum,“ t.d. séu „bæði fjölkvæni og ein- kvæni þekkt“. Hverju breytir það um boðun Krists? Er Toshiki að segja, að fyrirmæli Jesú um einkvæni karls og konu lýsi bara skeikulli vitneskju? Jesús kenndi með guðlegu valdi og yfirsýn sem gaf honum rétt og aðstöðu til að tala til allra menningar- heima og síðari tíma, umfram allt til kirkju sinnar. Þarf póstmód- ernísk afstæðishyggja að þrengja svo að kristnum presti á 21. öld, að hann velji að umbreyta Jesú sjálfum í afstæðishyggjumann? Eða á nú að reyna að hafa vit fyrir Kristi? Eitt eru hæpnar hugleiðingar Toshikis um fjölkvæni, en ennþá skýrar talar hann um „kynjasamsetn- inguna í hjónabandi“ sem „bundna við ákveðinn menningarheim.“ Toshiki predikar að samkynhneigðir eigi að fá að giftast hver öðrum og það í þjóðkirkjunni. Meginátyllan er sú, að „kennisetning kristninnar er alls ekki óbreytanleg“. Sú fullyrðing er bæði rétt og þó fyrst og fremst röng. Boðskapur Krists er sannleikur sem stendur um aldir, þótt hitt sé rétt, að mönnum gengur misvel að skilja hann og túlka, eins og bert er af ósamræmi í trúarsetningum ólíkra safnaða, þó fyrst og fremst um jað- aratriði kristinnar trúar. En engin ástæða er til að misskilja eða afbaka orð Jesú um hjónabandið í þessu samhengi; hér er einnig við postula hans að styðjast. Þannig kenndi Jes- ús sjálfur: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: „Fyrir því skal maðurinn yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og þau tvö skulu verða eitt hold“?“ (Mt.19.4–6; Mk.10.6–8). Kristur hefur því talað um kynjasamsetningu hjónabandsins og deginum ljósara hver vilji hans var. Þessi eindregnu fyrirmæli eru for- senda ýmissa ummæla postulanna um hjónabandið (I.Kor.7.2 o.áfr., Ef.5.25 & 31, I.Þess.4.4, I.Pét.3.7). Þar við bætist, að blátt bann Gamla testa- mentisins (GT) við samförum karls við karl (3.Mós.18.22) er staðfest og ítrek- að með notkun áþekkra hugtaka í bréfum Páls postula (I.Kor.6.9–11, I.Tím.1.8–11, sbr. Róm.1). Eins kom- umst við ekki hjá því að sjá, að í Róm.1.26b er lesbískum kynmökum hafnað. En Toshiki vill ekki að þetta mál snúist um kennisetningar – „frekar um það hver hefur hugrekki til þess að stíga fram og hvenær til þess að leiða breytingarnar þar [í kristninni] í samræmi við aukinn skilning okkar og þekkingu á manneskjunni og rétt- indum hennar.“ – Þetta með hugrekki hinna breytingagjörnu er undarlega mælt í andrúmi pólitísks rétttrúnaðar þar sem fáir hafa þor til að standa gegn ýtrustu réttindakröfum samkyn- hneigðra. – Með „þekkingu á mann- eskjunni“ á Toshiki sennilega við nið- urstöður fræða um rætur og einkenni samkynhneigðar; en ég er hins vegar (eftir að hafa lengi kynnt mér þetta) á sama máli og Dan Browning í Chicago-háskóla: „Kristið fólk, bæði frjálslynt og íhaldsamt, er fáfrótt um vísindarannsóknir á samkynhneigð.“ Þetta á raunar við um fleiri en þá kristnu! Aftur að þeim mannréttindum sem Toshiki vísaði til, að við höfum nú „aukinn skilning“ á: Er hann ekki að ganga út frá því, sem hann ætti að sanna? Er þetta ekki vítahringur í rökleiðslu, sem margir þekkja undir heitinu ’begging the question’? M.ö.o.: Hann gefur sér, án þess að rökstyðja það, að kirkjuleg vígsla samkyn- hneigðra sé mannréttindi, og fær út þá niðurstöðu að kirkjunni beri að taka upp hjónavígslu samkyn- hneigðra! Í leiðinni slysast hann til að snið- ganga boð GT og NT um hjónabandið (opnar jafnvel dyrnar fyrir fjölkvæni) og lokar augunum fyrir ströngum við- vörunum GT og sjálfs kirkjuföður lútherskrar guðfræði, Páls postula, gegn kynmökum fólks af sama kyni. En kristnir menn – og það hlýtur þá líka að ná til þjóðkirkjunnar – mega ekki óvirða heilaga Ritningu með ann- arlegri kenningu sem á sér þar alls enga stoð. Nauðsyn bar til, að einhverju yrði svarað af þeim greinaskrifum sem herja á biblíulega grundvallaða stefnu kirkjunnar. Hitt er engu að síður mik- ilvægt að við reynum að hjálpa sam- kynhneigðu fólki af velvild og virð- ingu og sem mestum skilningi á þeim aðstæðum sem þar er við að glíma. Verður um það fjallað í annarri grein. Ótæk rök fyrir kirkjulegri vígslu samkynhneigðra Jón Valur Jensson svarar grein séra Toshiki Toma ’Eða á nú að reyna aðhafa vit fyrir Kristi?‘ Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur. UNDIRRITAÐUR ákvað að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar Hafnarfirði og stefna á 3.–5. sæti á lista hennar. Ástæður þess eru meðal annars að stjórn 60+ Hafnarfirði þar sem undirritaður er formaður hvatti mig einróma til að bjóða krafta mína fram í þágu Hafnarfjarðar. Einnig má segja að alls ekki er sama hvernig búið er að íbú- um í Hafnarfirði hvort sem eru eldri eða yngri borgarar bæjarins og tel rétt á að rödd fólks með reynslu lífsbarátt- unnar hafi þar eitthvað til málanna að leggja. Nokkur áherslu- atriði mín eru eftirfar- andi. Númer eitt er, að ég tel að stefna verði á fjölgun rýma á hjúkr- unarheimili fyrir aldr- aða hér í bæ eftir öllum þeim ráðum sem tæk eru. Þá hugsa ég til þess möguleika að Hafnarfjarðarbær greiði meira í byggingu í slíku heimili en lög gera ráð fyrir. En samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að greiða 15% af byggingarkostnaði en Reykjavík féllst á að greiða 30% og þá skrifaði heilbrigðisráðherra undir fyrir hönd ríkisvaldins um byggingu hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða. Fjármagna mætti hugsanlega stækkun t.d. af innheimtu af auknum tekjum af gatnagerðar- og lóð- argjöldum sem er verið að úthluta á næstunni. Það er í reynd skömm að því hvernig ríkisvaldið hefur búið að öldruðum hér í bæ og engu líkara en það vilji bara gleyma því fólki er búið er að ljúka sínum störfum í þágu lands og þjóðar. Það er furðulegt að ráðherrar rík- isstjórnarinnar t.d.héðan úr Hafn- arfirði, virðulegur fjármálaráðherra og virðulegur menntamálaráðherra þeir virðast ekki vita af þeim vanda- málum sem eru hér á Sólvangi, ég tala nú ekki um virðulegan heilbrigð- isráðherra er virðist alveg koma af fjöllum er þessi mál eru rædd. Þessi mál eru til skammar fyrir þá ráða- menn landsins að slíkt ástand skuli vera á 21. öld sem á Sólvangi Hafn- arfirði eru. Ég tel að stefna skuli að því að leikaskólagjöld verði felld niður á næstunni og leikskólinn verði því gjaldfrjáls fyrir for- eldra í framtíðinni. Ég tel rétt að skoða það að frítt verði í strætó fyrir t.d. 18 ára og yngri og eldri borg- ara bæjarins. Í staðinn gæti komið til greina að bæjarfélagið greiddi ákveðna upphæð í styrkingu rekstursins. Íþrótta- og æskulýðs- starfsemi þarf enn- frekar að efla, þó frá- bær hafi verið. Við eigum að stefna á hækkun aldurs er greitt er fyrir í æfingar hjá íþróttafélögum og til annarrar æskulýðs- starfsemi, því ekkert er betra forvarnarstarf en gróskumikil starfsemi hjá þessum aðilum. Það þarf vissulega að efla atvinnulíf í Hafn- arfirði, þar tel ég að ávallt þurfi að vera nóg framboð af hentugum lóðum fyrir bygging- araðila á hagkvæmu verði fyrir alla aðila. Í sambandi við hafnsækna at- vinnustarfsemi er nauðsynlegt að huga að möguleikum á frekari heim- sóknum erlendra farþegaskipa, inn- lendra og erlendra flutninga- og fiskiskipa. Til þess þarf Hafnarfjarð- arhöfn ávallt að vera með skynsama markaðsstarfsem í gangi. Skattar af atvinnustarfsemi skulu ávallt vera sem hagkvæmastir fyrir bæjarfélag og einstaklinga er vilja styrkja okkar frábæra bæjarfélag með atvinnustarfsemi hér í bæ. Þetta eru nokkrir áherslupunktar er ég mun berjast fyrir ef ég fæ til þess styrk í prófkjöri Samfylkingar í Hafnarfirði 5. nóvember nk. en þar gef ég kost á mér í 3. til 5. sæti. Með reynslu af lífsbaráttunni Eftir Jón Kr. Óskarsson Jón Kr. Óskarsson ’… alls ekki ersama hvernig búið er að íbú- um í Hafnarfirði hvort sem eru eldri eða yngri borgarar bæjarins …‘ Höfundur er lífeyrisþegi, varaþingmaður og gefur kost á sér í 3.–5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Prófkjör Hafnarfjörður Í GEGNUM aldirnar hafa reglu- lega komið upp heimsfarsóttir (pandemics) sem átt hafa upptök í dýrum. Sjúkdómar sem þannig geta borist úr dýrum í menn og/eða öfugt kallast á alþjóðavísu „zoonoses“ og hafa uppá íslensku verið kallaðir „súnur“. Einn slíkur sjúkdómur, sem mikið er rætt um þessa dagana, er hin svokallaða fuglaflensa, sem til þessa hefur fyrst og fremst verið alvarlegur dýrasjúkdómur. Alþjóða heilbrigð- ismálayfirvöld telja hins vegar miklar líkur á að veiran geti breyst og valdið alvarlegri heimsfarsótt í fólki, en hve- nær það gerist er óvíst. Fuglaflensan mun án efa berast hingað og þá kem- ur til kasta dýrasjúkdómayfirvalda að hefta útbreiðslu hennar, en til þess að fylgjast með útbreiðslu og framvindu slíkra ógna verður að vera til staðar öflug starfsemi á sviði dýrasjúkdóma- greininga og -rannsókna. Við viljum með þessari grein benda á tvö mik- ilvæg atriði sem ekki hefur verið nægilega hugað að í þessu sambandi: 1. Mikilvægi þéttrar samvinnu þeirra aðila sem koma að baráttunni við dýrasjúkdóma (þ.m.t. súnur). 2. Mikilvægi þess að leysa rann- sóknir á dýrasjúkdómum úr viðjum hnignunar og hefja nú þegar upp- byggingu þessarar starfsemi á nýjum stað. AD1. Embætti yfirdýralæknis, sem bráðlega verður deild í Landbúnaðar- stofnun með aðsetur á Selfossi, hefur yfirumsjón með baráttunni við dýra- sjúkdóma. Hinsvegar er aðeins ein stofnun á Íslandi sem hefur að megin- viðfangsefni að rannsaka og greina dýrasjúkdóma en það er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum (hér eftir kallað Keldur). Þrátt fyrir nokkuð villandi nafn eru Keldur, og hafa í raun alltaf verið, „Rannsóknastofnun dýrasjúkdóma“ og á þann hátt svarað til sk. „Veter- inary institute“ erlendis. Vegna þess að ekki hefur verið fyrir hendi dýra- læknaháskóli eða -deild á Íslandi hef- ur stofnunin, í samvinnu við lækna- deild og embætti yfirdýralæknis, auk þess sinnt hlutverki þekking- arkjölfestu í dýrasjúkdómafræði. Lengst af hefur verið mjög þétt sam- starf milli Keldna og embættis yfir- dýralæknis en nokkrir af lykil- mönnum embættisins hafa haft aðsetur á Keldum og átt stóran þátt í að mynda þá sérfræðiþekkingu á sviði dýrasjúkdóma sem skilað hefur góð- um árangri. Frá og með áramótum flytjast hinsvegar flestir þessara lyk- ilstarfsmanna til Selfoss. Við teljum augljóst, ekki minnst í ljósi þeirrar hættu sem nú steðjar að, að slíkur flutningur veiki rannsóknir og bar- áttu við dýrasjúkdóma. AD2. Keldur, sem eitt sinn voru í fremstu röð hvað varðar aðstöðu og tækjabúnað til rannsókna, búa nú við þau skilyrði að stofnunin getur ALLS EKKI unnið með hættuleg smitefni á borð við fuglaflensuveiruna. Sam- kvæmt reglum Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar er beinlínis bann- að að vinna undir sama þaki með inflúensuveirur úr dýrum og mönnum einmitt vegna þeirrar hættu sem blas- ir við: að veiran geti breyst í manna- farsótt. Í þessu ljósi þykir okkur brýnt að benda á hlutverk Keldna í baráttunni gegn dýrasjúkdómum al- mennt og súnum eins og fuglaflens- unni sérstaklega. Fyrir um fjórum ár- um ákváðu stjórnvöld að flytja starfssemi Keldna og byggja upp nýja aðstöðu í Vatnsmýrinni. Árlegum beiðnum Keldna um fjármagn til að reisa svokallaða öryggisrannsókna- stofu hefur síðan alltaf verið hafnað og í raun hefur verið sett á framkvæmdastöðvun að Keldum. Ný- lega var samþykkt tillaga að deili- skipulagi fyrir há- tæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni þar sem gert er ráð fyrir upp- byggingu Keldna í tengslum við aðra rannsóknastarfssemi á vegum heilbrigðisvís- indadeilda. Þetta er mjög álitlegur kostur en ekki er gert ráð fyrir að verk hefjist við þann hluta fyrr en í fyrsta lagi 2015-2018. Fram að þeim tíma, að ekki sé nú talað um að þeim tíma liðnum, mun stofnunin tæplega verða til stórræð- anna. Sú vá sem nú stendur fyrir dyr- um setur að okkar mati stöðu dýra- sjúkdómarannsókna hér á landi í nýtt ljós og ætti engum að dyljast mik- ilvægi þess að styrkja, fremur en liða í sundur og setja í farveg hnignunar, þennan málaflokk. Enda þótt væna megi undirritaða um að nota þær hörmungar sem í vændum kunna að vera til að styrkja eigin vinnustað vilj- um við segja eftirfarandi okkur til málsbóta: Starfsfólk á Keldum vinnur daglega við að greina smitsjúkdóma í dýrum og aðstaðan sem við höfum til þessa er skv. úttekt tveggja erlendra matsnefnda óviðunandi. Við höfum getað staðið vaktina í trausti þess að á Íslandi hafa verið fremur litlir mögu- leikar á að fá inn á borð til okkar hættulega smitsjúkdóma. Við þær að- stæður sem nú blasa við munum við að sjálfsögðu gera okkar besta, en með minnkandi liðsafla og að- stöðuleysi verður sá róður ekki auð- veldur og í raun ómögulegur sé litið raunsætt á málið. Í ljósi ofanritaðs skorum við á stjórnvöld að flýta uppbyggingu Keldna á nýjum stað eins og kostur er, ellegar losa þá framkvæmdastöðv- un sem nú er við líði. Hæstvirtan landbúnaðaráherra hvetjum við til að láta fagleg sjónarmið ráða og endur- skoða flutning dýralækna til Selfoss, en huga frekar að staðsetningu þeirr- ar starfsemi í Vatnsmýrinni í ná- munda við Keldur og aðrar heilbrigð- isvísindagreinar. Fuglaflensan og aðrir dýrasjúkdómar Einar Jörundsson og Eggert Gunnarsson fjalla um rann- sóknir og aðbúnað á Keldum ’Starfsfólk á Keldumvinnur daglega við að greina smitsjúkdóma í dýrum og aðstaðan sem við höfum til þessa er samkvæmt úttekt tveggja erlendra mats- nefnda óviðunandi.‘ Eggert Gunnarsson Einar er dýralæknir, sérfræðingur við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keld- um og MBA-nemi við Háskóla Íslands. Eggert er dýralæknir og yfirmaður sýkla-sníkjudýra- og meinafræðideildar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og jafnframt dósent í örverufræði við líffræðiskor HÍ. Einar Jörundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.