Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 33
UMRÆÐAN
Harpa Sjöfn
heitir nú Flügger litir
Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun
Málning og
málarameistari!
Þú getur unnið málningu og
meistara til að mála fyrir þig
að upphæð 200.000 krónur.
10
3
5
5
5
4
3
/0
5
Reykjavík:
Stórhöfða 44
Sími 567 4400
Reykjavík:
Skeifunni 4
Sími 568 7878
Reykjavík:
Snorrabraut 56
Sími 561 6132
Kópavogur:
Bæjarlind 6
Sími 544 4411
Hafnarfjörður:
Dalshrauni 13
Sími 544 4414
Borgarnes:
Sólbakka 8
Sími 430 5620
Akureyri:
Austursíðu 2
Sími 461 3100
Hvolsvöllur:
Hlíðarvegi 2-4
Sími 487 8413
Selfossi:
Austurvegi 69
Sími 482 3767
Keflavík:
Hafnargötu 90
Sími 421 4790
www.flugger.is
Í DAG eru 70 ár liðin frá því að
verkstjórar í málmiðnaði á höf-
uðborgarsvæðinu stofnuðu með sér
félag iðnlærðra verkstjóra. Það
voru nokkrir vaskir verkstjórar í
smiðjum borgarinnar sem tóku sig
saman. Það brann á þeim hversu
erfið staða stjórnenda var þegar
horft var til réttindamála þeirra
sjálfra. Þeim þótti brýn þörf á eigin
stéttarfélagi sem gæti varið réttindi
þeirra og samið fyrir þeirra hönd.
Félagið var stofnað og nefnt Verk-
stjórafélagið Þór. Í upphafi var
mótuð sú stefna, að einungis iðn-
lærðir stjórnendur gætu orðið fé-
lagsmenn. Enn í dag eru allir fé-
lagsmenn iðnlærðir stjórnendur.
Flestir eiga þeir sem fyrr rætur
sínar í málmiðnaði, vélsmíði og
skipasmíði.
Starf félagsins hefur verið blóm-
legt nær öll þessi sjötíu ár og sam-
heldni félagsmanna mikil. Félagið
er aðili að Verkstjórasambandi Ís-
lands sem sér um daglega þjónustu
við félagsmenn þessa félags eins og
annarra verkstjórafélaga. Innan
Verkstjórasambands Íslands eru 13
verkstjórafélög og er heildarfjöldi
félagsmanna ríflega tvö þúsund og
þrjú hundruð. Innan hinna verk-
stjórafélaganna eru menn með fjöl-
breytta og ólíka menntun og
reynslu, m.a. iðnmenntun. Þórs-
menn hafa kosið að viðhalda stefnu
frumkvöðlanna og halda félagi sínu
sem hreinu iðnaðarmannafélagi.
Þar er þéttur hópur sem þekkist
innbyrðis og heldur vel saman.
Þróun og eftirspurn
Á þeim tíma sem liðinn er frá
stofnun félagsins hafa orðið miklar
breytingar í rekstrarumhverfi í
málmiðnaðargreinum og skipasmíði.
Þá er ekki einungis vísað til tækni-
legra breytinga sem sannarlega
hafa orðið miklar. Rekstar-
umhverfið hefur verið ákaflega
óstöðugt síðustu áratugi.
Á fyrstu árum félagsins var vél-
væðing að hefjast með nokkrum
þunga hérlendis. Atvinna var stöð-
ug og vaxandi en árstíðabundin.
Vegna takmörkunar á innflutningi
varð þetta mjög sterk atvinnugrein.
Síðan tóku stríðsárin við með geysi-
legri þenslu. Varahlutir voru ófáan-
legir og varð því að smíða þá. Mikil
eftirspurn hersins eftir iðnlærðum
mönnum olli því að erfitt reyndist
að sinna öllum verkefnum sem bár-
ust. Eftir stríðið dró úr þessu gríð-
arlega álagi í greininni en eft-
irspurn var samt ennþá mikil. Síðan
minnkaði efturspurnin nokkuð. Síð-
ustu þrír áratugir hafa verið grein-
inni erfiðir oft á tíðum, þó ein-
hverjar sveiflur hafi verið á því. Á
þessum áratugum hafa mörg af
þeim fyrirtækjum, sem töldust hvað
öflugust í þessari grein á fyrri hluta
síðustu aldar, verið lögð niður. Þau
fyrirtæki sem lifðu af stóðu í erfiðri
baráttu með storminn í fangið. Ís-
lenskir járniðnarmenn með stjórn-
endur sína í fararbroddi hafa þróað
tækni sína og færni. Það er ljóst að
þeir gefa starfsfélögum sínum er-
lendis ekkert eftir.
Hörð og óvægin samkeppni
Á síðustu árum hefur verið nokk-
ur umræða um erlent vinnuafl og
áhrif þess á samkeppnisstöðu ís-
lenskra fyrirtækja og iðngreina.
Þessi umræða varð almenn þegar
vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun
og síðar uppbygging á álverinu við
Reyðarfjörð. Sú mikla
samkeppni, sem þarna
var flestum sýnileg,
leiddi til nokkurs upp-
náms innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hún
afhjúpaði aðstæður
sem málmiðnaðurinn
hefur búið við síðustu
áratugi. Verkstjórar í
málmiðnaði amast
ekki við samkeppni né
heldur erlendu vinnu-
afli. Hvort tveggja er af hinu góða
ef allir aðilar sitja við
sama borð og starfa
eftir sömu reglum. Það
hefur hins vegar vant-
að verulega á að svo sé.
Það er óskandi að nú,
þegar öllum er ljóst
þetta óréttlæti sem
skortur á reglum skap-
ar, láti stjórnvöld verða
af því að setja sam-
ræmdar reglur svo að
allir verði jafnsettir í
samkeppninni. Sömuleiðis þurfa hin
sömu stjórvöld að taka alla liði inn í
dæmið þegar metin eru tilboð í
stórverkefni.
Þrátt fyrir nokkurt mótlæti síð-
ustu ár munu félagsmenn Þórs og
gestir fagna 70 ára afmæli félagsins
á veglegri samkomu föstudaginn 4.
október. Við lítum einnig öll vongóð
til stjórnvalda um breyttar leik-
reglur um leið og við óskum Verk-
stjórafélaginu Þór allra heilla.
Verkstjórar í málm- og
skipasmíðaiðnaði fagna 70 árum
Kristín Sigurðardóttir skrifar
í tilefni af 70 ára afmæli
Verkstjórafélagsins Þórs
’Starf félagsins hefurverið blómlegt nær
öll þessi sjötíu ár og
samheldni félags-
manna mikil.‘
Kristín Sigurðardóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verkstjórasambands Íslands.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111