Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 35 UMRÆÐAN ÉG VAR að horfa á fréttir um daginn þar sem talað var um agavandamál nemenda í grunnskóla og hvernig kennarar stæðu uppi með vandamál sem þeir gætu illa leyst vegna þess hve réttindalausir þeir væru gagnvart boðum og bönnum í skólakerfinu og ekki síst af samfélaginu sjálfu. Tekið var viðtal við kennara sem sögðu að stundum tæki það bara 20 mín. að fá nemanda til að fara úr skónum og taka upp bækur sínar og 20 mín. er frekar mikill tími þegar kennslu- stundin er bara 40 mín. í heildina. Kennararnir töluðu um að þetta væri mikið vandamál ekki bara fyrir þá heldur líka fyrir þá nemendur sem eftir voru í tímum. Að einn nemanda gæti eyðilagt heilan tíma fyrir þá 20 nemendur sem væru með honum í bekk. Kennararnir töluðu líka um það væri svo erfitt að taka á svona aga- vandamálum þar sem það væri í raun ekkert hægt að gera. Einu úrræðin sem þeir hefðu væri að biðja um hjálp hjá skólavaldinu og það harðasta sem hægt væri að gera væri að reka nem- andann í stuttan tíma en svo kæmi hann alltaf aftur inn í bekkinn. Eftir að hafa hlustað á þessa frétt er ég búin að vera að velta þessu mik- ið fyrir mér og þetta er einmitt það sem ég óttast mest sem verðandi kennari. Hvað er hægt að gera? Þótt ég sé búin að taka mér góðan tíma í að hugsa um þetta hef ég samt ekki fundið neina lausn! Þetta er nefnilega ekki bara vandamál skólanna, heldur líka foreldranna. Foreldrar eru samt mjög gjarnir á að ýta þessum vanda- málum frá sér og líta á skólana sem einhvers konar uppeldisstofnun. Það er reyndar rétt að skólinn er stór hluti í lífi barnanna og þar eru reglur og gildi sem börn læra og nota svo seinna í lífinu, en hann er samt ekki einn ábyrgur fyrir uppeldi barnanna. Ef skólinn hefur ekki stuðning for- eldranna er lítið sem hann getur gert. Hvernig getur það hjálpað skólanum ef foreldrar líta ekki í eigin barm og skella skuldinni á kennarann og segja hann bara lélega persónu og kunni ekki til starfa? Að mínu mati er það á ábyrgð for- eldranna að móta réttan aga hjá börn- um sínum og kenna þeim kurteisi, svo er það skólinn sem tekur við og hjálp- ar að viðhalda þessum aga og kenna börnum ásamt foreldrum um rétt gildi. Ef foreldrarnir bera ekki virð- ingu fyrir kennaranum og skólanum, hvernig eiga þá börnin þeirra að gera það, ég meina þau læra bara það sem fyrir þeim er haft! Ég verð að viðurkenna að ég lít á börn í dag og sé mikinn mun á þeim frá því að ég var ung. Mér finnst börn rífa sí meiri kjaft og bera litla virð- ingu fyrir þeim eldri. Ég sæi það í anda að ég hefði þorað rífa kjaft við kennarann minn eða eldra fólk í kringum mig. Þetta var bara hlutur sem kom ekki til greina og var tekið strangt á svona löguðu á mínu heimili. Ég bar virðingu fyrir kennaranum mínum og skólanum mínum. Börn eru góð upp til hópa og læra það sem fyrir þeim er haft. Ég fer að velta því fyrir mér hvort vandamálið liggi í því að foreldrar í dag hafi minni tíma til að sinna börnum sínum vegna mikillar vinnu og helsta lausnin virðist að mínu mati vera að greina þau ofvirk og dæla í þau lyfjum og þar með er vandamálið leyst! Er ekki bara málið að foreldrar og kennarar þurfi að standa meira saman og hjálpast að við að leysa þetta leiðinlega vanda- mál. Börnin eru jú fjársjóður framtíð- arinnar og okkur ber að hlúa vel að þeim. Það er mikilvæg eign hvers og eins að kunna að haga sér í kringum aðra og bera virðingu fyrir náung- anum. Að mínu eigin mati er það sem ég lærði af foreldrum mínum, mín mikilvægasta eign. Ég veit að ég bý yfir miklu og sérstaklega þar sem mikið var tekið á aga á mínu heimili fékk ég að launum góð samskipti við foreldra mína og vissi að ég gat talað um allt við þau. Þegar agavandamál eru lítil er hægt að einbeita sér að öðrum hlutum og foreldrar og ekki síst kennarar hafa meira að gefa frá sér þegar umhverfið er gott í kring- um þá og öll orkan þeirra fer ekki bara í að reyna að koma aga og ró inn á heimilið eða í bekkinn. Ég hef líka tekið eftir því að ef maður er tilbúin að gefa börnunum tíma og ræða við þau er ansi mikið sem þau gefa frá sér. Ég held að stundum vilja þau bara smá athygli hvort sem það er með neikvæðri eða góðri hegðun. Gott fólk, gefum fjársjóð framtíð- arinnar tíma! LIS RUTH KJARTANSDÓTTIR, nemi. Agavandamál grunnskólanema Frá Lis Ruth Kjartansdóttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.