Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 39 MINNINGAR ✝ Elvira PaulineLýðsson fæddist í Fredrikstad í Nor- egi 26. júní 1906. Hún lést á Drop- laugarstöðum að morgni þriðjudags- ins 25. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Thor- vald Edvardsen steinsmiður í Fred- rikstad, f. 1880, d. 1941, og Louise Edvardsen húsmóð- ir, f. 1880, d. 1968. Systkini Elviru voru: Gunvor, f. 16. maí 1908, d. 19. janúar 1995, Trygve, f. 1912, d. 11. september 1999, Alf, f. 22. desember 1912, d. 19. maí 1954, og Gunnar, f. 29. mars 1917, d. 10. júlí 1942. Elvira giftist 15. október árið 1927 Hjalta Lýðssyni, stórkaup- manni og forstjóra í Reykjavík, f. á Hjallanesi í Landsveit 2. apr- íl 1900, d. 16. júlí 1976, sonur Lýðs Árnasonar bónda í Hjalla- nesi og konu hans Sigríðar Sig- urðardóttur húsmóður. Börn Elviru og Hjalta eru: 1) Viktor, f. 22. ágúst 1928, kvæntur Elínu Pálmadóttur frá Snóksdal, f. 27. febrúar 1932. Börn þeirra eru: a) Elvira, f. 27. apríl 1955, b) Krist- ín, f. 25. mars 1957, c) Lýður, f. 10. júlí 1958, d) stúlka, f. 29. september 1965, d. 10. október 1965. e) Elín Berglind, f. 14. ágúst 1969. Barnabörn Viktors og Elínar eru sex og barna- barnabörn þrjú. Áður eignaðist Viktor synina Rúnar, f. 24. ágúst 1951, og Martein, f. 31. desem- ber 1951. 2) Erla, f. 8. janúar 1930, gift Þorvarði Þorvarð- arsyni frá Hafnar- firði, f. 24. júlí 1927. Börn þeirra eru: a) Hjalti, f. 21. nóvember 1950, b) Örn, f. 3. júní 1962. Barnabörn Erlu og Þorvarðar eru fimm og barna- barnabarn eitt. 3) Unnur, f. 14. sept- ember 1935, eigin- maður hennar var Karl F. Schiöth frá Akureyri, f. 13. júlí 1932, d. 2. febrúar 2004. Börn þeirra eru: a) Svava, f. 19. október 1957, b) Hjalti, f. 14. desember 1961, c) Karl Ottó, f. 3. maí 1964. Unnur og Karl eiga fimm barnabörn. Elvira fluttist til Íslands árið 1926 og alla tíð áttu trúmál hug hennar. Hún stóð að baki eig- inmanni sínum við stofnun og á upphafsárum Kristniboðssam- bandsins og studdi starfsemi þess alla tíð. Elvira starfaði í áratugi í Kristniboðsfélagi kvenna og í Kvenfélagi Hall- grímskirkju allt frá stofnun þess og á meðan heilsa og kraftar entust. Elvira var mikið fyrir trjárækt og vann eins lengi og hún gat að ræktun á sumarbú- staðarlandi sínu og eiginmanns síns við Elliðavatn. Hún var mik- il hannyrðakona og er margt fal- legra muna til eftir hana. Útför Elviru var gerð frá Laugarneskirkju í gær, þriðju- daginn 1. nóvember. Elsku amma, loksins fékkst þú hvíldina eftir viðburðaríkt og langt æviskeið. Okkur systurnar langar til að rifja upp eftirminnilegar sam- verustundir sem koma upp í huga okkar þegar við horfum til baka. Þú komst ung að árum frá Noregi en þá hafðir þú kynnst Hjalta afa sem var í námi í heimabæ þínum, Fredrikstad. Á þeim tíma hlýtur það að hafa verið erfitt fyrir þig að yf- irgefa fjölskyldu þínu og leggja út í óvissuna sem hófst með löngu ferða- lagi til Íslands. Í minningu okkar bjugguð þið alla tíð á Snorrabraut- inni þar sem þið reistuð ykkur myndarlegt heimili. Það voru mörg aðfangadagskvöldin í bernsku okkar sem stórfjölskyldan kom þar saman. Á boðstólnum voru m.a. svínakótil- ettur og súrkál að norskri hefð, sem enn er haldið við innan okkar fjöl- skyldu. Alltaf þegar við komum í heimsókn til þín (fram yfir nírætt) áttir þú nóg af heimalöguðu meðlæti með kaffinu; gerbollur með norskum geitaosti, berjasultu og kökur. Aldr- ei var sest við borð án þess að dúkur væri settur á borðstofuborðið og kaffistellið tekið fram. Í gamla daga höfðuð þið afi gaman af því að ferðast út í heim og var það m.a. fastur liður í þessum ferðum að klæða okkur barnabörnin upp fyrir jólin. Annað heimilið ykkar var sum- arbústaðurinn við Elliðavatn þar sem fjölskyldan kom oft saman. Þið afi voruð dugleg við að gróðursetja og hlúa að landinu og áttuð þar margar ánægjustundir. Þá eru allar ferðirnar í berjamóinn í Heiðmörk- inni með þér okkur sérstaklega minnisstæðar. Þú sast aldrei auðum höndum, amma, því alltaf varst þú að hekla eða prjóna og eigum við ófá handverk eftir þig sem prýða heimili okkar í dag. Þú varst stálminnug þar sem þú mundir alla afmælisdaga í fjölskyld- unni og það sem þér hafði verið sagt. Eitt af þínum séreinkennum var tungumálið þitt, þar sem þú bland- aðir saman norsku og íslensku í dag- legu tali. Við sem vorum þér næst skildum þig vel en þegar nýir fjöl- skyldumeðlimir komu inn í hópinn áttu þeir stundum erfitt með að skilja þig og höfðum við lúmskt gam- an af því. Ekki var það síður upplifun þegar við tvær eldri fórum með þér í ferðir á heimaslóðir þínar því strax á leið til Keflavíkur byrjaðir þú að tala eingöngu norsku á þinn hátt sem við skildum alveg ótrúlega vel. Þessar stundir með þér og fjölskyldu þinni í Noregi verða okkur ávallt minnis- stæðar. Það var svo fyrir þremur ár- um að við systurnar ásamt móður okkar fengum tækifæri til að rifja upp góðar minningar þegar við heimsóttum æskuslóðir þínar í Fred- rikstad, m.a. gamla bæinn og brúna sem við allar eigum málverk af og hún systir þín, Gunvor, málaði. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Minningarnar eru margar og munum við ætíð hugsa til þín með hlýhug. Megi góði Guð geyma þig. Elvira, Kristín og Berglind. Nú er amma farin í ferðlagið mikla sem hún var farin að þrá. Á þessari stundu koma því upp í hugann minn- ingar frá heimsóknum á Snorra- brautina, í Grænuhlíð, ferðalögum til Noregs og vestur í Dali. Amma fluttist til Íslands frá Nor- egi árið 1927. Það var mikið ferðalag fyrir unga konu að ferðast frá Fred- rikstad til Bergen en þaðan sigldi hún til Reykjavíkur til fundar við til- vonandi eiginmann sinn sem hún hafði kynnst í Fredrikstad í upphafi þriðja áratugarins. Við sem yngri er- um og lifum á tímum hraða og þæg- inda getum varla gert okkur í hug- arlund hvernig henni hefur liðið á ferð sinni til lands sem var henni svo ókunnugt þar sem hún ætlaði að stofna heimili og eignast fjölskyldu. Amma var mjög trúuð kona og hafði trúna að leiðarljósi í lífi sínu. Hún tengdist stofnun Kristniboðs- sambandsins en afi var meðal stofn- enda þess árið 1929. Hún var félagi í Kristniboðsfélagi kvenna í áratugi og starfaði þar af fórnfýsi. Henni var málstaðurinn og félagið mjög kært. Einnig vann hún mikið að kirkju- starfi innan kvenfélags Hallgríms- kirkju allt frá stofnun þess. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru frá heimsóknum á Snorrabraut- ina þar sem ég fékk meðal annars kökur, vöfflur með smjöri og rabar- barasaft. Ég minnist hennar líka þar sem hún sat í stólnum sínum með handavinnuna. Öll matargerð og handavinna lék í höndum hennar. Hún ræktaði rifsberjatré í garðinum á Snorrabraut, og í Grænuhlíð, sem var unaðsreitur þeirra hjóna, rækt- aði hún m.a. rabarbara auk rifs- berjatrjáa en það var á fjórða ára- tugnum sem amma og afi fengu land við Elliðavatn sem þau nefndu Grænuhlíð. Þau voru þar öllum stundum við skógrækt. Amma fór oft með foreldrum mínum á Fellströnd í Dölum, en þar eiga þau mikið berja- land. Þar gleymdi hún sér alveg við berjatínsluna og talaði alltaf um hvað hún hefði náð að tína mikið og lýsti berjatínslunni af innlifun. Að lokum þakka ég ömmu fyrir allar stundirnar á þessu tilvistarstigi og geymi í huga mínum um ókomin ár minningu um góða konu. Örn. Nú er komin kveðjustund. Dagur þinn var orðinn langur, rúm 99 ár og tími til kominn að halda heim til Frelsarans, sem þú trúðir svo sterkt á. Því miður kynntist ég Elviru seint á lífsleið hennar en það var þegar ég kom inn í fjölskylduna eftir að hafa kynnst Erni, barnabarni hennar. Elvira var mikil húsmóðir, þvílíkar kræsingar á borðum, alltaf þegar við litum inn. Elvira var mikil handa- vinnukona. Hún heklaði mjög mikið og ýmis önnur handavinna lék í höndum hennar. Síðustu árin fór Elvira ekki mikið út. Hún treysti sér t.d. ekki til að vera viðstödd brúðkaup okkar Arnar en við fórum til hennar að athöfn lok- inni. Mér er svo minnisstætt þegar hún kom brosandi á móti okkur með hamingjuóskum og sagði jafnframt: „Ég er svo fegin að þið giftuð ykk- ur.“ Elvira var mikið fyrir börn. Þegar við komum í heimsókn var umræðu- efnið oft yngstu afkomendurnir. Þegar ég talaði við Elviru þurfti ég að hlusta sérstaklega vel vegna þess að norski hreimurinn var alls ráð- andi. Hún lærði íslenskuna svo sann- arlega á sinn hátt. Hún var svo „lykkelig“ þegar við Örn skírðum eldri dóttur okkar Mar- íu Lovísu í höfuðið á Louise móður hennar og mér er það svo minnis- stætt hve stolt hún var yfir nafninu. Við höfum ávallt lagt ríka áherslu á tengsl Maríu Lovísu við uppruna langömmu hennar. Á langri ævi Elviru gerðist margt og má þar nefna tvær heimsstyrj- aldir, sjónvarpsútsendingar, síma- samband, tölvur og ýmsan húsbún- að. Meðal annars má nefna að hún missti yngsta bróður sinn í seinni heimsstyrjöldinni en hann var í liði bandamanna og var tekinn til fanga af Japönum og lést í loftárás árið 1942, þá 25 ára að aldri. Elvira var elst fimm systkina og lifði þau öll. Ég kveð nú góða konu sem upp- lifði svo margt sem ég mun aldrei geta gert mér góða grein fyrir og hefði gjarnan viljað heyra fleiri sög- ur frá lífsleið hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Karitas. Nú er langamma mín dáin og farin til Jesú. Ég elska hana mikið og sakna hennar svo mikið. Núna ætla ég að syngja hátt „Ó, Jesú bróðir besti“ svo hún heyri í mér. Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (P. Jónsson.) Bless, elsku langamma mín. María Lovísa. ELVIRA PAULINE LÝÐSSON Ástkær móðir okkar og amma, HJÁLMDÍS SIGURÁST JÓNSDÓTTIR, Ytri Höfða, Stykkishólmi, andaðist á heimili sínu laugardaginn 29. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laug- ardaginn 5. nóvember nk. kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, börn og barnabörn. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR, Blikabraut 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 10.30. Hreggviður Bergmann, Magnús Bergmann, Vignir Bergmann, Sara Líf Stefánsdóttir, Fríða Bergmann, Samúel Már Smárason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF BALDVINS fyrrum bóndi á Brún, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 29. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg H. Valgarðsdóttir, Jóhann Ólafsson, Vordís B. Valgarðsdóttir, Steingrímur Svavarsson, Sylvía S. Valgarðsdóttir, Uni Pétursson, Dóróthea K. Valgarðsdóttir, Hermína Ó. Valgarðsdóttir, Matthías Eiðsson, Hjálmfríður Ó. Valgarðsdóttir, Ívar Jónsson, Friðrika S. Valgarðsdóttir, Magnþór Jóhannsson, Guðrún P. Valgarðsdóttir, Frímann Jóhannsson, Hersteinn K. Valgarðsson, Ólöf Árnadóttir, Benjamín B. Valgarðsson, Rósa Kristín Níelsdóttir, Hanna B. Valgarðsdóttir, Baldur Jónsson, Rafn Valgarðsson, Halldóra Árnadóttir, barnabörn, langömmubörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR THEODÓRA JÓNSDÓTTIR, Hrísholti 12, Selfossi, varð bráðkvödd mánudaginn 31. október. Útförin auglýst síðar. Gunnlaugur Vilhjálmsson, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON útgerðarmaður, Skólabraut 29, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Marselía Guðjónsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Hrönn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.