Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EINS OG ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ SITJA Á STÓL ODDI! HANN ER HVERGI NÆR EN YNDISLEGT SUMARKVÖLD ÉG MAN ÞEGAR ÉG BJÓ Á BÝLINU Á YNGRI ÁRUM. VIÐ DÖNSUÐUM VIÐ LJÚFAN BANJÓ HLJÓM (ANDVARP) ÞAÐ ER SAMT EKKI RÉTT. VIÐ KUNNUM EKKI AÐ DANSA OG ENGINN KUNNI AÐ SPILA Á BANJÓ VIÐ ÝLFRUÐUM BARA HOBBES, ÞETTA LEIKRIT VERÐUR EKKERT MÁL ERTU BÚINN AÐ LÆRA LÍNURNAR? NEI, ÉG ÆTLA BARA AÐ STEPPDANSA OG RAULA MEÐ RAULA UM NÆRINGU? JÁ, EÐA GERA LÁTBRAGÐ HANN ER EKKI SVO SLÆMUR NÁUNGI JÁ, ÞAÐ ERU EKKI MARGIR FANGAVERÐIR SEM HAFA FYRIR ÞVÍ AÐ BJÓÐA GÓÐAN DAGINN ÉG VARÐ BARA AÐ TAKA ÞESSARI VINNU TIL AÐ BORGA HLÝÐNIS- SKÓLALÁNIN MÍN VINNU- SVÆÐI AND- VARP? SEM ER EKKERT MJÖG LANGTSÓL OG SUMAR EINS LANGT OG AUGAÐ EYGIR HVAÐ ÆTLI LEYNIST BAKVIÐ ÞESSA HURÐ NEI! EKKI FARA ÞARNA INN! ENGINN SEGIR MÉR FYRIR VERKUM Dagbók Í dag er miðvikudagur 2. nóvember, 306. dagur ársins 2005 Víkverji á barn ágrunnskólaaldri sem er nýbúið að vera í vetrarfríi en nokkru áður voru starfsdagar í skóla barnsins. Vík- verji tekur undir með þeim foreldrum sem þreyttir eru á sífelld- um reddingum á virk- um dögum vegna starfsdaga eða ann- arra frídaga hjá börn- unum.Víkverja var heldur ekki skemmt þegar hann heyrði yf- irmann fræðslumála í Reykjavík segja það í Útvarpsfréttum að vetrarfrí væru komin til að vera og fjölskyldur myndu venjast því að taka sér frí með börnum sínum. Starfsdagar og vetrarfrí kalla á allsherjar reddingar hjá ótal barna- fjölskyldum í landinu. Það væri snöggtum skárra að færa þessa starfsdaga kennara yfir á sumartím- ann, þegar Íslendingar almennt taka sér frí. x x x Annars er Víkverji léttur á brá þvíhann sér fram á að geta von bráðar farið að skreyta glugga, runna og tré með litríkum jóla- ljósum. Þegar það er orðið eins dimmt og nú er síðdegis og snemma á morgnana þá finnst honum það alveg frá- bært að geta dregið fram jólaljósin og prýtt hjá sér með þeim. Hann skilur ekkert í þeim sem amast við því að lýsa upp skammdegið með þessum hætti. Eins finnst honum það besta mál ef hægt er að flýta fyrir sér í nóv- ember og kaupa jóla- gjafir eða undirbúa jólin á þann hátt sem þurfa þykir. Hvers vegna í ósköp- unum að amast við því? Aðventan er nefnilega tími sem Víkverja finnst að eigi að eyða í rólegheit. Þá á fólk að njóta þess að horfa á ljósadýrðina, skella sér á tónleika, á aðventukvöld í kirkjunni sinni, fara með börnunum sínum á skauta eða að gefa svöngum öndunum brauð, hita kókó, kveikja á kertum og föndra eða bara njóta lífs- ins á þann hátt sem hverjum og ein- um hentar. Þannig aðventu dreymir Víkverja að minnsta kosti um að eiga í ár og hann ætlar svo sannarlega að ljúka við hitt og þetta jólastúss áður en sá árstími rennur upp. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Tónlist | Haldnir verða tónleikar í hádegistónleikaröð Hafnarborgar á morgun kl. 12. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar – enginn aðgangseyrir – og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Antonía Hevesi, píanóleikari og organisti við Hafnarfjarðarkirkju, er list- rænn stjórnandi tónleikaraðarinnar og velur hún þá listamenn sem fram koma á tónleikunum. Í þetta sinn er það Tatu Kantomaa harmoníkuleikari sem verð- ur gestur hádegistónleikanna. Efnisskráin verður létt og skemmtileg, en hún samanstendur m.a. af ungverskri, rússneskri og rúmenskri tónlist. Morgunblaðið/Þorkell Harmoníka í hádeginu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.