Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 53

Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 53
Íslenska sakamálaþáttaröðin Allirlitir hafsins eru kaldir eftir Önnu Th. Rögnvalds- dóttur, er á með- al efnis sem kynnt verður á söluráðstefnunni American Film Market (AFM); sem er í dag stærsta kvik- mynda- söluráðstefan í heiminum. Það er sölufyrirtækið Media Luna sem sér um að kynna íslensku saka- málaþættina á ráðstefnunni sem fer fram í þessari viku en þættirnir þrír fást einnig keyptir sem stök sjón- varpsmynd. Sakamálaþættirnir Allir litir hafs- ins eru kaldir verða sýndir í Sjón- varpinu í byrjun næsta árs. Galdrasnáðinn Harry Potter þótti besta æv- intýrahetjan í könnun sem breska sjónvarps- stöðin Sci-Fi stóð fyrir á dögunum í tilefni 10 ára af- mælis stöðv- arinnar. Skaut Potter ekki ómerkari hetjum en Torímandanum og blóðsugubananum Buffy ref fyrir rass. Aðrar hetjur sem þóttu skara framúr á hvíta tjaldinu voru meðal annars Köngulóarmaðurinn, Han Solo og Yoda úr Stjörnustríði, Neo úr The Matrix og Leðurblökumað- urinn. Aðspurðir völdu jafnframt mesta illmennið á hvíta tjaldinu og voru það Svarthöfði úr Stjörnustríði og The Borg úr Star Trek sem þóttu þar fremstir meðal vafasamra jafningja. Önnur illmenni sem komust á listann voru Jókerinn úr Batman, Predator og Les Luther og Hal 9000 úr 2001: A Space Odissey. Nýjasta kvikmyndin um ævintýri galdrastráksins, Harry Potter og eldbikarinn, verður heimsfrumsýnd í Lundúnum næstkomandi sunnudag en verður tekin til almennra sýninga 18. nóvember. Fimmta myndin, Harry Potter og Fönixreglan, en nú þegar í bígerð og kemur í bíó árið 2007. Á Radcliffe kærustu? Daniel Radcliffe hefur farið með hlutverk Potters í öllum myndunum. Hann hefur að undanförnu sést í fylgd með hárgreiðslukonu og förð- unarmeistara að nafni Amy Byrne. Sjö ára aldursmunur er á þeim Rad- cliffe, sem er 16 ára, og Byrne, sem er 23 ára. Parið mun hafa hist fyrst við tökur á Harry Potter og eldbik- arnum. Að sögn breska dagblaðsins Daily Mail voru þau Radcliffe og Byrne í sambandi eftir að tökum mynd- arinnar lauk. Heimili Byrne í Bret- landi er í Watford, en þar leigir hún hús í námunda við kvikmyndaverið þar sem myndin um Harry Potter var tekin upp. Daniel Radcliffe býr hins vegar enn í foreldrahúsum í Fulham og þarf hann að leggja á sig klukku- stundarlangt ferðalag með lest til að láta fara höndum um hár sitt, að sögn blaðsins. Potter mesta ævintýrahetjan Daniel Radcliffe MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 53 Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þekkja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is KEFLAVÍKAKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.  V.J.V. TOPP5.IS ROGER EBERT Kvikmyndir.com  H.J. / MBL Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir . Munu þau fíla hvort annað? FLIGHT PLAN kl. 8 CINDERELLA MAN kl. 8 FLIGHT PLAN kl. 8 - 10 40 YEAR OLD kl. 8 CINDERELLA MAN kl. 10 M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com  S.V. / MBL  H.J. Mbl. KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára KISS KISS BANG... VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 FLIGHT PLAN kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE AND... m/Ísl tali kl. 4 - 6 WALLACE AND... m/enskutali kl. 6 - 8.15 - 10.30 CINDERELLA MAN kl. 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR ... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8.15 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 CHARLIE AND THE ... kl. 3.50 Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). l i ll ll í i . S.V. Mbl The Merchant of Venice KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára PERFECT CATCH kl. 6 - 8.15 - 10.30 FLIGT PLAN kl. 10.15 B.i. 12 ára WALLACE & GROMIT m/Ísl tali kl. 6 Poppstjarnan Michael Jackson ersagður hafa meinað fyrrverandi eiginkonu sinni, Debbie Rowe, að segja börnum þeirra frá því að hún væri móðir þeirra. Rowe, sem er 46 ára og fyrrverandi aðstoðarkona húðsjúkdómafræðings, skildi við Jackson árið 1999. Að sögn bandaríska dagblaðsins New York Daily News má Rowe ekki segja börnunum frá því hver hún sé þegar hún kemur á búgarð Jacksons til að heimsækja þau. Börnin eru 9 og 8 ára. Samkvæmt blaðinu er hugsanlegt að Rowe geti sagt börnunum frá því að hún sé móðir þeirra þegar þau verða eldri. Michael Jackson er sagður íhuga alvarlega að flytja alfarið frá Banda- ríkjunum til arabaríkisins Bahrain, en þar hefur hann dvalið í boði kon- ungsfjölskyldu landsins eftir rétt- arhöldin yfir honum í sumar. Hefur hann ekki í hyggju að flytja aftur til Bandaríkjanna á næstunni, að sögn heimildarmanns blaðsins… Fólk folk@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hjálmar hyggst fagna útgáfu nýjustu plötu sinnar í fé- lagsheimilinu á Flúðum hinn 11. nóvember næstkomandi. Miðasala á tón- leikana hefst þó í dag í verslunum Skífunnar og BT um land allt og á vefsíð- unni midi.is. Platan nýja, sem ber heiti hjómsveitarinnar, var tekin upp í félagsheim- ilinu og því við hæfi að fagna útgáfu hennar þar. Lögin „Geislinn í vatninu“ og „Ég vil fá mér kærustu“ hafa hljómað títt á öldum ljósvakans að undanförnu en þau er bæði að finna á plötunni. Það er Geimsteinn sem gefur út Hjálma. Húsið opnar klukkan 19.30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21, föstudaginn 11. nóvember. Tónlist | Hjálmar halda útgáfutónleika á Flúðum Hjálmar ætla að halda útgáfutónleika á Flúðum í næstu viku. Miðasala hefst í dag Í KVÖLD stíga Sign-liðar á svið á Gauk á Stöng og leika fyrir gesti og gangandi ásamt Pan og Telepathetics. Sign gáfu nýverið út plötuna Thank God For Silence og hafa verið að leika víða til að kynna plötuna. Þeir fjór- menningar léku meðal annars á nýaf- staðinni Iceland Airwaves-tónlist- arhátíð þar sem þeir komu fram á Kerrang!-kvöldi hátíðarinnar. Í umsögn blaðamanns Kerrang! fengu tónleikar Sign fjögur K af fimm mögulegum og sagði blaðamaður hljóm- sveitina vera undir áhrifum frá Him í dramatískum og leikrænum flutningi sínum sem hann segir Zolberg leiða á áhrifaríkan þrátt fyrir ungan aldur. Sign hyggur á aðra tónleikaferð sína um landið í lok mánaðarins. Morgunblaðið/Eggert Hljómsveitin Sign á tónleikum í Kaplakrika fyrr á árinu. Fjögur K fyrir Sign Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 500 krónur. Leikarinn Bruce Willis er hæst-ánægður með að leikkonan Halle Berry hafi samþykkt að leika með honum í kvikmyndinni Perfect Strang- er og segist vera skotinn í henni. Berry var eitt sinn nágranni Willis í þá tíð er hann var kvænt- ur leikkonunni Demi Moore. Sagði hann frá þessu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Access Hollywood TV. „Ég er dálítið skot- inn í Halle,“ sagði Willis í viðtali við stöðina. Halle hafi eitt sinn komið í heimsókn til hans og sagt honum frá kvikmyndinni sem hún vildi að hann léki með sér í. Willis segist ekki viss um hvað framtíðin beri í skauti sér hvað varðar þau Berry. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ sagði Bruce en Halle er flutt og ekki lengur nágranni hans. Segir grall- araspóinn Willis að það hafi ekki aukið möguleika hans á því að kló- festa kattarkonuna… Lesendur breska kvikmynda-tímaritsins Total Film völdu kvikmyndina Batman Begins sem bestu mynd ársins. Skoski leikarinn Ian McDiarmid, sem fer með hlut- verk hins illræmda keisara Palpat- ine í þriðju Stjörnustríðsmyndinni, var valinn þrjótur ársins. Þá hlaut bandaríski leikarinn Mickey Rourke verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Marv í myndinni Sin City. 1.500 lesendur tímaritsins tóku þátt í valinu. Þeir veittu sömuleiðis íkornunum í kvikmyndinni Kalli og súkkulaðiverksmiðjan verðlaun sem bestu dýrin í kvikmyndum. Dakota Fanning, sem er 11 ára og lék í myndinni War of the Worlds, hlaut verðlaun sem besti barnaleik- arinn. Nev Pierce, ritstjóri Total Film, sagði Batman Begins vel að verð- launum komna. Hefði leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, staðið sig með afbrigðum vel. Sagði hann jafnframt kvikmyndaunnendur vilja sjá meira af ævintýrum Bat- mans, sem væri meira en menn hefðu búist við eftir hörmulega út- komu kvikmyndanna um Batman og Robin, árið 1997. Á síðasta ári var George W. Bush valinn þrjótur ársins fyrir hlutverk sitt í heimildarmyndinni Fahrenheit 9/11 í leikstjórn Michael Moore…

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.