Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 9 FRÉTTIR „ÉG ER búin að vera öryrki í hátt í 20 ár. Þetta hefur alltaf verið puð en hvað er gaman að lifa án puðs? En svo gafst ég upp á að vinna því ég hefði þurft að hafa svo margt fólk til að hjálpa mér og reksturinn stóð ekki undir sér,“ segir Sigríður Bachmann Egilsdóttir, sem skrifaði opið bréf um kjör sín til ríkisstjórnarinnar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Í bréfinu segir Sigríður meðal ann- ars: „Ég veit mæta vel að maður á að taka ábyrgð á eigin lífi og taka afleið- ingum gjörða sinna, en það er vissu- lega erfitt að taka ábyrgð á því að maður veikist! Það biður enginn um það að verða sjúklingur, hvað þá heldur öryrki, þvílík niðurlæging. En oft hefur skotið upp þeirri hugsun þegar maður er illa farinn af hungri, að það geti bara verið betra að vera enn meira veikur, þá kæmist maður þó inn á spítala, þar sem maður fær að borða.“ Sigríður er lærður ljósmyndari og rak til margra ára ljósmyndastofu en hún varð að hætta rekstri stofunnar fyrir tveimur árum þegar hún varð gjaldþrota. „Svo er allt erfiðara eftir að ég hætti að vinna, bæði að hafa ekkert við að vera og finnast maður gagnslaus og svo að eiga ekki pening fyrir neinu, ég kaupi ekki einu sinni uppþvottalög. Stundum á ég ekki fyr- ir lyfjum. Ég varð gjaldþrota bæði andlega og líkamlega,“ segir Sigríð- ur. Hún notar 14 lyf og þjáist af asma og sjögrensjúkdómi sem lýsir sér þannig að öll slímhúð er þurr. Auk þess er hún bak- og gigtveik og stoð- kerfið er að hruni komið. Eftir gjaldþrotið tók hún íbúð á leigu sem hún segir ekki auðvelt fyrir fólk með hunda. „Við öryrkjar og aldraðir megum ekki einu sinni eiga dýr. Ef ég fengi íbúð hjá bænum þá þyrfti ég að svæfa hundana. Svo ég vil frekar eyða þessum aurum í leigu svo ég hafi hundana. Hundarnir eru mitt líf.“ Sigríður fær 95.000 krónur í bætur á mánuði, húsaleigan er 85.000 krón- ur og húsleigubætur 18.000 krónur. Því hefur Sigríður 28.000 krónur úr að moða á mánuði. Vann yfir sig „Ég er ekki að biðja um mikið því þó að ég hefði milljón í bætur á mán- uði þá liði mér ekkert betur. En bara ef ég hefði að borða, þá væri ég að- eins hressari. Maður verður þung- lyndur af því að maður er illa stadd- ur, bæði andlega og fjárhagslega. Þegar maður finnur að maður getur ekkert gert til að bjarga sér þá kem- ur það yfir. Fólk á erfitt með að skilja þunglyndi sem ekki þekkir það,“ seg- ir Sigríður. Hún sendi einnig bréfið til allra ráðherra í ríkisstjórninni. „Hingað er búið að hring margt fólk, mestmegnis öryrkjar, til að óska mér til hamingju með hvað ég er hugrökk og dugleg að segja frá mínum málum. Ég hugsaði með mér að ef enginn segir neitt þá geri ég það. Þetta létti á mér, ég var búin að vera reið svo lengi. Ef maður er reiður er gott að setjast niður og skrifa. Maður græðir ekkert á því að vera reiður og illur.“ „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fara á stofnanir, það er kannski hægt að fara til Fjölskylduhjálparinnar rétt fyrir jólin,“ segir Sigríður að- spurð um mataraðstoð. „Ég hef ekki orðið vör við neitt góðæri, ég hef bara orðið vör við stress og fólk vill bara vinna. Það hefur ekki orðið tíma til að elda og varla að borða. Hvað er fólk að hugsa, bara til að hafa meiri hluti og drasl í kringum sig? Og svo er fólk búið að skuldsetja sig svo að það nær sér ekki út úr því,“ segir Sigríður. „Fólk verður gamalt langt fyrir aldur fram af allri þessari vinnu, ég vann yfir mig og því vil ég brýna þetta fyr- ir fólki.“ Peningar ekki allt Sigríður bjó í Zimbabve í Afríku í fjögur ár fyrir 20 árum og lifði þar í vellystingum. „Ég fór fyrst til að heimsækja systur mína sem bjó þar. Ég hitti Ítala sem þar bjó og við urð- um ástfangin. Ég var svo ung og vit- laus þá að ég hélt að peningar væru allt. Maður er ekkert sælli þó að mað- ur eigi Jagúar til að keyra á og alla kjóla í heimi. En puntulífið átti ekki við mig. Maður er ekkert hamingju- samari þó maður eigi peninga. Lífið er það sem við eigum í kringum okk- ur, fjölskyldan. Ég er svo heppin að ég á þrjú barnabörn. En það þarf pening til að komast af, til að borða. Svo ég hef bæði prófað að vera fátæk og rík. Þó mér líði ekki vel núna þá líður mér betur heldur en þegar ég var rík. Ég veit að það trúa þessu mjög fáir. Þá saknaði ég jólanna mest en núna vildi ég óska að það væri ekki verið að tala alltaf um jólin.“ Aðspurð segir Sigríður að hún hafi alltaf unnið mikið um jólin og því ekki haft mikið tilstand. En nú sé leið- inlegast að eiga ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. „En það vill svo til að ég er fædd með þetta létta skap. Ég hef unnið sem ljósmyndari í 45 ár og maður lærir að fela sjálfa sig þegar maður tekur mannamyndir. En það er kominn tími á að ég taki niður grímuna þó að ég sé lítil og við- kvæm innst inni.“ „Ég kaupi ekki einu sinni uppþvottalög“ Morgunblaðið/RAX Sigríður Bachmann Egilsdóttir með hundana sína Prins og Sunnu. Sigríður lifði í vellystingum á ár- unum í Afríku. Hér er hún í garði hússins sem hún bjó í. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Fréttasíminn 904 1100 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Jólatilboð 20% afsláttur af öllum drögtum Sparidragtir - buxnadragtir Gjöfin sem vermir S í m i : 5 6 8 - 1 6 2 6 Stærðir 36-56 25% afsláttur af öllum fatnaði w w w . s t a s i a . i s Við erum komin í jólaskap Heitt á könnunni og ljúffengar piparkökur fram að jólum Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Dagana 28. og 29. nóv. og 5. og 6. des. er tekið á móti umsóknum vegna jólaúthlutunar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands - Dunhaga 5 107 Reykjavík - Sími: 525 4900 – netfang: rthj@hi.is Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 525 4900 eða með tölvupósti í rthj.hi.is Haldinn föstudaginn 2. desember 2005 í Tæknigarði, Dunhaga 5, Reykjavík KYNNINGARFUNDUR EUROPASS Á ÍSLANDI 10.00 -10.10 Opnun kynningarráðstefnu Guðmundur Árnason Ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytinu 10.10 – 10.40 Evrópumappan Sergio Corti Framkvæmdastjórn ESB 10.40 – 10.50 Europass á Íslandi Ásta Erlingsdóttir Verkefnisstjóri 10.50 – 12.10 Kynning á skjölunum 5 sem í Evrópumöppunni eru • Evrópsk ferilskrá – CV Ásta Erlingsdóttir, verkefnisstjóri • Mat og viðurkenning á starfsmenntun Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur • Viðauki við prófskírteini – skírteinisviðauki Gísli Fannberg, verkefnisstjóri • Tungumálapassinn Aldís Yngvadóttir, ritstjóri • Europass starfsmenntavegabréfið Bjarni Kristjánsson, verkefnisstjóri 12.10 – 12.30 Europass í Bretlandi Cloud Bai-Yun, verkefnisstjóri 12.40 Hádegisverður og léttar veitingar Dagskrá Okkar sívinsæli íþróttahaldari nú í svörtu, hvítu og húðlitu, algjör snilld kr. 1.995 Misty Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.