Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 41 DAGBÓK Íslenska landsliðið í alpagreinum skíða-íþrótta er í óðaönn að búa sig undir þátt-töku í Vetrarólympíuleikunum sem framfara í Tórínó á Ítalíu í febrúar nk. Karl- mennirnir fjórir í liðinu hafa verið síðustu tíu daga við æfingar í Tindastóli ofan Sauðárkróks. „Þetta hefur verið hreint ótrúlegt,“ segir Guð- mundur Jakobsson, formaður alpagreinanefndar Skíðasambands Íslands, um aðstæðurnar nyrðra, sem sé sannkölluð himnasending fyrir landsliðið. Erfitt hafi verið að æfa í Evrópu síðustu vikur vegna hlýinda sem nú sér reyndar fyrir endann á. Væri þessi snjór nyrðra ekki fyrir hendi hefði landsliðið lent í erfiðleikum. Landsliðið er skipað Björgvini Björgvinssyni, Kristni Inga Valssyni, Kristni Una Óskarssyni, Sindra Má Pálssyni, Dagnýju Lindu Kristjáns- dóttur og Guðrúnu Jónu Arinbjarnardóttur. Dagný er við æfingar í Austurríki og Guðrún í Noregi. Hvort þau fara öll á leikana skýrist á næsta dögum og er í höndum Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands. Að sögn Guðmundar verður íslenski hópurinn héðan í frá við æfingar og keppni í Evrópu fram að vetrarleikunum. „Björgvin keppir á að minnsta kosti tveimur heimsbikarmótum í des- ember og hinir verða með á Evrópubikarmótum. Eftir áramótin tekur síðan við stanslaus keyrsla fram að vetrarólympíuleikunum sem hefjast 10. febrúar. Þessi ungmenni leggja alveg gríðarlega mikið á sig til þess að ná árangri,“ segir Guð- mundur. Undirbúningur landsliðsins hefur verið lengri og betri en áður að sögn Guðmundar. Flestir hafa verið við æfingar síðan í vor og m.a. voru nokkrir við æfingar í Eyjaálfu síðsumars og fram á haust. Guðmundur segir að gert sé ráð fyrir að kostn- aður við landsliðið, bæði í alpa- og norrænum greinum, verði um 35 til 40 milljónir á fjárhags- árinu 2005 til 2006. Þeim kostnaði sé mætt með samningum við samstarfsaðila Skíðasambands- ins, styrkjum frá Íþrótta- og Ólympíusambandinu og síðan falli einhver kostnaður á hvern landsliðs- mann. Þá komi sveitarfélögin í flestum tilfellum til skjalanna með styrkjum til skíðamannanna, segir Guðmundur sem sjálfur vinnur sitt starf fyrir skíðahreyfinguna í sjálfboðavinnu. „Þetta er mitt áhugamál og allur minn frítími fer í að vinna í kringum landsliðið. Ég er hins vegar ekki einn í þessu heldur erum við fimm saman í alpa- greinanefnd sem vinnum í þessu ásamt stjórn Skíðasambandsins. Á undanförnum árum hefur stjórn Skíðasambandsins lyft Grettistaki við að bæta fjárhag þess undir styrkri stjóri Friðriks Einarssonar, “ segir Guðmundur Jakobsson. Skíðaíþróttir | Landsliðið í alpagreinum stendur í ströngu fyrir Vetrarólympíuleikana Ótrúlegar aðstæður í Tindastóli  Guðmundur Jak- obsson er 46 ára stoð- tækjasmiður hjá Össuri hf. Hann er formaður alpagreinanefndar Skíðasambands Íslands og er jafnframt í stjórn sambandsins. Guð- mundur er kvæntur Önnu Lilju Guðmunds- dóttur. Þau eiga tvö börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60ÁRA afmæli. Helga Hansdóttirá Hvolsvelli verður 60 ára nk. föstudag 2. desember. Í tilefni dagsins ætlar hún að hafa opið hús í Hvolsskóla (ath. nýi inngangurinn) frá kl. 16–20. Hún vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn, en afþakkar öll blóm og gjafir, en það myndi gleðja hana ef fólk setti eitthvað í bauk sem verður í salnum til styrktar Þroskahjálp á Suðurlandi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Leti er fötlun MIG langar að taka undir með Guð- geiri Sturlusyni sem skrifar í Bréf til blaðsins um leti og yfirgang með- borgara okkar. Ég er heils hugar sammála Guðgeiri um að sá yfirgang- ur og hroki sem fullfrískt fólk sýnir minnihlutahóp sem fatlaðir eru, er með eindæmum. Fyrir utan flestar stofnanir og fyr- irtæki eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða en þó ekki alls staðar. Þurfa margir að gera bragarbót á bæði merktum bílastæðum og eins aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk. Guðgeir gerir að umtalsefni vinnu- brögð lögreglunnar varðandi þetta mál. Enn og aftur er ég sammála. Það er nefnilega mjög einfalt að framfylgja reglugerðinni um rétt hreyfihamlaðra vegna þess að ef bláa skírteinið frá TR er ekki í fram- glugga bifreiðar má draga bifreiðina burt. Málið er að það er eins og lög- reglan sé hrædd við hinn almenna borgara og þori ekki að skipta sér af þessum málum. Ég vil hvetja alla sem eru í sömu sporum og Guðgeir til að láta í sér heyra. Öðruvísi fáum við ekki lög- regluna af stað. Haukur Þorvaldsson. Þáttur Sirrýjar á Skjá 1 ÉG get ekki orða bundist lengur. Hvernig stendur á því að þáttur Sirrýjar á Skjá 1 fær ekki þá við- urkenningu sem mér, og ábyggilega mörgum öðrum, finnst að hún hafi átt að fá, já fyrir löngu Og þá er ég að tala um Eddu-verðlaunin. Sigrún. Símanotkun við afgreiðslukassa ÉG er að vinna á kassa í búð og oft kemur fyrir að fólk talar í símann á meðan maður er að afgreiða það. Þegar ég stakk upp á því við versl- unarstjórann að setja upp merki sem bæði fólk vinsamlegast um að tala ekki í símann meðan það væri af- greitt þá fékk ég þau svör að vegna þess að þetta væri lágvöruverðs- verslun þá væri það bannað og dóna- skapur við viðskiptavininn. En ef maður fer í Bónus þá er þetta merki á hverjum einasta kassa. Gaman að velta þessu fyrir sér. Hulda. Morgunblaðið/Kristinn. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is 92,2 fm glæsileg 3ja herbergja íbúð í vinsælli lyftublokk. Íbúðin skiptist í flísa- lagðan gang, tvö dúklögð herbergi, baðherbergi, flísalagða stofu með útgangi á suðursvalir, flísalagt eldhús, þvottahús, flísalagða borðstofu og geymslu á hæð- inni. Húsvörður, tvær lyftur, hjóla- og vagnageymsla. Góð sameign. Góðar inn- réttingar í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Stutt er í alla þjónustu og stutt í golf. 5704. Verð 18,0 millj. Veghús ER ÞITT ATVINNUHÚSNÆÐI Í SÖLU HJÁ FAGMÖNNUM? VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Hlutavelta | Fjórir vinir og bekkjar- félagar úr Kópavogsskóla héldu tom- bólu fyrir utan verslunina Nóatún í Hamraborg og söfnuðu alls 4.850 kr. fyrir Rauða kross Íslands til styrktar börnum í neyð erlendis. Þetta voru þeir Breki Barkarson, Jón Veigar Kristjánsson, Jón Ingi Þorsteinsson og Elmar Tryggvi Hansen. Þeir fé- lagar mættu síðan aftur í sjálf- boðamiðstöð Kópavogsdeildar til að taka þátt í starfi með ungum innflytj- endum sem fer fram á miðvikudögum kl. 14–15.30. Of góð vörn. Norður ♠KD2 ♥K1073 N/Allir ♦K107 ♣G64Vestur Austur ♠985 ♠G10643 ♥D95 ♥ÁG82 ♦654 ♦DG ♣K853 ♣107 Suður ♠Á7 ♥64 ♦Á9832 ♣ÁD92 „Stundum er einfaldlega valtað yfir mann,“ er formálinn að spilinu að ofan, sem er frá haustleikum Bandaríkja- manna í Denver. Sá sem hefur orðið – fórnarlambið – er suður, sem spilar þrjú grönd eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur hitti á virkilega gott útspil – hjartaníu. Sagnhafi lét tíuna úr blindum og austur átti slaginn á gosann. Og skipti yfir í lauftíu, sem var látin rúlla yfir á kóng vesturs. Hjartadrottningin kom næst, kóngur og ás. Austur hefði svo sem getað tekið fjórða slag varnarinnar á hjartaáttuna, en hann var með fimmta slaginn í huga þegar hann geymdi hjartaáttuna og skipti yfir í tígulgosa. Sagnhafi hefur vafalítið verið fullur grunsemda, en hann varð að taka af- stöðu og í reynd kaus suður að drepa á ásinn og svína tíunni næst. Austur fékk á drottninguna og tók nú fimmta slag varnarinnar á hjartaáttu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is UPPLESTUR og lifandi tónlist verð- ur fimmtudagskvöldin 1. og 8. des- ember klukkan 20 í anddyri Borg- arleikhússins. Yfirskrift dag- skrárinnar er Brot af því besta. Á morgun lesa eftirfarandi rithöf- undar upp úr bókum sínum: Einar Kárason, Gerður Kristný, Kristjón Guðjónsson, Sjón, Steinunn Sigurð- ardóttir og Yrsa Sigurðardóttir. Seinna kvöldið kl. 20 lesa rithöf- undarnir Guðrún Eva Mínervu- dóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjart- ardóttir, Ólafur Gunnarsson og Þór- arinn Eldjárn úr bókum sínum. Boðið verður upp á léttan jóla- djass og jólastemningu. Tónlist- armennirnir Ólafur Jónsson á ten- órsaxófón og Jón Páll Bjarnason á gítar leika bæði kvöldin. Eymunds- son selur bækur höfundanna á góð- um kjörum. Ókeypis aðgangur. Brot af því besta er samstarfs- verkefni Borgarleikhússins, Borg- arbókasafns-Kringlusafns, Kringl- unnar og Eymundssonar. Brot af því besta í Borgarleikhúsinu SALKA heldur útgáfuhátíð í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld kl. 20 þar sem höfundar og þýðendur munu lesa upp úr verkum sínum. Meðal þeirra sem stíga á svið eru Ingibjörg Hjartardóttir, Guðlaugur Arason, Þóra Jónsdóttir, Kristian Guttesen, Hildur Hákonardóttir og Þórhallur Heimisson. Auk þess mun Þórunn Clausen leikkona flytja eintal hinnar trag- ísku brúðar úr leikritinu Drauganet eftir Benóný Ægisson. Kynnir verður Hlín Agnarsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Salka efndi til bókahádegisverðar í gær fyrir vini og velunnara útgáfunnar. Útgáfuhátíð Sölku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.