Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 43
Fundir Krabbameinsfélagið | Heimahlynning verð- ur með samverustund fyrir aðstandendur kl. 20–22, í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Kór Kársnesskóla syngur jóla- lög. Upplestur, kaffi og meðlæti á boð- stólum. Kaffi Sólon | Félag áhugamanna um heim- speki ætlar að minnast Þorsteins Gylfason- ar sem lést sl. haust. Þorsteinn var heið- ursfélagi í FÁH og kenndi heimspeki um árabil við HÍ. Ætlunin er að heiðra menning- arfrömuðinn og lífsnautnamanninn Þorstein Gylfason og minnast hans á víðtækan hátt. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka halda rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8, kl. 17. Lilja Jón- asdóttir, hjúkrunarfræðingur við Landspítala – háskólasjúkrahús, ætlar að bjóða upp á slökun. Balkanfélagið á Íslandi | Almennur fé- lagsfundur verður í Balkanfélaginu kl. 20, í koníaksstofuni Eiðistorgi við hliðina á Rauða ljóninu. Jón Guðni Kristjánsson fréttamaður segir frá störfum sínum í Kosovo og Alban- íu. Einnig verða rædd önnur mál tengd svæðinu og félaginu. Nýir félagsmenn vel- komnir. Fyrirlestrar Félag þjóðfræðinga | Þriðja þemakvöld er kl. 20. Fyrirlesarar verða tveir: Vilmundur Han- sen: Grasnytjar. Oddný E. Magnúsdóttir: Fjallagrös, matur og menning. Vilmundur fer um víðan völl og mun tala nokkuð almennt um plöntur og nytjar en Oddný mun kynna BA-ritgerð sína í þjóðfræði. Allir velkomnir. Kennaraháskóli Íslands | Þórunn Blöndal, lektor í íslensku, heldur fyrirlestur í Bratta, Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber heitið Lifandi mál: Samtalsrannsóknir og hagnýting þeirra í kennslu. Náttúrufræðistofnun Íslands | Hörður Kristinsson, grasafræðingur á NÍ, flytur er- indi: Sögutengd útbreiðsla háplantna á Ís- landi; kl. 12.15, í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg. Nánari uppl. á www.ni.is. Málstofur Viðskipta– og hagfræðideild HÍ | Dr. Run- ólfur Smári Steinþórsson dósent flytur er- indi um framlag Peters F. Druckers til stjórn- unar í fyrirtækjum og stofnunum, í Odda stofu 101, kl. 12.20. Nánari upplýsingar um málstofuna er að finna á heimasíðu deild- arinnar: www.vidskipti.hi.is. Markaður Geðdeild Landspítalans, Hringbraut | Ár- leg jólasala iðjuþjálfunar geðdeildar verður haldin 1. desember, á 1. hæð í geðdeildarhúsi Landspítalans við Hringbraut kl. 12–15.30. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 43 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaik, ullarþæf- ing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588–2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Skrán- ing hafin á Jólahlaðborð sem verður 9. des. kl. 17. Skráningu lýkur 5. des. Korpúlfar, Grafarvogi | Pútt á Korp- úlfsstöðum á morgun kl. 10. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl.9–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fótaað- gerðastofa, sími 568 3838, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið Hátúni 12: Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9–16, myndmennt kl. 9.15– 16, sund (Hrafnistulaug) kl. 10–12, há- degisverður kl. 11.45, verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.15–14, spurt og spjallað kl. 13–14, tréskurður kl. 13– 16 og kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 9.30– 16.30, hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10, fótaaðgerðir kl. 10, bókband kl. 10–13, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Kirkjuprakkarar kl. 15.30. TTT kl. 17. ÆFAK (yngri deild) kl. 20. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II kl. 11 og 12. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Opið hús eldri borgara kl. 13–16, börn úr Tónlistarskóla Álftaness koma í heimsókn. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugleiðing, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stund lokinni. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16. TTT 10–12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju, samvera frá kl. 13, spilað, föndrað og handavinna. Kaffi kl. 15 og gestur kemur í heimsókn með fróðleik eða skemmtiefni. Allir velkomnir. Nán- ari uppl. www.kirkja.is. Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10– 12.30 og hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í síma 520 9700. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kl. 9 og 13 postulíns- málun, leikfimi. Opið á hárgreiðslu og fótaaðgerðastofu frá kl. 9–16. Aflagrandi 40 | Heimildarmyndin Ómur af söng verður sýnd í Laug- arásbíó kl. 16. Aðgangur ókeypis. Farið verður frá Aflagranda kl. 15.30. Skráning í síma 5622571. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Skráning hafin á jólahlað- borðið sem verður 2. des. Skráning lýkur á hádegi í dag. Sími: 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan er opin í dag kl. 10–11.30. Við- talstími í Gjábakka kl. 15–16. Félagsvist spiluð í Gjábakka í dag kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Eldri borgarar lesa saman Brennu– Njálssögu í félagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, alla miðvikudaga kl.15.45. Stjórnandi og leiðbeinandi Arngrímur Ísberg. Ókeypis aðgangur. Leshópur FEBK Gullsmára. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bútasaumshópur í Kirkjuhvoli kl. 13. Brids spilað í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl 8.45. Vinnustofur opnar kl. 9–16.30. Gamlir leikir og dansar falla niður vegna veikinda. Spilasalur opinn frá hádegi, vist, brids og skák. Kóræfing kl. 14.30. Gerðubergskórinn syngur við messu í Breiðholtskirkju kl. 14 sun- nud. 4. des. Á morgun er heimsókn í Ártúnsskóla. Hraunbær 105 | Jólafagnaður 2. des. Húsið opnað kl. 17.30 með fordrykk. Hugvekja séra Þór Hauksson. Þor- valdur Halldórsson skemmtir með söng og tali. Danssýning og dans- leikur með Þorvaldi Halldórssyni eftir sönginn. Skráning í síma 587 2888. Hraunbær 105 | Útskurður, postulíns- málun, kaffi, spjall, dagblöðin. Fótaað- gerð og hárgreiðsla. Banki opinn kl. 11, hádegismatur kl. 12, brids kl. 13 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, línudans kl. 11, saumar kl. 13, gler- skurður kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gafl- arakórinn kl. 16.30. Garðasókn | Foreldramorgnar kl. 10– 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega. Mömmur og börn að hittast og kynn- ast, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Mömmur, munið óvissuferð- ina á morgun 1. des. Næsta miðviku- dag 7. des, föndur með börnunum. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, altarisganga og fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga- son. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10– 12 ára á miðvikudögum í Rimaskóla kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Samverur eldri borg- ara í Grensáskirkju kl. 14. Boðið upp á Biblíulestur og veitingar. Kvenfélagið í kirkjunni heldur utan um samveruna. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 árdegis. Íhugun, altarisganga. Einfald- ur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Fyrirbænastund kl. 11. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Alla fimmtudaga kl. 10 í Setrinu. Stund í kirkjunni kl. 10.30. Fræðsla og kaffi kl. 11. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Krakkar 10–12 ára, hittast kl. 16.30–17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæn kl. 12. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 30. nóv. kl. 20. „Drottinn heitir hann“. Bjarni Gísla- son talar. Eþíópíufréttir: Valgerður Gísladóttir. Kaffi. Langholtskirkja | Bænagjörð með orgelleik kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13–16. Söngur, tekið í spil, föndur, spjall og kaffi. Nánari uppl. í síma 520 1300. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Kl. 14.10–15.30 Kirkju- prakkarar. (1.–4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5.–7. bekkur). Kl. 17 uppskeruhátíð Adrenalínstarfsins, haldin í safn- aðarheimili kirkjunnar. Foreldrum boðið. Fermingarstarf hefst að nýju eftir áramótin. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Fyrirbænamessa kl. 12.15, prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15. Ingólfur Margeirsson segir frá heilsu- áföllum og hvernig hann hefur unnið sig úr þeim. Kaffiveitingar á Torginu. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbænir – og einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu á eftir. Sr. Gunnar Björns- son. Pabba- og mömmumorgunn í lofti Safnaðarheimilis kl. 11. Opið hús, spjall og hressing. Morgunblaðið/Jim Smart Langholtskirkja í Reykjavík. 1. d4 d6 2. e4 g6 3. Rf3 Bg7 4. c3 Rd7 5. Rbd2 e6 6. Be2 Re7 7. 0-0 a6 8. a4 b6 9. He1 0-0 10. Bf1 Bb7 11. Dc2 h6 12. g3 c5 13. Bg2 Dc7 14. dxc5 dxc5 15. Bf1 Bc6 16. Rb3 f5 17. Rfd2 f4 18. Bh3 Re5 19. Bxe6+ Kh8 20. Bh3 Had8 21. Hf1 Hd3 22. a5 g5 23. axb6 Dxb6 24. Ra5 Hfd8 25. Rac4 Rxc4 26. Rxc4 Dc7 27. He1 fxg3 28. hxg3 Staðan kom upp á alþjóðlegu skák- móti í Sao Paulo í Brasilíu sem lauk fyrir skömmu. Andres Rodriguez (2.479) hafði svart gegn Eduardo Limp (2.447). 28. ...Hxg3+! 29. Bg2 leikið af illri nauðsyn þar sem eftir 29. fxg3 Dxg3+ væri hvíta staðan gjörtöpuð. 29. …Hg4 30. Re3 Hh4 31. Rf1 Be5! Svarta sóknin verður nú mjög erfið viðureignar. 32. Be3 Hf8 33. Had1 Bh2+ 34. Rxh2 Dxh2+ 35. Kf1 Hg4 36. f3 Bb5+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ODDAFÉLAGIÐ, félag áhuga- manna um sögu og endurreisn fræðaseturs í Odda á Rangár- völlum, verður 15 ára á morgun, á fullveldisdaginn. Í tilefni þess verð- ur haldinn kynningarfundur með nokkrum stuttum erindum um Odda og Oddafélagið í Norræna húsinu í hádeginu þennan dag, frá kl. 12 til 13. Fundarstjóri verður Drífa Hjart- ardóttir, alþingismaður og varafor- maður félagsins, en dagskráin er sem hér segir: Kristín Huld Sigurð- ardóttir, forstöðumaður Fornleifa- verndar ríkisins, greinir frá forn- leifavernd, einkum m.t.t. Odda, Helgi Þorláksson, prófessor í sagn- fræði, fjallar um sögustaðinn Odda, Freysteinn Sigurðsson jarðfræðing- ur um hugmynd að umhverfisstöð í Odda og þá flytur sr. Sigurður Jóns- son í Odda erindi er hann nefnir Draumsýn um uppbyggingu í Odda. Að svo búnu verður slegist í för með formanni félagsins, Þór Jakobssyni veðurfræðingi, að stytt- unni af Sæmundi á selnum sem stendur við Sæmundargötu, á gras- flötinni fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar verður afmæl- isfundi Oddafélagsins slitið. Félagið hefur staðið að ýmiss konar menningaratburðum og fræðslu um sögu og náttúru, eink- um í Rangárþingi, t.d. með árlegri ráðstefnu félagsins, Oddastefnu. Oddi var að fornu mikils háttar menningar- og valdasetur. Þar var skóli Oddaverja sem Sæmundur fróði Sigfússon (1056–1133) gerði frægan og höfuðból sonarsonar hans, Jóns Loftssonar (1124–1197), valdamesta höfðingja landsins á sinni tíð. Hjá Jóni í Odda ólst upp og menntaðist Snorri Sturluson (1179– 1241). Oddi er vel í sveit settur á miðju Suðurlandi og bíður veglegrar end- urreisnar fyrr eða síðar. Hug- myndir um Sæmundarstofu og umhverfisstöð o.fl. í Odda hafa verið reifaðar í Oddafélaginu. Kirkjan í Odda á Rangárvöllum og afsteypa af höggmynd Ásmundar Sveinssonar um Sæmund fróða. Afmælisfundur Oddafélagsins HÆTTA-hópurinn mun á morgun kl. 20 standa fyrir dagskrá í Dómsalnum í gamla Hæstaréttarhúsinu við Lind- argötu undir yfirskriftinni Náttúran milli Hvergi og Disneylands. Skáld, listamenn og fræðimenn lesa eft- irlætis náttúrulýsingu sína úr bók- menntum eða texta úr eigin smiðju. Þau sem lesa upp eru Pétur Gunn- arsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Edward H. Huijbens, Bragi Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir, Jón Atli Jón- asson, Andri Snær Magnason og Ein- ar Garibaldi Eiríksson. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspek- ingur heldur inngangserindi og stýrir umræðum að loknum upplestri. Náttúran er skáldum, listamönn- um og heimspekingum óþrjótandi umhugsunar- og viðfangsefni. Hún hefur birst þeim með margs konar hætti, allt frá því að vera samhljóma, rökrétt heildarsamhengi til óm- stríðrar óreiðu. Náttúran hefur löngum verið manninum óútreikn- anlegt, ógnandi afl, en á tímum tækni og umhverfisspjalla verður hún að einhverju sem maðurinn þarf að vernda. Dagskráin er í samvinnu við Þjóð- leikhúsið sem mun síðar í vetur bjóða upp á Réttarhöld á sama stað í tengslum við sýningar á Virkjuninni eftir Elfriede Jelinek. Allir eru velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Boðið upp á hitabrúsakaffi og frónkex að lokinni dagskrá. Náttúran milli Hvergi og Disn- eylands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.