Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Oddsson,fyrrverandi sýslumaður í Vík í Mýrdal, fæddist í Flatatungu í Skaga- firði 20. apríl 1931. Hann var fyrsta barn hjónanna Sig- ríðar Gunnarsdótt- ur frá Keflavík í Hegranesi, f. 5.4. 1899, d. 18.3. 1989, og Odds Einarsson- ar, bónda í Flata- tungu, f. 26.1. 1904, d. 26.4. 1979. Einar lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17. nóvember sl. Systkini hans eru: 1) Sigurlaug ljósmóðir, f. 27.9. 1932, hún á dótturina Sigríði Aðalheiði Pálmadóttur, f. 1956, hjúkrunarforstjóri. 2) Gunnar, bóndi í Flatatungu, f. 11.3. 1934. Kona hans er Helga Árnadóttir frá Akranesi, f. 12.9. 1944. Börn þeirra: Einar bóndi í Flatatungu, f. 1966, Árni, framkvstj. á Sauð- árkróki, f. 1967, Kári, kennari, Varmahlíð, f. 1968, og Sigríður cand. theol. Sauðárkróki, f. 1975. 3) Sesselía Guðrún, nuddfræðing- ur, f. 21.8. 1939, maki hennar er Knútur Ólafsson, bókari, f. 19.11. 1936. Börn þeirra: Oddur, raf- framhaldsnám naut hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn var hann í Menntaskólanum á Akur- eyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Hann innritaðist haustið eft- ir í lagadeild Háskóla Íslands, lauk embættisprófi í maí 1959 og fékk hdl.-réttindi 1962. Eftir emb- ættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skip- aður sýslumaður í Skaftafells- sýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar Austur- Skaftafellssýsla var gerð að sér- stöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestur- sýslunnar. Starfinu fylgdu marg- vísleg félags- og trúnaðarstörf sem Einar sinnti af alúð og kost- gæfni. Aðaláhugamál hans fyrir utan stjórnmálin var þó búskapur. Stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumanns- starfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Þau hjón höfðu þá átt lögheimili í Vík í Mýrdal í tæp 30 ár. Eftir það héldu þau heimili í Úthlíð 6 í Reykjavík. Einar vistaðist á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í febrúar á þessu ári. Útför Einars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. virki, f. 1961, Ólafur, lögreglumaður, f. 1962, Ásta Sigríður, þroskaþjálfi, f. 1964, og Knútur Gunnar, f. 1975. Árið 1961 kvæntist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni Höllu Þorbjörnsdótt- ur, barnageðlækni, f. í Reykjavík 30. okt. 1929. Foreldrar hennar voru Char- lotta Steinþórsdóttir, f. í Stykkishólmi 29. des. 1908, d. 1990, og Þorbjörn Þórðarson málarameistari, f. í Reykjavík 14. maí 1907, d. 1976. Synir Höllu og Einars eru: 1) Karl, bakari og sölumaður, f. 21.2. 1963, maki Kristín Bragadóttir skrif- stofumaður, f. 26.6. 1956. Karl á þrjú börn með fyrri konu sinni Sólrúnu Viðarsdóttur: Andreu Ösp, f. 3.9. 1982, Berglindi Ýri, f. 31.5. 1989, og Birki Örn, f. 9.10. 1996. Þau slitu samvistum 1999. 2) Páll, psychotherapist, sjálfstætt starfandi, f. 4.5. 1967. Einar ólst upp í föðurhúsum, hann fékk kennslu heima nema nokkrar vikur sem hann var í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við Elsku Einar frændi. Nú ert þú floginn á vit forfeðra þinna – ekki lengur fangi í þínum stóra líkama. Hvað maður getur verið eigin- gjarn að sjá svo sárt eftir þér vit- andi það að afi og amma, tengda- foreldrar þínir, Hilmar mágur þinn og margir, margir fleiri hafa tekið vel á móti þér. En þú ert einn af þeim mönnum sem hafa alltaf verið til í mínu lífi og góðar minningar munu lifa áfram. Ég man hvað það var gaman og spennandi þegar þið Halla voruð að koma í heimsókn í sveitina til afa og ömmu í Flatatungu, sem var þitt æskuheimili. Alltaf var komið með eitthvert spennandi dót eða nammi að sunnan eða jafnvel frá útlöndum. Svo komu Doddi og systur hans stundum með ykkur og það þótti mér nú ekki slæmt. Þá gat ég sýnt þessum borgarbörnum ríki mitt í sveitinni. Síðar kom ég á Þórsgötu 1 til tengdaforeldra þinna og fékk þar að kynnast Kanasjón- varpinu, sem var undur og stór- merki fyrir mig, og þá gat Doddi grobbað sig af sínu ríkidæmi. Þar sem ég er ekki síður stríðin en þú varst, þá var ég þér örugglega oft frekar erfið í samskiptum. En allt held ég að þetta hafi verið í góðu hjá okkur þó svo ég hafi eflaust gjarnan farið yfir strikið eins og krökkum er lagið. En sumt gleym- ist aldrei eins og þegar ég gubbaði í nýja bílinn þinn á leiðinni á Vall- arbakkana – þá hélt ég að ég yrði látin ganga heim. Forsetakosning- arnar, þegar þeir Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen voru í framboði, eru mér líka minnisstæð- ar. Framsóknarmennskan var í heiðri höfð í sveitinni, þú trúðir hins vegar á sjálfstæðismenn. Það urðu því ansi heit skoðanaskipti milli ykkar bræðra við matarborðið og fannst barninu nóg um enda skildi ég ekki pólitíkina í þessu. Annars held ég að ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum hafi aldrei skemmt samskipti þín við fólk yfir höfuð. Svo varstu allt í einu kominn langt í burtu þegar þú tókst við sýslumannsembætti í Vík í Mýrdal, en þá heyrðu báðar Skaftafellssýsl- urnar undir það embætti og var svo til 1977. Mikið fannst mér langt til ykkar í fyrsta skipti sem ég kom til ykkar í Vík. Samt voruð þið alltaf að skreppa þetta og líka með strák- ana, Kalla og Palla, en Úthlíðin var fasti punkturinn fyrir sunnan. Á þessum tíma var það ekki í tísku að fara út að hlaupa eða í ræktina til að hlaða batteríið og halda heilsu. Þar sem þú varst nú einu sinni bóndastrákur að norðan og þá held ég að þú hafir leitað hvíldar frá amstri dagsins í fjárhúsunum í Vík og hafðir voða gaman af kindunum þínum. En svo söðlaðir þú um og fórst yfir í hestamennskuna sem entist þér alla leið. Þú þreyttist aldrei á að tala um og dást að þess- um skepnum og hefur líka átt margan góðan gæðinginn í gegnum tíðina. Þið Halla studduð alltaf hvort annað í öllu, þú hana í nám- inu og hún þig í hestunum og vinnunni. Samt hlýtur þetta oft að hafa verið erfitt, hún lærandi og vinnandi fyrir sunnan en þú með þitt stóra hérað fyrir austan. En aldrei heyrði ég kvartað og ekki væri þetta talið mál í dag með all- an þann fjarbúnað sem í boði er en þá voru aðrir tímar. Svo dundi áfall yfir, þú fékkst þessa skrambans blæðingu sem sló þig alveg út um tíma og skapaði óþol hjá þér fyrir heilbrigðisstéttum og stofnunum. En með þrautseigju, dugnaði og stuðningi þinnar góðu konu þá reifstu þig upp úr þessu að mestu og komst aftur í fullan gang og varst farinn að sinna þínu starfi tæpum átta mánuðum síðar. Nokk- ur áföllin þurftirðu að taka eftir að þú lést af störfum 1992 og segja má að þú hafir verið orðinn fangi í þínum eigin líkama. En kollurinn var sko í góðu lagi. Ég skammaðist mín oft fyrir hvað þú mundir margt betur en ég og þú fylgdist líka svo vel með fréttum, bæði af atburðum hér heima og erlendis. Ég held að það hljóti að hafa verið góð heilaleikfimi fyrir þig þegar þú fórst að læra tungumál, frönsku, rússnesku og síðast spænsku, á efri árum og fórst einn utan í skóla. Það var virkilega erfitt fyrir þig þegar þú gast ekki lengur keyrt en þá tók Halla til sinna ráð og fór líka að læra spænsku og er enn að. Þér þótti svo sárt að komst ekki neitt út einn og vera orðinn byrði en nú ertu frjáls eins og fugl- inn fljúgandi og hlærð sjálfsagt að öllum þessum áhyggjum okkar í daglega amstrinu. Yngri sonur minn er í ýmsu líkur þér – skap- góður, stríðinn og stór. Ég bið þess að honum hlotnist líka að verða gæfumaður eins og ég tel þig hafa verið. Ég veit að þú lítur vel eftir þínu fólki, Höllu, strákunum og barna- börnunum þínum sem hafa misst svo mikið núna. Þeim votta ég mína dýpstu samúð, en góðar minningar lifa áfram. Sigríður Aðalheiður. Einar föðurbróðir minn var með allra stærstu mönnum og bar höfuð og herðar yfir aðra í fjölskyldunni. Hann var ekki síður langt yfir meðallagi stórhuga og afar frjór í hugsun. Einar fékk margar hug- myndir og vílaði ekki fyrir sér að hrinda þeim í framkvæmd meðan hann hafði heilsu til. Hann var glaðsinna og hló innilega svo að augun ljómuðu. Skapmaður var hann og stjórnsamur eins og sýslu- manni sæmdi. Ég var ekki búin að vera lengi í tygjum við manninn minn þegar Einar fór að færa í tal hvort að ég ætlaði ekki að fara gifta mig. Liðu nú nokkrir mánuðir og ekkert var að gert varðandi hjónavígsluna. Næst þegar við hitt- umst færði hann þetta aftur í tal og var allt annað en ánægður með aðgerðaleysi frænku sinnar. Einar átti sér mörg og fjölbreytt áhugamál. Hann lærði erlend tungumál sér til gamans og hafði mikla ánægju af ferðalögum til fjarlægra landa. Þau hjón fóru víða meðan heilsa hans leyfði. Einar hafði ánægju af ljóðum og kveð- skap. Er þó ótalið það áhugamál sem átti hug hans og hjarta en það voru hestarnir. Einar var hesta- maður af lífi og sál. Á yngri árum var hann öðrum Skagfirðingum enginn eftirbátur í hrossaeign, þó byggi á Suðurlandi. Ef hægt er að halda hross í himnaríki, þá er sýslumaðurinn örugglega þegar farinn að huga að hrossarækt og koma sér upp stóði þar. Einar var einstaklega vel giftur. Halla stóð eins og klettur við hlið manns síns í öllum hans veikindum og annaðist hann heima í Úthlíð, eins lengi og hún mögulega gat. Þegar ég var við nám í Reykjavík heimsótti ég þau Einar og Höllu oft. Þar var mér alltaf tekið tveim höndum. Einar lét mig gjarnan segja sér undan og ofan af náminu. Honum þótti mikið til koma að ég læsi guð- fræði, sagðist líka hafa langað til þess á sínum tíma en taldi sig ekki nógu trúaðan til að verða prestur. Því fór hann í lögfræði. Það lýsir Einari vel, hann gerði ekkert nema af heilum huga og fylgdi sinni sannfæringu. Nú hefur Einar föðurbróðir minn farið í sína hinstu ferð. Hann hafði háð mikið og langt stríð í veikindum sínum og raunar man ég ekki eftir honum heilum heilsu. Líkaminn var löngu hættur að bera þennan stóra mann uppi og er nú EINAR ODDSSON LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ERLA ÞORLÁKSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 1. desember kl. 15.00. Erla María Kjartansdóttir, Brynjar Örn Bragason, Þórir Kjartansson, Unnur Sveinsdóttir, Birgir Kjartansson, Arnþrúður G. Björnsdóttir, Þorlákur Kjartansson, Anna María Pétursdóttir, Guðmundur Kjartansson, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Eyþór Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Stóruvöllum, Bárðardal, síðast til heimilis að Ási í Hveragerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Áss í Hveragerði fyrir góða umönnun. Birgir Pálsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Geirþrúður Pálsdóttir, Sveinn Pálsson, Sigrún Arndal, Jón Páll Haraldsson, Björk Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, bróðir og vinur, FRÍMANN MÁR SIGURÐSSON, Borgarsandi 6, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Jarðsett verður frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Frímann Ísleifur Frímannsson, Marta Sigríður Frímannsdóttir, Guðrún Marta Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Helga Sigurðardóttir, Erlendur Ísfeld Sigurðsson, Þorsteinn Ingvarsson. Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Dælengi 1, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 2. desember kl. 11. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Skúli Guðjónsson, Magnús Skúlason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Kolbrún Skúladóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Bárður Árnason. Okkar ástkæri, SVANUR INGI KRISTJÁNSSON húsasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Kristján Rúnar Svansson, Edda Bachmann, Daníel Árnason, Einar Eyjólfsson, Edda Möller, Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Þorvarður Elíasson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.