Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 17 ERLENT Stjórnarandstaðan í Kanadasameinaðist á mánudags-kvöld um að fella minni-hlutastjórn Paul Martins forsætisráðherra. Snörp kosninga- barátta um hávetur blasir því nú við. Tillaga um vantraust var borin upp á þingi og hún samþykkt með 171 atkvæði gegn 133. Ásakanir um spillingu innan flokks Martins, Frjálslynda flokksins, urðu stjórn hans að falli. Þingkosningar fara fram 23. janúar. Stephen Harper, leiðtogi Íhalds- flokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokksins, fagnaði niðurstöðu þingsins og sagði hana sögulega. Ný og betri tíð væri í vændum. Fráfar- andi stjórn lýsti hann á þann veg að hún væri „stefnulaus og þjökuð af spillingu“. Paul Martin reyndist ekki sam- mála þessari lýsingu og sagði stjórn sína hafa náð mikilsverðum árangri. Tiltók hann að staða efnahagsmála væri sérlega góð og atvinnuleysi hefði ekki mælst minna í Kanada í 30 ár. „Við munum vinna kosning- arnar,“ sagði Martin. Vantrauststillagan var borin upp eftir að Martin forsætisráðherra hafði neitað að verða við kröfu stjórnarandstöðunnar um að leysa upp þing og boða til kosninga í jan- úarmánuði. Hann hafði lagt til að þess í stað yrði kosið í mars eða apr- ílmánuði. Rökstuddi hann afstöðu sína með vísan til þess að þá myndi liggja fyrir lokaskýrsla um meinta fjármálaspillingu í röðum hinna frjálslyndu. Frumskýrsla um spillingu innan flokksins var lögð fram fyrr í þess- um mánuði og hætti þá Nýi lýðræð- isflokkurinn stuðningi við stjórn Martins. Nýi lýðræðisflokkurinn gekk síðan til liðs við Íhaldsflokkinn og aðskilnaðarsinna frá Quebec-fylki á mánudagskvöld og þar með voru dagar stjórnarinnar taldir. Greiðslur frá auglýsingastofum Hinir frjálslyndu eru sakaðir um að hafa þegið greiðslur af auglýs- ingafyrirtækjum, sem stjórnvöld réðu til að sinna ákveðnum verk- efnum á árunum 1995-2002 þegar hinn frjálslyndi Jean Chretien var forsætisráðherra. Hald manna er að Frjálslyndi flokkurinn hafi þegið um 100 milljónir Kanadadollara (um 5,4 milljarða króna) frá fyrirtækjum þessum. Martin sinnti embætti fjár- málaráðherra á þessum tíma en rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki komið nærri hneykslinu. Mál þetta varð hins vegar til þess að Frjálslyndi flokkurinn missti meirihluta á þingi í kosningum í fyrra. Og andstæðingar forsætisráðherrans segja að hann hafi glatað öllu siðlegu umboði til að stjórna landinu. Engu að síður þykir líklegt að Frjálslyndi flokkurinn verði áfram stærstur flokka í Kanada og er það hald margra að hann muni á ný mynda minnihlutastjórn eftir kosn- ingarnar í janúar. Ef marka má ný- legar skoðanakannanir fá hinir frjálslyndu um 36% atkvæða. Fylgi við íhaldsmenn mælist um 31%. „Óþokkar“ og „glæpamenn“ Innvígðir í kanadísk stjórnmál spá heiftarlegri kosningabaráttu. Síð- ustu vikur hafa einkennst af harðvít- ugum deilum og persónulegri árás- um stjórnmálamanna en oftast áður. Frjálslyndi flokkurinn hefur hótað því að lögsækja Íhaldsflokkinn vegna orða sem leiðtogi hans, Steph- en Harper, lét falla. Harper sagði að hinir frjálslyndu hefðu „brotið öll þau lög sem hægt er að brjóta í Que- bec-fylki“ en rætur fjármála- hneykslisins munu liggja þar. Harper fullyrti og að Frjálslyndi flokkurinn tengdist „skipulegri glæpastarfsemi“. Leiðtogi Frjálslynda flokksins í fulltrúadeild þingsins brást við þess- ari árás með því að segja íhaldsmenn „óþokka“ og væna þá um andúð á innflytjendum. Þykja þessi orðaskipti til marks um það sem í vændum er í kan- adískum stjórnmálum. Vetrarríki og erfiðar aðstæður munu og einkenna kosningabaráttuna en 26 ár eru liðin frá því að síðast var kosið að vetri til í Kanada. Martin hóf í raun kosningabarátt- una á mánudagskvöld er hann rakti þann árangur, sem hinir frjálslyndu hefðu náð á vettvangi ríkisfjármála á undanliðnum árum. Sagði hann að eftir „tíu ára óstjórn Íhaldflokksins“ hefði tekist að greiða niður skuldir ríkissjóðs um 60 milljarða Kan- adadollara. Í átta ár í röð hefði rík- issjóður verið rekinn með afgangi, ekkert iðnríki gæti stært sig af við- líka. Jafnframt hefðu stjórnvöld lagt fram tillögu um verulegar skatta- lækkanir. „Við hefjum þessa bar- áttu, stolt af árangri okkar,“ sagði Martin sem sinna mun embætti for- sætisráðherra fram til kosninganna. Spá harðri kosningabaráttu í Kanada Fréttaskýring | Minni- hlutastjórn Frjáls- lynda flokksins var felld á þingi Kanada á mánudagskvöld að því er fram kemur í grein Ásgeirs Sverrissonar. Flokk- urinn er vændur um spillingu en stærir sig af góðum árangri á sviði ríkisfjármála. Reuters Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, í hópi aðdáenda á þinginu í Ottawa þegar stjórn hans var felld. MIKIÐ tjón varð á Kanaríeyjum í fyrrinótt er hitabelt- islægðin Delta fór þar yfir. Varð óveðrið sjö mönnum að bana og olli víðtæku rafmagnsleysi. Að sögn spænskra veðurfræðinga er það næstum einsdæmi, að hitabeltislægð, sem myndast á Atlantshafi, fari í austur og yfir eyjarnar en á þessu ári hefur það gerst tvisvar. „Þetta er hreint ekki eðlilegt. Í fyrsta lagi hefur það verið þannig, að hitabeltislægðir, sem verða til á þess- um slóðum, hafa átt upptök sín sunnar og í öðru lagi hafa þær gengið í vestur en ekki í austur í átt að Kan- aríeyjum og Evrópu,“ sagði Angel Riva hjá spænsku Veðurstofunni. Sagði hann, að í október hefði hitabelt- islægðin Vince náð upp að Spánarströndum og svo virt- ist sem þessi lægðagangur væri eitthvað að breytast. „Vince er eina dæmið um, að hitabeltislægð hafi náð til Spánar en nú eru þessi fyrirbæri orðin tvö á árinu. Á gervihnattamyndum síðastliðin 20 til 30 ár eru engin dæmi um hitabeltislægð yfir Kanaríeyjum,“ sagði Riva. Loftslagsbreytingar? Riva vildi ekki slá neinu föstu um ástæður þessara breytinga en sagði, að óhjákvæmilega kæmu marg- umtalaðar loftslagsbreytingar upp í hugann. „Hærra hitastig hlýtur að eiga einhvern hlut að máli en það er ekki ljóst hve mikill hann er.“ Margir Íslendingar eru nú á Kanaríeyjum en tals- menn ferðaskrifstofanna Heimsferða og Úrvals- Útsýnar segja þá alla heila á húfi. Voru þeir almennt ekki þar sem veðrið var verst. Delta veldur töluverðu tjóni á Kanaríeyjum Spænskir veðurfræðingar óttast að gangur hitabeltislægða á Atlantshafi sé að breytast Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Khabarovsk. AFP. | Yfirvöld í Rúss- landi gerðu í gær ráðstafanir til að afstýra skorti á hreinu vatni í borg- inni Khabarovsk og fleiri byggðum við Amur-fljót í austanverðu land- inu vegna hættu á að eiturefni bær- ust í það frá Songhua-fljóti í Kína eftir alvarlegt mengunarslys fyrr í mánuðinum. Um 20 tonn af viðarkolum voru flutt til Khabarovsk og á að nota þau til að hreinsa vatnið í fljótinu berist eiturefnin í það. Yfirvöld söfnuðu einnig birgðum af vatni í flöskum og vatnsgeymum og bjuggu sig undir að lýsa yfir neyð- arástandi á svæðinu ef þörf krefði. Rússneskum embættismönnum bar ekki saman um hvort eiturefni hefðu þegar borist í Amur-fljót eft- ir mengunarslysið í Kína þegar um 100 tonn af bensóli, sem getur valdið krabbameini, bárust í Song- hua sem rennur í Amur-fljót. Talið er að um 50 tonn af eitur- efnunum hafi sest í botn fljótsins áður en eiturefnabrákin fór framhjá kínversku borginni Har- bin í vikunni sem leið. Vatnsveita Harbin hefur verið opnuð að nýju eftir að hafa verið lokuð í fimm daga vegna mengun- arslyssins. Skólar voru opnaðir í borginni í gær og gerðar voru ráð- stafanir til þess að tryggja að börn- in drykkju ekki mengað vatn. Rússar bregðast við mengunarhættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.