Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 25 UMRÆÐAN RÁÐAMENN heilbrigðismála ætla að reisa sér minnisvarða, há- tæknisjúkrahús. Verja á 18 millj- örðum, sem fengust fyrir sölu á Símanum, í þetta musteri. Ákvörð- un var tekin skömmu eftir að fv. forsætisráðherra var lagður inn á spítala. Þótt byggingin sé um- deild voru starfsmenn LSH voru ekki spurð- ir álits. Í skoðana- könnun sem birtist nýlega voru 50% að- spurðra andvíg þess- ari byggingu. Þó eru heilbrigðismál það sem flestir setja á oddinn þegar spurt er hvernig verja skuli fjármunum ríkissjóðs. Vert væri fyrir þá sem valdið hafa að staldra við og kíkja á áttavitann áður en lengra er haldið. Silli og Valdi auglýstu á sínum tíma „Af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá“. Það mætti heimfæra upp á fyrr- greinda ráðamenn. Við spyrjum að leiks- lokum. Yfirbygging LSH hefur vaxið hraðar en aðrir þættir spítalans. Píramídalagað stjórn- kerfið einkennist af hverri silkihúfunni upp af annarri. Ef til byggingar hátækni- sjúkrahúss kemur má ætla að það þurfi enn fleiri stjórnendur. Eitt forgangsverka núverandi ráða- manna ætti að vera að beita nið- urskurðarhnífnum á þessu sviði. Á stofu 4 á slysadeildinni fer vatn að renna úr krana á stofunni ef hurð er skellt fast. Þetta er ekki há- tækniundur heldur eitt fjölmargra dæma um úr sér gengið húsnæði þar sem aðstaða til þess að sinna sjúku og slösuðu fólki er ekki við- unandi. Þetta er samt ekki vanda- málið. Það er ekki skortur á hús- næði né tækjum eða öðrum búnaði. Vandamálið er stjórnunarlegs eðlis þar sem stjórn heilbrigðismála og stjórn LSH hafa brugðist þeim lof- orðum að bæta lágtækniþjónustu við sjúklinga: að fjölga hjúkrunar- rýmum fyrir aldraða og langveika og bæta félagslega aðstoð og heimahjúkrun þeirra, að stuðla að því að sem flestir fái að búa heima eins lengi og kostur er. Á bráða- deildir sjúkrahúsanna leitar fólk með margs háttar krankleika sem krefst vistunar á sjúkradeild. Oft fylgja með önnur heilsufarsleg og félagsleg vandamál sem ekki krefj- ast vistunarrýmis á bráðadeild. Mikill tími og mannafli fer í að finna þessum sjúklingum pláss á spítalanum og þeir eru því „fyrir“, fluttir hreppaflutningum milli deilda, oft látnir liggja á gangi. Þessir sjúklingar sem oft eru af eldri kynslóð eru útskrifaðir heim eins fljótt og hægt er, reynt að „losna við“ þá, oft í mikið óöryggi. Þeim er sagt að heilsugæslan muni sjá þeim fyrir heimahjúkrun en hún er engan veginn í stakk búin til þess að sinna þessari þjónustu, bæði vantar fé og mannafla. Loforðin hafa verið fögur, en verkin ekki talað. Afleiðing svika stjórnvalda og stjórnunar LSH er sú að á sjúkrahúsinu liggja tugir aldraðra og langveikra sjúklinga vegna úrræðaleysis. Vandamálið er því fráflæði frá spítalanum. Þeir sjúklingar sem ekki eru í þörf fyrir bráðaþjónustu eiga ekki í önnur hús að venda. Þeir eiga heima utan sjúkrahúss eins og t.d. í hjúkr- unarrýmum eða heima þar sem þeirra þörfum er sinnt og þeir geta fundið sig örugga. Rætt hefur verið um að heilsu- gæslan geti sinnt hluta þessa vanda. Staðreyndin er hins vegar sú að heilsugæslan er á brauðfótum. Þúsundir hafa engan heimilislækni, viðtalstími við lækni fæst eftir dúk og disk. Læknavaktin, sem er til- komin af nauðsyn, sinnir þessu fólki, þar fær maður „aktu-taktu“- þjónustu. Fólk fer á slysadeildina með vandamál sem eiga þar alls ekki heima. Þessi þjónusta er dýr fyrir alla. Fólk leitar til sérfræðinga á stofu, s.s. hjartalækna, gigtarlækna, melting- arfæralækna, barna- lækna o.s.frv. Sér- fræðiþjónusta á stofum er vel rekin en á undir högg að sækja vegna karps um kaup og kjör við TR. Heilsugæslan er ófær um að sinna sínu hlutverki, þjón- ustan er á hraða skjaldbökunnar. Síend- urtekin loforð heil- brigðisráðherra um að leyfa heimilislæknum að reka sínar stofur sjálfir hafa verið svikin eða sett á ís. Heilsu- gæslan getur sinnt kvefi, vöðvabólgu og fé- lagslegum vanda- málum, miklu lengra nær þjónusta hennar ekki. Kynslóðin sem fædd- ist milli heimsstyrjalda á miklu betri kjör skilið en að vera sett til hliðar eða troðið í rúm á gangi á yfirfullum sjúkra- deildum „háskólasjúkrahússins“. Millistríðsárakynslóðin skóp mikið til þann auð sem fékkst fyrir sölu Símans. Skylda okkar er að verja þessum auði í þeirra þágu, ekki eft- ir 10–15 ár, heldur núna. Þessi kyn- slóð kom okkur úr sauðskinnsskóm í goretex-skóna, úr torfkofum í glæst híbýli nútímans, frá örbirgð til allsnægta. Hvers á þetta fólk að gjalda? Loforð og fagurgalar for- kólfa heilbrigðismála hafa ekkert vægi í raunveruleikanum þar sem verkin hafa ekki talað. Ef „hátæknisjúkrahúsið“ rís og tekur við hlutverki Hringbraut- arhjáleigunnar og Fossvogskotsins er sú kynslóð, sem við eigum hvað mest að þakka, að stórum hluta gengin á vit feðra sinna. Má ég biðja um virðingu og þjónustu við aldraða og langveika núna, lág- tækniheilsuþjónustu en ekki há- tæknisjúkrahús. Og munið: það er ekki hægt að millifæra peninga á bankareikning í Himnaríki. Ráðamenn heilbrigðismála: hætt- ið að tala og skipa í nefndir, standið upp, brettið upp ermar, látið verkin tala núna. Hátæknisjúkra- hús – nei takk Guðjón Baldursson fjallar um forgangsröðun í heilbrigð- iskerfinu Guðjón Baldursson ’Kynslóðin semfæddist milli heimsstyrjalda á miklu betri kjör skilið en að vera sett til hlið- ar eða troðið í rúm á gangi á yfirfullum sjúkradeildum „háskólasjúkra- hússins.‘ Höfundur er sérfræðingur í heim- ilislækningum og krabbameinslækn- ingum og starfar á slysa- og bráða- deild LSH í Fossvogi. RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Auglýsingastofan Hvíta húsið vill ráða hugmyndaríka og góða hönnuði með reynslu. Enskukunnátta nauðsynleg. 100% trúnaður. Umsóknir sendist á netfangið sverrir@hvitahusid.is eða í lokuðu umslagi á Hvíta húsið, Brautarholti 8. Umsóknir skulu merktar Autt pláss trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Björnsson, netfang: sverrir@hvitahusid.is, sími: 562 1177. Autt pláss fyrir góða hönnuði HVÍTA HÚSIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.