Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 29 UMRÆÐAN MÁLIÐ MOGGANU M Á MOR GUNMÁLIÐ FY LGIR MEÐ STÚDÍÓSÁ ND ER OF METIÐ TÓNLISTA RDÚETTIN N HAIRDO CTOR ÁGÆTI lesandi, ég vil byrja á að þakka Gunnari Ármannssyni lögmanni fyrir orð í tíma töluð í ágætri grein í Morgun- blaðinu föstudaginn 25. nóvember sem fjallaði um tvískinn- ung í heilbrigðiskerf- inu, en þar kemur fram að nokkurs kon- ar kvótakerfi er að þróast í samningum sérfræðilækna og Tryggingastofnunar. Grein Gunnars lýsir ástandinu vel almennt en mig langar að lýsa því út frá sjónarhóli bækl- unarskurðlæknis sem starfar í kerfinu. Þar sem ég starfa í Orku- húsinu eru margir aðrir bækl- unarlæknar sem allir eru á samn- ingi við Tryggingastofnun. Bæklunarlæknar hafa fast magn eininga sem er útreiknað og reikn- ast skerðing eftir að þær einingar eru búnar þannig að frekari vinna eftir það er mjög kostnaðarsöm þar sem greiða þarf aðstöðugjöld af aðgerðum til að reka skurðstof- urnar. Þannig að ef unnið yrði meira en einingar frá Trygg- ingastofnun leyfa myndi stöðin óhjákvæmilega verða gjaldþrota. Síðan er líka persónulegur kvóti á hvern bæklunarlækni þar sem eft- ir ákveðinn fjölda aðgerða eða ein- inga kemur til 80% afsláttur af heildarverði aðgerðar. Nú, allt þetta er gert til að hafa hemil á útgjöldum ríkisins og er það í sjálfu sér vel. Vinna utan kerfis, þ.e. að sjúklingur greiði sjálfur, er miklum takmörkunum háð í samn- ingum lækna og Tryggingastofnunar og ekki fýsilegur kostur að mínu mati. Aukaverkun við þessa stjórnun er að biðlist- ar myndast og fólk fær ekki þjónustu. Það er kannski allt í lagi ef þjónustan væri óþörf. Margir af læknum Orkuhússins vinna eftir tilvísunum frá heimilislæknum til að sortera út léttvæg vandamál. Þrátt fyrir það hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn. Í raun má líkja kerfinu í dag við bifreiðatryggingar sem allir þekkja hvernig virka. Kúnni sem kemur með bílinn sinn í lok árs hringir í tryggingafélagið og er með bílinn óökufæran eftir árekstur. Þá segir trygginga- félagið því miður hafa verið svo mörg tjón á þessu ári að hann verði að bíða til næsta árs og hringja aftur í janúar. Ef kúnninn þarf nauðsynlega að fá bílinn sinn í lag, hann gæti til dæmis verið leigubílstjóri, fer sjálfur á verk- stæðið og vill borga úr eigin vasa þá segir verkstæðisformaðurinn: því miður má ég bara taka við bíl- um skv. beiðni frá tryggingafélag- inu annars missi ég samninginn við tryggingafélagið. Ég spyr, er einhver sem telur að þetta geti gengið til lengdar í okkar þjóð- félagi. Ég er þeirrar skoðunar að brotið sé á rétti sjúklinga til að fá þjónustu. Ég tel að samningur Tryggingastofnunar við sérfræð- inga sem nú er í gildi skerði bæði atvinnufrelsi lækna og brjóti harkalega á réttindum sjúklinga. Læknastöðin í Orkuhúsinu sem og aðrar einkareknar læknastöðvar vinna nú á föstum afköstum en það er mikil og vaxandi eftirspurn eftir þjónustu og full ástæða til að auka afköstin. Það skilja allir að ríkið getur ekki greitt allt fyrir alla en að banna þjónustuna er ekki lausnin. Í janúar á næsta ári verður bið eftir tímum á stofu hjá sumum sérfræðingum í Orkuhús- inu 4–6 mánuðir. Það er beinlínis þjóðhagslega óhagkvæmt að nýta ekki að fullu þá sérþekkingu sem þar er til staðar. Þjónustan á að mínu mati að vera þegar kúnninn þarf á henni að halda ekki þegar tryggingafélagið ákveður. Kvóti í sérfræði- lækningum Ágúst Kárason fjallar um samning Tryggingastofnunar við sérfræðinga ’Ég tel að samningurTryggingastofnunar við sérfræðinga sem nú er í gildi skerði bæði at- vinnufrelsi lækna og brjóti harkalega á rétt- indum sjúklinga.‘ Ágúst Kárason Höfundur er bæklunarskurðlæknir. „Í SÍNUM nútímabúningi er trú- leysið án efa í hópi mestu afreka mannshugans“. Þessi orð lét hinn heimsþekkti breski guðfræðingur Alister McGrath falla í bókinni The Twilight of Atheism (2005) þar sem hann rekur sögu trúleysishreyfing- arinnar frá upphafi hennar í frönsku bylt- ingunni fram á okkar dag. Orð McGraths endurspegla þá visku að „það getur verið gaman að ræða við gáfaða heiðingja“, eins og herra Sigurbjörn Einarsson biskup benti á í grein árið 1948. Ein megin- ástæða þess að trú- leysishreyfingin komst á flug er að mati McGraths sú að „ef Guð er ekki til, þá eru mannsandanum engin takmörk sett“ og „ekki þarf að virða og við- halda guðlega ákvarð- aðri félags- og stjórn- málaskipan“. Með því að kippa Guði út úr samfélagsumræðunni „var allt hægt, þar á meðal stofnun nýs sam- félags sem frelsað var undan oki ein- ræðis og frönsku kirkjunnar“. Trú- leysishreyfingin er því nátengd sögu málfrelsis og lýðræðis í vestrænni menningu eins og berlega má sjá í Frelsinu (1859) eftir John Stuart Mill. Ástæða þess að ég er að hamra á þessum staðreyndum er sú að ég er ósáttur við þann veigamikla sess sem kristinfræðsla skipar í menntun barnanna minna. Því er oft haldið fram að kristnin sé svo samofin menningu okkar að réttlætanlegt sé að leggja viðlíka áherslu á trúarbragðamenntun barna okkar og gert er í mennta- kerfinu í dag. Það er engum blöðum um það að fletta að menning okkar á sér kristnar rætur og efast ég ekki um gildi þess að fræða börnin okkar um kristna trú og tengsl hennar við önnur trúarbrögð. Spurningin snýst um hvernig staðið er að þessari kennslu, á hvaða grunni hún er byggð, og hversu miklum tíma er réttlætanlegt að eyða í hana. Að mínu viti á þetta að vera almenn trúarbragðafræðsla sem ekki má bera of mikinn keim af hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Í þessu felst að gera þarf öllum trúarbrögðum jafn hátt undir höfði og þar með verður að draga úr vægi kristinnar fræðslu, sem þeir foreldrar er áhuga hafa geta sótt fyrir börn sín í sunnudaga- skóla Þjóðkirkjunnar. Í ljósi þess sem áður segir þarf einnig að upp- fræða börnin okkar um trúleys- ishugtakið og hvaða þýðingu það hefur haft fyrir menninguna. Við þessu er hins vegar varla að búast meðan trúarbragðafræðslan er leidd af Þjóðkirkjunni sem hefur innanborðs áhrifamikla einstaklinga sem telja „trúleysi ógna mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórn- málum; ótryggð og ótrú ógnar upp- eldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hvers- dagsins, sem og viðskipta og stjórn- mála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna.“ Þessi orð lét biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, falla í prédik- un 1. janúar 2003 og endurspegla þau sjónarmið margra trúaðra ein- staklinga að trúleysi feli sjálfkrafa í sér siðleysi, sem er argasta firra. Eins og faðir herra Karls gaf í skyn árið 1948 geta trúaðir einstaklingar lært ýmislegt af hinum trúlausu og skynsemishyggjunni sem þeir að- hyllast. Með þetta að leiðarljósi verðum við að fræða börn okkar um þátt trúleysishugsjónarinnar í mál- frelsi samtímans, sem gerir okkur til að mynda kleift að fræða börnin okkar um önnur trúarbrögð en kristni, og almenn lýðréttindi okkar. Á sama hátt verðum við að fræða börnin okkar um vísindin, sem eru ein af helstu stofnunum samtímans, og hugmyndafræði þeirra er grundvallast á því að engir yfirnátt- úrulegir kraftar séu til staðar í náttúrunni, án þess þó að segja nokkuð af eða á um tilvist Guðs. Ég legg því til að hluta þess tíma sem eytt er í trúarbragðafræðslu í grunnskólum landsins verði varið í að fjalla um mikilvægi málfrelsis og lýðræðis, sem mun gera börnin okkar að betri þátttakendum í okkar lýðræðislega samfélagi. Ég legg einnig til að hluta þessa tíma verði varið í að kynna börn- unum sögu vísindanna og þátt þeirra í menn- ingu okkar, sem án efa mun auka áhuga þeirra á vísindum og mik- ilvægi þeirra fyrir framtíðina. Málfrelsi, lýðræði og vísindi eru ekki síður hornsteinar samfélagsins en kristnin og fyrst börnin okkar geta þegar í fyrsta bekk lært um Jesú, Guð og Búdda, geta þau allt eins lært um hugmyndir Holbachs, Voltaires, Mills, Darwins og Newtons. Trúleysi skiptir líka máli Steindór J. Erlingsson fjallar um vísindi, trúleysi og trúar- bragðakennslu Steindór J. Erlingsson ’Málfrelsi, lýð-ræði og vísindi eru ekki síður hornsteinar samfélagsins en kristnin …‘ Höfundur er doktor í vísindasagnfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.