Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Ara sendi á dögunum frá sér hljómplötuna Svíng. Þar syngur Bjarni lög í svokölluðum svíng- útsetningum með hjálp stórsveitar sem skipuð er mörgum af færustu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Bjarni Ara hefur verið þjóðþekktur allt frá því að hann var valinn Lát- únsbarkinn í samnefndri söngkeppni sem Stuðmenn héldu í tívolíinu í Hveragerði 5. júlí 1987. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og á Bjarni sex plötur að baki: Þessi eini þarna sem kom út 1988, Öræfi sem hann gerði með Sverri Stormsker og kom út 1993, Milli mín og þín sem kom út 1996 og Trúin og kærleikur sem var tekin upp í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði árið 2000 og seldist í rúmum 10 þúsund eintökum. Þá kom platan Er ástin þig kyssir út 2002 og svo nú platan sem hér um ræðir, Svíng. Bjarni segir að útgangspunkt- urinn á Svíng hafi verið að búa til svokallaða sveifluplötu í anda stór- söngvara á borð við Frank Sinatra þar sem undirspil væri í höndum stórrar sveitar en að velja lög sem hefðu hingað til ekki heyrst í slíkum útsetningum, þótt þau hentuðu mjög vel til slíks. „Það er mjög skemmtilegt og merkilegt með tónlistina að hún á sér engin landamæri. Er að því leyti eins og arkitektúr, eins og rými sem hægt er að breyta og bæta á alls konar máta.“ Spilar á trompet Bjarni er að sjálfsögðu ekki stadd- ur á nýjum slóðum með þessari plötu enda sungið viðlíka lög með Millj- ónamæringunum undanfarin miss- eri. Hitt vita þó færri að Bjarni var sjálfur í stórsveit á sínum yngri ár- um. „Ég spilaði á trompet áður en ég byrjaði að syngja og var þá í lúðra- sveit og í stórsveit sem spilaði svona Big Band-tónlist. Ég held að það sé meira að segja til myndskeið af mér í sjónvarpssal með þessari stórsveit þar sem ég stend upp og tek tromp- etsóló. Þá er ég fjórtán ára gamall. Mig minnir að þátturinn hafi heitið Á líðandi stundu og stjórnendur voru einmitt Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir. Millarnir komu miklu seinna en nú má segja að ég sé kom- inn aftur til upprunans.“ Hefur þetta kannski verið lang- þráður draumur að gera svona plötu? „Já, tvímælalaust. Þessi músík hefur alltaf heillað mig. Ég byrjaði að hlusta á þessa tegund tónlistar áður en ég byrjaði að syngja – á Glenn Miller, Tommy Dorsey og þessa kalla.“ Værirðu kannski trompetleikari í dag ef þú hefðir ekki villst inn í tívol- íið í Hveragerði? „Ég var að vísu byrjaður að syngja ári áður en ég vann keppnina og það er líka til sjónvarpsupptaka með mér þar sem ég er að synga í unglingaþætti … Unglingarnir í frumskóginum minnir mig að hann hafi heitið og margir muna eftir þessu þó að það sé mjög langt síðan. Ég held að ég hefði endað á þessari braut, fyrr eða síðar.“ Á enn mikið inni Röddin þín vakti mikla athygli á þessum tíma, mjög þroskuð þrátt fyrir ungan aldur, ekki satt? „Jú, ég var fimmtán ára að verða sextán þegar ég sigraði en ég held að barnslegt andlitið hafi vakið meiri athygli. Ég er náttúrlega baíton- söngvari en ekki bassi og röddin hef- ur ef til vill hljómað þroskaðri en hún raunverulega var vegna þessa barnslega andlits sem ég bar.“ Lögin á Svíng eru öll eftir aðra tónsmiði. Þig langar ekki til að syngja fleiri lög eftir sjálfan þig? „Ég samdi tvö lög á síðustu plötu sem kom út 2002 og voru svona popp-klassík-lög en það hefur í sjálfu sér ekki unnist tími til að taka þetta föstum tökum. Ég á einhver lög til en þau verða að bíða betri tíma.“ Að lokum, hvar myndirðu segja að þú værir á þínum söngferli? „Ég held að ég sé á mjög fínum stað. Ég hef verið í tónlist frá níu ára aldri og maður hefur kynnst ótrú- lega mörgum stefnum og straumum bæði í gegnum sönginn og útvarpið. Ég hef fengið frábærar viðtökur hjá fólki sem hefur hlustað á plötuna og það er sagt að söngvarar nái toppn- um fjörutíu og fimm ára gamlir – þannig að ég á enn mikið inni. Mér finnst ég enn vera að bæta mig, röddin að þroskast og maður að þroskast sjálfur sem persóna. Ég veit og kann meira í dag en ég vissi og kunni í gær.“ Ég fæ ekki fyrirsögnina „Á toppn- um“ frá þér? „Já, ertu að fiska eftir henni? Eins lengi og þú setur ekki í fyrirsögn: Í syngjandi sveiflu, þá er ég sáttur.“ Útgáfutónleikar Bjarna Ara verða í NASA við Austurvöll 5. desem- ber. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Tónlist | Bjarni Ara sendir frá sér plötuna Svíng Í toppsveiflu Bjarni Ara fetar í fótspor þeirra færustu á nýju plötunni Svíng. GALDURINN hvernig plata, eða réttara sagt plötur, verða til, skýr- ist í heimildarmynd Bjarna Gríms því hann fylgist með því þegar Bubbi Morthens tók upp Ást og … í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís, í Frakklandi. Nú er væntanlegur á markaðinn pakki með plötunum báðum og þessari heimildarmynd að auki, á mynddiski. Myndin og innihald platnanna er mjög persónulegt og endurspeglar tilfinningakrísuna sem listamað- urinn hefur gengið í gegnum og ekki farið fram hjá alþjóð (hvort sem hún vill eða ekki). „Ennþá ertu fallegri en falleg þó himinn minn sé orðinn grár …,“ yrkir hann á einum stað, á öðrum blasir við eftirsjáin og ískaldur raunveruleikinn í ljóðlín- unni sem gefur myndinni (og ann- arri plötunni), nafn. Bubbi er sá lukkunnar pamfíll að geta ort texta og ljóð og sungið sig út úr verstu hremmingunum, hér fáum við dálitla innsýn í það ferli. Í myndinni segir Bubbi að hann hafi samið efni á þrjár plötur á þremur vikum, engin höfundatregða á þeim bæ, þó að hann standi upp á um sinn. Áhorfandinn fær finnanlega nasa- sjón af stressinu og álaginu sem fylgir vinnu í hljóðveri, og getur gert sér í hugarlund það sem ekki sést. Það er ekki heiglum hent að vinna fyrir Bubba, sem hefur sank- að að sér miklum hæfileikamönnum sem vita upp á hár hvers er krafist af þeim og að afurðirnar ljúga engu þegar þær eru komnar á diskinn. Allt verður að vera rösklega 100%. Umhverfið er friðsamt og frá- bært til listsköpunar, gamlar en klassískar upptökugræjur, fyrsta flokks upptökustjórar og hljóðfæra- leikarar og hljóðverið sjálft í miðri, franskri sveitasælu. Plöturnar eru komnar út og standa fyrir sínu og eftir fárið, hljómar í enn fleiri strengjum hjá Bubba. Heimildarmyndin dregur dám af innri aðstæðunum, það er mikið álag í gangi, við kynnumst ekki náið hvað er að gerast undir yfirborðinu. Bubbi opnar sig betur á plötunum sínum og þar verður myndin skemmtilegur aukabónus. Plötur fæðast KVIKMYNDIR Skjár einn Ást í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís  Heimildarmynd. Leikstjórn, kvikmynda- taka: Bjarni Gríms. Klipping: Ásta Briem. Hljóðblöndun: Gunnar Steinn. M.a. koma fram: Bubbi Morthens, Barði Jóhannes- son, Óskar Páll Sveinsson, Arthuro. Tinehf. Sena. Skjár einn í nóvember. Ísland 2005. Sæbjörn Valdimarsson TÓNLISTARKONAN Kristín Björk Kristjánsdóttir, sem kallar sig gjarnan Kiru Kiru, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu á dögunum að tölvunni hennar var stolið. Í tölv- unni voru allar upptökur af tón- smíðum hennar og hugmyndum undanfarin ár. Missirinn var því eins og gefur að skilja mikill enda oftast um að ræða einu eintök tónlistar- innar. Fyrir skemmstu rataði tónlist Kristínar þó aftur í réttar hendur, „með hjálp góðra manna“, segir hún sjálf án þess að vilja gefa upp meira um málið að svo stöddu. Kristín sagðist í samtali við Morg- unblaðið vera himinlifandi að end- urheimta sköpunarverk sitt. „Ég lærði ýmislegt á þessari leið- inlegu lífsreynslu,“ sagði hún. „Það rann til dæmis upp fyrir mér mitt í öllu þessu að þrátt fyrir að verkin mín væru horfin þá gæti eng- inn tekið það frá mér að vera lista- maður. Listin og listsköpun er ekki mæld í eignum, það skiptir ekki máli hvort maður á allt eða ekkert.“ Kristín sagðist þó beina þeim til- mælum til kollega sinna að taka afrit af öllu því sem þeir gera og geyma í bankahólfi. „Ég er allavega byrjuð á því núna,“ sagði hún að lokum. Tónlist | Tónlistarkonan Kristín Björk Endurheimti verkin sín Morgunblaðið/Þorkell Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney. Toppmyndin í USA. „Meistarastykki!“ -F.G.G., Fréttablaðið „Tilvalin fjölskylduskemmtun sem auðgar andann!“ -S.P., Rás 1 „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl  Þar sem er vilji, eru vopn.  S.V. MBL Þar sem er vilji, eru vopn.  S.V. MBL  H.J. Mbl.  V.J.V. topp5.is Þau eru góðu vondu gæjarnir. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 - 8 og 10 B.i. 10 ára Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10 B.i. 16 ára March of the Penguins kl. 6 - 8 og 10.30 Litli Kjúllinn kl. 6 Íslenskt tal Elizabeth Town kl. 10 Tim Burton´s Corpse Bride kl. 8 Gæti vakið ótta ungra barna! Drabet (Morðið) Hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs kl. 6 m/ísl. texta FORSÝND KL. 8 Í KRINGLUBÍÓI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.