Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 49
www.rollingstones.com SÁ orðrómur hefur farið víða undanfarið að ís- lenskir tónleikahaldarar hafi náð samningi við ellismellina í Rolling Stones um að leika hér á landi. Dagsetn- ingin sem flogið hefur manna á milli hefur ekki verið af lakara taginu, 06.06.06 eða sjötti júní á næsta ári. Rolling Stones tilkynnti í gær tónleikadagskrána fyrir Evrópulegg Bigger Bang- túrsins og þar sést að hinn fyrr- nefndan júnídag 2006 mun sveitin ekki leika í Sundahöfn eða Egilshöll heldur í Bergen í Noregi. Hins vegar segir á heimasíðu Rolling Stones að tónleikastað- urinn sjálfur verði tilkynntur síðar og því ef til vill ástæða fyrir hörðustu aðdáendur sveitarinnar hér á landi, til að bíða enn og vona. Tónleikaferðalagið verður aftur á móti ekki af minni gerðinni en eftir að það hefst 27. maí í Barcelona munu þeir Mick Jagger, Keith Richards, Ron Wo- od og Charlie Watts leika á þrjátíu og einum tónleikum áður en túrnum lýk- ur í Cardiff 29. ágúst. Allir tónleik- arnir eru útitónleikar og oft haldn- ir á stórum fótboltavöllum. Það verður þó ekki langt fyrir Íslendinga að skreppa á marga þessa tónleika en m.a. spilar risarokksveitin í Kaupmannahöfn 8. júní og á Wembley í London 20. ágúst. KEFLAVÍKÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI HARRY POTTER OG ELDBIKARINN B.i. 10 ára. kl. 4 - 5 - 7.05 - 8.10 - 10.10 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN VIP kl. 5 - 8.10 LORD OF WAR B.i. 16 ára. kl. 8 - 10.30 Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 4 CHICKEN LITTLE m/Ensku tali kl. 6 TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 6 ELIZABETH TOWN kl. 5.45 - 8 - 10.30 TWO FOR THE MONEY kl. 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN kl. 8 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT m/Ísl. tali kl. 4 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 - 8 - 10 B.i. 10 ára. GREEN STREET HOOLIGANS FORSÝND kl. 8 B.i. 16 ára. SERENITY kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 6 KISS KISS BANG BANG kl. 11 B.i. 16 ára. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 6 - 9 B.i. 10 ára SERENITY kl. 8 B.i. 16 ára. LORD OF WAR kl. 10.10 B.i. 16 ára. LITLI KJÚLLIN Ísl tal. kl. 6 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 8 - 10 FOUR BROTHERS kl. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 49 HEIL ellefu ár eru frá því að Megas og Súkkat gengu í eina sæng. Flest- ir voru þá á því máli að sambúðin yrði farsæl en eitthvað létu barn- eignirnar á sér standa – svona í áþreifanlegum skilningi. Nú hefur gæfa guðs hins vegar gefið þeim hjónakornum frumburðinn; Húsið datt og enga smásmíði heldur því að á plötunni er að finna á þriðja tug laga. Hafþór Ólafsson, einn þriggja meðlima Megasukks, viðurkennir að þetta hafi verið óvenju langt æf- ingaferli en á hinn bóginn hefðu lög- in getað orðið mun fleiri ef vilji hefði staðið til. „Þetta eru lög sem við höf- um leikið undanfarin ár og höfum gaman af. Ég veit ekki til þess að þau eigi annað sameiginlegt en það.“ Þá ef til vill eitthvað í textunum? „Jú, þeir fara allir vel í munni.“ Hafþór segir að ástæðuna fyrir farsælu samstarfi þremenninganna, sé líklegast að finna í vinskap þeirra. Hafið þið sams konar tilhneigingu til tónlistar? „Já, það má segja það. Þannig er það nú einu sinni með vini, þeir hneigjast oft til hins sama.“ Eins og áður sagði er óvenju mörg lög á geisladiskinum og þau sem ekki eru eftir Megas eða Súkk- at eru ýmis sænsk þjóðlög, þjóð- ararfur, erlend lög eða eftir Birgi Bragason, bassaleikara plötunnar. Og meðal textahöfunda eru ekki minni menn en Grímur Thomsen, Halldór Laxness, Magnús Ásgeirs- son og Jónas Árnason. „Svo eru þarna að minnsta kosti tvö nýtilkomin sem Megas var að draga inn í hljóðverið á meðan upp- tökum stóð. „Hugnun“ og „Ontaríó“ eru víst um þrjátíu ára gömul en hafa hingað til bara heyrst á fágæt- um demó-spólum.“ Megasukk hyggst í kvöld halda útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjall- aranum og með þeim verða til halds og trausts þeir hljóðfæraleikarar sem að plötunni komu: Gísli Vík- ingsson, Gunnar Erlingsson, Birgir Bragason, Lárus H. Grímsson og G.K. Óttarsson. „Við ætlum svo í framhaldinu að spila víðar og hafa þá hljómsveitina sem mest með.“ Er svo von á annarri plötu eftir önnur ellefu ár? „Ég vona það. Það eru alla vega engar blikur á lofti.“ Tónlist | Megasukk sendir frá sér plötuna Húsið datt Lætur vel í munni Megasukk: Gunnar Örn Jónsson, Megas og Hafþór Ólafsson. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Útgáfutónleikar Megasukks í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 22. ÞAÐ mætti halda að gamlar kon- ur væru að komast í tísku. Eð- altöffarinn Jack White úr White Stripes sá um að taka upp plöt- una Van Lear Rose með sveita- söngkonunni Lorettu Lynn í fyrra við mikinn fögnuð gagn- rýnenda; þjóðlagasöngkonan Vashti Bunyan var að gefa út aðra plötu sína Lookaftering fyr- ir skemmstu – 35 árum eftir að fyrri platan kom út; og amma Friedberger-systkinanna í Fiery Furnaces er í aðalhlutverki á Rehearsing My Choir, nýjustu plötu Íslandsvinanna. Og nú gefa 12 tónar út plötuna Í sólgulu húsi með nær áttræða lagasmiðnum og söngkonunni Ingibjörgu Þor- bergs, einu ástsælasta tónskáldi Íslendinga eins og segir í bækl- ingi. Undirritaður skal glaður við- urkenna að hann getur ekki talið mörg lög eftir Ingibjörgu til, þótt eflaust þekki hann mörg þegar hann heyrir þau. Á því verður þó vonandi gerð bragarbót bráðlega því af Sólgulu húsi að dæma er hér á ferðinni sannkallaður snill- ingur. Lögin fimmtán eru alveg frábær, og lím- ast næstum því vandræðalega vandræðalaust við heilann. Söngrödd Ingi- bjargar er björt og fögur en hef- ur þó til að bera fallegt og heillandi vibrato sem er oft ein- kenni á röddum fólks sem er komið yfir miðjan aldur. Snilli Ingibjargar má heyra greinilega í lögum eins og „Pí- anóleikaranum“, þar sem hljómagangurinn er í dúr meðan hún syngur: „Með alúð hann töfrar fram tónana björtu / þeir titra og flæða um sálir og hjörtu / og sæl- an og fegurðin fara af stað,“ en skiptir yfir í moll í takt við breyt- ingarnar í textanum: „en síðan með hrynjandi túlk- ar hann trega, / svo tendrar hann allt þetta náttúrulega / sem hvöt- in og löngunin leituðu að.“ Að undanskildum „Píanóleik- aranum“ og nokkrum öðrum ljóðum fjalla textarnir allir um ástina, náttúruna eða blöndu af þessu tvennu. Ljóðin eru öll eftir skáldið Kristján Hreinsson. Textarnir eru yfirleitt góðir og ég held að það sé óhætt að segja að þeir taki flestu því fram sem er ort í íslensku poppi, eins og sjá má á þessu fallega niðurlagi úr „Við hrjóstruga strönd“: „Og ekkert fær stöðvað hið ólgandi haf, / þótt öldurnar ljóðunum gleymi, / því bragfræði lífsins í bjargið er skráð / sem bergmál frá ókunnum heimi.“ Sjö stúlkur úr Skólakór Kárs- ness syngja með Ingibjörgu í nokkrum laganna. Yfir frammi- stöðu þeirra er ekki hægt að kvarta. Ég tel þó að útsetning- arnar hefðu notið sín betur ef Ingibjörg hefði verið alein með hljómsveitinni, eins og á stærst- um hluta plötunnar. Það er helst í þeim lögum sem skólakórinn syngur sem manni finnst að mað- ur sé að hlusta á barnaplötu eða eitthvað í þá veruna. Þó að barnaplötur séu ágætar sem slík- ar þá vill maður halda þeim að- skildum frá hinum plötunum í safninu. Ingibjörgu til stuðnings eru hljóðfæraleikararnir ungu í Flís, en þeir gáfu út skemmtilega plötu í sumar, Vott. Píanóleik- arinn Davíð Þór Jónsson á hér frábæra spretti, spilar einfaldan stíl sem er oftar en ekki áhrifa- ríkari fyrir vikið. Þótt Flís sé djasshljómsveit að upplagi er djassinn sem slíkur ekki mjög áberandi, strákarnir halda sig við einfaldar hljómagerðir og einfalda hrynjandi að mestu. Þeir leyfa sér þó að sleppa fram af sér beislinu annað slagið, t.d. í glettilegri útsetningu á laginu „Krían“ þar sem ómstríð tónbil endurspegla garg kríunnar. Í sólgulu húsi er orðin tíður gestur í geislaspilaranum hjá mér og hún situr eftir í höfðinu á manni löngu eftir að henni lýkur. Á stuttum tíma hefur platan orð- ið mikill vinur minn. Kannski er það þess vegna sem mér finnst alltaf að Ingibjörg sé að syngja til mín í lok hins frábæra „Er leit ég fyrst í augun þín“, en þar seg- ir: „líkt og ég hafi alltaf verið hjá þér“. Hlýlega viðmótið heillaði mig TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Ingibjörgu Þorbergs og allir textar eftir Kristján Hreins- son. Flís annaðist hljóðfæraleik en hana skipa Davíð Þór Jónsson á pí- anó, Helgi Svavar Helgason á tromm- ur og Valdimar Kolbeinn á kontra- bassa. Auk þess koma stúlkur úr Skólakór Kársness við sögu í nokkr- um laganna. Upptöku, hljóðblöndun og hljóðjöfnun annaðist Finnur Há- konarson í Klink & Bank. 12 tónar gefa út. Ingibjörg Þorbergs – Í sólgulu húsi  Atli Bollason Tónlist | Rolling Stones í Evrópuhljómleikaferð Ísland ekki á dagskrá Reuters Rolling Stones er um þessar mundir á  tónleikaferðalagi um Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.