Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. NEMENDUR MA fjölmenntu á mótmælafund í Kvos- inni síðdegis í gær. Þar mótmæltu nemar harðlega samræmdum stúdentsprófum sem nú eru að hefjast. Á fundinum kom fram að ítrekað hefði verið reynt að fá fulltrúa menntamálaráðuneytis til fundarins, en án ár- angurs. Rætt var um ýmsar hliðar prófanna, tilgang þeirra og gildi, en m.a. kom fram að nemendur sem mættu til prófs, rituðu nafn sitt á prófblaðið og færu að því búnu út fengju 5 á prófinu! „Við erum höfð að fíflum,“ sagði Ottó Elíasson nemi og taldi það einkum vera vegna þvermóðsku menntamálaráðherra að prófunum væri haldið til streitu þrátt fyrir mótmæli. Morgunblaðið/Kristján Nemendur Menntaskólans á Akureyri fjölmenntu á mótmælafund vegna samræmdra prófa í skólanum í gær. Við erum höfð að fíflum! LÖGREGLAN á Húsavík lagði snemma í haust hald á hræ af nokkrum alfriðuðum fuglum, þremur fálkum, tveimur brandugl- um og tveim smyrlum. Einn maður hefur verið yfirheyrður en hann kvaðst að sögn lögreglu hafa fundið frystikistu á sorphaugum bæjarins með hræjunum í. Þau voru hins vegar mjög vel varðveitt og segja fugla- fræðingar að annaðhvort hljóti meint kista að hafa verið komin á haugana nokkrum mínútum áður eða að hún hafi hreinlega verið tengd við rafmagn á haugunum. Lögreglan á Húsavík fann hræin í frystikistu mannsins við húsleit sem tengdist eftirliti með skot- vopnum. Við húsleitina var lagt hald á nokkrar byssur. Fuglahræin eru nú til rannsókn- ar á Náttúrufræðistofnun en við röntgenmyndatöku kom í ljós að fálkarnir, þrír að tölu, höfðu verið skotnir með haglabyssu og sömu- leiðis branduglurnar. Friðaðir fuglar í frystikistu Þessi fálki fékk í sig högl og fannst illa til reika á Húsavík á dögunum. FRÁ og með 1. janúar næst- komandi munu iðgjöld lög- boðinna ökutækjatrygginga hjá Sjóvá hækka um 4% en jafnframt munu iðgjöld kaskótrygginga lækka um 2%. Þá hækka iðgjöld lögboð- inna ökutækjatrygginga einkabifreiða sem skráðar eru utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar um 7% og 9% eftir því hvar á land- inu bifreiðin er skráð. Samkvæmt upp- lýsingum frá VÍS er verið að skoða ið- gjöld félagsins, sér- staklega kaskó- tryggingar og húsnæðistrygg- ingar, en engin ákvörðun hefur enn verið tek- in um breytingar á iðgjöld- unum. Hjá Trygginga- miðstöðinni er einnig verið að fara yfir ið- gjöld félagsins en þeirri yfirferð er ekki lokið. Samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu má búast við ein- hverjum hækkunum á ökutækjatryggingum. Í frétt frá Sjóvá kemur fram að breyt- ingarnar séu gerðar í kjölfar skoðunar á afkomu af trygg- ingunum. Afkoma lögboðinna ökutækjatrygginga hafi versnað til muna undanfarin ár. Aftur á móti hafi afkoma kaskótrygginga batnað á síð- ustu árum og því lækki þau iðgjöld. Iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga á lands- byggðinni hafa að jafnaði ver- ið lægri en á höfuðborgar- svæðinu. Samanburður á tjónakostn- aði og iðgjöldum sýni að af- koman á landsbyggðinni rétt- læti að mati Sjóvár ekki þann mismun sem verið hefur á ið- gjöldum þar og á höfuðborg- arsvæðinu og Akureyri og því eru iðgjöld á þessum svæðum hækkuð umfram almennar ið- gjaldahækkanir. Iðgjöld á landsbyggðinni verða þó áfram mun lægri. „Það hefur þó verið tekið skref í þá átt að jafna þetta,“ segir Þór Sigfússon, sem í vikunni tók við starfi forstjóra Sjóvár. Aðspurður segir Þór það engum geta dulist að af- koman í vátryggingum hafi verið bágborin. „Það voru ákveðnar vís- bendingar um það að slysatöl- ur væru á niðurleið og vænt- ingar voru um það að við næðum aukinni hlutdeild, en þegar við skoðum málið nú sjáum við að tjónatölur hafa ekki lækkað. Tölur sýna núna að iðgjöld eru ekki í samræmi við tjónin. Þess vegna þurfum við að endurskoða þetta hjá okkur.“ Breytingar verða á iðgjöldum ökutækjatrygginga Sjóvár – VÍS og TM að fara yfir iðgjöld sín Ábyrgðartrygging hækkar, kaskó lækkar Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Þór Sigfússon TEKJUR stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu af fasteigna- sköttum á einstaklinga og atvinnu- starfsemi hafa hækkað um 55–108% á undanförnum sex árum. Tekju- aukningin er minni á landsbyggð- inni, og á Akureyri hafa tekjurnar aukist um 16% á sama tíma. Ein skýring þessarar hækkunar er mikil hækkun fasteignamats hús- næðis á höfuðborgarsvæðinu, en fasteignaverð hefur hækkað um 37% á höfuðborgarsvæðinu síðustu 12 mánuði. Samanlagðar tekjur allra sveitar- félaga á landinu af fasteignaskatti hafa aukist um 40% á milli áranna 1999 og 2004, þó reiknað sé á verð- lagi ársins 2004. Í Reykjavík hafa tekjurnar aukist um 55% á þessu tímabili, í Kópavogi um 108% og í Hafnarfirði um 105%. Sveitarstjórnarmenn á höfuðborg- arsvæðinu segja að fleiri skýringar en hækkandi fasteignamat skýri auknar tekjur af fasteignasköttum. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, bendir einnig á að fast- eignamatið hafi staðið í stað eða jafn- vel lækkað á fyrri hluta 10. áratug- arins, á meðan kostnaður sveitar- félaganna hafi hækkað. Því megi segja að verið sé að bæta það upp að einhverju leyti. Ákvörðun um hvort álagningar- hlutfall fasteignaskatts lækkar verð- ur tekin hjá sveitarfélögunum á næstu dögum, flestir halda að sér höndum með að taka ákvörðun þar til nýtt fasteignamat liggur fyrir í næstu viku. Sveitarstjórnarmenn sem rætt var við voru almennt ósátt- ir við hversu seint það liggur fyrir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að miðað við 25% hækkun fasteignamats megi gera ráð fyrir því að skatthlutfallið lækki úr 0,32% í 0,27%. Spurð hvort ekki hafi þurft að lækka álagningarhlut- fallið fyrr, segir Steinunn að tekist hafi verið nokkuð á um það við af- greiðslu fjárlaga borgarinnar fyrir líðandi ár, en niðurstaðan hafi verið sú að gera það ekki á þeim tíma- punkti. Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum stóraukast Tekjurnar allt að tvöfaldast á 6 árum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Tekjur hafa hækkað | Miðopna STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, opnaði formlega nýja byggingu við Laugardalshöll við hátíðlega athöfn í gær. Steinunn sagði við það tækifæri að ákaflega vel hefði til tekist að byggja við Laugardalshöllina, mannvirki sem allir landsmenn þekktu. Hún sagði Höllina verða lyftistöng fyrir íþróttaviðburði, sýningar og aðra stórviðburði í höfuðborginni og þakkaði Samtökum iðnaðarins fyrir gott samstarf. Þá blessaði sr. Bjarni Karlsson nýbygginguna áður en frjálsíþróttafólk lék listir sínar í nýja salnum. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, Alfreð Þorsteinsson, forseti borg- arstjórnar og Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir ræða hér við Gísla Hall- dórsson arkitekt og heiðursforseta Íþróttasambands Íslands, en hann teiknaði Laugardalshöllina á sínum tíma. Morgunblaðið/Ómar Nýbygging tekin í notkun THE WASHINGTONIAN, virt mán- aðarrit sem gefið er út í höfuðborg Bandaríkjanna, segir erfitt að rifja upp betur heppn- aða herferð fyrir sölu tiltekinna mat- væla en herferð haustsins frá Ís- landi. Í desem- berhefti The Wash- ingtonian eru mörgum þáttum mannlífs í borginni gefnar einkunnir, m.a. valdir bestu blaðamennirnir, sýningarsalir, verslanir og hetjur árs- ins svo nokkuð sé nefnt. Íslenska lambið og aðrar íslenskar landbúnaðarafurðir fá mikið hrós. Sagt er að íslenska lambið sé „ef til vill besta lambakjöt sem bandarískir neyt- endur eiga völ á“. Síðan segir: „Ef til vill er SKYR stjarna markaðskynn- ingar ársins. Ferskur ostur sem lítur út og bragðast eins og jógúrt. Það er framleitt úr undanrennu og er fitu- snautt og næringarríkt.“ Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms sem unnið hefur að markaðs- setningu íslenskra landbúnaðarafurða vestra, var mjög ánægður með um- sögn The Washingtonian, enda mikið mark tekið á þessu virta tímariti. Matvælaher- ferð ársins Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.