Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● DÓTTURFÉLAG Actavis Group, Amide Pharmaceutical Inc. í Banda- ríkjunum, hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofn- unarinnar (FDA) til að markaðssetja tvö ný samheitalyf; Hydromorphone Hydrochloride töflur, sem eru verkja- stillandi, og Dantrolene Sodium hylki, sem notað er til meðhöndlunar á krampa. Hið síðarnefnda er sam- bærilegt við frumlyfið Dantrium, sem selt er af Procter & Gamble. Ný lyf á markað frá dótturfélagi Actavis ● SAMKVÆMT tilkynningu Lands- bankans á Kauphöllina hefur mats- fyrirtækið Fitch hækkað lánshæfis- matseinkunn bankans fyrir fjárhagslegan styrkleika úr C í B/C. Á sama tíma staðfestir Fitch aðrar lánshæfis- matseinkunnir óbreyttar, langtímaeinkunnina A, stuðningur 2, og skammtímaeink- unnina F1. Horfur lánshæfismatsins eru stöðugar. Að sögn Fitch endur- speglar hækkun lánshæfismatsins mikinn vöxt og góða arðsemi, sterka eiginfjárstöðu og fjölbreytni í tekju- stofnum. Fitch hækkar mat á Landsbankanum ● EF skoðuð er hrein eign lífeyris- sjóðanna hér á landi, upp á 1.123 milljarða króna miðað við lok sept- ember, og staðan á olíusjóði Norð- manna þá virðast Íslendingar vera ríkari en Norðmenn. Á þetta er bent í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. Staða olíusjóðsins jafngildir 2,6 milljónum króna á hvern Norðmann en hrein eign lífeyrissjóðanna jafn- gildir 3,8 milljónum króna á hvern Ís- lending. Í Morgunkorni segir enn fremur að Norðmenn ætli sér að nota olíusjóð- inn til að fjármagna lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar. Þar í landi sé gegn- umstreymiskerfi og lítil sjóðasöfnun í lífeyriskerfinu fyrir utan olíusjóðinn. Íslendingar ríkari en Norðmenn? ● HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækk- aði um 0,83% og er 5044 stig. Við- skipti með hlutabréf námu 3,4 millj- örðum króna, þar af 780 milljónum með bréf Landsbankans. Bréf Jarð- borana hækkuðu um 2,04%, bréf Kaupþings banka um 1,56% og bréf Straums-Burðaráss um 1,31%. Bréf Flögu lækkuðu um 2,97% og bréf Kögunar um 1,02%. Gengi hlutabréfa Jarðborana hækkar                !  "# #                             !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3           /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! '8$  9:  $ 9- -/ ;<!! $!/ ) ) $  = $$  ) $      !"  - % ><22)  . 1? ! .) $%  ;@ @  ! #$ % 4A>B .C)   ) -)      0       0 0   0 0   0 0 0 0 -< $! 1 <  ) -) 0 0  0   0   0 0   0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 D  EF D EF D 0EF D 0EF 0 D  EF D EF D EF 0 D  EF D 0 EF D 0EF D EF 0 D EF 0 0 0 D EF 0 D 0 EF 0 D 0 EF 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ ; ') C  %! G * .                         0 0   0  0   0 0 0                                 = )   C +8   ;# H !$  2 %  )          0 0  0 0   0 0 0  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ÍSLENSKA hagkerfið heldur áfram að sýna merki ofhitnunar þar sem stór fjárfestingarverk- efni tengd áliðnaði eru á fullri ferð og eftirspurn heimilanna er mjög mikil. Þetta álit kemur fram í nýrri úttekt Efnahagsog framfarastofnunarinnar, OECD, á íslenska hagkerfinu. Jafnframt benda sérfræðingar OECD á hinn mikla viðskiptahalla og verðbólgu sem er umfram efri þolmörk verð- bólgumarkmiðs Seðlabankans sem merki um of- hitnun. Aðhald í fjármálastefnunni Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabankans á næstunni eru að stuðla að því að rétta hagkerfið við og koma í veg fyrir ójafnvægi taki sig upp aftur að mati OECD. Að öllum líkindum sé nauðsynlegt að hækka stýrivexti frekar til þess að draga úr verðbólgu. Jafnframt sé nauðsynlegt að slaka ekki á aðhaldi fjármálastefnunnar þar sem það gæti leitt til þrýstings til hækkunar stýrivaxta og þar með of mikils flökts á gengi krónunnar. Með þessu er líklegt að stofnunin vísi til fyrirhugaðra skatta- lækkana stjórnvalda en þær voru gagnrýndar í svipaðri skýrslu fyrir um ári síðan. Þá sagði stofn- unin það mikilvægt „að beita stöðugri fjármála- stefnu eigi vaxtahækkanir að skila árangri. Þess vegna séu skattalækkanir ekki ráðlegar að sinni.“ 2,6% hagvöxtur árið 2007 OECD spáir því að hagvöxtur muni aukast á næsta ári, verði þá 4,2% að raungildi en hagvöxtur er nú 3,9% að raungildi. Árið 2007 verður hag- vöxtur 2,6% að raungildi, samkvæmt spánni. Hag- vöxtur að raungildi er hagvöxtur að teknu tilliti til verðbólgu. Forsendur þessarar spár eru þær að stóriðjuframkvæmdum verði að mestu leyti lokið árið 2007 og jafnframt að stýrivextir hafi slegið á eftirspurn heimilanna. Aukinn útflutningur á stór- iðjuafurðum mun draga úr fallinu en viðskiptahalli mun dragast saman og verða um 8% af vergri landsframleiðslu í lok spátímabilsins. Á öðrum fjórðungi þessa árs var viðskiptahalli um 12% af VLF. Hæstur mun hann verða um 14%. Tekið er fram að þessi spá er byggð á þeim forsendum að gengi krónunnar verði stöðugt en muni það falla verður lendingin harðari að mati OECD, vegna þess að þá þyrfti líklega að halda skýrivöxtum hærri en ella að öllu óbreyttu. OECD telur frekari stýrivaxtahækkana þörf Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Morgunblaðið/RAX Stóriðja Viðskiptahalli mun dragast saman að mati OECD vegna áhrifa stóriðju á útflutning. EFTIRSPURN eftir gulli hefur ver- ið gífurleg að undanförnu og eins og greint hefur verið frá á síðum Morg- unblaðsins hefur verð á eðalmálm- inum ekki verið hærra um margra ára skeið. Nú er svo komið að verð á gulli hefur farið yfir 500 dollara/únsu í fyrsta sinn síðan í des- ember 1987. Þá var það hærra en 500 dollarar í aðeins einn dag en árið 1983 varaði hækkunin aðeins lengur en náði þó hæst 509 dollurum/únsu í febrúar það ár. Áhrif frá jólaversluninni? Ekki virðist vera hægt að benda á einhverja eina skýringu á því hvers vegna gullverð hefur þróast sem skyldi, sumir vilja meina að fjárfest- ar séu að verja sig gegn verðbólgu- áhættu enda er gull talið vera ein öruggasta fjárfestingin að því leyt- inu til að framboð á gulli er takmark- að og sveiflur í verði því ekki eins miklar og í mörgum öðrum hrávör- um. Aðrir benda á að þótt verðbólgu- væntingar hafi verið töluverðar í október hafi hið sama ekki átt við í nóvember og því skýrist gullhækk- unin ekki af verðbólguógninni. Einhverjir benda á að ástæðan fyrir hækkuninni geti einfaldlega verið svo einföld sem að skartgripa- salar og gullsmiðir heimsins séu að birgja sig upp fyrir jólasöluna. Ef- laust má einhverja skýringu finna í lágu gengi dollars sem og óvissu á olíumarkaði. &' &( && & &        !   "##$ % ! & '(') '*'+!+! Gullið yfir 500 dollara SAMKVÆMT nýrri samantekt Hagstofu Íslands dróst hagnaður fyrirtækja í landinu saman milli ár- anna 2002 og 2003. Á árinu 2003 varð hagnaður af reglulegri starfsemi 19.239 fyrir- tækja, sem voru einnig í rekstri ár- ið 2002, 6,1% af tekjum en árið áð- ur var hagnaður sömu fyrirtækja 6,6% af tekjum. Á árinu 2003 varð hagnaður af reglulegri starfsemi allra fyrirtækja í safninu, 26.055 að tölu, 5,9% af tekjum, en árið áður var hagnaður af reglulegri starf- semi 25.136 fyrirtækja 6,3% af tekjum. Yfirlit Hagstofunnar nær til árs- reikninga 25.136 fyrirtækja, þ.e. lögaðila og einstaklinga í atvinnu- rekstri, árið 2002 og 26.055 fyr- irtækja, árið 2003. Í samantektinni eru 19.239 fyrirtæki þau sömu bæði árin. Aukinn fjölda fyrirtækja má rekja til þess að einstaklings- rekstur með veltu á bilinu kr. 500 þúsund til kr. 20 milljónir er nú meðtalinn, svo og til mikillar fjölg- unar einkahlutafélaga um rekstur, sem áður var í formi einstaklings- rekstrar. Í yfirlitinu eru fyrirtæki í öllum atvinnurekstri, að meðtöld- um fyrirtækjarekstri hins opin- bera, þ.m.t. fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga, sem rekin eru í hlutafélags- eða samlagsformi og orku-, veitu- og fjölmiðlafyrirtæki, en önnur starfsemi hins opinbera er undanskilin. Starfsemi lífeyris- sjóða er einnig undanskilin. Hagnaður fyrirtækja minnkaði milli 2002 og 2003 JAN Petter Sissener, forstjóri Kaupthings í Noregi, hefur greini- lega mikinn metnað fyrir hönd fyrirtækisins en hefur minni skiln- ing á kaupum Íslandsbanka á Norse Securities ef marka má um- mæli sem höfð eru eftir honum í norskum fjölmiðlum. Sissener telur að Kaupthing í Noregi eiga að geta komist í röð fimm stærstu verðbréfafyrirtækj- anna þar og náð því að verða eitt þeirra þriggja stærstu innan næstu fimm ára, að því er kemur fram í frétt norska blaðs- ins Aftenposten. Blaðið segir Kaupþing ekki úti- loka frekari uppkaup á verðbréfafyrirtækjum í Noregi. Of hátt verð Sissener segist aftur á móti eiga afar erfitt með að skilja kaup Íslandsbanka á Norse Securities ASA á dögunum. „Menn greiða 120 milljónir [norskra króna] fyrir „sjoppu“ sem varla skilar hagnaði og ræður að minnsta kosti ekki yfir um- talsverðum mannauði,“ segir Sissener, sem telur að Íslandsbanki hafi keypt Norse of dýru verði. Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekk- ert hafa um málið að segja. Skilur ekki kaup Íslandsbanka á Norse Securities Jan Petter Sissener ● HAGNAÐUR samstæðu Hampiðj- unnar fyrstu níu mánuði ársins nam 3,4 milljónum evra, jafngildi 215 milljóna króna, samanborið við 3 milljónir evra eða 190 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins 2005 námu 38,1 milljón evra og jukust um 5% frá sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður á tímabilinu var 3,1 milljón evra. Á sama tímabili fyrra árs var rekstrar- hagnaður 3,4 milljónir evra en með- talið í þeirri upphæð var ein milljón evra söluhagnaður fasteigna. Bætt afkoma Hampiðjunnar VÆNTINGARVÍSITALA Gallup hækkaði um 10,5 stig í nóvember og er hún nú 122,7 stig. Er það hæsta gildi hennar frá upphafi mælinga ár- ið 2001. Tvo síðustu mánuði hafði væntingavísitalan lækkað, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslands- banka. Athygli vekur að vísitalan hækkaði meira hjá fólki utan höfuð- borgarsvæðisins en innan þess. Meginskýringin á aukinni bjartsýni landans er sögð væntingar um betra ástand að sex mánuðum liðnum. „Ekki er ólíklegt að jákvæðar fréttir af lækkandi verðbólgu og óverulegu atvinnuleysi hafi aukið bjartsýni meðal neytenda. Ef sú er raunin má búast við áframhaldandi bjartsýni neytenda þar sem útlit er fyrir að þróun þessara hagstærða allra næstu mánuði verði hagfelld,“ segir í Morgunkorninu. Væntingarvísi- talan hækkar 5 %I .J9    E E ;.> 7 K     E E A A L,K     E E L,K *$ 5 -     E E 4A>K 7M ($-     E E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.