Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HERT LÖG
Danska stjórnin stefnir að því að
stórherða lög um innflytjendur og
hætta að mestu að taka við fólki frá
vanþróuðum ríkjum, til dæmis Sóm-
alíu, Íran, Írak, Líbanon og fleiri.
Kom þetta fram hjá Claus Hjort
Frederiksen atvinnuráðherra en
hann segir, að fram komi í skýrslu
danskrar velferðarnefndar, að inn-
flytjendur frá vanþróuðum ríkjum
séu „skelfilegur“ baggi á dönsku
samfélagi. Þá hafi aðlögun algerlega
mistekist. Þessu verði að breyta og
þeir, sem fái landvist, verði að geta
gengið strax í starf.
Bóluefnið búið
Birgðir af bóluefni gegn inflúensu
eru gengnar til þurrðar hjá innflytj-
endum á landinu en að sögn Har-
aldar Briem sóttvarnalæknis er erf-
itt að segja til um hvort bóluefnið
hafi alls staðar klárast. „Það er mis-
jafnt hvað stofnanir panta mikið af
bóluefni og því ekki sjálfgefið að það
sé alls staðar uppurið,“ segir Har-
aldur.
Ekki er óvanalegt að bóluefnið
klárist en síðast gerðist það haustið
2003 þegar inflúensan kom óvenju
snemma eða í október.
Kveikt á Óslóartrénu
Margir lögðu leið sína niður í
miðbæ Reykjavíkur í gær, annan
sunnudag í aðventu, þegar ljósin
voru tendruð á Óslóartrénu við há-
tíðlega athöfn. Guttorm Vik, sendi-
herra Noregs á Íslandi, færði Stein-
unni Valdísi Óskarsdóttur
borgarstjóra tréð formlega að gjöf í
fallegu vetrarveðri á Austurvelli.
Rúm hálf öld er síðan Norðmenn
færðu Íslendingum í fyrsta sinn
grenitré að gjöf til að skreyta
Reykjavík.
Tekinn fyrir líkamsárás
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði karlmann á þrítugsaldri í
gæsluvarðhald til 7. desember vegna
alvarlegrar líkamsárásar við bóka-
búð Máls og menningar aðfaranótt
laugardags. Lögreglan krafðist
einnig gæsluvarðhalds yfir meintum
samverkamanni hins grunaða en
héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu.
Fórnarlambið liggur alvarlega slas-
að í öndunarvél á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi.
Harður árekstur á Akranesi
Harður árekstur varð með fólksbíl
og jeppa á Akranesvegi í gærkvöld.
Farþegi fólksbílsins var lagður inn á
gjörgæsludeild en var ekki talinn
lífshættulega slasaður.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Dagbók 30/33
Vesturland 11 Myndasögur 30
Viðskipti 14 Víkverji 30
Erlent 14/15 Staður og stund 32
Daglegt líf 16/18 Menning 33/37
Menning 16 Leikhús 33
Forystugrein 20 Bíó 34/37
Bréf 22 Ljósvakar 38
Umræðan 22/23 Veður 39
Minningar 24/27 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga
Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
GEFIÐ VINUM ERLENDIS ÁSKRIFT AÐ
ICELAND REVIEW Í JÓLAGJÖF
VOL 43 4 - 2005
ICELAND REVIEW
,
!7HA0B9-bajaab!
COD LIVER OIL: HOAX OR HOLY GRAIL?
MARY ELLEN MARK’S PHOTOS FROM REYKJAVÍK
ICELAND LENDS A HAND IN MOZAMBIQUE
DRYING OUT IN THE DARK
AND WHAT’S IN THE WATER?
LONG LIVE ICELAND
ISK 899
USD 7.50
DKK 89
w
w
w
.i
c
e
la
n
d
re
v
ie
w
.c
o
m
Iceland Review er þekkt sem helsta tímaritið um Ísland á ensku.
Sendið vinum og viðskiptavinum gjafaáskrift fyrir jólin strax í dag
og verið með okkur frá upphafi nýs tíma.
Pantaðu áskrift á www.icelandreview.com eða í síma 512 7575
• Áskrifendur IR koma frá
meira en 100 löndum.
• Jólagjöf sem minnir vini
erlendis á Ísland fjórum
sinnum á ári.
• Áskrift að blaðinu er
einungis 3.400 krónur og fá
nýir áskrifendur litla bók að
gjöf, Memoires of
Reykjavik með ljósmyndum
eftir Pál Stefánsson.
var gestur. Hann sagðist í samtali
við Morgunblaðið vera að hugsa
framboð alvarlega. Hann hefði að
vísu aldrei útilokað framboð, en það
hefði verið býsna fjarri honum að
fara fram þegar ákveðið hefði verið
að Reykjavíkurlistinn byði ekki
fram aftur á sínum tíma.
„Hins vegar á maður svolítið erf-
itt með að horfa upp á stöðuna eins
og hún er núna og sitja bara þegj-
andi með hendur í skauti. Ég deili
áhyggjum af stöðunni með mjög
mörgum sem er ekki sama um
hvernig borginni verður stjórnað
næstu ár. Þess vegna er ég að velta
þessu alvarlega fyrir mér og ætla
út af fyrir sig ekki að gefa mér
mjög langan tíma til þess. Ég býst
við að ég skeri úr í þessum efnum
fyrir jól,“ sagði Dagur.
Hann bætti því við að það skipti
miklu máli að öllum flokkunum sem
staðið hefðu að Reykjavíkurlistan-
um vegnaði vel og að það féllu ekki
DAGUR B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans, er al-
varlega að huga að framboði vegna
borgarstjórnar-
kosninganna í
vor á vegum
Samfylkingarinn-
ar. Hann sagðist
í samtali við
Morgunblaðið
gera ráð fyrir að
hann yrði kom-
inn að niðurstöðu
í þessum efnum
fyrir jól og sagði,
aðspurður hvort hann myndi stefna
á fyrsta sætið í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar ef til kæmi, að enginn
sem orðað hefði þetta við hann
hefði gert ráð fyrir öðru.
Framboðsmálin komu til tals í
Silfri Egils í gær þar sem Dagur
mörg atkvæði dauð niður, sem væri
auðvitað hættan þegar svona hátt-
aði til.
Enginn nefnt annað
„Ég vona að Framsókn og
Vinstri grænir fái sína borgarfull-
trúa, ef þannig mætti að orði kom-
ast, en ég held samt að úrslitaor-
ustan velti á styrk Sjálf-
stæðisflokksins annars vegar og
Samfylkingarinnar hins vegar. Ég
hef þess vegna gert það upp við
mig að það er þar sem ég mun
leggja mín lóð á vogarskálarnar
hvort sem ég fer í framboð eða
ekki,“ sagði Dagur og bætti við, að-
spurður hvort hann myndi þá
stefna á fyrsta sætið hjá Samfylk-
ingunni:
„Það er nú svo merkilegt að ég
man ekki til þess að neinn af þeim
fjölmörgu sem hafa rætt þetta við
mig hafi verið með einhverjar aðrar
hugmyndir.“
Dagur íhugar framboð
fyrir Samfylkinguna
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Dagur B.
Eggertsson
EVA Þórdís Ebenezersdóttir, formaður Ný-ungrar,
ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar, og Aðalbjörg Gunn-
arsdóttir varaformaður afhentu Sólveigu Pétursdóttur,
forseta Alþingis, hressileikaverðlaun Ný-ungrar á
laugardag, alþjóðadag fatlaðra. Viðurkenninguna fékk
Alþingi fyrir bætt aðgengi í Alþingishúsinu og skála Al-
þingis í sumar eða eins og segir á skjalinu: „Glæsilegar
breytingar á aðgengi nú í sumar hafa skapað greiðan
og góðan aðgang alls almennings að þingpöllum.“
Að auki fékk Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik-
hússtjóri hvatningarverðlaun Sjálfsbjargar fyrir áætl-
anir um bætt aðgengi í leikhúsinu.
Morgublaðið/Árni Sæberg
Ný-ung veitti Alþingi hressileikaverðlaun
LÖGREGLAN á Akureyri hefur
undanfarna daga lagt hald á 1,5 kg
af fíkniefnum í tveim aðskildum mál-
um og fengið tvo menn úrskurðaða í
gæsluvarðhald vegna annars máls-
ins. Á fimmtudagsmorgun handtók
lögreglan tvo menn á tvítugsaldri
vegna gruns um fíkniefnasölu á Ak-
ureyri. Við húsleit í íbúð mannanna
fundust um 250 grömm af hassi, 100
grömm af maríjúana og 35 grömm
af amfetamíni auk 32 e-taflna. Menn-
irnir hafa verið úrskurðaðir í gæslu-
varðhald til 7. des.
Aðfaranótt sunnudags handtók
svo lögreglan mann á þrítugsaldri
sem einnig hefur verið grunaður um
fíkniefnasölu um nokkurt skeið. Við
leit í íbúð hans fannst um 1 kg af
maríjúana. Þar fannst einnig tölu-
vert magn af peningum sem lög-
reglan ætlar að rekja megi til fíkni-
efnasölu. Þá fannst einnig töluvert
af varningi sem lögreglan telur þýfi.
Rannsókn þess máls er á byrj-
unarstigi. Við aðgerðirnar naut lög-
reglan aðstoðar tollgæslunnar sem
lagði mann og fíkniefnahund til leit-
ar.
Þá voru sömu nótt handteknir
tveir menn sem höfðu í fórum sínum
smávegis af fíkniefnum. Mennirnir
hafa báðir komið við sögu fíkniefna.
Lögreglan á Ak-
ureyri tekur 1,5
kg af fíkniefnum
LÖGREGLAN í Reykjavík er á varð-
bergi gagnvart slæmu ástandi sem
skapast hefur tvær undanfarnar
helgar við hús eitt á Njálsgötu þar
sem karlmaður, er hlaut nýverið
tveggja og hálfs árs fangelsisdóm
fyrir nauðgun, býr eða hefur búið.
Maðurinn hefur ekki sést við húsið í
nokkrar vikur. Eggjum hefur verið
kastað í húsið og það barið utan, öðr-
um íbúum til mikils ama. Hafa þessir
atburðir orðið til að íbúarnir hafa
fest upp spjald við Krambúðina á
Skólavörðustíg og vakið athygli á
því að umræddur maður hafi ekki
sést við húsið frá því nokkru áður en
mál hans komst í hámæli. Auk þess
hafa íbúarnir lagt fram kæru vegna
ólátanna við húsið. Lögreglan stað-
festir að tilkynning hafi borist um
eggjakast og fór hún á staðinn á
laugardag. Hafa fyrirmæli verið
send út um að lögreglubílar mæti á
vettvang með hraði ef frekari læti
verða við húsið á næstunni. Þá hefur
upplýsingum verið safnað.
Umræddur karlmaður hefur hald-
ið fram sakleysi sínu, en hlaut dóm
þrátt fyrir að hann neitaði sök.
Ólæti við
hús kynferðis-
brotamanns
ALVARLEGUM umferðarslysum
hefur fækkað á gatnamótum
Kringlumýrar- og Miklubrautar síð-
an þeim var breytt í lok ágústmán-
aðar sl., að sögn Árna Friðleifssonar,
varðstjóra í umferðardeild lögregl-
unnar í Reykjavík. Þá voru m.a. tek-
in í notkun svonefnd fjögurra fasa
gatnamót en í því felst að sérstök ljós
eru á öllum beygjuakreinum.
Árni segir umferðina um gatna-
mótin jafnframt ganga mun betur en
áður og þau anna fleiri ökutækjum.
Hann telur hins vegar mistök að
fjarlægðar voru fráreinar við gatna-
mótin, þ.e. í hægri beygju af
Kringlumýrarbraut austur Miklu-
braut og í hægri beygju af Miklu-
braut og norður Kringlumýrarbraut.
Árni segir að nokkuð sé tilkynnt um
aftanákeyrslur þar og býst við að ef
fráreinarnar væru enn til staðar
myndi umferðarflæðið aukast.
Árni segir einnig nokkuð um aft-
anákeyrslur inn á Miklubraut við
Kringlumýrarbraut vegna umferð-
arhnúts sem myndast við Lönguhlíð.
„Það er sérstaklega á morgnana, þá
virðast gatnamót Miklubrautar og
Lönguhlíðar ekki anna þeim fjölda
ökutækja sem fer um hin gatnamót-
in. Gatnamótin við Lönguhlíð virðast
vera stórt vandamál hjá okkur núna
og lögregluþjónar hafa verið að fara
út til að stjórna og reyna að létta á
umferðinni á Miklubrautinni.“
Alvarlegum slysum fækkar á gatnamót-
um Kringlumýrar- og Miklubrautar
Anna miklu fleiri
ökutækjum