Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 35

Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 35
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu  H.J. Mbl.  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -L.I.B.Topp5.is  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Sími 551 9000 Miðasala opnar kl. 17.00 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi FRÁ FRAMLEIÐANDA AMERICAN PIE  MBL TOPP5.IS  Alls ekki fyrir viðkvæma fór beint á toppinn í bandaríkjunum Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA - ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood 553 2075Bara lúxus ☎hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi Sýnd kl. 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.45 B.i. 12 ára Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 35                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% EKKI barnanna beztur hefst á laginu „Vor- koman“. Ég heyrði lagið fyrst í útvarpinu í haust þar sem ég ók eftir Kringlumýrarbraut til norðurs. Óvenjuleg og hrjúf söngrödd Bjartmars skapaði skemmtilega andstæðu við frábæra og frumlega útsetningu Krist- jáns Edelstein fyrir gítar, mandólín, bou- zouki, kontrabassa, fiðlu og klukkuspil. Textabrotið síendurtekna „gósentíð er í vændum“ vakti hjá mér tilhlökkun og fékk mig til að brosa framan í nýgránaða Esjuna. Ég hugsaði með mér að hér væri komið fram eitthvað nýtt og eitthvað ferskt í íslenska tónlist – „Vorkoman“ ætti ekki síst við lands- lag tónlistarinnar. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég tókst það verk á hendur að rýna í plötu Bjartmars. Eins og sjá má í upptaln- ingunni hér að ofan er fjöldi hljóðfæra sem leikið er á gríðarlegur og fæst þeirra eru tíð- ir gestir fyrir eyrum Íslendinga. Þessi frum- lega hljóðfæraskipan gefur hljómi plötunnar óvanalegan og áhugaverðan blæ. Þá eru textar Bjartmars einnig nokkuð sérstæðir; uppfullir af enskuslettum og deila margir hverjir á Mammonsdýrkun nútímans. Ljóð- mælandinn horfir oft með löngunaraugum til liðinna og einfaldari tíma. Þó er einsog for- tíðarþráin sé ekki laus við kaldhæðni, Bjart- mar fegrar í það minnsta ekki sveitalífið og þá óvissu sem því gat stundum fylgt. „Vorkoman“ er enn eitt besta lag þessa árs, á því er engan meinbug að finna. Næsta lag plötunnar, „Rík“, er einnig frábært. Mandólínið (eða zit- herið, eða dobroið) vísar skemmtilega í „Ef ég væri ríkur“ úr Fiðlaranum á þakinu og textinn fjallar á glettinn hátt um „sjálfsagða kröfu samtímans“ þess efnis að „við verðum öll að fá að vera rík“ þótt ekki sé djúpt farið í gagnrýninni. Lagið er hressilegt, útsetning Kristjáns sérstæð og óvanaleg rödd Bjart- mars fær að njóta sín. Í þriðja laginu, „Ég man“, er fram haldið á sömu braut auk þess sem harmónikkuleikur Valmars Väljaots ljær laginu heimilislega vídd. Þessi þrenning er stórskemmtileg og árangursrík tilraun til þess að gera einfalda og grípandi popptónlist sem sækir óhikað í brunn sígildrar tónlist annars vegar og þjóðlagatónlistar hins veg- ar. En þá fer að halla undan fæti. „Dæmi um góðan dag“ reynir að draga villta vestrið inn í útsetninguna, m.a. með sveitalegum fiðluleik (e. country fiddle), en lagið verður bara enn leiðinlegra fyrir vikið. Auk þess fer ákveðið óþol fyrir söngrödd Bjartmars að gera vart við sig. „Þettavarenginn blús“ er óspennandi munnhörpublús sem dobro-leikur Kristjáns tekst ekki að lyfta á æðra plan. „Mynd 44“ er ágætis lag, en rembingslegur söngur Bjart- mars er þegar hér er komið orðinn allt að því ærandi. Metnaðarfull útsetning Kristjáns reynir hvað hún getur til þess að bjarga lag- inu, en því miður er við ofurefli að etja. Þannig er allur síðari hluti plötunnar, laus við sjarmann sem „Vorkoman“ boðaði. Flutningur Bjartmars minnir oftar en ekki á rykfallna grínplötu með Gísla Rúnari eða Ladda nema að textarnir eru ekki jafn- fyndnir og enskusletturnar eru ansi fljótar að þreytast. Það er helst að titillagið nái hæðum upphafsþrenningarinnar. Þótt ég verði að játa að viðlagið finnist mér ekki skemmtilegt þá er ekki hægt að neita því að það er grípandi, og þegar Bjartmar syngur „þó einhver sæi í mér ljóðskáld, jafnvel prest“ þá trúir maður því aftur í eitt augna- blik að hér sé á ferðinni einlægt listaverk en ekki brandari. Eins og áður sagði fer Ekki barnanna beztur frábærlega af stað. Væru fyrstu þrjú lögin þau einu á stuttskífu væri hér komið fjögurra ef ekki fimm stjörnu verk. En plat- an missir dampinn í kringum fjórða lag og nær ekki að reisa sig við. Meiri yfirlega og sjálfsgagnrýni, sérstaklega þegar kemur að lagasmíðum, hefði eflaust skilað sér í betra verki. Bjartmar getur augljóslega samið góð lög, en hann ætti að íhuga að fá einhvern annan til þess að syngja þau. Því hugmyndin er góð og útsetningar Kristjáns Edelstein eru ferskt innlegg í íslenskt popp. Ég á von á góðum hlutum frá Bjartmari Guðlaugssyni í framtíðinni, en draumarnir ljúfu um gósen- tíðina rættust ekki í þetta skiptið. Ekki geisladiskanna beztur TÓNLIST Geisladiskur Lög og textar eru eftir Bjartmar Guðlaugsson. Kristján Edelstein leikur á gítar, mandólín, dobro, ukulele, zither og syngur bakraddir; Pétur St. Hall- grímsson á hið sama að viðbættu bouzouki, mand- ríóla, bandurria og mandóla; Pálmi Gunnarsson á raf- og kontrabassa; Birgir Baldursson á trommur og slagverk; Valmar Väljaots á fiðlu og harm- ónikku; Karl Petersen á klukkuspil og slagverk; Marc Breitfelder á munnhörpu; María Helena syng- ur bakraddir. Útsetningar og upptökustjórn ann- aðist Kristján Edelstein. Orri Harðarson og Kristján Edelstein hljóðblönduðu. Orri Harðarson mast- eraði. Mynd 44 gefur út. Bjartmar Guðlaugsson – Ekki barnanna beztur  Atli Bollason LISTA- OG fréttatímaritið Art Review valdi Ragnar Kjartansson, myndlistarmann og söngv- ara í hljómsvetinni Trabant, meðal helstu von- arstjarna framtíðarinnar. Er hann í hópi 20 myndlistar- manna sem mestar vonir eru bundnar við í framtíð- inni en greinin er með þeirri yfirskrift að tímaritið hafi í leit sinni um heiminn fundið 20 unga lista- menn sem skara fram úr. Auk Ragnars er Jessica Morgan, sýn- ingarstjóri myndlistarþáttar Listahátíðar í Reykjavík 2005, í hópi þeirra 13 sýningarstjóra sem talið er að munu hafa mest áhrif á myndlist- arheiminn á næstu árum. Er sýningarstjórnar hennar á Listahátíð fyrr á þessu ári sérstaklega getið í því samhengi. Þetta kemur fram í desemberhefti Art Review sem kom út 2. desember síðastliðinn. Ritstjórinn, Rebecca Wilson, var ein fjölmargra blaða- og fréttamanna sem heimsóttu Ísland í tilefni af Listahátíð síðastliðið vor. Morgunblaðið/Ásdís Ragnar Kjartansson myndlist- armaður á framtíðina fyrir sér. Ragnar meðal vonarstjarna framtíðarinnar Listir | Art Rewiew gerir upp árið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.