Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 17
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 17
85 x 50 85.900 stgr 105 x 50 115.900 stgr
spegill, ljós,handlaugog
blöndunartæki fylgja
ÖLL ÞEKKJUM við hvernig
streitan getur stundum valdið van-
líðan, bæði líkamlegri og andlegri,
en í raun er streita eðlileg við-
brögð líkamans við álagi eða
hættu. Í árdaga voru það streitu-
viðbrögðin sem fengu forfeður
okkar til að drepa eða flýja þegar
hættu bar að höndum. Það er þeg-
ar streitan er orðin viðvarandi og
við náum ekki tökum á þeim að-
stæðum sem valda henni að hún
verður skaðleg heilsu okkar.
Niðurstöður tveggja nýrra
rannsókna benda til að streita hafi
slæm áhrif á æðakerfið.
Finnskir vísindamenn sem
gerðu rannsókn á ungu fólki, rúm-
lega 1.000 einstaklingum, komust
að raun um að ungir karlar sem
sögðust vera undir miklu vinnuá-
lagi voru líklegri til að vera með
einkenni um æðaþrengsl en þeir
sem ekki voru það. Það sama gilti
ekki um konur. Rannsakendurnir
skilgreindu mikið vinnuálag sem
vinnu þar sem miklar kröfur eru
gerðar til starfsmanna en þeir
hafa lítið svigrúm til að hafa áhrif
á verkefni sem þeim eru falin.
Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt
tengsl milli vinnuálags og hjarta-
og æðasjúkdóma en ekki er hægt
að fullyrða að miklar kröfur í
vinnu séu orsakavaldurinn. Í rann-
sókninni voru karlarnir sem sögð-
ust vera undir vinnuálagi með
meiri þykknun í kransæðum sem
getur verið undanfari æðakölk-
unar. Þessi tengsl voru marktæk
þrátt fyrir að áhrif þátta eins og
reykinga, þyngdar, þjálfunar o.fl
væru útilokuð.
Slæm félagsleg staða
og æðasjúkdómar
Fyrri rannsóknir þessara vís-
indamanna sýna tengsl á milli
skyndilegs álags og aukinnar blóð-
fitu sem gæti verið hluti skýring-
arinnar. Þessir höfundar hafa líka
séð í öðrum rannsóknum að slæm
félagsleg staða og félagsleg ein-
angrun eru tengd hjarta- og æða-
sjúkdómum.
Vísindamennirnir hafa einnig
framkvæmt rannsókn þar sem
þeir fylgdu eftir tæplega 200 mið-
aldra einstaklingum í þrjú ár til að
meta hvort hækkun á blóðfitu
vegna streitu hefði áhrif til lengri
tíma litið. Þátttakendur voru látn-
ir kljást við verkefni sem voru
streituvaldandi og blóðfitan mæld
fyrir og eftir verkefnin. Þremur
árum seinna var blóðfitan aftur
mæld og í ljós kom að þeir sem
hækkuðu mest í blóðfitu í fyrra
skiptið voru enn hærri en hinir,
þrátt fyrir að tekið væri tillit til
þátta eins og aldurs, þyngdar og
reykinga.
Höfundarnir ráðleggja fólki að
leita leiða til að breyta við-
brögðum sínum við streitu.
Streitustjórnun dregur úr magni
streituhormóna en ekki er vitað
hvort hið sama gildir um blóðfitu.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið
Streitan er slæm
fyrir æðakerfið
Á engilsaxnesku er til eftirfarandi
slagorð um það hvernig maður
tekst á við verkefni sem valda
streitu: The three D’s; Deal With It,
Delegate It, or Dump It.
Á íslensku mætti segja: Höndlaðu
það, afhentu öðrum eða hentu því.
Anna Börg Aradóttir
hjúkrunarfræðingur
Nokkur ráð til
að bregðast við
streitu í starfi
Leitastu við að finna ástæð-
urnar og hvernig þú getur
bætt ástandið.
Láttu yfirmenn vita sem
fyrst ef þér finnst þú undir
miklu álagi.
Hafðu í huga að aðrir þættir
en vinnan geta verið orsaka-
valdurinn og að yfirmenn og
samstarfsmenn geta hugs-
anlega hjálpað þér.
Ef næsti yfirmaður er sá
sem veldur streitunni hafðu
þá samband við æðri stjórn-
endur, stéttarfélög eða
stofnanir eins og Vinnueftir-
lit ríkisins.
Margir óttast að segja frá
streitu sinni því þeir telja að
það sé veikleiki. Streita er
ekki veikleikamerki og getur
komið fram hjá öllum.
Streita tengd vinnu er nokk-
uð sem starfsmaður og yfir-
maður eiga að taka alvar-
lega.