Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 18
DAGLEGT LÍF 18 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung „LENGI hefur verið reynt að finna leið til að gera konur ófrjóar með að- gerð í gegnum legið. Margar tilraunir hafa verið gerðar sem ekki hafa gengið nógu vel. Þessi nýja aðferð hefur verið þróuð í um 10 ár og farið var að nota hana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu árið 2002. Þá var farið að gera aðgerðir með þessum hætti í stórum stíl. Aðgerðin gengur út á það að það er sett myndavél í gegnum leggöngin og leghálsinn inn í legið og þar er settur inn í eggjaleið- arann lítill málmgormur sem síðan situr fastur. Inni í gorminum er lítill bútur úr efni sem heitir dakron og örvar örvefjarmyndun og það er sá örvefur sem lokar eggjaleiðaranum innan frá. Það tekur um þrjá mánuði fyrir örvefinn að fullgera sig og eftir þann tíma er hann örugg getn- aðarvörn.“ Eftir þrjá mánuði er tekin röntgen- mynd af leginu og á þeirri mynd sést hvort gormurinn situr rétt. Í einstaka tilfellum kemur það fyrir að hann er ekki á réttum stað, en það er mjög sjaldgæft. Miklu auðveldara fyrir konur „Ég gerði um 30 aðgerðir með þessum hætti í Bandaríkjunum,“ seg- ir Jón. „Þegar byrjað er að nota nýjar aðferðir er best að gera þær í svæf- ingu. Hins vegar er þessi aðgerð þess eðlis að svæfing er ekki nauðsynleg, og eftir því sem læknir framkvæmir fleiri aðgerðir er þetta gert á einka- stofum og jafnvel án nokkurrar deyf- ingar, ekki einu sinni með staðdeyf- ingu. Konur tala um verki á bilinu 2,5–3 á skalanum 1–10 í aðgerð.“ Jón segir að konur finni kannski fyrir aðgerðinni á svipaðan hátt og við venjubundna móðurlífsskoðun. „Þetta gerir það að verkum að í dag eru ófrjósemisaðgerðir fyrir konur í raun jafnlítið mál og fyrir karla. Ófrjósemisaðgerðir karla eru bara gerðar í staðdeyfingu og tiltölulega lítið mál fyrir þá.“ Það hentar ekki öllum konum að fara í ófrjósem- isaðgerð með hefðbundinni aðferð. Það getur verið af því að þær séu of þungar, hafi farið í margar aðgerðir á kvið eða þoli illa að fara í svæfingu. „Með þessari aðferð getur maður framkvæmt ófrjósemisaðgerðir á þessum konum líka.“ Ekki hægt að gera þessa aðgerð á öllum konum Jón segir að í 3–5% tilvika sé ekki hægt að gera aðgerðina á konum. „Það er þá af því að maður nær ekki að setja gormana inn í eggjaleið- arana, þá annaðhvort vegna þess að það er einhver stífla í eggjaleið- urunum eða að þeir liggja í mjög skörpu horni á legið og maður nær ekki beygjunni.“ Áður en aðgerð er framkvæmd er konum sagt frá því að ekki sé alltaf hægt að klára aðgerð- ina. „Það er þó hægt í langflestum til- fellum,“ áréttar Jón Ívar. Óafturkræft „Þetta er algjörlega óafturkræft,“ segir Jón Ívar. „Ef konur ætla að fara í ófrjósemisaðgerð þá eiga þær að hugsa um þetta sem óafturkræfa að- gerð. Með hinni aðferðinni, þ.e. þar sem eru settar klemmur á eggjaleið- arana, er hugsanlega hægt að taka þær af og fjarlægja hluta eggjaleið- aranna og sauma saman aftur. Það er þó alls ekki góður árangur af því, en þó er sá möguleiki fyrir hendi. Konur eiga ekki að fara í þessa aðgerð nema þær séu ákveðnar í því að eignast ekki börn aftur.“ Þó segir Jón að ef kona skiptir um skoðun sé eini mögu- leikinn að fara í glasafrjóvgun. „Þó að þessir gormar séu þarna virðist það ekki hafa nein áhrif á árangur af glasafrjóvgunarmeðferð.“ Nú er það pappírsvinnan Almennt er ekki farið að gera þessa aðgerð á konum hérlendis. Jón Ívar er eini læknirinn sem hefur lært þetta og býr hér og starfar. Hann segir þó að mjög auðvelt sé fyrir lækna að tileinka sér aðferðina. „Þessir gormar kosta töluvert. Þann- ig borgar það sig ekki kostnaðarlega að gera þessar aðgerðir inni á spítala af því að það er ódýrara fyrir sam- félagið að gera þær á einkastofum. Þar er ekki þessi yfirbygging sem er á spítulunum.“ Af þessum ástæðum er Jón að reyna að fá Trygginga- stofnun til að taka þátt í kostnaði við að gera þessar aðgerðir úti í bæ af því að þar þarf ekki að borga svæf- ingalækni, aðstöðugjöld o.s.frv. „Þá er kostnaðurinn orðinn mjög svip- aður.“ Jón Ívar vonar að þessari pappírsvinnu verði lokið snemma á næsta ári. Jín Ívar útskrifaðist úr lækn- isfræði frá Háskóla Íslands 1995. Hann lauk sérfræðinámi frá Baylor College of Medicine í Houston í Tex- as og kom heim 2004. Hann starfar fjóra daga vikunnar á LSH og einn dag í viku er hann á stofu.  HEILSA | Nýjung í ófrjósemisaðgerðum kvenna Engin svæfing Í byrjun nóvember voru framkvæmdar tvær ófrjósemisaðgerðir á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi með aðferð sem ekki hefur verið notuð hérlendis áður. Jón Ívar Einarsson kvensjúkdómalæknir settist niður með Sigrúnu Ásmundar og sagði henni allt um þessa nýjung. TENGLAR ..................................................... essure.com sia@mbl.is Örvefur safnast utan á gorminn og lokar eggjaleiðaranum innanfrá. Ekki er mikil fyrirferð í gorminum. Morgunblaðið/Ómar Jón Ívar Einarsson kvensjúkdómalæknir vonast til að hægt verði að gera aðgerðir með nýju aðferðinni í byrjun næsta árs.  Tíðni þungana eftir að- gerðina með nýju aðferð- inni er 0,1%.  Tíðni þungana eftir aðgerð þar sem settar eru klemm- ur á eggjaleiðarana er 1%.  Tíðni þungana eftir aðgerð þar sem brennt er fyrir eggjaleiðarana er 2,5–3%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.