Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir umfangsmiklavinnu við breyt-ingar á skipulagi miðbæjarins á Akureyri, verður á næsta ári hafist handa við framkvæmdir, sem miða að því að bæta skipulag, atvinnuforsend- ur og mannlíf. Undirbún- ingur þessara skipulags- breytinga hefur staðið yfir í mjög stuttan tíma, miðað við umfang verksins og fjölmargir lagt þar hönd á plóginn. Upphafsmaðurinn að þessu öllu saman er Ragnar Sverrisson for- maður Kaupmannafélags Akur- eyrar en hann var orðinn þreyttur á þeirri neikvæðu umræðu sem var í gangi um miðbæinn og ákvað að taka málið í sínar hendur. Hann fékk til liðs við sig 14 öflug fyr- irtæki og stofnanir, sem lögðu fram umtalsverðar fjárhæðir til verkefnisins. Í kjölfarið hófst svo verkefnið undir yfirskriftinni Ak- ureyri í öndvegi, sem vakið hefur verðskuldaða athygli, bæði hér heima og erlendis. Einn stærsti þáttur verkefnisins var alþjóðleg hugmyndasamkeppni sem Ráð- gjafastofan Alta hafði umsjón með en Alta hefur stýrt verkefninu nánast frá upphafi. Verðlaunafé í samkeppninni var 86.000 evrur og var jafnframt gert ráð fyrir þeim möguleika að kaupa afnotarétt fleiri hugmynda. Næsta skref var að efna til íbúaþings á Akureyri og fór það fram í Íþróttahöllinni í september í fyrra. Þar gafst bæj- arbúum og öðrum áhugasömum færi á að hafa áhrif á verkefnið með vinnu með arkitektum og fag- mönnum. Forsendur samkeppn- innar tóku m.a. mið af þeim upp- lýsingum sem söfnuðust á íbúaþinginu. Bæjarbúar létu ekki sitt eftir liggja því um 1.600 manns, eða um 10% bæjarbúa, mættu á íbúaþingið, sem þótti tak- ast einstaklega vel. Þessu til við- bótar voru haldnir fundir með hagsmunaaðilum og embættis- mönnum bæjarins og því lætur nærri að um 2.000 manns hafi komið þar að málum. En það var ekki aðeins á Akureyri sem áhugi á þessu verkefni var mikill, því um 150 tillögur, frá um 40 löndum, bárust í hugmyndasamkeppnina og það var því ljóst að dómnefndin átti mikið verk fyrir höndum. Áræðni og drifkraftur Keppnin hófst í nóvember í fyrra eftir umfangsmikla vinnu við skilgreiningu á forsendum hennar. Keppnin var að ýmsu leyti með nýstárlegu sniði, bæði vegna hins umfangsmikla samráðs við undirbúning hennar og ennfrem- ur vegna þess hvernig veraldar- vefurinn var hagnýttur sem upp- lýsingamiðill. Þannig var þátttaka um víða veröld mun auðveldari og ódýrari en áður enda hafa aldrei borist fleiri tillögur í samkeppni af þessu tagi. Tillaga Graeme Massie Archi- tects í Edinborg í Skotlandi hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni en úrslitin voru kynnt við hátíðlega athöfn á Hólum, húsi Menntaskól- ans á Akureyri í maí í vor, um einu ári eftir að Ragnar kaupmaður lagði af stað með verkefnið. Í öðru sæti var tillaga frá Ewu Wielinska í Póllandi og tvær tillögur deildu þriðja sætinu, önnur frá Þýska- landi og hin tillagan var frá Ír- landi. Að auki voru keyptar at- hyglisverðar tillögur frá nokkrum arkitektum. Á þessum tímapunkti kom fram ríkur vilji hjá öllum sem að málum komu, til að haldið yrði áfram af fullum krafti með verk- efnið, þannig að tillögurnar gætu orðið að veruleika sem allra fyrst. Við verðlaunaafhendinguna sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri að verkefninu hefði verið ýtt úr vör af kraftmiklum einstakling- um og fyrirtækjum sem bæru hag bæjarins fyrir brjósti og yrði þeim seint fullþakkað þetta glæsilega frumkvæði. „Áræði þeirra og drif- kraftur er til marks um það besta sem hver bær getur alið.“ Eftir að úrslit í samkeppninni lágu fyrir var efnt til sýningar á öllum þeim tillögum sem bárust. Jafnframt hófst vinna stýrihóps, undir for- ystu Kristjáns Þórs bæjarstjóra, við frekari útfærslu á verðlauna- tillögunum. Niðurstaða stýrihóps- ins var svo kynnt um miðjan síð- asta mánuð og þá var það jafnframt ljóst að miðbærinn mun í nánustu framtíð taka miklum breytingum. Þar er m.a. gert er ráð fyrir stórmarkaði í miðbæn- um, umfangsmikilli íbúðarbyggð, uppbyggingu Glerárgötu, síki frá Pollinum og að Skipagötu, að hluti Akureyrarvallar fari undir íbúða- byggð og þar verði jafnframt fjöl- skyldu- og skemmtigarður. Bæjarstjóri sagði að skipulag miðbæjarins mundi endurspegla ásetning bæjaryfirvalda um að hann yrði þungamiðja mannlífs og menningar á Akureyri jafnt sem á Norðurlandi. Tillögur stýrihóps- ins voru kynntar á opnu húsi í Amtsbókasafninu um síðustu helgi og þangað komu fjölmargir bæjarbúar til að kynna sér fyrir- liggjandi hugmyndir. Tillögurnar verða teknar til afgreiðslu á næsta fundi umhverfisráðs og í bæjar- stjórn í kjölfarið. Önnur stór sveit- arfélag á landinu sem hafa farið af stað með verkefni sem þetta, þar sem íbúum hefur gefist kostur á að láta skoðanir sínar í ljós á íbúa- þingi, hafa öll horft til Akureyrar. Fréttaskýring | Framkvæmdir við breyt- ingar á miðbænum hefjast á næsta ári Akureyri í öndvegi Verkefnið miðar að því að bæta skipu- lag, atvinnuforsendur og mannlíf Íbúaþingið heppnaðist mjög vel. Ragnar var orðinn þreytt- ur á neikvæðri umræðu  Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið og það á vel við þegar rætt er um verk- efnið Akureyri í öndvegi. Ragnar Sverrisson kaupmaður var orð- inn þreyttur á neikvæðri um- ræðu um miðbæinn. Hann tók því málin í sínar hendur, fékk til liðs við sig öflug fyrirtæki og stofn- anir, sem hleyptu verkefninu af stað. Verkefnið hefur vakið gríð- arlega athygli bæði hérlendis og erlendis. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is ÍSLENSK börn af erlendum uppruna heimsóttu forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum um helgina. Tilgangurinn var að afhenda honum fyrsta eintakið af geisladisknum „Úr vísnabók heimsins.“ Börnin sungu nokkur lög fyrir forsetann, en á geisla- diskinum er að finna barnalög frá 18 löndum sungin á 15 tungumálum. Ólafur Ragnar var ánægður með sönginn og þakkaði kærlega fyrir sig. Með lögunum vilja börnin vekja athygli á að að- stæður barna í heiminum eru æði misjafnar og jafn- framt vilja þau safna fé til styrktar bágstöddum börn- um. Allar tekjur af sölu disksins renna óskiptar til aðstoðar Rauða krossins við munaðarlaus börn í sunn- anverðri Afríku. Diskurinn er unninn að frumkvæði Ellenar Krist- jánsdóttur söngkonu og Eyþórs Gunnarssonar tónlist- armanns. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sungu fyrir forsetann úr vísnabók heimsins DR. ANNA Ingólfsdóttir, dósent í tölvunarfræði við Álaborgarháskóla, sem sótti um stöðu dósents við tölv- unarfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands, hefur ákveðið að kæra til kærunefndar jafnréttismála ráðn- ingu karlkyns umsækjanda á grundvelli gagna sem hún telur að bendi til þess að hún sé hæfari samkvæmt öll- um hefðbundnum akademískum matsvenjum. Að sögn Önnu voru engin fagleg rök gefin fyrir vali umsækjand- ans, hvorki í skor, deild né af rektor, þó svo að lög og reglur háskólans kveði á um slíkt. Anna hefur farið fram á rökstuðning háskólarektors fyrir ráðningunni og bent rektor á að verkfræðideild hafi gengið framhjá öllum innsendum gögnum og með- mælum hennar. Svörin sem bárust frá lögfræðingi rektors voru engan veginn viðunandi að mati Önnu. Ráðningarferlinu klúðrað „Það sem gerir þetta mál enn bagalegra er að jafn- réttisráð er nýbúið að veita HÍ jafnréttisviðurkenningu og því hlýtur það að skjóta skökku við þegar karl er tekinn fram yfir hæfari konu í deild þar sem nánast engar konur gegna kennslu,“ segir Anna. „Ráðning- arferlinu verður best lýst sem klúðri því hvorki er tekið tillit til rannsóknareynslu umsækjenda né jafnrétt- isáætlunar Háskóla Íslands, heldur byggist ákvörðun verkfræðideildar eingöngu á mati á kennslu í grunn- námi. Því til viðbótar eru ekki færð rök fyrir því að sá sem stöðuna hlaut sé hæfari en ég í kennslu en látið nægja að vitna í framburð eins deildarmanns um málið. Svona meðferð mála býður einmitt upp á klíkuskap í ráðningum sem því miður er allt of algengur við stofn- unina. Þessi meðferð mála, þ.e.a.s. að horfa algjörlega framhjá rannsóknareynslu umsækjenda, stangast einn- ig algjörlega á við þá auknu áherslu sem er á rann- sóknir og rannsóknatengt nám í háskólaumhverfinu bæði hér og annars staðar og kom til dæmis glögglega í ljós í viðtali við rektora Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Kastljósi Ríkisútvarpsins nýlega.“ Telur Háskóla Íslands hafa brotið jafnréttislögin REKTOR Háskóla Íslands féllst á sjónarmið verkfræðideildar varðandi ráðningu Kristjáns Jónassonar og sendi Önnu Ingólfsdóttur umsækj- anda bréf þar sem rökstuðningur rektors var reifaður. Í bréfi rektors til Önnu hinn 18. nóvember er vísað til sjónarmiða fundar verkfræðideild- ar frá 8. júní en þar var komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því að Kristján yrði ráðinn dósent. Í niður- stöðunni er þess einnig getið að deild- in hafi lagt áherslu á kennsluþátt starfsins. Mat deildarinnar var að Kristján væri afburðagóður kennari og ætti auðvelt með að fá nemendur til samstarfs. Þrátt fyrir mikla reynslu Önnu á sviði rannsókna og kennslu væri það mat deildarinnar að Kristján væri hæfari til að gegna starfinu, enda hefði hann farsælan rannsókna- og kennsluferil að baki við HÍ. Niðurstaða fundarins var byggð á þeirri reynslu sem einstaka kennarar innan deildarinnar hefðu haft af samstarfi við þessa umsækj- endur. Reynt að leggja eins hlutlægt mat á umsækjendur og unnt er Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ segir í samtali við Morgunblaðið að ráðningarferli við HÍ sé tvíþætt, ann- ars vegar er skipuð dómnefnd sem metur menntun, rannsóknavirkni og kennslureynslu. „Að því loknu fer umsóknin til meðferðar hjá viðkom- andi deild sem greiðir atkvæði að teknu tilliti til dómnefndarálits. Einn- ig er tekið tillit til árangurs í kennslu og tekið mið af almennum þáttum, s.s. samskiptahæfileikum og fleiru. Þessi niðurstaða er send rektor sem virðir að jafnaði niðurstöðu úr þessu ferli og það er það sem gerðist í þessu tilviki. Það er reynt að leggja eins hlut- lægt mat á umsækjendur og unnt er og leitast við að komast að bestu nið- urstöðunni. Auðvitað eru ekki allir alltaf ánægðir með niðurstöðuna og þá hefur fólk ýmis úrræði s.s. að kæra.“ Aðspurð hvort það skjóti ekki skökku við að karl sé tekinn fram yfir konu við deild sem nánast alfarið er skipuð körlum, á sama tíma og HÍ hefur hlotið jafnréttisviðurkenningu, segir Kristín að HÍ hafi lagt áherslu á jafnréttismál eins og dæmin sanni. „Það að karl sé valinn í stað konu er niðurstaða tvíþætts ferlis, þar sem tekið er tillit til hinna mismunandi þátta eins og ég áður nefndi.“ Rektor fellst á sjónarmið verkfræðideildar skólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.