Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 25
MINNINGAR
Ég var montin að eiga þig sem
systur og oft fannst mér ég þurfa
að umvefja þig, þú varst svo lítil og
brothætt, samt svo ótrúlega seig og
dugleg, það sýndi sig best þegar þú
settir á stofn þína eigin snyrtistofu
af mikilli natni og samviskusemi.
Fallegt umhverfi stofunnar bar
þess merki að þú varst mikill fag-
urkeri og varst mikið fyrir fallega
hluti. Út úr húsi fórst þú aldrei
öðruvísi en tilhöfð og vel snyrt
enda snyrtisérfræðingur að mennt.
Baldur sagði mér að degi fyrir
andlát þitt fóruð þið fjölskyldan
saman í Smárann, þú varst svo
ánægð og stolt í fínu fötunum og
nýju flottu skónum og með nýja
veskið sem Baldur færði þér þegar
hann kom úr síðustu utanlandsferð
nokkrum dögum áður, þú vildir
alltaf vera flott. Hamingjan brosti
við litlu fjölskyldunni, það var verið
að hugleiða jólin, það átti að klára
ýmislegt heima því það átti jafnvel
að breyta um og vera heima í
Kópavoginum þessi jól. Nokkrum
stundum seinna ertu horfin á braut.
Þetta er ótrúlegt, Silla mín, við
sem stöndum eftir reynum að halda
utan um Baldur og Eddu Karitas.
Ég veit þú verður hjá þeim, Silla
mín, og leiðir þau áfram. Þið voruð
öll svo samstillt og gerðuð allt sam-
an. Hamingjusöm fjölskylda.
Við systkinin og fjölskyldur biðj-
um góðan Guð að styrkja Baldur og
Eddu Karitas og alla fjölskylduna á
þessari sorgarstundu. Þið eigið
góðar minningar að ylja ykkur við.
Elsku systir okkar, við biðjum
góðan Guð að varðveita þig, ég veit
þú verður fallegur engill eins og þú
varst í þessu lífi.
Fyrir hönd okkar systkina þinna
Anna, Hjörleifur, Helgi,
Vignir, Helga og fjölskyldur.
Hún Sigurlaug frænka var ein af
þeim konum sem stóðu upp úr
fjöldanum, hvar sem hún var. Sem
lítil stúlka með ljóst sítt hár og stór
brún augu vakti hún jafnan athygli
vegfarenda í heimabæ sínum á Ak-
ureyri.
Ég man fyrst eftir frænku minni
þegar hún er á unglingsaldri. Þá
var ég smástelpa sem horfði aðdá-
unaraugum á Sigurlaugu klæðast
flottu fötunum sínum og hafa sig til
fyrir Sjallann. Henni varð stundum
heitt í hamsi þegar leið að kvöldi og
hún var ekki búin að finna föt sem
pössuðu fullkomlega saman. Það
lék enginn vafi á að hún hafði næmt
auga fyrir fegurð og litasamsetn-
ingu og mér fannst að það ætti
örugglega enginn jafn fallega
frænku og ég. Þessar listrænu gáf-
ur áttu eftir að móta starfsval
hennar sem snyrtifræðings seinna
meir og að fá að njóta sín í sköp-
unargleði innan heimilisins.
Sigurlaug flutti til Reykjavíkur
til að nema snyrtifræði og fann hún
sig fullkomlega í þeirri grein. Hún
var einstaklega gefandi manneskja
og vildi öllum vel. Hennar nánustu
nutu góðs af dekri eins og andlits-
böðum, nuddi og aldrei gaf Sig-
urlaug nema það allra besta.
Fyrir nokkrum árum lét hún
draum sinn rætast og opnaði sína
eigin snyrtistofu í Kópavogi, sem
var bæði glæsilega og hlýlega inn-
réttuð, og naut hún þess tímabils
vel.
Stuttu eftir tvítugt kynnist Sig-
urlaug lífsförunaut sínum í Baldri,
sem var hennar bjargfesti og
hvatningarmaður þegar á reyndi.
Saman eignuðust þau Eddu Karítas
sem var augasteinn móður sinnar
og virtust þær stundum sem ein
væri.
Sigurlaug var ákaflega trygg
sínu fólki og lét ekkert tækifæri
ónýtt til þess að heimsækja
bernskuslóðir í þorpinu á Akureyri.
Við sem eftir lifum þökkum fyrir
að hafa fengið að kynnast Sigur-
laugu og biðjum Guð að vera með
Baldri og Karítas og styrkja þau í
sorginni.
Drífa Davíðsdóttir.
Elsku Silla. Mikið fannst mér
sorglegt að heyra að þú værir farin
héðan svona fyrirvaralaust og svo
allt of ung. Reyndar trúi ég því
varla enn. Síðustu daga hafa minn-
ingarnar hrannast upp og þær eru
óteljandi. Fyrir utan að hafa verið
bestu vinkonur í mörg ár þá vorum
við líka bekkjarsystur nær öll okk-
ar grunnskólaár.
Ég man t.d. eftir okkur sem
litlum stelpuskjátum að leika okkur
með dúkkulísur, úti að renna okkur
á snjóþotum, þegar við nokkrum
árum síðar urðum fyrst skotnar í
strákum (reyndar minnir mig að
fyrst höfum við verið skotnar í
sama stráknum), Spánarferðinni
sem við fórum í, útilegunni
skemmtilegu í Vaglaskógi og
mörgu fleiru sem tengist gelgjunni
svokallaðri með öllu því sem henni
fylgir. Já, þá var oft margt brallað
og mikið hlegið.
Eftir að við fluttum suður varð
sambandið alltaf strjálla og strjálla
en þó varð mér oft hugsað til þín og
vinataugin var sterk eins og ég
fann svo greinilega þegar ég hitti
þig núna fyrir stuttu. Þú varst þá,
eins og þú varst alltaf, svo falleg
með ljósa hárið þitt, stóru brúnu
augun og þitt einstaklega fallega
bros. Mikið fannst mér gott og
gaman að sjá þig og það hvarflaði
að sjálfsögðu ekki að mér þá að það
væri síðasta skiptið sem við hitt-
umst.
Ég horfi í ljóssins loga
sem lýsir í hugskot mitt
og sé í björtum boga
brosandi andlit þitt.
(Snjólaug Guðm.)
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku Silla mín. Takk fyrir allar
þessar góðu og skemmtilegu stund-
ir sem við áttum saman í gegnum
öll árin.
Baldri, Eddu Karitas og öðrum
aðstandendum sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þín æskuvinkona,
Helga.
Í dag kveð ég kæra vinkonu til
25 ára. Ég upplifi sterkar en
nokkru sinni fyrr mikilvægi þess að
gefa sér tíma til að rækta vináttu
og njóta hverrar stundar. Ég finn
fyrir depurð og söknuði en ofarlega
í huga mínum er einnig þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa fengið sem
18 ára ung stúlka að kynnast tveim
yndislegum manneskjum sem æ
síðan hafa verið og munu alltaf
verða hluti af lífssögu minni og
minningum.
Ég kynntist Sillu vinkonu og
Eddu móður hennar sumarið 1981
á Skjaldarvík. Þetta sumar mynd-
uðust með okkur traust og einlæg
vináttutengsl. Silla var einstök
manneskja og bar alltaf hag sinna
nánustu fyrir brjósti. Ég naut
þeirra forréttinda að vera fasta-
gestur í Stórholtinu á menntaskóla-
árum. Minningarnar eru margar.
Við rúntuðum um Akureyrarbæ á
„litla bílnum“ hennar Sillu, komum
títt við á bensínstöðvum til að
kaupa bensín fyrir smáupphæðir og
á þvottaplönum svo bíllinn væri nú
hreinn og flottur. Við byrjuðum í
megrun fyrir hádegi í vinnunni,
borðuðum bara soðið hvítkál en
slógum svo saman í lakkríspoka
seinni partinn. Árin liðu, ég fór að
búa og eignaðist dóttur. Silla og
Edda komu í heimsókn og færðu
dóttur minni sinn fyrsta jólakjól. Í
dag er hann vel varðveittur svo
dóttir mín geti átt hann sem minn-
ingu eða hugsanlega notað hann
síðar á lífsleiðinni.
Silla flutti suður, lærði snyrti-
fræði, kynntist Baldri og fór að
búa. Stuttu seinna eignuðust þau
dóttur, hana Eddu Karitas.
Eftir að við fjölskyldan fluttum
suður, áttum við Silla saman marg-
ar góðar stundir, oftast með dætr-
um okkar. Við nutum þess að hitt-
ast og ræða um það sem okkur lá á
hjarta hverju sinni.
Ekki hvarflaði það að mér að svo
fljótt kæmi að ótímabærri kveðju-
stund. En minningin um yndislega
vinkonu mun lifa að eilífu, að hafa
fengið að kynnast henni hefur
auðgað líf mitt.
Elsku Baldur og Edda Karitas,
missir ykkar er mikill. Ég og fjöl-
skylda mín vottum ykkur okkar
innilegustu samúð og biðjum þess
að góður Guð veiti ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Sigrún Broddadóttir.
Okkur langar að minnast stutt-
lega góðrar vinkonu sem nú hefur
kvatt. Hugurinn reikar til baka til
okkar krakkanna í Stórholtinu þar
sem lífið var svo áhyggjulaust og
endalausir leikir og gleði. Það voru
ófáar útilegurnar sem við vinkon-
urnar fórum í og stelpuferðir til
Reykjavíkur þar sem tískubúðirnar
voru þræddar.
En tíminn líður og hver fer í sína
áttina. Við höfum hitt Sillu mis-
mikið undanfarin ár en minningin
lifir í hjarta okkar. Við þökkum
þér, Silla, fyrir allar góðu stund-
irnar og vottum Baldri, Eddu Kar-
ítas og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúð.
Sofðu rótt, kæra vinkona.
Stefanía og Heiða Hrönn.
Síðasta vetur okkar Gunna á
Laugarvatni lékum við báðir í léttu
gamanleikriti, hinu fyrsta ,,í fullri
lengd“ sem sett var á svið í skól-
anum. Það hét Gleiðgosinn og Gunni
þótti sjálfkjörinn í titilhlutverkið,
glaðbeittan náunga sem sí og æ var
að létta gömlum félögum sínum lífið,
koma einum þeirra í borgarstjórn,
öðrum í hjónaband o.s.frv. Ég lét
einhvern tíma þau orð falla að þarna
hefði Gunni ekkert þurft að leika,
svo eiginlegt var það honum að
verða öðrum að liði. Nú finnst mér
rétt að bæta því við að sumar að-
ferðirnar sem Gleiðgosinn notaði til
að koma ætlun sinni fram hefði
Gunni reyndar aldrei leikið eftir
nema á sviðinu, svo heilsteyptur og
vandaður sem hann var.
Ég veit ég mæli fyrir munn
bekkjarsystkina okkar þegar ég
þakka Gunna samverustundirnar og
allar þær ljúfu minningar sem hann
lætur eftir sig. Ástvinum hans sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Kristinn Kristmundsson.
Vinur okkar til margra ára, Gunn-
ar Oddur Sigurðsson, er lagður til
hinstu hvílu í dag. Vinátta okkar
spannaði nær hálfa öld eða allt frá
1959, er hann hóf störf hjá Loftleið-
um, í gamla Grumman-flugvélakass-
anum á Reykjavíkurflugvelli, sem
þá kallaðist afgreiðslusalur farþega
í millilandaflugi. Á þeim tíma not-
uðu Loftleiðir stórmagnaðar teg-
undir flugvéla, DC4 og voru að
byrja með DC6B, og þá var að hefj-
ast mesta uppgangstímabil Íslend-
inga í millilandaflugi. Slagorðið
„Fljúgðu hægt og borgaðu vægt“
var í algleymingi. Flug Loftleiða frá
Lúxemborg til New York, með milli-
lendingu á Íslandi, vann sífellt á og
nokkrum árum síðar, þegar Loft-
leiðir flugu stærstu vél Atlantshafs-
ins með 189 farþega innanborðs á
þessari leið, voru þeir oft kallaðir
„The Hippie Express“ – Flugfélag
blómabarnanna – og toppurinn var
21 flugferð á víku á milli heimsálf-
anna. En nú er hún Snorrabúð
stekkur.
Afdráttarlaus samkeppni ís-
lensku flugfélaganna var í algleym-
ingi á Evrópuleiðunum, sem endaði,
eins og kunnugt er, með lagasetn-
ingu, þar sem samkeppnin var
bönnuð. Nú er öldin önnur og sam-
keppnin aftur leyfileg, meira að
segja bannað að banna hana.
Gunnar Oddur var rétt rúmt ár í
þjónustu Loftleiða á Íslandi og var
færður til í starfi til Loftleiða í New
York á Idlewild-flugvelli, eins og
hann hét þá. Þjálfun flugumsjónar-
manna Loftleiða var í burðarliðnum
og á þessum tíma sendu Loftleiðir
fimm flugumsjónarmenn til náms í
New York og þannig atvikaðist að
margir þeirra bjuggu hjá Gunnari
Oddi í New York meðan á náminu
stóð. Þegar svo allir voru komnir
aftur heim hélt vinskapurinn áfram
og lét aldrei á sjá, þótt sumir okkar
hyrfu til annarra starfa; Gunnar
Oddur, nú kominn með fjölskyldu,
til Bahama-eyja og síðan til Chicago
og svo aftur heim, á Keflavíkurflug-
völl, í Reykjavík, á Akureyri eða allt
þar til að hann lét af störfum hjá
Flugleiðum. Skömmu síðar fluttust
þau hjónin í þriðja sinn til Banda-
ríkjanna.
Við hinir veltumst líka um í flug-
kerfinu, til Lúx og heim aftur eða
hættum af því að við héldum að
grasið væri grænna annars staðar.
Minnisstæð er tíu daga ferð okkar
sex félaganna á tveimur jeppum,
annar rauður og hinn grár, um
Sprengisand og Norðurland og til
baka yfir Kjöl í ágúst 1964. Aðeins
þrír okkar eru nú eftir til að rifja
upp þessa mögnuðu ferð, þar sem
Gunnar Oddur geystist um á sandi
með gráan bíl í bandi.
Margra samverustunda er að
minnast yfir langt tímabil og eru
þær allar okkur kærar. Gunnar
Oddur og Doddý voru höfðingjar
heim að sækja, Gunnar Oddur hrók-
ur alls fagnaðar í góðum hópi og
eignuðust þau fjölda vina, bæði hér
heima og erlendis, sem margir hafa
haldið sambandi við þau hjónin þótt
bætt hafi í vegalengdirnar og lengra
orðið á milli vinafunda.
Hann var góður vinur, hans verð-
ur sárt saknað.
Doddý og hennar góðu fjölskyldu
vottum við okkar innilegustu samúð
og biðjum þeim Guðs blessunar.
Megi Gunnar Oddur, drengur
góður, hvíla í friði.
Kristinn (Diddi), Einar
og Svavar.
Góður vinur og samstarfsfélagi er
fallinn frá, Gunnar Oddur Sigurðs-
son. Hann lést eftir baráttu við ill-
vígan sjúkdóm.
Kynni okkar voru löng og góð yfir
fjóra áratugi, þótt leiðir skildu oft
um tíma. Kynni okkar hófust fyrst
hjá Loftleiðum, þar sem við störf-
uðum saman, en fljótt lágu leiðir
Gunnars til útlanda. Starfaði hann
hjá félaginu í New York, á Bahama-
eyjum hjá „Air Bahama“ sem var í
eigu Loftleiða, síðan í Chicago, það-
an lá leiðin aftur heim til Íslands.
Þau hjón áttu samt eftir að halda
vestur um haf um tíma.
Á öllum þessum stöðum stóð hús
og heimili þeirra hjóna opið vinum
og kunningjum. Þau voru svo sann-
arlega höfðingjar heim að sækja.
Það voru ófáir sem nutu gestrisni
þeirra. Þar fengu allir húsnæði, við-
urværi í mat og drykk ásamt akstri
frá einum stað til annars, sér að
kostnaðarlausu. Það kom aldrei til
greina að greiða neitt.
Þótt Gunnar dveldi langdvölum
erlendis, var hans ættarland alltaf
sterkt í hans huga og ekki síst minn-
ingar frá Stykkishólmi, en þar
dvaldi hann á yngri árum.
Gunnar var virtur bæði í starfi og
meðal vina, glaðlyndur og gaman-
samur maður með góða kímnigáfu.
Fróður vel, gefandi, með jákvætt
hugarfar og vinamargur.
Gunnars Odds verður sárt saknað
af vinum og félögum. Mestur er þó
missir hans ástríku fjölskyldu, sér-
staklega eiginkonu, sem sér á bak
elskuðum ævifélaga. Við vottum
þeim innilega samúð og biðjum guð
að styrkja þau í sorginni.
Blessuð sé minning hans.
Hafdís, Jón og kaffifélagarnir.
Félagar í Lionsklúbbnum Fjölni
kveðja í dag virtan og ötulan liðs-
mann.
Gunnar kom í klúbbinn okkar
haustið 1998, þegar hann flutti til
Reykjavíkur en hann hafði áður
starfað lengi í Lionsklúbbnum
Hugin á Akureyri. Hann hafði
starfað mikið innan Lionshreyfing-
arinnar á landsvísu og m.a. verið
umdæmisstjóri í umdæmi 109B og
var útnefndur Melvin Jones félagi
árið 1992 en það er æðsta viður-
kenning innan hreyfingarinnar.
Við gleðjumst alltaf þegar nýir
menn koma til þess að vinna með
okkur, því að verkefnin eru nóg og
alltaf þörf á að leggja lið þeim sem í
vanda á.
Verkefni okkar klúbbs, Fjölnis,
var lengi vel meðferðarheimilið að
Víðinesi, en eftir að það var lagt nið-
ur tókum við upp samvinnu við með-
ferðarheimilið í Krísuvík, þar sem
verkefni hafa verið og verða lengi
ærin.
Gunnar Oddur lét ekki mikið yfir
sér þegar hann fór að mæta á okkar
fundum. Fæstir okkar þekktu
manninn af fyrri störfum, og við
vissum því lítið við hverju ætti að
búast. En það þurfti ekki að velkjast
lengi í efa um hvernig Gunnar
myndi vinna með okkur þegar að
verkefnum kom, hann var ávallt í
fremstu röð þeirra sem á verkefnin
réðust, og alltaf tilbúinn að veita ráð
og leiðbeiningar, og strax sýndi sig
að hann tók af miklum reynslusjóði
sem okkur hefur orðið mikill happa-
fengur. Klúbburinn okkar fagnaði
50 ára afmæli sl. vor og var Gunnar
Oddur formaður afmælisnefndar. Á
fyrsta fundi síðasta starfsárs kynnti
Gunnar fyrir okkur félögunum
myndarlegan söfnunarbauk í ljóns-
líki, sem hlaut nafnið „Fjölli“. Var
hann látinn ganga á milli manna á
öllum fundum vetrarins og safnaðist
í hann dágóð upphæð sem gerði
klúbbnum kleift að gera afmælishá-
tíðina sem veglegasta.
Við Fjölnismenn vottum eigin-
konu Gunnars, Margréti Þ. Þórðar-
dóttur, og öllum þeirra nákomnu
ættingjum og vinum innilega samúð
við fráfall Gunnars, og um leið þökk-
um við góð kynni sem við allir hefð-
um viljað að yrðu lengri og nánari.
Við kveðjum Gunnar með söknuði
og fullvissu um að við kynntumst
góðum og ósérhlífnum manni sem
vildi leggja öllum lið í fullri einlægni
og í fullu samræmi við einkunnarorð
Lionshreyfingarinnar.
F.h. Lionsklúbbsins Fjölnis,
Þórhallur M. Einarsson,
formaður.
Góður drengur er farinn frá okk-
ur, en eins og alltaf þá eru minning-
arnar um farinn dreng góðar.
Ég kynntist Gunnari fyrst í starfi
hjá Loftleiðum á uppbyggingarár-
um flugfélagsins, hann starfaði á
Keflavíkurflugvelli en ég í Reykja-
vík.
Það sem greindi Gunnar frá öðr-
um mönnum var hans einstaka góð-
vild í garð annars fólks og þetta
fylgdi honum alla hans ævi. Gunnar
var dæmigerður maður sem skildi
galla og gæði mannskepnunnar, og
hann sýndi það ávallt í verki og
störfum.
Það var mér og öðrum í þessum
flugfélagaheimi Íslands gleðiefni
þegar Sigurður (eldri) Helgason
skipaði Gunnar í starf stöðvarstjóra
Air Bahama í Nassau á Bahamaeyj-
um.
Samvinna okkar starfsmanna
Loftleiða á Kennedyflugvelli í New
York og Gunnars var einstaklega
góð og það verk sem Gunnar vann
þarna á Bahamaeyjum gleymist
ekki og þakka ég hér með fyrir það.
Íslendingar standa í mikilli þakkar-
skuld við Gunnar, sem ávallt vann
að uppbyggingu ferðamála Bahama-
búa og um leið aðgengi Íslendinga
að þessari náttúruperlu Karíbahafs-
ins.
Í gósentíð Loftleiða varð Gunnar
stöðvarstjóri Loftleiða í Chicago,
Illinois. Þar með varð okkar sam-
starf nánara en fyrr, og ég minnist
þessarra ára með mikilli gleði, því
það var einstakt að vinna með Gunn-
ari í öllum þeim verkefnum sem
hann tók að sér fyrir félagið og svo
auðvitað ferðamanninn, Íslending-
inn sem var að ferðast um Chicago.
Glæsilegt starf, að öllu leyti, hjá
Gunnari.
Þegar Flugleiðir litu dagsins ljós
skildi leiðir okkar Gunnars, en
heimurinn er smár og þegar ég var
önnum kafinn að ráða stöðvarstjóra
fyrir nýtt flugfélag í Las Vegas,
Nevada, þá varð Gunnar Oddur fyr-
ir valinu sem stöðvarstjóri félagsins
í Texas. Engin spurning!
Ég vil, með þessum fátæklegu
orðum, minnast þín, Gunnar, og
þakka þér fyrir öll þau „smáverk“,
sem voru í raun stórverk, sem þú af-
kastaðir í þínu starfi og um leið
þakka þér fyrir samferðina. „It was
quite a ride.“
Hér gekk góður maður.
Baldvin Berndsen.