Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræðan á morgun …daglegt málþing þjóðarinnar LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp af- hentu þremur aðilum Múrbrjótinn á laugardag, á alþjóðadegi fatlaðra. Múrbrjóturinn er viðurkenning sem samtökin veita ár hvert aðilum eða verkefnum, sem hafa, að mati sam- takanna, rutt fólki með fötlun nýjar brautir til jafnréttis á við aðra í sam- félaginu. Afhendingin fór fram við hátíð- lega athöfn á Grand Hótel þar sem Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, afhentu Múrbrjótinn. Verðlaunahafar í ár eru Svæð- isskrifstofur málefna fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi og Fjöl- skyldudeild félagsþjónustu Akureyr- arbæjar. „Þessar starfsstöðvar fengu allar Múrbrjótinn fyrir at- vinnu með stuðningi, en hún er not- uð til að aðstoða fatlaða við að kom- ast út á almennan vinnumarkað,“ segir Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar. „Við höfum allt frá árinu 1993 notað al- þjóðadag fatlaðra til að draga fram það sem vel er gert í málefnum fatl- aðra til þess að það geti verið öðrum til fyrirmyndar.“ Múrbrjóturinn er stytta sem er hönnuð og framleidd af listamönnum á Handverkstæðinu Ásgarði í Mosfellsbæ. Styttan sýnir tré sem brýtur stein og er hug- myndin sú að þeir sem fái Múrbrjót- inn hafi brotið múra í málum fatl- aðra. „Þessi viðurkenning er eftirsótt og þeim sem fá hana finnst vænt um það. Stjórn Þroskahjálpar ákveður eitthvert viðfangsefni ár hvert sem hún vill draga fram í kastljósið. Með Múrbrjótnum drögum við fram það sem vel er gert, ekki síður en við bendum á það sem betur mætti fara þegar það á við,“ segir Friðrik. Stuðningur á vinnumarkaðinum Árni Már Björnsson er for- stöðumaður Atvinnu með stuðningi hjá Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra í Reykjavík. Hann segir Múr- brjótinn góða viðurkenningu fyrir þeirra störf. „Atvinna með stuðningi gengur út á þrjá þætti, að finna starf við hæfi samkvæmt óskum og vilja einstaklingsins, kenna og þjálfa fólk upp í störfunum og veita stuðning þegar út á vinnumarkaðinn er kom- ið. Fötluðu einstaklingarnir eru oft að stíga sín fyrstu skref á vinnu- markaðinum í gegnum okkur, þeir þurfa sína aðlögun og sinn stuðning, og það þarf oft að fara hægar í sak- irnar með þeim en annars.“ Árni segir vinnumarkaðinn hafa tekið mjög vel á móti atvinnu með stuðningi. „Það er sérstaklega gott ástand núna og við finnum að það er mikill vilji hjá fyrirtækjum að ráða fatlaða í vinnu. Í dag erum við með um 75 manns í Reykjavík út á vinnu- markaðinum. Ég tel að allt upp í þriðja hundrað manns sé á vegum at- vinnu með stuðningi víða um land.“ Atvinna með stuðningi hófst í Reykjanesbæ um 1990, í Reykjavík í byrjun 1999 og á Akureyri 1996. „Múrbrjóturinn sannar fyrir okkur að við erum á réttri leið. Þessi vinnu- brögð virka og það hefur líka sýnt sig erlendis þar sem atvinna með stuðningi hefur sumstaðar verið frá um 1970, þar er þetta ekki endilega fyrir fatlaða heldur líka til að hjálpa langtíma atvinnulausum og þeim sem hafa lent í eiturlyfjaneyslu að fóta sig aftur á vinnumarkaðinum,“ segir Árni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Múrbrjótarnir 2005. Frá hægri má sjá Árna Má Björnsson frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Sigríði Kristjánsdóttur, Helgu Rún Gústafsdóttur og Ingibjörgu Ísaksdóttur frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykja- nesi og Huldu Steingrímsdóttur og Guðrúnu Sigurðardóttur frá fjölskyldudeild Félagsþjónustu Akureyrarbæjar. Atvinna með stuðningi fær Múrbrjótinn LAGT hefur fram á Alþingi stjórn- arfrumvarp um að Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, verði gerðar að hlutafélagi frá og með næstu ára- mótum. Samkvæmt frumvarpinu skulu öll hlutabréf í hlutafélaginu vera í eigu ríkissjóðs og fer iðnaðar- ráðherra með eignarhlut ríkisins í félaginu. Fram kemur einnig að hlutafélag- ið tekur við einkarétti RARIK til starfrækslu hita- og/eða dreifi- veitna á orkuveitusvæði RARIK. Hlutafélagið yfirtekur allar eignir veitnanna og skuldbindingar, þar á meðal virkjanir. Tilgangi og verk- efnum hlutafélagsins skal nánar lýst í samþykktum þess og sam- þykktum hlutafélagsins má breyta á hluthafafundi samkvæmt almenn- um reglum. Þá er gert ráð fyrir að stjórn hlutafélagsins setji félaginu gjaldskrá í samræmi við ákvæði raf- orkulaga. Á orkuveitusvæði veitnanna búa tæplega 50 þúsund manns út um allt land. Veiturnar eiga og reka há- spennukerfi sem er um 8.700 kíló- metrar að lengd, sem samanstendur af dreifilínum, stofnlínum, aðveitu- stöðvum og dreifikerfum á um 50 þéttbýlisstöðvum víðs vegar um landið. Þá eiga veitunar níu vatns- aflsvirkjanir, flestar fremur litlar. Þeirra stærst er Lagarfossvirkjun, en unnið er að nærfellt þreföldun hennar. Eigin raforkuframleiðsla er um 14% af sölu, en það sem á vantar er keypt af Landsvirkjun. Frá árinu 1991 hefur RARIK keypt átta hita- og/eða rafveitur í bæjarfélögum í öllum landshlutum nema á Vest- fjörðum. Þá eiga veiturnar helming hlutafjár í Héraðsvötnum ehf. sem er félag sem undirbýr virkjun Hér- aðsvatna við Villinganes. Þær eiga einnig 90% í hlutafélaginu Sunn- lenskri orku ehf. ásamt Hvera- gerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi, en tilgangur félagsins er að standa að virkjun jarðhita í og við Grændal, auk hluta í sjö öðrum félögum, sem ekki eru tilgreindir í greinargerð með frumvarpinu. Eigið fé 11 milljarðar Eigið fé RARIK var tæpir 11 milljarðar króna í árslok 2004 og veltan á því ári nam tæpum 6,5 milljörðum króna. Rekstrarafgang- ur fyrir afskriftir var um 1.500 milljónir króna og nam rekstrar- hagnaður eftir afskriftir tæpum 500 milljónum króna. Starfsmenn voru 214 talsins um síðustu áramót. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að margvísleg rök séu fyrir stofnun hlutafélags. Það rekstrarform sé mun hentugra en það sem fyrir er, ábyrgð ríkissjóðs takmarkist við hlutafjáreign, rekst- urinn verði sveigjanlegri og öll önn- ur orkufyrirtæki hafi kosið hluta- félagaformið nema Orkuveita Reykjavíkur sem fremur hafi kosið sameignarfélagsformið, sem sé sama rekstrarform og Landsvirkj- un hafi notað. Þá sé með því að breyta rekstrarformi RARIK opnað á þann möguleika að aðrar orkuveit- ur geti gengið inn í hlutafélagið og orðið hluthafar í því. Frumvarp um að RARIK verði hlutafélag frá áramótum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti RARIK eiga og reka háspennukerfi sem er samtals um 8.700 kílómetrar á lengd og nær til um 50 þéttbýlisstöðva víðs vegar um landið. UM það er að velja að fresta vandanum og fá hann síðan í and- litið með óðaverðbólgu, röskun á öllum viðskiptum og átökum á vinnumark- aði, eða að takast á við erfiðleika strax og geta síðan vænst þess að ná þokkalegri lendingu þegar þensluvaldar slakna og um hægist í hag- kerfinu, sagði Jón Sigurðsson seðla- bankastjóri í erindi sínu á afmælisráð- stefnu Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga. Jón ræddi nokkuð um peningamálaað- gerðir Seðlabankans og sagði að aðstæður hérlendis, og ekki síður samhengi við að- stæður erlendis, yllu því að þeim hefði verið miðlað í gegnum gengi krónunnar. „Allir hafa áhyggjur af því hvernig staða útflutnings- og samkeppnisgreina versnar við þetta. Í þessu efni verður að vega og meta mismunandi vonda kosti og erfiðleika þegar bólgan er þeg- ar fyrir hendi og þrýstir á. Mikil þensla og viðskiptahalli geta kall- að á gengisfall og verðbólgu.“ Jón gagnrýndi einnig þær leið- ir sem ræddar hafa verið til við- bragða í hagstjórninni. „Sumir segja að Íslendingar eigi að taka upp evru. Þá er algerlega ótengd- um og ólíkum málefnum slegið saman, svo ekki sé nú meira sagt, og upptaka evru mun taka mörg ár,“ sagði Jón og benti jafn- framt á að ef miklu meira væri keypt af erlendum gjaldeyri, eins og rætt hefur verið um, myndi lausafjárþenslan í ís- lenskum krónum aukast að sama skapi. Seðlabankinn boðberi með við- vörunarmerki Jón sagðist enn- fremur þakka fyrir að enn hefði enginn krafist þess að Seðlabank- inn reyndi að skipta sér af geng- isþróun erlendra gjaldmiðla á al- þjóðavettvangi eða af ákvörð- unum erlendra banka um vexti erlendis. „Í þenslunni að undan- förnu er Seðlabanki Íslands fyrst og fremst boðberi með viðvörun- armerki. Við erum eins og viti sem varar sjófarendur við hætt- um á klettóttri strönd. Það er misskilningur að tala aðeins um afleiðingarnar af blysmerkjunum því undirrót vandans í atvinnulíf- inu er annars staðar.“ Undirrót vandans í atvinnulífinu er annars staðar Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.