Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 6
6 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ELSTI sjálfboðaliði sem starfar á
vegum Reykjavíkurdeildar Rauða
kross Íslands verður níræður á
næstu dögum. Konan sú prjónar til
styrktar Rauða krossinum í viku
hverri. Yngsti sjálfboðaliðinn sem
sinnir skipulögðu sjálfboðastarfi er
um átján ára gamall. Enn yngri
sjálfboðaliðar, eða um 200–300 börn,
færa Rauða krossi Íslands peninga-
gjafir, yfirleitt hagnað af tombólum,
ár hvert. Um allt land starfa deildir
innan Rauða kross Íslands og er
sjálfboðaliðastarf víða en misöflugt
enda deildirnar misjafnlega fjöl-
mennar.
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálf-
boðaliðans og verður deginum fagn-
að í húsakynnum Reykjavíkurdeild-
arinnar milli kl. 17 og 19. Öllum
tombólubörnum verður einnig boðið
í bíó í tilefni dagsins.
Um 600 sjálfboðaliðar
Um sexhundruð sjálfboðaliðar
starfa hjá stærstu deild Rauða kross
Íslands, Reykjavíkurdeildinni.
Verkefni þeirra eru margskonar, t.d.
símsvörun hjá Hjálparsímanum,
starf með ungu fólki í félagsstarfi,
starf með geðfötluðum, aðstoð við
aldraða, sjúka og einmana, við flokk-
un og sölu fatnaðar, starf að neyð-
arvörnum og við margskonar fjár-
öflun. Til dæmis kemur hópur
kvenna saman einu sinni í viku og
prjónar. Helmingur prjónavaranna
er seldur en hinn er sendur utan til
þurfandi. Þá heldur föndurhópur
vinsælan basar árlega. „Verkefnin
eru mörg og þau kalla á endalausa
endurnýjun í hópi sjálfboðaliða,“
segir Huldís Haraldsdóttir, for-
stöðumaður sjálfboðamiðlunar
Reykjavíkurdeildarinnar. Huldís
segir misjafnt hversu lengi sjálf-
boðaliðar starfi hjá Rauða krossin-
um, sumir aðeins í fáar vikur en aðr-
ir áratugum saman. Nokkur
hreyfing er því á sjálfboðaliðahópn-
um sem skýrir þörf á endurnýjun.
„Svo við erum alltaf að leita að fólki.“
Huldís segir sjálfboðaliða á ýms-
um aldri. Verkefnin eru fjölbreytt og
því ættu allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Töluverður fjöldi ellilíf-
eyrisþega starfar í þágu Reykjavík-
urdeildarinnar en unga fólkið lætur
líka mikið að sér kveða í öflugri ung-
mennahreyfingu deildarinnar.
Töluvert fleiri konur starfa sem
sjálfboðaliðar en verkefnin höfða
misjafnlega mikið til kynjanna að
sögn Huldísar.
Hún segir mismunandi hvers
vegna fólk gerist sjálfboðaliðar en
flestir vilja einfaldlega láta gott af
sér leiða. „Svo eru margir sem koma
til okkar og segjast loks hafa meiri
tíma aflögu og vilja starfa fyrir
Rauða krossinn.“
Huldís minnir á að Rauði krossinn
byggi starf sitt um allan heim á sjálf-
boðaliðum. „Rauði krossinn væri
ekki til án sjálfboðaliða. Það eru al-
veg hreinar línur.“
Hægt er að sækja um að verða
sjálfboðaliði á vef Rauða kross Ís-
lands, www.rki.is eða með því að
hafa samband við viðkomandi svæð-
isskrifstofu.
Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans fagnað hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Elsti sjálfboðaliðinn níræður
„ÞETTA er mjög gefandi og
skemmtilegt,“ segir Ingibjörg
Björnsdóttir, sem starfar sem
sjálfboðaliði í heimsóknarþjónust-
unni hjá Reykjavík-
urdeild Rauða kross
Íslands. Heimsókn-
arvinir svokallaðir
heimsækja einu sinni
í viku fólk sem er ein-
mana og vantar fé-
lagsskap. Oft er um
aldrað fólk að ræða
eða öryrkja á ýmsum
aldri.
„Þetta er mjög
skemmtilegt því það
skapast oft mjög gott
samband á milli fólks.
Þeir sem maður
heimsækir verða oft
mjög góðir vinir
manns.“
Ingibjörg segir að starfið felist
m.a. í að spjalla við fólkið, drekka
með því kaffi, fara út í gönguferð-
ir eða lesa fyrir það.
Hún telur heimsóknirnar skila
báðum aðilum miklu. „Kona sem
ég heimsótti var rúmliggjandi og
sjóndöpur en hafði gaman af ljóð-
um og bókmenntum. Ég fór og las
fyrir hana í klukkutíma í senn.
Hún hafði mjög gaman af þessu
og ég hafði það líka vegna þess að
við vorum að lesa svo falleg ljóð.
Hún beið eftir heimsóknunum í
hverri viku og ég fékk alltaf svo
fallegt bros í hvert
skipti sem ég kom.
Hún ljómaði og ég
hafði svo gaman af
þessu líka og hlakkaði
til heimsóknanna.“
Undantekningar-
laust eru allir mjög
þakklátir fyrir þessar
heimsóknir, að sögn
Ingibjargar. Hún seg-
ir það skipta máli að
um sjálfboðastarf sé
að ræða því þá séu
forsendur aðrar en í
launavinnu.
Ingibjörg hefur
starfað sem sjálf-
boðaliði í tvö og hálft
ár hjá Rauða krossinum. Hún
vinnur auk þess fulla vinnu hjá
Rannís. „Þetta tekur ekki það
mikinn tíma,“ segir Ingibjörg en
hún starfar í um 8–12 tíma á mán-
uði sem sjálfboðaliði. Nú í desem-
ber gætu tímarnir orðið fleiri því
þá tekur Ingibjörg þátt í jólastarf-
inu sem felst m.a. í aðstoð við út-
hlutun hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar og mæðrastyrksnefnd.
Gefandi fyrir alla aðila
Ingibjörg Björnsdóttir
BIRGIR Freyr Birgisson, nemi í fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hef-
ur starfað sem sjálfboðaliði við fjöl-
mörg verkefni innan
Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands í
um áratug. Núna er
hann m.a. virkur í
skyndihjálparhópi deild-
arinnar sem er sérhæfð-
ur sjúkrahópur sem sér
um skyndihjálpargæslu
á tónleikum og öðrum
stórviðburðum, s.s.
útihátíðum.
Hann segir markmið
Rauða krossins, að
starfa af hlutleysi, án til-
lits til trúarbragða og
taka ekki afstöðu í deilu-
málum, hafa dregið sig
að hreyfingunni og sjálfboðaliða-
starfinu á sínum tíma. „Hlutleysið er
algjört og við erum aðeins að hjálpa
þar sem þörfin og neyðin er,“ segir
Birgir. „Þetta er það sem heillaði
mig, þetta hlutleysi.“
Birgir segir að félagsskapurinn
skipti líka mjög miklu máli og að
verkefnin séu skemmtileg.
Hann segir mismikið af sínum frí-
tíma fara í sjálfboðastarfið. „Maður
ætlar kannski ekki að vera neitt
rosalega virkur en áður en maður
veit af er maður kominn í allt.“ En
hann segir vel hægt að starfa sem
sjálfboðaliði í fjóra tíma á mánuði,
„en þetta getur vel far-
ið upp í meira.“
Reynsla af sjálf-
boðaliðastarfi geti líka
gagnast við starfs- og
námsumsóknir. Sá sem
hefur unnið sem sjálf-
boðaliði er eftirsóttur
vinnukraftur á mörgum
sviðum. „Sjálfboðaliða-
starf Rauða krossins er
ekkert annað en góð
starfsreynsla og starfs-
þjálfun,“ segir Birgir.
Fólki er treyst fyrir að
bera ábyrgð á vissum
verkefnum og sú
reynsla getur komið sér
vel síðar.
Aðspurður hvort til sé hinn dæmi-
gerði sjálfboðaliði svarar Birgir um
hæl: „Jú, hinn dæmigerði sjálf-
boðaliði í ungmennahreyfingunni er
kvenkyns á aldrinum 21–26 ára, ein-
hleyp og drekkur Pepsí og borðar
Appollo-lakkrís.“ Þetta segir hann
niðurstöður skoðanakönnunar sem
gerð var fyrir útgáfu tímarits ung-
mennahreyfingarinnar, „þetta var
svona meira í gríni en þetta var nið-
urstaðan.“
Hlutleysið heillandi
Birgir Freyr Birgisson
SNJÓNUM kyngdi niður á Akureyri
um helgina og er þar því orðið mjög
jólalegt um að litast. Trjágróðurinn
skartar sínu fegursta, hvort sem
hann prýða bæði jólaljós og snjór
eða aðeins snjór. Að venju er það
unga kynslóðin sem fagnar hvað
mest og biðu vinkonurnar Ríkey og
Björg ekki boðanna og þustu á leið í
næstu brekku með snjóþoturnar sín-
ar. Það er um að gera að nota tím-
ann því hann gæti horfið fljótt.
Morgunblaðið/Kristján
Snjóþoturnar dregnar fram á Akureyri
SAMKVÆMT bókhaldi stofnana
ríkisins fyrir árin 2003 og 2004 urðu
helstu breytingar á heildarútgjöld-
um til bifreiða-, ferða- og risnu-
kostnaðar þær að kostnaður hefur
hækkað um 29 milljónir króna á
milli ára eða um tæplega eitt pró-
sent. Þetta kemur fram í svari Árna
M. Mathiesen fjármálaráðherra við
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur
á Alþingi.
Samkvæmt upplýsingum fjár-
málaráðherra nam ferðakostnaður á
árinu 2004 2.229 milljónum króna
sem er um eins prósents lækkun frá
fyrra ári. Bifreiðakostnaður nam
1.221 milljón króna á árinu 2004 sem
er 2,6% hækkun frá árinu 2003 og
risnukostnaður nam um 327 millj-
ónum króna á árinu 2004 sem er um
10% hækkun frá fyrra ári.
Jóhanna spurðist einnig fyrir um
hvort ráðherra teldi að hægt væri
að ná fram sparnaði, og þá hversu
miklum, í sömu kostnaðarliðum.
Ráðherra taldi hins vegar ekki til-
efni til sérstakrar sparnaðarkröfu á
ráðuneyti og ríkisstofnanir hvað
þetta varðaði þar sem í sambæri-
legri fyrirspurn fyrir einu ári kom
fram að kostnaður lækkaði á milli
áranna 2002 og 2003 og nemur
lækkun útgjalda af þessum liðum
frá árinu 2002 tæplega 320 millj-
ónum á verðlagi ársins 2004.
Kostnaður
jókst um
tæpt eitt
prósent
SAMKVÆMT úttekt Lands-
sambands íslenskra útvegs-
manna starfa fáir erlendir sjó-
menn á íslenskum fiskiskipum.
LÍÚ gerði athugun á fjölda út-
lendinga á fiskiskipum hjá 25
stærstu útgerðum landsins.
Hjá þeim fyrirtækjum starfa
um 2.400 sjómenn og þar af eru
ellefu útlendingar sem ráðnir
hafa verið til starfa á þessu ári.
Til viðbótar eru 14 sjómenn af
erlendu bergi brotnir á skipun-
um en þeir eru búsettir á Ís-
landi. Hlutfall erlendra sjó-
manna hjá þessum stærstu
fyrirtækjum er því aðeins 0,4-1
% eftir því við hvora töluna er
miðað.
Vinnumálastofnun hefur
veitt 24 ný tímabundin atvinnu-
leyfi fyrir sjómenn á þessu ári.
Meira en helmingur leyfanna
var veittur Pólverjum og flest
þeirra fóru til starfsmanna á
höfuðborgarsvæðinu eða átta
talsins, sex fóru á Vestfirðina.
LÍÚ telur líklegt að ásókn
erlendra sjómanna í störf á ís-
lenskum fiskiskipum muni vaxa
á næstu árum.
Fáir erlend-
ir sjómenn
á íslenskum
skipum
TÖLUVERÐUR viðbúnaður var á
Keflavíkurflugvelli í gær vegna
komu tveggja hreyfla farþegaþotu
með bilaðan hreyfil. Um 300 farþeg-
ar voru um borð en þotan lenti heilu
og höldnu um kl. 16. Þotan er í eigu
Air Canada, af gerðinni Airbus 330
og var á leið frá Frankfurt í Þýska-
landi til Toronto í Kanada þegar bil-
unar varð vart.
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, taldi
ólíklegt að mikil hætta hefði verið á
ferðum og kvað allan viðbúnað hafa
gengið snurðulaust.
Viðbúnaður
vegna þotu
MISTÖK í vinnsluferli við bók Guð-
mundar Magnússonar, „Thorsar-
arnir, auður og örlög“, olli því að
farga þurfti ákveðnum fjölda ein-
taka áður en þau voru send í versl-
anir. Ekki hefur fengist upplýst
hversu mörg eintök um var að ræða
og tap Eddu útgáfu vegna mistak-
anna er óverulegt að sögn Páls
Braga Kristjónssonar forstjóra.
Rótin var sú að rangt handrit var
sent í prentun en þegar það upp-
götvaðist var bókunum fargað og
rétta handritið prentað. Komu bæk-
urnar á markað síðastliðinn
fimmtudag.
Rangt hand-
rit fór
í prentun
♦♦♦
♦♦♦
♦♦♦
MANNANAFNANEFND hefur
meðal annars samþykkt karlmanns-
nöfnin Dreka og Leo og kvenmanns-
nafnið Verónu en hafnað nöfnunum
Ole, Kenneth og Maia þar sem þau
teljist ekki rituð í samræmi við al-
mennar ritreglur íslensks máls.
Nefndin samþykkti hins vegar nafn-
ið Lisbeth en því nafni hefur áður
verið hafnað.
Nöfnunum Ole
og Kenneth
hafnað