Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 19 MENNING Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Látið kerti aldrei loga innanhúss án eftirlits Munið að slökkva á kertunum i ÞÓ að tími risaeðlanna sé löngu liðinn undir lok og þó nokkur ár síðan risa- eðlurnar urðu geysivinsælar í gegn- um myndir á borð við Jurassic Park og fleiri er ekki um það að villast að risaeðlurnar eru komnar til að vera. Þær eru stór hluti af hugmyndaheimi barnanna um dýraflóru heimsins og jafnlifandi fyrir þeim og fílar eða gír- affar, og hver hefur hvort sem er séð alvöru tígrisdýr eða ljón á labbi að undanskildum fáséðum ferðum í dýragarða erlendis? Þegar fjöl- skyldan fór til London í hittifyrra voru risaeðlurnar í náttúrugripasafn- inu mun áhrifameiri en ljónaræflarnir í dýragarðinum. Risaeðlurnar eru í fullri stærð, hreyfa sig, öskra og eru hinar skelfilegustu. Það er ekki að undra að mikið er skapað af varningi sem tengist þessum fjölbreyttu og heillandi dýrum, en nýverið gaf Mál og menning út bókina Risaeðlutíminn með texta eftir Ingibjörgu Briem, myndskreytingar eftir Maribel Gonzales Sigurjóns. Bókin er hugsuð fyrir minni börnin en er svo skemmti- leg aflestrar að eldri börn og full- orðnir hafa einnig gaman af. Hér er miklum fróðleik komið á framfæri á afskaplega lipran, aðgengilegan og fyndinn máta. Sagt er frá hinum ýmsu tegundum og myndirnar sýna stærð þeirra í samhengi við fyrirbæri samtímans, auka þannig skilning og virkja ímyndunaraflið. Texti Ingi- bjargar Briem kemur á óvart því hann er svo frábærlega eðlilegur, stíllinn mátulega fræðandi en húm- orískur, talmálslegur án þess að verða klisjukenndur. Þetta er texti sem óþarft er að breyta jafnóðum sé hann lesinn upphátt fyrir barn, en það er sjaldgæft. Myndirnar gæða textann ríku lífi, annars vegar sjáum við þá eðlu sem sagt er frá í sínu nátt- úrulega umhverfi en hins vegar á lít- illi mynd sem sýnir stærð hennar. Ein er stærri en brunabíll, sex krakk- ar klifra á annarri, enn ein bítur í sundur brunahana eins og ekkert sé. Bókin segir líka frá fundi risaeðlu- beina og hvernig fornleifafræðingar geta lesið úr þeim ýmsan fróðleik um eðlurnar. Þetta geta eldri börnin nýtt sér meðan þau minni skemmta sér frekar við myndirnar. Sjálf varð ég allnokkru fróðari um hinar marg- víslegu tegundir risaeðla og skemmti mér mjög vel við lestur bókarinnar. Risaeðlutíminn er frábærlega vel unnin bók og mikið í hana lagt, höf- undar hafa greinilega mikla hæfileika í að miðla efninu til barna og tala til þeirra af virðingu og með húmor, full ástæða er til frekara samstarfs þegar svona vel tekst til. Skemmtileg bók sem öll börn með risaeðludellu verða að eignast. Jafnstór og þrír strætóar BÆKUR Barnabækur Ingibjörg Briem og Maribel Gonzalez Sig- urjóns. Mál og menning 2005 Risaeðlutíminn Ragna Sigurðardóttir GARÐAR Thór Cortes vakti athygli mína fyrir nokkrum árum er hann söng einsöng í Passíu Hafliða Hall- grímssonar. Söngur hans var afar fal- legur og lofaði góðu um framtíðina. Síðan hef ég ekki heyrt hann fyrr en í Grafarvogskirkju á laugardaginn var, en þá voru haldnir tónleikar vegna nýja geisladisksins sem væntanlega hefur ekki farið framhjá neinum, svo ríkulega hefur hann verið auglýstur. Tónleikahaldarinn, Concert, hefur greinilega lagt gríðarlega vinnu í uppákomuna. Hópur málmblásara tók á móti fólki í anddyri kirkjunnar og spilaði jólalög af stakri prýði. Einnig var konfekt í boði og maður fékk geisladiskinn með Garðari af- hentan. Heil strengjasveit úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands auk nokkurra annarra valinkunnra hljóðfæraleik- ara spilaði með Garðari, og hljóð- blöndunin var framúrskarandi góð; tær og jafnvægi á milli ólíkra radda eins og best verður á kosið. Skemmst er frá því að segja að frammistaða Garðars olli ekki von- brigðum. Rödd hans hefur þroskast síðan hann kom fram í Passíunni, hún er unaðslega breið og þétt, í senn hlý- leg og kraftmikil. Lögin sem hann söng voru öll úr dægurlagageiranum en það er ekkert sjálfsagt að slík músík sé flutt þannig að hún hrífi mann. Ónefndur stórtenór gaf út slík- an geisladisk fyrir 12 árum og túlkaði allt nákvæmlega eins, með þeim af- leiðingum að söngurinn missti merk- ingu sína og hljómaði eins og þoku- lúður. Þannig var Garðar ekki; þvert á móti virtist hann syngja beint frá hjartanu, túlkun hans var tilfinn- ingaþrungin en aldrei væmin; í hverri sönglínu voru ótal litbrigði sem voru svo undursamlega fögur að ég varð alveg heillaður. Lög eins og hið óvið- jafnanlega Caruso eftir Lucio Dalla, Nella Fantasia eftir sama tónskáld og Lontano eftir Friðrik Karlsson og Einar Bárðarson voru það hrífandi í meðförum Garðars að þau ómuðu í huga mér lengi á eftir. Ljóst er að söngvari sem hefur slíkt vald er óvenjulegur listamaður. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allt á efnisskránni, en þó verður að nefna dúett sem Garðar Thór söng með Garðari föður sínum, en hann stjórnaði einmitt hljómsveitinni og gerði það af öryggi og smekkvísi. Dú- ettinn kom ágætlega út, einnig þeir sem Garðar Thór söng með Maríönnu Másdóttur, þótt smávægilegur tauga- óstyrkur hjá söngkonunni hafi gert vart við sig í þeim fyrri. Hljómsveitin var frábær, streng- irnir voru unaðslega þykkir og sér- staklega gaman var að heyra silki- mjúkan, lipran gítarleik Friðriks Karlssonar og næman píanóleik Ósk- ars Einarssonar, en báðir sköpuðu seiðandi andrúmsloft. Óhætt er að fullyrða að tónleikarn- ir hafi verið einstök stund og er Garðari Thór og öllum sem aðstoðuðu hann óskað til hamingju með nýja geisladiskinn. Megi hann vera byrj- unin á glæstum ferli. Beint frá hjartanu TÓNLIST Grafarvogskirkja Garðar Thór Cortes söng lög eftir Lucio Dalla, Friðrik Karlsson, Einar Bárðarson, Björgvin Halldórsson, David Foster og fleiri. Með Garðari komu fram strengja- leikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og rytmasveit sem samanstóð af Friðriki Karlssyni, Óskari Einarssyni, Jóhanni Ás- mundssyni og Jóhanni Hjörleifssyni. Einn- ig kom fram Maríanna Másdóttir söng- kona. Stjórnandi var Garðar Cortes. Laugardagur 3. desember. Söngtónleikar „Söngvari sem hefur slíkt vald er óvenjulegur listamaður,“ segir Jón- as Sen um Garðar Thór Cortes. Jónas Sen HVAÐ vitum við um Álandseyjar? Undirrituð ekki mikið en netið leiðir í ljós að eyjarnar eru sjálfsstjórnar- svæði í Finnlandi og þar er töluð sænska. Íbúar eru tæplega 27.000 en eyjarnar 6.500 með hólmum og skerj- um, tæpur helmingu íbúa býr í Mar- íuhöfn. 1920 fengu eyjarnar sjálfs- stjórnarlög. Þar er leikhús í hverju sveitarfélagi, þar ríkja sjómanna- hefðir, má finna víkingamarkaði og söfn hér og þar. Álandseyjar virðast því eiga nokkuð sameiginlegt með Ís- landi, nema samfélagið er miklu minna. Forvitnilegur staður og án efa fagur að sækja heim. Það er því líka forvitnilegt að sjá hvernig myndlist kemur frá svona litlu samfélagi, eða hvað? Hvað eru ungir listamenn að fást við? Auðvitað kemur á daginn að viðfangsefni þeirra eru hin sömu og annarra ungra listamanna á Norð- urlöndum og í Evrópu, Ísland með- talið. Kemur uppruninn fram í verk- um þeirra og væru þau áhugaverðari sem myndlist ef hann væri sýnilegri? Sama spurning og íslenskir listamenn standa frammi fyrir og hafa gert frá upphafi, spurningin sem hefur verið umdeildari en nokkuð annað í ís- lenskri myndlistarsögu, sbr. Róm- arsýninguna frægu á sjötta áratugn- um þegar alger sundrung varð í hópi íslenskra myndlistarmanna og hver hafði sína skoðun á málinu. Land- kynning eða alþjóðleg list? Ekki verð- ur þeirri spurningu svarað hér og tæpast hægt að troða þjóðlegheitum ofan í kokið á upprennandi myndlist- armönnum sem eins og aðrir hrífast gjarnan af heiminum handan við haf- ið. Þau Jonas, Henrika og Annukka eru öll af yngri kynslóðinni, Jonas og Henrika mála og Annukka málar myndir með myndbandi. Myndband Annukku, Blátt, rautt og gult, bygg- ist á myndum af náttúrunni, vatni, eldi og gróðri, viðfangsefnið og af- staða til þess er hefðbundin. Í bláum öldum felst söknuður, í rauðum eldi ástríða, í gulum litum laufa er að finna haustið og tregann. Úrvinnsla hugmyndar er nokkuð einhæf og per- sónulegri nálgun sem hefði náð að koma áhorfandanum meira á óvart hefði gert verkið sterkara. Mynd- bandið er þó fallegt á að líta og nær að hrífa áhorfandann með sér í rytma sem lagar sig að myndefninu. Hen- rika málar svarthvít málverk eftir ljósmyndum, viðfangsefni hennar eru augnablik á fjölförnum stöðum á borð við lestarstöðvar. Texti í bæklingi er grípandi en málverkin síður eftir- minnileg, hér mun aukin reynsla verða henni til framdráttar. Einna sterkastar eru þær myndir þar sem hvít birta þrengir sér inn á myndflöt- inn og gefur honum óraunverulegan blæ. Málverk Jonas Wilen fást við spurningar um lág- og hámenningu en hann notar m.a. texta sem minnir á texta á sjónvarpsskjá á málverk sín. Hann málar apa og dýr við ýmsa iðju, svartur húmor einkennir myndir hans. Í heildina er hér ágætt framtak á ferð og forvitnilegt að sjá verk eftir þessa ungu Álendinga. Mannlíf í málverkum MYNDLIST Nærræna húsið Þrír listamenn frá Álandseyjum, Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka. Til 18. desember. Sýningin er opin þri. til sun. frá kl. 12–17. Ósýnileiki Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.