Morgunblaðið - 20.12.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 39
UMRÆÐAN
UNDANFARIÐ hefur áætlun
menntamálaráðuneytisins um stytt-
ingu námstíma til stúdentsprófs
verið til umræðu. Bor-
ið hefur á því að menn
telji að mennta-
málaráðherra og ráðu-
neytismenn vilji keyra
málið í gegn á alltof
skömmum tíma. Af því
tilefni þykir mér rétt
að benda á að árið1992
kynnti áhuga-
mannahópur á fjöl-
mennum fundi í
Garðabæ hugmyndir
um styttingu náms-
tíma til stúdentsprófs
og lengingu skólaárs í
grunn- og framhalds-
skóla. Hugmyndir
þessar voru kynntar á
Alþingi en meirihluti
þingmanna var
andsnúinn breyting-
unni. Málið hefur verið
meira og minna til um-
ræðu síðan.
Rök fyrir styttingu
Vinnutími er dýr-
mætur. Miklu skiptir
að fá menntað fólk
fyrr út á vinnumark-
aðinn. Þörfin fyrir
sumarvinnu unglinga
er miklu minni en áð-
ur, sjálfræðisaldur
hefur hækkað og þau
tiltölulega fáu störf
sem bjóðast eru ein-
hæf, s.s vinna í stórmörkuðum og á
skyndibitastöðum.
Með styttri námstíma er auðveld-
ara að minnka brottfall og jafnvel
bæta námsárangur. Unglingum
gengur betur að skipuleggja nám til
stutts tíma fremur en langs. Í fjöl-
mörgum ferðum íslenskra skóla-
manna til annarra landa hafa menn
séð að þær þjóðir, sem bestum ár-
angri ná, skipuleggja námstímann
afar vel. Í árum talið er hann nær
alls staðar styttri en á Íslandi.
Skiptir þetta Íslendinga engu máli?
Ríkir enn sú skoðun að flest sé vont
sem frá útlandinu kemur?
Skólastefna
Í þeirri framkvæmdaáætlun, sem
menn velta fyrir sér nú, er ýmislegt
sem þarf að athuga gaumgæfilega.
Fækkun námseininga og niðurfell-
ing námsefnis má ekki draga úr
gæðum stúdentsprófsins.
Hugmyndir um tilfærslu greina á
grunnskólastigið geta leyst þennan
vanda að því tilskildu að grunn-
skólastigið verði í stakk búið til að
efla og auka kennsluna.
Ég tel að núverandi mennta-
málaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, hafi haldið vel á mál-
um í þessu erfiða verkefni. Mál hafa
verið rækilega kynnt og fram-
kvæmdaáætlun er það rúm að tími
gefst til að leysa ýmis mál er breyt-
ingunni fylgja, s.s. starfsmannamál.
Segja má að þær breytingar, sem
fyrirhugaðar eru nú, séu áfangar á
langri leið. Fyrr en seinna muni
menn einnig stytta tímann í grunn-
skólanum og lengja skólaárið á báð-
um skólastigum. Mikilvægt er að
marka skólastefnu þar sem tími
nemenda og starfsmanna er nýttur
sem best.
Þá má geta þess að Fjölbrauta-
skólinn í Garðabæ hefur um árabil
boðið upp á sérstaka þjónustu þar
sem nemendur geta í núverandi
kerfi lokið stúdentsprófi á þremur
árum. Þessi þjónusta hefur gefið
mjög góða raun. Hún er byggð á
áralöngu samstarfi við Garðaskóla
þar sem nemendur í 10. bekk geta
flýtt för sinni og tekið
ýmsa áfanga fram-
haldsskólastigsins í
grunnskólanum og
fengið þá áfanga metna
í FG. Þetta er nú gert í
fleiri skólum.
Í markvissri skóla-
stefnu þarf að huga vel
að fjölbreyttu náms-
framboði þar sem verk-
efni eru sniðin að getu
og þroska hvers nem-
anda. Sem betur fer er
það viðhorf á und-
anhaldi að skólar séu
fyrir fáa útvalda og þar
megi helst engu breyta.
Ég hef lengi talið
hentugasta fyrir-
komulagið þetta:
Skólaárið verði í
áföngum enn lengt í
grunn- og framhalds-
skóla. Samfélagið kall-
ar ekki lengur á nærri
þriggja mánaða sum-
arleyfi barna og ung-
linga.
Námstími verði
styttur um eitt ár í
grunnskóla og eitt ár í
framhaldsskóla.
Námseiningar til
stúdentsprófs verði
óbreyttar – 140 ein-
ingar.
Skólaárinu verði alls
staðar skipt í annir og önnum verði
að einhverju leyti skipt í lotur.
Á breytingatímanum verði fjöl-
breytni í námsframboði aukin til
muna án mikillar miðstýringar.
Sjálfstæði skólanna verði aukið og
þeim skapað svigrúm til að skipu-
leggja meira en áður námsframboð
sitt. Auka þarf náms- og starfs-
ráðgjöf.
Sérstakur stýrihópur, skipaður
sérfræðingum, geri tillögur um inni-
hald náms og námskröfur í byrjun
breytingatímans.
Áhersla verði lögð á aukna móð-
urmáls- og stærðfræðikennslu á
grunn- og framhaldsskólastigi.
Fjárveitingar til grunn- og fram-
haldsskóla verði á breytingatím-
anum auknar, laun starfsmanna
skólanna hækkuð til muna og nem-
endur, sem stunda nám sitt vel,
verði styrktir til náms.
Afar mikilvægt er að við styttingu
námstíma til stúdentsprófs verði í
boði fleiri möguleikar og meiri
sveigjanleiki fyrir þá sem velja sér
aðrar námsleiðir. Leiðarljósið verð-
ur að vera betra skólakerfi. Látum
því ekki meðfædda íhaldssemi, lítt
sveigjanlegt bekkjakerfi né tíma-
bundin og þröng hagsmunasjón-
armið ráða ferðinni. Skólinn er fyrir
nemendurna og því er það lyk-
ilatriði að styttingin auki velferð
þeirra. Vísasta leiðin til hagræð-
ingar í samfélaginu öllu er að efla
menntun. Fjölmargar vestrænar
þjóðir hafa fyrir löngu séð að aukin
framlög til menntunar auka tekjur
þjóða og skila sparnaði á ýmsum
sviðum, s.s. í heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu. Menntun er tryggasta
leið til góðrar fjárfestingar bæði
fyrir einstaklinga og samfélagið í
heild sinni.
Stytting
námstíma til
stúdentsprófs
Þorsteinn Þorsteinsson
fjallar um menntamál
Þorsteinn Þorsteinsson
’Segja má aðþær breytingar,
sem fyrirhug-
aðar eru nú, séu
áfangar á langri
leið. Fyrr en
seinna muni
menn einnig
stytta tímann í
grunnskólanum
og lengja skóla-
árið á báðum
skólastigum.‘
Höfundur er skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn