Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 39 UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hefur áætlun menntamálaráðuneytisins um stytt- ingu námstíma til stúdentsprófs verið til umræðu. Bor- ið hefur á því að menn telji að mennta- málaráðherra og ráðu- neytismenn vilji keyra málið í gegn á alltof skömmum tíma. Af því tilefni þykir mér rétt að benda á að árið1992 kynnti áhuga- mannahópur á fjöl- mennum fundi í Garðabæ hugmyndir um styttingu náms- tíma til stúdentsprófs og lengingu skólaárs í grunn- og framhalds- skóla. Hugmyndir þessar voru kynntar á Alþingi en meirihluti þingmanna var andsnúinn breyting- unni. Málið hefur verið meira og minna til um- ræðu síðan. Rök fyrir styttingu Vinnutími er dýr- mætur. Miklu skiptir að fá menntað fólk fyrr út á vinnumark- aðinn. Þörfin fyrir sumarvinnu unglinga er miklu minni en áð- ur, sjálfræðisaldur hefur hækkað og þau tiltölulega fáu störf sem bjóðast eru ein- hæf, s.s vinna í stórmörkuðum og á skyndibitastöðum. Með styttri námstíma er auðveld- ara að minnka brottfall og jafnvel bæta námsárangur. Unglingum gengur betur að skipuleggja nám til stutts tíma fremur en langs. Í fjöl- mörgum ferðum íslenskra skóla- manna til annarra landa hafa menn séð að þær þjóðir, sem bestum ár- angri ná, skipuleggja námstímann afar vel. Í árum talið er hann nær alls staðar styttri en á Íslandi. Skiptir þetta Íslendinga engu máli? Ríkir enn sú skoðun að flest sé vont sem frá útlandinu kemur? Skólastefna Í þeirri framkvæmdaáætlun, sem menn velta fyrir sér nú, er ýmislegt sem þarf að athuga gaumgæfilega. Fækkun námseininga og niðurfell- ing námsefnis má ekki draga úr gæðum stúdentsprófsins. Hugmyndir um tilfærslu greina á grunnskólastigið geta leyst þennan vanda að því tilskildu að grunn- skólastigið verði í stakk búið til að efla og auka kennsluna. Ég tel að núverandi mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi haldið vel á mál- um í þessu erfiða verkefni. Mál hafa verið rækilega kynnt og fram- kvæmdaáætlun er það rúm að tími gefst til að leysa ýmis mál er breyt- ingunni fylgja, s.s. starfsmannamál. Segja má að þær breytingar, sem fyrirhugaðar eru nú, séu áfangar á langri leið. Fyrr en seinna muni menn einnig stytta tímann í grunn- skólanum og lengja skólaárið á báð- um skólastigum. Mikilvægt er að marka skólastefnu þar sem tími nemenda og starfsmanna er nýttur sem best. Þá má geta þess að Fjölbrauta- skólinn í Garðabæ hefur um árabil boðið upp á sérstaka þjónustu þar sem nemendur geta í núverandi kerfi lokið stúdentsprófi á þremur árum. Þessi þjónusta hefur gefið mjög góða raun. Hún er byggð á áralöngu samstarfi við Garðaskóla þar sem nemendur í 10. bekk geta flýtt för sinni og tekið ýmsa áfanga fram- haldsskólastigsins í grunnskólanum og fengið þá áfanga metna í FG. Þetta er nú gert í fleiri skólum. Í markvissri skóla- stefnu þarf að huga vel að fjölbreyttu náms- framboði þar sem verk- efni eru sniðin að getu og þroska hvers nem- anda. Sem betur fer er það viðhorf á und- anhaldi að skólar séu fyrir fáa útvalda og þar megi helst engu breyta. Ég hef lengi talið hentugasta fyrir- komulagið þetta:  Skólaárið verði í áföngum enn lengt í grunn- og framhalds- skóla. Samfélagið kall- ar ekki lengur á nærri þriggja mánaða sum- arleyfi barna og ung- linga.  Námstími verði styttur um eitt ár í grunnskóla og eitt ár í framhaldsskóla.  Námseiningar til stúdentsprófs verði óbreyttar – 140 ein- ingar.  Skólaárinu verði alls staðar skipt í annir og önnum verði að einhverju leyti skipt í lotur.  Á breytingatímanum verði fjöl- breytni í námsframboði aukin til muna án mikillar miðstýringar. Sjálfstæði skólanna verði aukið og þeim skapað svigrúm til að skipu- leggja meira en áður námsframboð sitt. Auka þarf náms- og starfs- ráðgjöf.  Sérstakur stýrihópur, skipaður sérfræðingum, geri tillögur um inni- hald náms og námskröfur í byrjun breytingatímans.  Áhersla verði lögð á aukna móð- urmáls- og stærðfræðikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi.  Fjárveitingar til grunn- og fram- haldsskóla verði á breytingatím- anum auknar, laun starfsmanna skólanna hækkuð til muna og nem- endur, sem stunda nám sitt vel, verði styrktir til náms. Afar mikilvægt er að við styttingu námstíma til stúdentsprófs verði í boði fleiri möguleikar og meiri sveigjanleiki fyrir þá sem velja sér aðrar námsleiðir. Leiðarljósið verð- ur að vera betra skólakerfi. Látum því ekki meðfædda íhaldssemi, lítt sveigjanlegt bekkjakerfi né tíma- bundin og þröng hagsmunasjón- armið ráða ferðinni. Skólinn er fyrir nemendurna og því er það lyk- ilatriði að styttingin auki velferð þeirra. Vísasta leiðin til hagræð- ingar í samfélaginu öllu er að efla menntun. Fjölmargar vestrænar þjóðir hafa fyrir löngu séð að aukin framlög til menntunar auka tekjur þjóða og skila sparnaði á ýmsum sviðum, s.s. í heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu. Menntun er tryggasta leið til góðrar fjárfestingar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Stytting námstíma til stúdentsprófs Þorsteinn Þorsteinsson fjallar um menntamál Þorsteinn Þorsteinsson ’Segja má aðþær breytingar, sem fyrirhug- aðar eru nú, séu áfangar á langri leið. Fyrr en seinna muni menn einnig stytta tímann í grunnskólanum og lengja skóla- árið á báðum skólastigum.‘ Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskólans í Garðabæ. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.