Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina
til Kanaríeyja í janúar á frábærum
kjörum. Þú dvelur í tvær vikur á verði
einnar. Bókaðu og tryggðu þér sæti
og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
10. janúar
frá kr. 39.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin - 2 vikur
Verð frá kr.39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 2 vikur 10. janúar.
Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann
(þ.e. þriðja vikan).
Verð frá kr.49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó
í 2 vikur 10. janúar. Innifalið flug, skattar,
gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr.
10.000 á mann (þ.e. þriðja vikan).
TVÆR VIKUR
Á VERÐI EINNAR
Hrifning lands-manna af flugeld-um og sprengjum
hvers konar um áramótin
hefur ekki farið fram hjá
heimsbyggðinni undan-
farið og lýsti Íslandsvin-
urinn Kiefer Sutherland
sprengjugleðinni fjálg-
lega í bandarískum spjall-
þætti fyrir rúmu ári.
Ljóst er þó að hinn þekkti
leikari kann vel að meta
hávaðasöm fagnaðarlæti
landsmanna, enda hyggst
hann eyða áramótunum
aftur hér á landi.
En hvernig eru horfur um þau
áramót sem nú ganga í garð?
Flugeldasalan í ár er bæði í hönd-
um íþróttafélaga og slysavarna-
sveita. Langstærsti söluaðili flug-
elda hér á landi er Slysavarna-
félagið Landsbjörg, en flugelda-
sala slysavarnafélaganna stendur
undir langstærstum hluta rekstr-
arkostnaðar þeirra á árinu.
Jón Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar,
segir söluna fara í gang strax í
dag og undirbúningsvinnu hafa
farið afar vel af stað. „Það er
gríðarlega mikil undirbúnings-
vinna sem felst í því að fá flugeld-
ana til landsins, pakka þeim inn
og dreifa til björgunarsveitanna,“
segir Jón. „Sú vinna hefur gengið
mjög vel hjá okkur og við erum
alveg í startholunum.“
Jón segist reikna með svipaðri
sölu og var á síðasta ári. „Salan
hefur verið mjög góð undanfarin
ár og við vonum að það verði
áframhald á því, að það verði
aukning í þessu í samræmi við
aðra verslun í landinu,“ segir Jón.
„Sölustaðir verða með svipuðu
sniði hjá okkur og undanfarin ár,
þannig að við erum fullir bjart-
sýni. Þetta skiptir sveitirnar
gríðarlegu máli. Slysavarnafélag-
ið Landsbjörg flytur þetta allt
inn, en það eru björgunarsveit-
irnar sem selja þetta og fyrir þær
skiptir þessi fjármögnun öllu
máli. Hjá flestum sveitum skiptir
afkoman í flugeldasölunni lang-
mestu máli varðandi fjárhagslega
afkomu næsta ár. Ekki veitir af,
það eru um fjórtán hundruð út-
köll sem þessar sveitir fara í á ári.
Allt starf í kringum flugeldasöl-
una er unnið í sjálfboðavinnu,
rétt eins og allt annað starf hjá
björgunarsveitunum.“
Hvort hátt gengi krónunnar
hafi einhver áhrif á verðlagningu
flugelda í ár segist Jón efast um
að þau áhrif verði mikil. „Verð-
lagningin verður að öllum líkind-
um svipuð og í fyrra,“ segir hann
og bætir við að gengi krónunnar
hafi þá einnig verið mjög hátt. „Í
einhverjum tilvikum lækkaði var-
an eitthvað aðeins, þótt einstakir
hlutir geti lækkað smávegis.“
Öryggið skiptir höfuðmáli
á gamlárskvöld
Jón segir heildarsölu á flugeld-
um skipta nokkrum hundruðum
milljóna, þótt það hafi ekki verið
tekið saman að fullu. „Við erum
með langstærsta hlutann af þess-
um markaði og höfum notið þess
að fólk vill styrkja björgunar-
sveitirnar á þennan hátt.“
Að sögn Jóns er gríðarleg
áhersla lögð á öryggi í meðferð
flugelda og vel brýnt fyrir kaup-
endum flugelda að nota bæði
hanska og öryggisgleraugu. „Við
byrjuðum öryggisátakið okkar
strax í nóvember þegar við
dreifðum myndbandi í alla grunn-
skóla landsins, þar sem við hvetj-
um unglinga og sérstaklega ung-
lingsstráka til að vera ekki með
þetta fikt í gangi sem stundum
er,“ segir Jón.
„Við leggjum mjög mikla
áherslu á að öryggisprófa okkar
vörur og verslum einungis við
viðurkenndar verksmiðjur sem
hafa stranga öryggisstaðla á
sinni framleiðslu. Við leggjum
líka áherslu á að fólk fari vel eftir
leiðbeiningum og vörurnar okkar
eru vel merktar.“ Allir geta feng-
ið öryggisgleraugu á sölustöðum
flugelda og um 20.000 börn fengu
gjafamiða á öryggisgleraugu frá
Landsbjörg.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
(KR) er eitt þeirra fjölmörgu
íþróttafélaga sem einnig styrkir
starfsemi sína með flugeldasölu.
Veðrið ræður úrslitum
um sölu flugeldanna
Lúðvík S. Georgsson, fram-
kvæmdastjóri KR flugelda, segir
ekki við öðru að búast en sala á
flugeldum verði góð í ár. „Jólasal-
an var mjög góð og venjulega er
ákveðin tenging þar á milli,“ seg-
ir Lúðvík. „Það sem ræður
kannski úrslitum verður síðan
hvernig veðrið verður síðustu tvo
dagana. Ef við fáum þokkalegt
veður ættum við að fá mjög góða
sölu.“
Lúðvík segir gengið heldur
hagstæðara nú en í fyrra en segir
flutninga orðna þyngri og dýrari.
„Það verða þó einhverjar lækk-
anir, það er alveg ljóst,“ segir
Lúðvík.
Slysum af völdum flugelda hef-
ur fækkað mikið undanfarin fimm
til tíu ár og segir Lúðvík að þar
megi m.a. þakka betri merking-
um á pökkunum, sem nú séu í
sérhönnuðum íslenskum umbúð-
um. „Áróðurinn hérna heima hef-
ur líka verið aukinn mjög í sam-
vinnu við innflytjendur og það
hefur hjálpað líka.“
Fréttaskýring | Flugeldasala fer í fullan
gang um allt land næstu daga
Slysum hefur
fækkað mjög
Flugeldasalan stendur undir stærstum
hluta rekstrar slysavarnafélaga
Góður hlífðarbúnaður getur skipt sköpum.
Brýnt er að sýna aðgát
við meðferð flugelda
Mikilvægt er að nota viðeig-
andi hlífðarfatnað þegar skotið
er upp flugeldum. Öryggisgler-
augu og hanskar geta hindrað
gríðarlega alvarleg meiðsl sem
hlotist geta vegna óvarlegrar
meðferðar flugelda. Þá verður
mikilvægi þess að foreldrar fylg-
ist vel með því að börn og ung-
lingar fikti ekki með flugeldana
seint nóg undirstrikað, enda get-
ur mikill skaði hlotist af því ef
leiðbeiningum er ekki fylgt.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Egilsstaðir | Menntamálaráðherra hefur falið stjórn
Fræðslunets Austurlands (FNA) að undirbúa stofnun
Þekkingarnets Austurlands, með því m.a. að endur-
skipuleggja og sameina Fræðslunetið og háskólanám-
setur á Egilsstöðum. Ráðuneytið hefur lýst sig reiðubúið
til samninga um fjármögnun stofnunarinnar í samstarfi
við iðnaðarráðuneyti.
„Þekkingarneti Austurlands er ætlað að vera fram-
sækin og leiðandi stofnun á sviði menntunar, rannsókna
og samfélagsþróunar“ sagði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra í ræðu þegar formleg
ákvörðun um Þekkingarnetið var kynnt. „Starfsemi þess
á að stuðla að eflingu og vexti fjölbreytts þekkingar-
starfs á Austurlandi. Þekkingarnetinu er ætlað að styðja
við breytingar á atvinnuháttum og samfélagi með því að
bæta aðgengi að menntun, efla rannsóknatengt nám,
vinna að og styðja við rannsóknir og þróunarverkefni er
tengjast Austurlandi.
Miklar breytingar eiga sér stað á Austurlandi. Fram-
kvæmdir við virkjun og stóriðju eru áberandi og munu
hafa áhrif á lífsskilyrði á næstu árum og áratugum. Hér
hafa líka átt sér stað breytingar sem ekki hafa farið jafn-
hátt en munu að mínu mati hafa áhrif á að móta lífsskil-
yrði einstaklinga og eru forsendur fyrir samfélagsþróun
í fjórðungnum. Þar á ég við þá miklu uppbyggingu í
þjónustu við menningu og menntun sem hér hefur átt
sér stað. Að nú skuli um 160 nemendur stunda hér nám á
háskólastigi og njóta þjónustu Fræðslunets Austurlands
segir sína sögu,“ sagði ráðherra.
Arnór Guðmundsson, þróunarstjóri menntamálaráðu-
neytisins, sagði rannsóknaþáttinn vera nýjan miðað við
það starf sem þegar er fyrir hendi hjá Fræðsluneti og
setrum á Höfn og í Neskaupstað. Mjög mikilvægt væri
að ná tengingu milli háskólamenntunar og rannsókna.
182 nemendur voru í háskólanámi á Austurlandi í fyrra,
þar af naut stærstur hluti, eða 160, þjónustu í Fræðslu-
netinu. Símenntunarstundir nemenda voru um 15 þús-
und árið 2004 og rannsóknir fóru fram í tengslum við
skógrækt, jökla, landbúnað, landnýtingu, ferðamennsku,
hreindýr, orkunýtingu o.fl. Því sé fyrir hendi töluvert öfl-
ug starfsemi sem á megi byggja.
Vilja ná tengingu milli háskólamenntunar og rannsókna
Ákveðið hefur verið að stofna
Þekkingarnet Austurlands
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi, með skjalið.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
LÖGREGLUEMBÆTTIN á Selfossi
og í Vestmannaeyjum fengu af-
henta nýja lögreglubíla á Þorláks-
messu en Ríkislögreglustjóri af-
henti bílana. Fékk lögreglan á
Selfossi nýjan Ford Econoline 350
og lögreglan í Vestmannaeyjum
nýjan Volvo S80. Að sögn Agnars
Hannessonar, rekstrar- og þjón-
ustustjóra tækja- og búnaðardeild-
ar ríkislögreglustjóra, eru báðir
bílarnir vel útbúnir og með örygg-
is- og aukabúnað fyrir lögregluna.
Morgunblaðið/Júlíus
Nýir lögreglu-
bílar afhentir
BÍLL ók út af í Langadal í gærmorg-
un. Lögreglan á Blönduósi leitaði til
björgunarsveitarmanna sem drógu
bílinn upp á veg. Þá valt bíll hjá Enn-
iskoti í Húnaþingi vestra. Fólkið, sem
í bílnum var, átti erfitt með að komast
úr bílflakinu en enginn slasaðist.
Þæfingssnjór og hálka var á Holta-
vörðuheiði í gær og áttu ökumenn,
sumir á vanbúnum bílum, erfitt með
að komast leiðar sinnar, að sögn lög-
reglunnar í Borgarnesi. Vegagerðar-
menn komu vegfarendum til aðstoðar
og eins björgunarsveit frá Hvamms-
tanga.
Umferðaróhöpp
í Húnaþingi
♦♦♦