Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SKER Í TRÉ Hér er gott að vera og kött-urinn er góður fé-lagsskapur,“ segir lista-maðurinn Teddi, eða Magnús Theódór Magnússon, og strýkur kettinum Gosa um bakið. Teddi sagar, heggur og sker í tré dagana langa þar sem hann hefur komið sér vel fyrir með vinnustofu í Arnarholti á Kjalarnesi. Húsnæðið er þrjú hundruð fermetra stórt, enda veitir ekki af fyrir stórar högg- myndir hans. „Ég hef gert mér litla íbúð hér inn af og dvel hér nokkra daga í viku en á mitt lögheimili og eiginkonu í Reykjavík. Ég held svei mér þá að hjónabandið hafi aldrei gengið eins vel og eftir að ég fór að vera svona mikið hérna á Kjalarnes- inu. Við Gosi erum miklir vinir og við spjöllum oft saman og hann held- ur niðri músunum fyrir mig. Hér er ég eins og lítill kóngur í ríki mínu.“ Viður er eins og mannfólkið Teddi hefur einbeitt sér að list sinni undanfarin fimmtán ár og hann vinnur mest með tré, ál og kopar, og ekki finnst honum verra ef viðurinn er forn. „Mér áskotnaðist hundrað ára gamall álmur úr garði sænska sendiráðsins sem þurfti að fella og ég er að leggja lokahönd á verk sem ég vann úr því,“ segir hann og strýkur ávalar línur högg- myndarinnar. „Þetta er eins og kona, mjúkur og yndislegur viður.“ Gamlir hlutir öðlast nýtt líf í höndum Tedda, hvort sem það er stefni eða aðrir hlutar úr skipum sem hafa strandað, eða maðkétnir og fúnir bryggjustólpar sem hafa marað í sjó í hálfa öld eða meira. Gamall viður ber í sér svo mikla sögu og það finnst honum eftirsókn- arvert. Hann leyfir líka gömlu ryðg- uðu járni sem er hluti af timbrinu að njóta sín. „Viður er nauðalíkur mannfólki að því leyti að í honum eru óendanlegir möguleikar. Maður veit aldrei hvað liggur innan við yfirborðið.“ Teddi er óhræddur við að fara sín- ar eigin leiðir í listsköpuninni og glettnin er skammt undan. Hægt er að sjá endalausar myndir úr verk- unum og engir tveir sjá það sama. „Nafntogaður maður í þjóðfélaginu sagði eitt verkið mitt minna sig á Síðumúlafangelsið. Ég hafði aftur á móti gefið því nafnið Frelsi. En þeg- ar ég fór að hugsa það betur komst ég að því að frelsi er ekki til, því það er alltaf hinum megin við fjallið eða handan við næstu þúfu. Ég end- urskírði því verkið sem nú heitir Til frelsis.“ Verkin hans Tedda hafa farið víða og verið sýnd í Þýskalandi, á Spáni, í Halifax og Færeyjum. Hann hefur sótt námskeið til Finnlands og Þýskalands og eins segir hann graf- íska vinnu sína til margra ára við offsetprentun hafa nýst sér vel. Rambó kemur upp úr lauginni „Margir halda að ég sé flinkur í höndunum en það er alls ekki rétt. Ég hef aftur á móti villt ímyndunar- afl og læt vaða í sköpun minni.“ Teddi er alsæll í Arnarholti en segist hafa fundið fyrir þó nokkrum kulda fyrst eftir að hann kom þang- að. „Það er ekki laust við að ég hafi verið smeykur hérna til að byrja með. Ég fékk því prest til að blessa húsið og þetta lagaðist smátt og smátt og nú líður mér afskaplega vel hér. Ég fer í sund hér í hverfinu á hverjum degi til að halda geðheils- unni. Ég er kannski eins og skrukka þegar ég fer í laugina en eins og Rambó þegar ég kem upp úr.“  LIST | Teddi er óhræddur við að fara sínar eigin leiðir í listsköpun Morgunblaðið/Árni SæbergTeddi situr hér stoltur við eitt listaverka sinna og er það ansi voldugt að sjá. Fjölbreytt verk er um allt í vinnustofu Tedda í Arnarholti. Kóngur í ríki sínu Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is NÝLEGA opnaði hönnunarfyr- irtækið Normann Copenhagen verslun í Kaupmannahöfn þar sem salarkynnin gera mikið fyrir vöru- úrvalið. Í húsnæðinu var áður kvik- myndahús og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Margar skemmtilegar búðir eru í Østerbrohverfinu í Kaupmanna- höfn og ein þeirra er hin nýja stóra verslun Normann Copenhagen. Hún stendur við Østerbrogade 70, í þríhyrningnum svokallaða (Trianglen). Búðin lætur ekki mikið yfir sér þegar staðið er úti á götu en þegar inn er komið tekur annað við. Gínur íklæddar fötum ýmissa hönnuða, danskra og erlendra, standa í löngum gangi sem gestir þurfa að ganga áður en komið er inn í salinn stóra. Þar er svo bjart og hátt til lofts að sumir taka andköf. Hugsunin með versluninni er að koma á óvart og það tekst. Blandan er skemmtileg; litlir hlutir eins og bakkar, bollar eða diskar sem venjulegt fólk hefur ráð á, stór (og dýr) húsgögn eins og sófar, skápar, stólar og borð, og svo föt og skór eins og í tískuverslun. Að auki eru reiðhjól, ilmvötn og skartgripir á boðstólum. Ekki hefðbundin blanda. Lýsingin kemur frá loftljósunum þekktu sem sjást á myndunum, auk kastara og annars konar lampa. Í desember var hvítt jólaskraut áber- andi; englavængir, lítil jólatré úr fjöðrum, jólakúlur og ljós. Heild- armyndin í þessu bjarta og rúm- góða rými er a.m.k. skemmtileg og það kostar ekkert að kíkja ef mað- ur er á annað borð í Kaupmanna- höfn. Skemmti- leg heild- armynd  HÖNNUNARBÚÐ Morgunblaðið/Steingerður FÆÐU- OFNÆMI daglegtlíf ídesember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.