Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 32

Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EKKI REYNA AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞETTA SÉ EKKI GAMAN AMMA SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT EINA BARNIÐ MEÐ TEPPI SEGÐU ÖMMU AÐ ÉG SAMGLEÐJIST HENNI OG BERI MIKLA VIRÐINGU FYRIR ÖLLUM HINUM BÖRNUNUM OG SAMGLEÐJIST ÞEIM INNILEGA MÉR DETTUR EKKI Í HUG AÐ SEGJA HENNI ÞETTA FRÁBÆRT. VIÐ ÞURFUM AÐ FINNA HENTUGT FÓRNARLAMB JÁ! Æ, Æ!HVERNIG VÆRI AÐ BINDA SAMAN REIMARNAR Á SKÓNUM HJÁ EIN- HVERJUM? MAÐUR ÞRÆLAR ALLT SITT LÍF...!!! ... OG HVAÐ FÆR MAÐUR SVO AÐ LAUNUM!?! UPPHAND- LEGGSVÖÐVA? SJÁÐU ATILA, ÉG HEF VERIÐ BITINN KANNSKI VAR ÉG BITINN AF KÖNGULÓ. KANNSKI BREYTIST ÉG Í OFURHETJU! HMMM... „KLÓSETT- KAFARINN ÓGURLEGI“ ÞAÐ Á VÍST AÐ HLÝNA JÁ, ÞEIR SPÁ HITABYLGJU NÆSTU DAGA VILTU EKKI FARA ÚT OG ATHUGA VEÐRIÐ? VÁ, ÞAÐ VIRÐIST HAFA HLÝNAÐ MIKIÐ ER ÉG ÞAKKLÁTUR FYRIR AÐ HAFA LOFTKÆLINGU EF ÞÚ NÆRÐ MYND AF TARANTÚLUNNI AÐ HAND- SAMA KÓNGULÓARMANNINN ÞÁ BORGA ÉG TVÖFALT ÞREFALT! TVÖFALT! ÞÚ ERT LJÚFMENNI JÁ, ÞÚ ERT SVO ÓTRÚLEGA GJAFMILDUR ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG VERÐ ALDREI RÍKUR Dagbók Í dag er þriðjudagur 27. desember, 361. dagur ársins 2005 Víkverji las ágætargreinar á vefrit- unu Múrnum, eftir Finn Dellsén og Sverri Jakobsson, um almennings- samgöngur. Það sem Víkverja þótti sér- staklega áhugavert við greinarnar var þar sem bent er á þá stað- reynd að almennings- samgöngur eru í raun ódýrari valkostur fyr- ir ríki og sveitarfélög en fjölgun einkabíla. Það er enda svo, að sögn Finns og Sverris, að fleiri bílar kalla á meiri umferð- armannvirki enda íslenskir bíleig- endur yfirleitt óhuggandi ef þeir geta ekki ekið í einu striki á áfanga- stað. Þannig kostar fyrsti áfangi nýrrar Sundabrautar álíka og kostar að reka almenningssamgöngur á öllu höfuðborgarsvæðinu í fjögur ár. Mikið þætti Víkverja gaman að sjá hvað myndi gerast ef í stað mis- lægra gatnamóta og hraðbauta þvers og kruss um borgina yrði strætisvagnakerfið tvíeflt og far- gjöld lögð af eða lækkuð allverulega. Getur verið að hægt yrði að spara fúlgur fjár? Víkverji notar strætó og þykir það reyndar ekki mjög skemmtilegt því biðin eftir vagninum er löng þegar íslenska vetr- arveðrið mæðir á. Svo fer alltaf einhver tími til spillis þegar skipt er milli vagna, og öðr- um farþegum hleypt út á stoppistöðvum. Sjaldan aka vagnarnir heldur beinustu og stystu leið þangað sem Víkverji þarf að kom- ast. En strætó er hag- kvæmur kostur, og það kann Víkverji að meta. Þótt Víkverji sé örlítið lengur að fara milli staða, og þurfi að klæða sig vel áður en arkað er út á stoppi- stöð, þá eru óþægindin ekki svo mik- il að Víkverji sjái ástæðu til að verja drjúgum hluta af mánaðarlaunum sínum í að reka bíl. Víkverji hefur reiknað dæmið í bak og fyrir og virð- ist sem rekstur á einum bíl geti aldr- ei kostað minna en 50.000 krónur mánaðarlega, þegar allt er talið. Það er þriðjungur af útborguðum laun- um venjulegs launþega. Víkverja þykir ekki svo slæmt að taka strætó að hann sé reiðubúinn að vinna þriðja hvern dag til þess eins að borga af bílnum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Myndlist | Þennan risavaxna snjóskúlptúr getur nú að líta í almenningsgarði nokkrum í borginni Changchun í Jilin-héraði í Kína. Hann er hvorki meira né minna en átta metra hár og hundrað metra breiður. Listamaðurinn sést hér leggja lokahönd á verkið. Reuters Risavaxinn snjóskúlptúr MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Jesús sagði við þá: „Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég drekk, eða skírst þeirri skírn, sem ég skírist?“ (Mark. 10, 38).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.