Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 33 DAGBÓK Skólar og námskeið Laugardaginn 7. janúar fylgir Morgunblaðinu glæsilegt sérblað um Skóla og námskeið. Meðal efnis: Auglýsendur! Pöntunartími er fyrir klukkan 12 miðvikudaginn 4. janúar 2006. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is • Háskólanám og endurmenntun við háskóla landsins. • Fjarmenntun á háskólastigi. • Verklegt nám af ýmsu tagi. • Hvað er í boði í endurmenntun í iðnnámi, hjá bönkum, stofnunum og öðrum fyrirtækjum. • Símenntun, tölvuskólar, málaskólar og aðrir sérskólar. • Listnám, söngur, dans, tónlist og myndlist. • Sérhæft nám, nám fyrir eldri borgara, fatlaða, tölvunám, leikfimi og fleira. • Námsráðgjöf, nám erlendis og lánamöguleikar til náms. • Bókaverslanir fyrir stúdenta, kennsluefni og bókasöfn. • Hugnám, jóga, Tai Qi, heilun og fleira. • Föndur og almenn námskeið. Nýverið var gefinn út geisladiskurinn„Kátir krakkar og Trölla-Pétur“.Diskurinn byggist á færeysku barna-efni sem notið hefur mikilla vinsælda en Ísak Harðarson gerði íslenska texta við lögin sem segja frá kynlegum ævintýrum Trölla- Péturs og ömmu sem ekur um á mótorhjóli. Eva Ásrún Albertsdóttir er útgáfustjóri disks- ins og einn eigenda Músíkur ehf. sem stendur að baki útgáfunni: „Framkvæmdastjóri fyr- irtækisins kynntist þessu efni fyrir nokkrum ár- um og hefur alltaf haft það á bak við eyrað að gefa það út hér á Íslandi. Á plötunni syngur lít- ill sönghópur barna á aldrinum 7 til 12 ára og svo Trölla-Pétur sjálfur.“ Trölla-Pétur og amma hans eru óvenjuleg tröll: „Hann er með níu hausa og voðalega góð- ur. Þau búa meðal mannfólksins og eru alltaf að lenda í vandræðum,“ útskýrir Eva Ásrún. Í Færeyjum hafa orðið til mörg ævintýri kringum Trölla-Pétur og meðal annars verið framleiddir sjónvarpsþættir sem komið hafa út á myndböndum og DVD og verið unnir í samstarfi við menntamálaráðuneyti og umferðarstofu, þar sem þess er gætt að góður boðskapur fylgi sög- unum. Eva Ásrún segir á döfinni að gefa út mynddisk með íslensku efni um Trölla-Pétur á fyrri hluta næsta árs og á von á að krakkarnir muni kunna vel að meta: „Þetta er mjög skemmti- legt efni og krakkarnir sem hafa séð færeysku myndböndin hreinlega elska þetta og sitja yfir því tímunum saman. Á meðan Trölla-Pétur er rólegri velta þau fyrir sér af hverju amma er alltaf að lenda í vandræðum. Hún fer til dæmis að vinna í verslun og selur allt á 10 krónur. Svo lendir hún upp á kant við mafíuna og lögreglan fer að leita að henni fyrir misskilning. Kátu krakkarnir sem syngja á plötunni hans Trölla-Péturs hafa sótt söngnámskeið hjá Evu Ás- rúnu í rokkskólanum sem hún starfrækir ásamt öðrum, þar sem krakkar geta lært söng, bassa- og gítarleik eða barið á trommur. „Við erum rétt að fara af stað,“ segir Eva Ás- rún. „Færeyingar hafa þróað sögurnar af Trölla- Pétri mun lengra en við eigum eftir að gera hon- um góð skil í íslenskri útgáfu. Með þessum diski viljum við byrja að kynna krökkunum Trölla- Pétur og sýna þeim hvað þau eiga von á skemmti- legu efni á næstu árum.“ Börn | Færeyska furðutröllið Trölla-Pétur og amma hans kynnt íslenskum börnum  Eva Ásrún Alberts- dóttir fædd á Akureyri 1959. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk ljós- mæðraprófi árið 1982 og hefur m.a. stundað nám við Nýja Hjúkr- unarskólann og Há- skóla Íslands. Hún starfaði sem ljósmóðir á Kvennadeild Land- spítalans í 8 ár, við dagskrárgerð á Rás 2 og í Sjónvarpinu í 12 ár, var sölu-og markaðsstjóri Saga Heilsa & Spa og rekstrarstjóri Jarðbað- anna við Mývatn í fyrra. Eva á 30 ára söngferil að baki, hefur m.a. tekið þátt í Evróvisjón og á nú ásamt öðrum Músík ehf., Rokkskólann, Ryk stúdíó og Músík og myndir. Eva á fjóra syni. Ævintýri Trölla-Péturs og ömmu Árnaðheilla dagbók@mbl.is 85 ÁRA afmæli. Í dag, 27. desem-ber, er 85 ára Kristjana Ragn- heiður Ágústsdóttir. Kristjana var lengst af búsett í Búðardal, en býr nú í góðu yfirlæti á Dvalarheimilinu Grund. HERNAÐARSAGA hefur löngum notið mikillar hylli meðal þeirra þjóða útlendra sem staðið hafa, og standa enn, í látlitlu hernaðarbrölti. Þær líta margar á sigra í styrjöldum og ein- stökum orrustum sem glæstustu stundir sögu sinnar og meta sig- ursæla hershöfðingja og frægar stríðshetjur meira en annað fólk. Þetta á ekki síst við um Engilsaxa sem margir eru haldnir mikilli hern- aðarhyggju og á ári hverju koma út í Bretlandi og Bandaríkjunum tugir og hundruð bóka um hernaðarsögu og við herskóla skilst mér að hún sé skyldunámsgrein. Íslenskir fræðimenn hafa fram til þessa verið næsta tómlátir um þessa grein sögunnar og má það kallast eðlilegt. Á síðari öldum hafa fáir Ís- lendingar lagt vopnaburð í vana sinn og aldrei höfum við tekið þátt í styrj- öldum sem þjóð, þótt fáeinir ein- staklingar hafi barist í herjum út- lendra þjóða. Á hinn bóginn hefur löngum verið allnokkur áhugi á hern- aðarsögu hér á landi, margir lesa sér til um þau fræði og mikill áhugi hefur löngum verið á heimsstyrjöldunum tveimur á 20. öld hér á landi, einkum þó hinni síðari. Sannir áhugamenn um sögu hern- aðar og styrjalda efast fæstir um þýð- ingu þeirra í sögunni þótt aðrir telji þær næsta litlu máli skipta fyrir þróunina til lengri tíma litið. Í upp- hafsorðum þessarar bókar ræðir höfundur þessi mál stuttlega: „Átök og stríð hafa einkennt sögu okkar mannanna. Oft hafa styrjaldir staðið áratug- um saman milli þjóða, þjóðflokka og valds- manna. Í slíkum átökum hafa orustur tapast og unnist án þess að það hafi haft stórvægileg eftirköst, enda þótt af- leiðingarnar séu alltaf þungbærar fyrir þá sem fyrir svipti- vindum styrjalda verða. Hver og ein slík orusta hefur litlu skipt nema fyrir þá sem áttust við og fórnarlömb átak- anna hverju sinni. En svo hefur það líka gerst að einstaka orustur hafa breytt öllu, skipt sköpum fyrir fram- rás menningar og sögu. Þannig hafa stundum fremur litlir hópar manna sveigt farveg sögunnar og breytt honum; jafnvel hefur einn maður átt mestan hlut að máli … Fyrirfram var ómögulegt að sjá hvernig fara mundi. En ef þessar orustur eða átök hefðu farið á annan veg en varð, þá væri veröld okkar í dag allt önnur en hún er. Hér er farinn snyrtilegur milliveg- ur á milli sjónarmiða þeirra sem telja hernaðarátök og úrslit þeirra öllu máli skipta fyrir þróun sögunnar og hinna sem vilja sem minnst úr þýð- ingu þeirra gera. Má þá einnig geta þess, að einmitt efni úr hernaðarsög- unni hafa verið vinsælt viðfangsefni fræðimanna sem fást við svonefnda „Hvað ef?“ sagnfræði. Þeir hafa gefið sér að úrslit í tiltekinni orrustu hefðu orðið þveröfug við það sem raun varð á og síðan reynt að geta sér til um þróunina. Oft er slíkur spuni skemmtilegur aflestrar og vissulega er fræðimönnum hollt að velta því fyrir sér hvað hefði orðið ef … Skoðun Þórhalls Heimissonar sem kom fram í áður tilvitnuðum orðum er að líkindum rétt. Oft hafa úrslit í hernaðarátökum, hvort sem voru styrjaldir eða einstakar orrustur skipt miklu um gang mála, a.m.k. í bráð, en erfiðara er að fullyrða um áhrif þeirra þegar til lengri tíma er litið. Virðist þó ljóst að margt hefði farið á annan veg en raun bar vitni ef t.d. Þjóðverjar og bandamenn þeirra hefðu borið hærri hlut í heimsstyrj- öldinni síðari, eða ef Þjóðverjar hefðu unnið sigur við Stalíngrad. Þessi bók hefur að geyma þrettán þætti um sögufrægar orrustur sem háðar voru í Evrópu og Aust- urlöndum nær á tímabilinu frá 480 f. Kr. til 1944. Allar reyndust þessar orrustur örlagaríkar, höfðu nokkur áhrif á gang sögunnar, en kannski er Á orrustuvöllum sögunnar BÆKUR Hernaðarsaga Þórhallur Heimisson: Bókaútgáfan Hólar, 223 bls., myndir, kort. Akureyri 2005 Ragnarök. Örlagaríkustu stórorustur sögunnar. Jón Þ. Þór fulldjúpt í árinni tekið að kalla þær „ör- lagaríkustu orrustur í sögu mannkyns“. Þar koma ýmsar fleiri orr- ustur og styrjaldir til greina og voru sumar þeirra háðar utan þeirra heimshluta sem hér er um fjallað. Höf- undur beinir sjónum nær eingöngu að sögu Evrópu og vestrænnar menningar en hirðir minna um aðra hluta heimsins. Er þó hætt við því að t.d. indíánar í Ameríku myndu telja orrrustur sem þeir háðu gegn hvítum mönnum hafa skipt meira meira máli en t.d. orrustuna um Konstantínópel 718–719, svo aðeins eitt dæmi sé tek- ið. Allir eru þættirnir í þessari bók lip- urlega skrifaðir og fróðlegir og vafa- laust geta allir áhugamenn um sögu styrjalda og bardaga fundið hér eitt- hvað við sitt hæfi. Þá er einnig gott gagn að umfjöllun höfundar um heim- ildir sínar í bókarlok. Útkoma þessarar bókar er fagn- aðarefni og að minni hyggju markar hún nokkur tímamót í útgáfu bóka um söguleg efni hér á landi. Mörg undanfarin ár og áratugi hafa íslensk- ir fræðimenn og rithöfundar sem fást við söguna látið sér nægja að fjalla nær eingöngu um sögu Íslands og Ís- lendinga og það sem út hefur komið á íslensku síðustu árin hefur nánast allt verið þýtt. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert en með því móti skoðum við söguna með augum fólks af öðru þjóðerni og fáum ekki okkar eigin sýn á hana. Má þá spyrja hvort íslenskir höfundar séu ekki jafnvel bærir til að skrifa t.d. sögu Norðurlanda og þjóða á meginlandi Evrópu fyrir íslenska lesendur og t.a.m. breskir eða banda- rískir starfsbræður þeirra? Ég hygg að svo sé og vonandi markar útkoma þessarar bókar nýtt upphaf í þessum efnum. Þórhallur Heimisson Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.