Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EITT ÁR LIÐIÐ Þess var minnst í gær að eitt ár var liðið frá því að flóðbylgja, tsunami, reið yfir strendur landa sem liggja að Indlandshafi og kostaði a.m.k. 216.000 manns lífið. Mest var mann- fall í Indónesíu en um 168.000 týndu lífi í Aceh-héraði á eyjunni Súmötru. Fjöldi manna tók þátt í minning- arathöfnum sem haldnar voru víðs vegar um heim; í Indónesíu, Taílandi, Sri Lanka, Sómalíu og í Svíþjóð. Mannfall í Írak Tugir manna hafa týnt lífi í hryðju- verkaárásum í Írak yfir jólin. Átján manns féllu á jóladag og í gær biðu a.m.k. nítján bana í nokkrum árásum í höfuðborginni Bagdad og nágrenni hennar. Engu nær eftir lesturinn Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segist litlu nær eftir lestur greinargerðar Garðars Garðarssonar, formanns Kjaradóms, til forsætisráðherra frá því á Þorláks- messu. Segir hann að í svari Garðars sé ekki útskýrt það sem máli skipti, þ.e. þær launahækkanir og tilfærslur milli launaflokka sem kjaranefnd hafi ákveðið og Kjaradómur elti með úr- skurði sínum. Fylgdist með Gunnari Gunnar Egilsson pólfari varð fyrst- ur manna til að fara einbíla og óstuddur á Suðurpólinn og aftur til baka í Icechallenger-leiðangrinum sem nú er lokið. Meðal þeirra sem fylgdust náið með ferðum Gunnars voru sir Edmund Hillary, sem tók þátt í leiðangri breska heimsveldisins yfir Suðurskautslandið 1957-8, og sonur hans Peter Hillary. Nýtt framleiðslumet Allt bendir til að nýtt fram- leiðslumet verði sett í álveri Alcan á Íslandi á þessu ári. Gera má ráð fyrir að framleidd verði 179.400 tonn í ál- verksmiðjunni á árinu, en það er um 1.000 tonna aukning frá síðasta ári. Útsölurnar hefjast í dag Fyrstu útsölurnar eftir jól hefjast í dag og er það Dressmann sem ríður á vaðið. Aukin sala heima fyrir Útflutningur á lambakjöti hefur dregist verulega saman á árinu sam- anborið við síðustu ár. Skýrist sam- drátturinn af stóraukinni sölu á inn- anlandsmarkaði sem er hið besta mál að mati bænda. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 24 Viðskipti 11 Minningar 25/29 Erlent 13 Dagbók 32 Landið 12 Víkverji 32 Daglegt líf 14/16 Staður og stund 33 Menning 17 Menning 36 Umræðan 18/25 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Veður 43 Bréf 24 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is IVAR Eskeland, fyrr- verandi forstjóri Nor- ræna hússins í Reykja- vík, lést á sjúkrahúsi í Ósló á Þorláksmessu, 78 ára að aldri. Ivar Eskeland var fæddur 30. nóvember 1927 í Stord. Hann var bókmenntafræðingur og bókmenntagagnrýn- andi auk þess að vera vinsæll útvarpsmaður í Noregi, en hann þótti sérlega góður sam- félagsrýnandi í útvarps- þáttum sínum auk þess sem hann þótti hafa góða kímnigáfu. Ivar Eskeland var mikilvirkur þýð- andi og rithöfundur, en hann þýddi yfir 120 bækur úr ýmist íslensku, færeysku, ensku, frönsku eða þýsku á norsku. Af íslenskum höfundur þýddi Ivar Eskeland aðallega verk Halldórs Kiljans Laxness, en einnig fleiri nútímahöfunda, svo sem Svövu Jakobsdóttur. Ivar Eskeland var aðalritari Norska málafélagsins 1955–1956 og formaður sama félags 1960–1963. Hann var leiklistarráðunautur við Norska leikhúsið 1960–1965. Hann varð fyrsti forstjóri Norræna hússins árið 1968 og gegndi því starfi til 1972 og mótaði á þeim tíma starfsemi þess. Þá var hann fram- kvæmdastjóri fyrstu Listahátíðarinnar í Reykjavík árið 1970, en hann stóð að stofn- un hátíðarinnar ásamt Vladimir Ashkenazy. Ivar Eskeland var framkvæmdastjóri fyrir menningarskrif- stofu Norðurlanda í Kaupmannahöfn 1972– 1974 og útgáfustjóri hjá bókaforlaginu Atheneum 1985–1986. Hann var alla tíð mik- ilvirkur í félagsstarfi og sat t.d. í stjórn Norska þýðenda- félagsins á árunum 1965–1968 og var formaður Norska gagnrýnenda- félagsins 1975–1981. Árið 1970 var Ivar Eskeland gerð- ur að heiðurslistamanni norska rík- isins. Hann var sæmdur stórriddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu með stjörnu árið 1997. En hann lagði ávallt sérstaka áherslu á að miðla ís- lenskri menningu og sögu. Þannig kom t.a.m. út bók eftir hann um Snorra Sturluson árið 1992. Eftirlifandi eiginkona hans er Åse Eskeland, en sonur þeirra Bård fæddist hér á landi meðan Ivar Eskeland gengdi stöðu forstjóra Norræna hússins. Andlát IVAR ESKELAND ERLENDUM ferðamönnum fjölgaði um 1,2% milli ára ef lit- ið er til fyrstu 11 mánaða þessa árs borið saman við sama tíma- bil í fyrra. Voru erlendir ferða- menn orðnir tæplega 341 þús- und við lok nóvembermánaðar, eða um 4 þúsundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þó fækkaði erlendum ferðamönnum í nóv- ember um 2,9% samanborið við nóvember í fyrra. Þorleifur Þór Jónsson, hag- fræðingur Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að um raunsam- drátt sé að ræða því ferðaþjónustan í Evrópu hafi vaxið um 3–4% milli ára á þessu sama tímabili. „Með 1,2% aukn- ingu erum við með umtalsvert verri afkomu en aðrar þjóðir vegna þess að ferðaþjónustan í heiminum er í mjög góðum vexti,“ segir Þorleifur. „Meðal- aukningin hingað til hvað hót- elnýtingu varðar er um 0,5% milli ára fyrstu 11 mánuði árs- ins hérlendis en hún er 4,6% á Norðurlöndunum. Þessi vöxtur í ferðaþjónustunni er því ekki að skila sér hérlendis.“ Þorleifur segir að háu gengi krónunnar sé um að kenna því Ísland sé mjög dýr áfangastaður eins og staðan er í dag. „Flug- farið hefur lækkað, almennt er hægt að ferðast á ódýrari far- gjöldum en áður var og þá getur fólk freistast til að koma hingað. En svo halda flestir að sér höndunum í eyðslu þegar hingað er komið,“ segir Þorleifur. Hvað þjóðerni erlendra ferða- manna varðar vekur athygli að mest aukning er í hópnum önn- ur þjóðerni, eða um 16,8% milli ára á þessu tímabili. Þorleifur segir að taka verði tillit til þess hvernig þessar tölur séu fengn- ar. Talið er í vegabréfsskoðun í Keflavík við brottför þegar er- lendu vegabréfi er framvísað og ekki er hægt að aðgreina ferða- menn úr hópi erlendra farþega. Því telji allir þeir aðilar sem séu að starfa við virkjanafram- kvæmdir og þaðan sé þessi aukning líklega til komin. Telja að raunveru- lega sé um sam- drátt að ræða Ferðamönnum fjölgar um 1,2% HARÐUR árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Kringlumýrar- brautar, Laugavegar og Suðurlands- brautar um kl. 20.15 í gærkvöldi. Óskað var aðstoðar tækjabíls til að klippa annað bílflakið svo hægt væri að ná ökumanninum út. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. Báðir bílarnir voru fluttir óökufærir af slys- stað. Loka þurfti gatnamótunum um stund á meðan unnið var að því að ná ökumanninum út úr bílnum. Morgunblaðið/Júlíus Ökumanni náð úr bílflaki með klippum LÍKT og greint var frá nýverið eru allar líkur á því að Íslendingar nái að verða 300 þúsund tals- ins snemma á næsta ári. Að sögn Ólafar Garð- arsdóttur, deildarstjóra mannfjöldadeildar hjá Hagstofu Íslands, er þó enn of snemmt að spá fyrir um það hvenær nákvæmlega stóru tölunni verði náð. Í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands kom fram að íbúar hér á landi voru 299.404 þann 1. desember sl. Á vef Hagstofunnar, www.hag- stofa.is, hefur verið sett upp mannfjöldaklukka þar sem hægt er að fylgjast með áætluðum mannfjölda frá degi til dags. Um kvöldmat- arleytið í gærkvöldi voru Íslendingar, sam- kvæmt mannfjöldaklukkunni, samtals orðnir 299.800 og vantaði því aðeins 200 einstaklinga upp á að stóru tölunni yrði náð. Þess má geta að að meðaltali fæðist eitt barn aðra hverja klukku- stund hérlendis, en að sama skapi deyja að með- altali fimm einstaklingar á dag. Óvissa með útlendinga „Aðalóvissuþátturinn snýr að skráningu út- lendinga til og frá landinu. Við getum sagt til um það upp á haus hvað fæðast margir hérlendis og deyja í viku hverri. En meiri óvissa er vegna skráningar útlendinga hér á landi. Þannig getur dregist að skrá þá sem koma og að fella út þá sem flytjast af landi brott,“ segir Ólöf og bætir við að allt eins líklegt sé að 300 þúsundasti Ís- lendingurinn verði nýlega aðfluttur ein- staklingur fremur en nýfætt barn hérlendis. Bendir hún á að eftir sé að skrá einhvern fjölda fólks sem þegar er fluttur búferlaflutningum úr landi. Aðspurð um hvort svo geti farið að Íslend- ingar verði 300 þúsund í janúar og fækki síðan aftur niður fyrir þá tölu þegar tekið hefur verið tillit til brottfluttra Íslendinga segir Ólöf það ekki útilokað, en tekur þó fram að það sé frekar ólíklegt. Aðspurð segir Ólöf stefnt að því hjá Hagstof- unni að hafa uppi á þeim einstaklingi sem talist getur 300 þúsundasti íbúi landsins, en ekki sé enn búið að ákveða hvort einhver viðbúnaður eða veisluhöld verði í tengslum við það. Aðeins vantar 200 einstaklinga upp á SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað út um kl. 20.30 í gærkvöldi vegna þess sem talið var vera eldsvoði í íbúð í Mos- fellsbæ. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um var að ræða gufu frá heitu vatni sem streymdi þar út. Slökkviliðsmenn þurrkuðu vatnið upp, en heita vatnið olli talsverðum skemmdum á íbúðinni. Heitt vatn olli tjóni ERILSAMT var hjá lögreglunni á Hornafirði í kjölfar jóladansleiks aðfaranótt annars í jólum, en þar var mikið áfengi haft um hönd. Kom þar m.a. til átaka milli tveggja manna, sem lyktaði svo að annar veitti hinum hnefahögg í andlitið sem leiddi til þess að nef hans brotnaði. Þá vildi það til, sem óvenjulegt má telja, að hönd árás- armannsins brotnaði við höggið. Voru báðir fluttir á heilsugæslustöð og hlutu þar viðeigandi aðhlynn- ingu. Aðrir Hornfirðingar hegðuðu sér þó sómasamlega og fóru jólin vel fram að öðru leyti. Braut hönd á nefi annars manns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.