Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 10

Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIL kirkjusókn var í Reykjavík á að- fangadagskvöld, að sögn séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts Reykjavíkurprófast- dæmis vestra og sóknarprests í Hallgríms- kirkju. Segir hann fullt hafa verið út úr dyr- um í Hallgrímskirkju bæði klukkan sex og á miðnætti. Góð kirkjusókn hefur verið alla jóladagana. Jón segir að kirkjusókn hafi auk- ist á aðventunni og fjölgað athöfnum og tón- leikum í kirkjum. Mikið hafi verið um að félög, skólar og samtök hafi leitað til kirkjunnar eftir húsnæði og samstarfi um hátíðlegar samkomur og tón- leika. Með hverju ári verði fjölgun á tón- leikum sem tengist kirkjustarfi.Jón Dalbú segir ennfremur að í október undanfarin þrjú ár hafi kirkjan talið fjölda gesta í viku hverri og á þessu ári hafi að meðaltali um eitt þús- und manns þegið þjónustu hverrar kirkju í Reykjavík á viku. Talan hafi farið hækkandi frá ári til árs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði ríkti í barnamessu sem haldin var á aðfangadag í Grafarvogskirkju. Börnin áttu sögustund undir leiðsögn séra Bjarna Þórs Bjarnasonar. Mikil kirkjusókn var að venju á jólunum HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa selt öðrum manni 9 e- töflur og hafa undir höndum rúmt 41 gramm að hassi, 5 e-töflur og lít- ilsháttar af maríjúana. Með brotinu rauf hann skilorð eldri dóms en refsing var skilorðs- bundin vegna geðsjúksdóms mannsins og meðferðar sem hann gengst nú undir vegna hans. Maðurinn játaði brot sitt skilyrð- islaust. Fram kemur í dómnum að hann hefur áður hlotið skilorðs- bundna dóma fyrir rán, þjófnaði, hylmingu og fíkniefnabrot. Síðast í maí á þessu ári fékk hann 13 mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og í október var hann sekt- aður fyrir fíkniefnalagabrot Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn hefur átt við geðsjúkdóm að stríða en sé nú í árangursríkri lyfjameðferð vegna hans. Refsingin var því skilorðs- bundin og brjóti maðurinn ekki af sér næstu þrjú ár fellur hún niður. Sveinn Sigurkarlsson kvað upp dóminn, verjandi mannsins var Sig- urður Georgsson hrl. Karl Ingi Vil- bergsson sótti málið af hálfu sýslu- mannsins í Kópavogi. Refsing skilorðs- bundin vegna sjúkdóms LISTAVERKASALAR eiga að inn- heimta 10% gjald af flestum göml- um listaverkum sem seld eru á upp- boðum og er gjaldið látið renna til höfunda listaverkanna eða erfingja þeirra. Þetta er samkvæmt breyt- ingu á lögum um verslunaratvinnu sem taka gildi um áramótin. Frá þessu er greint á vefsíðu Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Lögin byggjast á tilskipun Evr- ópusambandsins, ESB, sem gerir þó aðeins ráð fyrir 4% gjaldi. SVÞ mót- mæltu því að gjaldtakan hér væri tvöfalt hærri en gert er ráð fyrir í öðrum löndum á Evrópska efna- hagssvæðinu. Í frétt á vefsíðu SVÞ segir að samkvæmt lögunum á að leggja 10% fylgiréttargjald á listaverk sem seld eru á listaverkauppboðum fyrir upp- hæð sem svarar til allt að 3.000 evra. Flest seldra verka eru innan þess- ara marka. Ef listaverkin eru seld fyrir hærri upphæðir beri þau stig- lækkandi hlutfall fylgiréttargjalds. Erfingjar geta hagnast vel á verkum forfeðranna „Gömul listaverk ganga oft kaup- um og sölum mörgum sinnum og geta því erfingjar höfunda þessara listaverka hagnast vel á verkum for- feðra sinna. Spyrja má hvað rétt- lætir það? Svo virðist sem lögin hafi verið hönnuð með hagsmuni höf- unda og erfingja þeirra í huga. Eftir því sem næst verður komist er fylgi- réttargjaldið í öllum öðrum Evrópu- gjöldum 4–5% eins og tilskipun ESB gerir ráð fyrir,“ segir í frétt SVÞ. Þar kemur ennfremur fram að þeg- ar leitað hafi verið skýringa á þess- um mismun var því borið við að í Danmörku væri innheimtur virðis- aukaskattur af söluþóknun lista- verkasala sem ekki tíðkist hér. „Með þeim rökum er verið að bera saman 10% fylgiréttargjald af heild- arverði listaverksins hér á landi og hins vegar virðisaukaskatt af sölu- þóknun listaverkasala í Danmörku. Ekki verður séð hvernig þessi sam- anburður fær staðist. Hin óvenju háa gjaldtaka sem beitt er hér á landi gæti leitt til þess að eigendur listaverka sem vilja selja verk sín reyni að komast hjá því að selja verk sín á uppboðum þar sem inn- heimt er 10% fylgiréttargjald og sniðgangi viðurkennda listaverka- sala. Það hefði í för með sér að höf- undar og erfingjar þeirra fengju engan skerf af sölunni. Eftir því sem skattlagning og gjaldtaka er hærri aukast freistingarnar við að finna leiðir til undanskota. Listaverkasal- ar hafa bent á að flestir þeirra sem selja listaverk eru eldri borgarar sem hafa fjárfest í listaverkum á yngri árum og selja til að drýgja tekjurnar á efri árum,“ segir í frétt SVÞ. Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra telst 10% gjaldtaka ekki ósanngjörn, í ljósi þess að enginn virðisaukaskatt- ur sé á listaverkum hér á landi. Lagasetningin sé hvetjandi fyrir viðskipti með listaverk og á það verði að benda að gjaldhlutfallið lækki eftir því sem verð verkanna sé hærra. „En ástæða þess að hér er 10% gjaldtaka þegar hlutfallið er 4% innan ESB er m.a. sú að enginn virðisaukskattur er hér og við telj- um að þetta muni hafa örvandi áhrif á listaverkasölu,“ segir Valgerður. 10% gjald af gömlum listaverkum á uppboðum Listaverkagjald gæti leitt til þess að seljendur sniðgangi viðurkennda listaverkasala, segja SVÞ Ég þekkti ekkert til síldveiða og eina reynslan af síld var að borða hana úr krukku! Þetta er geysilega skemmtilegur veiðiskapur. Við veiddum 6.500 tonn af síld í haust hérna við bæjardyrnar – við jökul- inn. Það er eitt skemmtilegasta út- hald sem ég hef komið nálægt á mín- um sjómannsferli. Að vera hér við túnfótinn að moka upp fallegri síld!“ Samhent áhöfn mikilvæg Í áhöfn eru 26 menn ásamt messa- dreng hverju sinni, en alls telur áhöfn Engeyjar 45–47 karla að með- töldum þeim sem eru í landi hverju sinni. Úthaldið er 30–40 dagar og þá „ÞETTA er búið að ganga vonum framar,“ sagði Þórður Magnússon, skipstjóri á Engey RE-1, sem er stærsta fiskiskip íslenska flotans. Engey RE-1 kom hingað til lands 22. maí í vor eftir gagngerar breyt- ingar og stækkun. Skipið er um 7.000 brúttótonn að stærð og 105 metra langt, 20 metra breitt og með sjö þilför. Þórður segir að skipið sé svo stórt að umfang útgerðar þess jafnist á við tvo venjulega togara. Engey RE-1 fór í fyrstu veiðiferð sína 14. júní síðastliðinn. Þórður var við endurbyggingu skipsins í Pól- landi og kvaðst hafa vitað hvað hann fengi í hendur. Skipið væri vel útbú- ið og afkastamikið. Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, frá því skipið hóf veiðar, er orðið rúmlega 900 millj- ónir. „Þá fórum við í norsk-íslensku síldina. Til að byrja með kom ým- islegt upp á, eins og búast má við eftir svo viðamiklar breytingar. Það var þó ekkert sem við gátum ekki yf- irstigið úti á sjó. Þetta gekk mjög vel og við komumst í að framleiða fyrir rúmlega 20 milljónir á dag, 224 tonn af frystum flökum. Í einni veiði- ferðinni í sumar fylltum við skipið á ellefu vinnsludögum. Sú vika skilaði aflaverðmæti fyrir á annað hundrað milljónir króna,“ sagði Þórður. Frumraun í síldveiðum Engey RE-1 er hugsuð til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski, loðnu, síld og kolmunna. Skipið er einnig búið til veiða á bolfiski með botn- trolli og er ætlunin að nota skipið til slíkra veiða á milli veiðitímabila upp- sjávarfisks. „Þetta skip hefur geysi- mikla möguleika, ef rétt er haldið á spöðunum, bæði til skipstjórnar og útgerðar,“ sagði Þórður. „Ég kem sjálfur af botntrollsveiðum og veiðar á uppsjávarfiski voru nýjung fyrir mér. Ég var vanur flottrollsveiðum í úthafinu en frumraun mín í veiðum á uppsjávarfiski var í sumar sem leið. fer hluti áhafnarinnar í frí og aðrir koma um borð. Skipverjar hafa víð- tæka reynslu til sjós, bæði af veiðum á uppsjávarfiski og bolfiski, að sögn Þórðar. Hann sagði að ekki væri rokkað með áhafnarstærð á Engey eftir veiðiskap. „Mér líst aldrei á þegar verið er að fjölga eða fækka í áhöfn eftir tímabilum. Þá verður ekki eins mikil eining um borð. Menn fara að hugsa um að nú verði fækkað þegar skipt verði um veiðarfæri. Þetta verður að vera eins og stór fjölskylda; þannig að allir viti hvað þeir hafa og þeir geti gengið að því. Það er mikið mál að hafa góða áhöfn og að menn séu sáttir. Það hefur sýnt sig hjá okkur, að vera með svona fína karla, að allir hafa tekið samtaka á þessu verkefni sem einn maður.“ Loðnukvóti til frystingar Þórður sagði að ekki hefði reynt á það enn hvort nægar veiðiheimildir væru til fyrir svo afkastamikið skip, enda útgerð þess ekki staðið nema í um hálft ár frá því það kom úr breytingu. Nægar veiðiheimildir væru þó forsenda fyrir útgerð þess. Fjárfestingin sé mikil og mikilvægt að nýta hana til fulls. Miklar sveiflur hafa verið í uppsjávarfiskinum, bæði loðnu, kolmunna og síld. „Allar sveiflur eru slæmar,“ sagði Þórður. „En maður horfir til þess að HB Grandi á miklar karfa- og grálúð- uheimildir. Það verður hægt að dekka einhver tímabil með því. Það kemur ekkert inn á skipið ef það liggur.“ Engey RE-1 hefur verið í landi yf- ir hátíðarnar og tíminn verið not- aður til smávægilegra lagfæringa, m.a. á rafmagnsframleiðslu um borð. Haldið verður á veiðar 5. jan- úar næstkomandi. „Það er algjört skilyrði að við fáum loðnu til að veiða. Maður vonar að það verði gef- inn út einhver kvóti einungis til frystingar, svo það verði reynt að gera einhver verðmæti úr þessu,“ sagði Þórður. „Maður sér ekki ann- að en að það sé bjart framundan. Þótt eitthvað bregðist þá kemur bara annað á móti. Það verður að treysta því.“ Morgunblaðið/Alfons Þórður Magnússon, skipstjóri Engeyjar RE-1, í brúnni. Verður að vera eins og ein stór fjölskylda Skuttogarinn Engey RE-1 hefur fiskað fyrir rúmar 900 milljónir á rúmlega hálfu ári Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.