Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ HÚSFYLLIR var á árlegum Þorláks- messutónleikum Bubba Morthens sem fram fóru á Nasa síðastliðið föstudags- kvöld. Þetta var í 22. sinn sem Bubbi stóð fyrir jólatónleikum, sem oftast hafa verið haldnir á Borginni og eru nú, líkt og skat- an, orðnir fastir liður í jólahaldi margra landsmanna. Bubbi spilaði bæði gömul og ný lög við mikinn fögnuð viðstaddra sem skemmtu sér allir með besta móti enda er gleðin ávallt við völd á þessum tónleikum. Þorláksmessu- tónleikar Bubba Morgunblaðið/Sverrir Bubbi sló hvergi af á tónleikunum en hann klæddist ermalausum bol og bar sólgleraugu enda sannur töffari. Morgunblaðið/Sverrir Áheyrendur fylgdust hugfangnir með Bubba en uppselt var á tónleikana að vanda. MIÐASALA á Áramótaveislu til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna fór vel af stað en hún hófst á Þorláksmessu. Það er orðinn árviss viðburður að fram- varðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Haga- torg og stilli saman strengi til styrktar SKB. Á undanförnum árum hafa yfir 12 millj- ónir króna safnast á þessum tónleikum en í fréttatilkynningu frá aðstandendum tón- leikanna segir að nú sé markmiðið að sú upphæð hækki í a.m.k. fjórtán milljónir króna. Eftirtaldir listamenn hafa staðfest þátt- töku í tónleikunum en listinn hefur oftar en ekki lengst þegar nær dregur tónleikunum: Bubbi Morthens Sálin hans Jóns míns Jónsi Skítamórall Nylon Heiða Hildur Vala Heitar lummur Kung fu Jón Sig Davíð Smári Paparnir Kynnar verða Simmi og Jói. Morgunblaðið/Árni Torfason Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns kemur nú fram á þessum tónleikum í sjöunda sinn. Miðasala á styrktartónleika SKB fer vel af stað FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA LEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON E.P.Ó. / kvikmyndir.com  V.J.V. / topp5.is  S.V. / Mbl.  A.B. / Blaðið  Ó.H.T / RÁS 2 S.U.S. / XFM 91,9 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 11 MILLI JÓLA OG NÝÁRS Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Stattu á þínu og láttu það vaða. Ástin lífgar þig við. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA The Cronicles of Narnia kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 KING KONG kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Harry Potter og eldbikarinn kl. 2 - 5 - 10 B.i. 10 ára Ferðalag keisaramörgæsanna kl. 2 Noel kl. 8 Litli kjúllinn m/ísl. tali kl. 2 HÁSKÓLABÍÓ KING KONG kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára KING KONG VIP kl. 6 - 10 CHRONICLES OF NARNIA kl. 1 -2 -3 - 4 - 5 - 7 - 8 -10 -11 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 3 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 2 - 5 - 8 B.i. 10 ára GREENSTREET HOOLIGANS kl. 11 B.i. 16 ára Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 1 - 2 UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. BYGGÐ Á SÍGILDUM ÆVINTÝRABÓKUM C.S. LEWIS SEM HAFA KOMIÐ ÚT Á ÍSLENSKU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.