Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA ARADÓTTIR, Grensásvegi 56, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00. Ari Reynir Halldórsson, Guðlaug Eygló Elliðadóttir, Ævar Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir, Sonja Huld Gunnlaugsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, HULDA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 18. desember, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörn Eiríksson, Gunnhildur Eiríksdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Pétur Sigurðsson. ✝ Þorbjörg Jóns-dóttir fæddist á Sauðárkróki 2. jan- úar 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 14. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þ. Björnsson kennari og skólastjóri á Sauðárkróki, f. í Háagerði í A-Húna- vatnssýslu 15. ágúst 1882, d. í Reykjavík 21. ágúst 1964, og Geirlaug Jóhannesdóttir, f. á Jökli í Eyjafirði 28. júlí 1892, d. á Sauð- árkróki 6. apríl 1932. Jón kvæntist aftur árið 1940 Rósu Stefánsdótt- ur húsmæðrakennara, f. 10. októ- ber 1895, d. 14. júlí 1993. Fóstur- barn þeirra er sonardóttir Jóns og konu hans Geirlaugar, Geirlaug Björnsdóttir. Systkini Þorbjargar eru: 1) Stefán arkitekt, f. 16. októ- ber 1913, d. 11. mars 1989, kvænt- ur Ernu Ryel vefara, f. 8. ágúst 1914, d. 24. maí 1974. 2) Jóhanna Margrét húsfreyja, f. 2. febrúar 1915, d. 22. mars 1985, gift John Kristian Bjerkli, f. 28. febrúar 1913, d. 29. maí 1952. 3) Sigurgeir gjaldkeri, f. 30. ágúst 1918, d. 25. janúar 1996. 4) Björn læknir, f. 21. maí 1920, d. 19. febrúar 1995, kvæntur Iris Muriel Fitzgerald, f. 28. júní 1926. 5) Ragnheiður Lilja húsfreyja, f. 14. apríl 1923, gift Robert Francis Martin trésmið, f. London og nágrenni árið 1953 og þróun í grunn- og framhalds- menntun í hjúkrunarfræðum í Englandi og Skotlandi haustið 1973. Hún sótti fjölmörg námskeið í kennslufræði og stjórnun í Há- skóla Íslands og víðar. Hún var hjúkrunarkona við Landspítalann á röntgendeild og lyflækninga- deild haustið 1945–46, deildar- hjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Akureyri hluta árs 1945. Hún var kennari við Hjúkrunarskóla Ís- lands 1948–1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands frá 1.1. 1954 til 31.3. 1983, þar af í starfs- leyfi 1977–78. Þorbjörg braut- skráði alls 54 sinnum, alls 1.477 hjúkrunarfræðinga. Hún var gerð að heiðursfélaga í Hjúkrunar- félagi Íslands 1981. Hún átti sæti í stjórn félagsins 1948–52, ritari í stjórninni í tvö ár. Hún var for- maður nefndar sem menntamála- ráðherra skipaði 1970, sem kanna skyldi möguleika á háskólanámi í hjúkrunarfræði, formaður nefnd- ar sem skipuð var af sama aðila 1974 sem endurskoða skyldi gild- andi löggjöf um hjúkrunarnám í landinu og sat í nefnd sem menntamálaráðherra skipaði 1973 til að semja drög að reglugerðar- ákvæðum um nám í hjúkrunar- fræðum á vegum Háskóla Íslands. Hún var í ritnefnd „Sögu Hjúkr- unarskóla Íslands“ sem út kom 1990. Þorbjörg var formaður Minningarsjóðs Kristínar Thor- oddsen frá stofnun hans. Síðustu árin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og naut þar hlýju og umönnunar. Þorbjörg verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 3. apríl 1916, d. 21. febrúar 1993. 6) Gyða húsfreyja, f. 4. ágúst 1924, gift Ottó A. Michelsen for- stjóra, f. 10. júní 1920, d. 11. júní 2000. 7) Jóhannes Geir list- málari, f. 24. júní 1927, d. 29. júní 2003. 8) Ólína Ragnheiður húsfreyja, f. 7. októ- ber 1929, gift Magn- úsi Óskarssyni hrl., f. 10. júní 1920, d. 23. janúar 1999. 9) Geir- laugur bókbindari, f. 29. mars 1932, kvæntur Jóhönnu Jóhanns- dóttur, f. 22. október 1922. Þorbjörg ólst upp á Sauðár- króki, lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937, lauk námi við Hjúkrunarkvenn- askóla Íslands í september 1944. Hún stundaði verklegt framhalds- nám í skurðlækningum við Land- spítalann 1944–45 og bóklegt og verklegt nám í barnahjúkrun og öðrum sérgreinum hjúkrunar í Chicago 1946–47, bóklegt og verk- legt nám við barnahjúkrun og deildarstjórn við háskóla í St. Lou- is 1947–48, tók hluta af kennara- námi við New York University School of Education en lauk hjúkr- unarkennaranámi við Battersea Polytechnic Department of Hyg- iene and Public Health í London í júlí 1953. Hún kynnti sér rekstur sjúkrahúsa og hjúkrunarskóla í Það gat stundum verið þungbært ungum manni að vera einbirni og augasteinn foreldra sinna. Því fylgdu að sjálfsögðu mikil forréttindi og ást og umhyggja en stundum var eins og hún væri bindandi og maður þyrfti meira loft og rými. Ég bjó býsna vel að frænkum og frændum í æsku en ein frænkan, Þorbjörg föð- ursystir mín, hafði alveg sérstakan sess. Meðal annars vegna þess að hún var aldrei langt undan, í næsta húsi eða á næsta leiti, og vegna þess að maður taldi hana ekki bera sömu ábyrgðina, hún var utan hringsins, það var hægt að tala við hana um heima og geima og sjálfan sig, en hún var samt hluti hringsins og bar samt vissa ábyrgð og leyfi frá henni gat komið í staðinn fyrir leyfi for- eldra í vissum tilvikum. Gæti Þor- björg ekki gefið leyfið sjálf gat hún talað máli manns og skýrt langanir manns og þrár sem maður átti kannski sjálfur erfitt með að bera upp. Hún hafði ferðast um heiminn, hún hafði kynnst framandi fólki og menningu. Sjóndeildarhringurinn var allavega annar en Snorrabrautin fannst manni þá. Þorbjörg gat verið ungum manni sem systkini og for- eldri í senn, hún gat gert grín að hlutum, hún kunni á hluti, hún gat brugðið sér í hvítan búning og mað- ur fékk að tölta á eftir henni um sér- kennilega refilstigu hins hvítklædda heims á spítalanum, maður kynntist svona í fjarlægð ótal hjúkrunarnem- um og var ég sennilega einn af fáum karlmönnum, þótt ungur væri, sem fékk umyrðalaust aðgang um dyr skólans án þess að gera frekari grein fyrir sér. Það var nú allavega svolítið bragð af því. Þessi vinátta og þetta samband hélst alla tíð og fram til þess síðasta: Segðu mér fréttir af sjálfum þér og þínum, segðu mér þær fljótt og segðu mér satt, sagði hún og brosti, og hafðu þær skemmtilegar. Hún brosti til manns þegar maður kom og brosti þegar maður kvaddi og þakkaði manni fyr- ir innlitið. Nú er að þakka fyrir sig. Stefán Örn Stefánsson. Þegar ég nú við fráfall Þorbjargar frænku minnar horfi til baka átta ég mig betur á en áður að þar átti ég samferð með stórmerkri konu. Lítill drengur velti því ekki mikið fyrir sér hvað móðursystir hans var að gera þegar komið var til hennar þar sem hún bjó í Hjúkrunarkvennaskólan- um. Okkur fannst reyndar merkilegt að hún skyldi búa í skólanum en meiri áhuga höfðum við þó á brjóst- sykrinum í tréskálinni með lokinu. Hjá móðursystur minni var allt í skorðum, þar leið okkur vel en samt held ég að við höfum haft þar í frammi minni fíflagang en víða ann- ars staðar. Aldrei verður því gleymt þegar botnlanginn sprakk og 11 ára dreng- urinn lá á spítalanum. Þá gilti sú ótrúlega regla að foreldrar máttu bara heimsækja börnin sín einu sinni í viku, líklega svo þau fengju ekki heimþrá. Það bil brúaði Þorbjörg frænka mín sem kom í sínum hvít- stífaða hjúkrunarbúningi, stormandi yfir lóðina frá Hjúkrunarkvenna- skólanum með kappann á höfðinu og heimsótti frænda sinn á hverjum degi. Engum datt í hug að hefta för hennar. Hefði líka verið til lítils. Röskleg, hlý og ströng á víxl með geislandi sjarmerandi bros fór Þor- björg Jónsdóttir þangað sem hún ætlaði. Frænka mín var strangur skóla- stjóri, agi var mikill og til mikils ætl- ast af nemendum sem lengst af voru eingöngu kvenkyns. Það var erfitt að komast inn í skólann hjá Þorbjörgu og það þurfti að standa sig. Eitt sinn vélaði ung stúlka mig til að fara með sér á fund frænku minnar til að huga að skólavist. Dugði það lítið og ekki. Uppeldið fór líka fram utan skóla- tíma, þá giltu strangar reglur. Ég hef í gegnum tíðina hitt margar kon- ur sem voru nemendur hjá Þor- björgu enda var hún skólastjóri í nær 30 ár og fáir hjúkrunarfræðing- ar nú á besta aldri sem ekki námu hjá henni. Allar tala þær með mikilli virðingu og hlýju um hana og telja námstímann hafa verið sér mikið og gott veganesti. Barn og fullorðinn kveð ég frænku mína og þakka henni góða vegferð. Blessuð sé minning Þorbjargar Jónsdóttur. Óskar Magnússon. Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Með Þorbjörgu Jónsdóttur, heið- ursfélaga í Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga, er genginn einn frum- kvöðla og forystukvenna í hjúkrunarmenntun hér á landi. Sem skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands í nær þrjá áratugi hafði Þorbjörg mikil og góð áhrif á þróun hjúkr- unarmenntunar og hjúkrunar hér á landi. Hún var einstaklega dugmikil og framsýn í sínum störfum og lagði metnað sinn í að hjúkrunarnám hér á landi stæðist samanburð við nám í nágrannalöndunum á hverjum tíma. Þorbjörg lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1944. Hún lauk framhaldsnámi í skurð- hjúkrun, barnahjúkrun og fleiri sér- greinum hjúkrunar hér heima, en stundaði einnig framhaldsnám í Bandaríkjunum og á Englandi sem fátítt var á þessum árum. Þorbjörg lærði stjórnun og hjúkrunarkennslu sem nýttist henni vel í farsælum störfum hennar við Hjúkrunarskóla Íslands, fyrst sem kennari frá 1948 til 1954 og síðan sem skólastjóri frá 1954 til 1983. Þorbjörg lagði metnað sinn í að kennarar skólans stunduðu símenntun og stóð fyrir fjölda náms- og kynnisferða þeirra til annarra landa í skólastjóratíð sinni. Hún vildi að kennarar skólans fylgdust með þróun hjúkrunarnáms í nágranna- löndunum og hvernig staðið væri að breytingum á náminu þannig að það svaraði ætíð kalli tímans. Virðing Þorbjargar fyrir hjúkrun og hjúkr- unarfræðum kemur skýrt fram í hjúkrunarheitinu sem allir nemend- ur skólans unnu við brautskráningu allt frá árinu 1965. Þorbjörg og kennarar skólans þýddu og stað- færðu hjúkrunarheitið sem byggt var á alþjóðasiðareglum hjúkrunar- fræðinga. Í hjúkrunarheitinu er m.a. lögð áhersla á símenntun, virðingu fyrir skjólstæðingunum, alúð og samviskusemi í störfum án mann- greinarálits, að sýna ábyrgð og láta sig varða velferðarmál þjóðarinnar. Allir þessir þættir eru grundvöllur hjúkrunarstarfsins enn í dag. Þorbjörg sat í ritnefnd vegna rit- unar sögu Hjúkrunarskóla Íslands sem kom út árið 1990. Hún á stóran þátt í því verki, hafði safnað heim- ildum og flokkað þær áður en rit- stjóri bókarinnar tók til starfa. Þor- björg var virk í félagsstörfum hjúkrunarfræðinga. Hún sat í stjórn Hjúkrunarfélags Íslands og var rit- ari stjórnar um tveggja ára skeið. Á hátíðarsamkomu í tilefni af 50 ára af- mæli Hjúkrunarskóla Íslands árið 1981 var Þorbjörg gerð að heiðurs- félaga í Hjúkrunarfélagi Íslands. Með heiðursfélaganafnbót vilja hjúkrunarfræðingar sýna þeim fé- lögum sínum sem skara fram úr mestu mögulega sæmd félagsins. Störf Þorbjargar fyrir hjúkrun, hjúkrunarmenntun, hjúkrunarfræð- inga og ekki síst skjólstæðinga hjúkrunar eru ómetanleg. Fyrir þau vilja hjúkrunarfræðingar þakka. Blessuð sé minning Þorbjargar Jónsdóttur hjúkrunarfræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður. Til hvers er fura hnarreist og silfruð ösp að hnýta saman greinar og veita skjól og skuggsæld? hví skyldi vatnið lokkandi niða við lækjarbakkann? (Hóras, Í skugga lárviðar.) Þorbjörg Jónsdóttir var merk kona, hnarreist eins og furan vann hún menntun hjúkrunarkvenna brautargengi, það var ekki bara ævi- starfið hennar heldur einnig hug- sjón. Silfruð sem öspin hvíldi hún síðan lúin bein og fékk skjól í Sóltúni þar sem hún bjó síðustu árin. Ég á þessa bók, Í skugga lárviðar, áritaða af Þorbjörgu, jólagjöf sem er mér kær. Þegar ég hóf nám í Hjúkrunar- skóla Íslands árið 1964 var skólinn búinn að slíta barnsskónum, námið hafði þróast á svipaðan hátt og ann- ars staðar á Norðurlöndunum, að- skilnaður spítala og skóla orðinn að veruleika þótt nemar væru eftir sem áður ódýrt vinnuafl fyrir sjúkrahús- in. Móðurhúsakerfið er ríkjandi þá, jafnt á stofnunum sem í skólum. Þetta þýddi að heimavist var við skólana en starfsfólk bjó á stofnun- inni þar sem það vann. Skólinn hafði verið, allt frá stofnun árið 1931, á þriðju hæð Landspítalans og þeirri efstu. Þröng var á þingi því ljós- mæðranemar voru þar einnig til árs- ins 1949 að skólinn flutti í eigið hús- næði í húsi Kvennadeildar. Hjúkrunarskólinn flytur ekki í sitt húsnæði fyrr en haustið 1956. Nem- endur fengu sitt eigið herbergi og aðstaða öll til fyrirmyndar á heima- vist og í skólastofum. Skólinn var glansandi flottur enda litið svo á að hann væri jafnt heimili hjúkrunar- nemanna eins og skólastofnun. Þarna unnu einstakar konur og miklir persónuleikar, öllu þessu stýrði Þorbjörg styrkri hendi. Hún var ráðin kennari að skólanum árið 1948 en þá var Sigríður Bachmann skólastjóri. Sigríður var fyrsti kenn- arinn sem fastráðinn var við Hjúkr- unarskóla Íslands. Þegar Kristín Thoroddsen hætti sem skólastjóri tók Sigríður við. Þorbjörg talaði ávallt með mikilli virðingu um þær stöllur Kristínu og Sigríði og taldi þær mikla frumkvöðla í hjúkrunar- málum á Íslandi. Skólinn var starf- andi úti á Landspítala þegar Þor- björg er ráðin sem skólastjóri, kom því í hennar hlut að fylgja byggingu skólahússins eftir en húsið reis á Landspítala lóðinni. Sigríður Bach- mann tók aftur á móti við sem for- stöðukona Landspítalans af Kristínu Thoroddsen. Það hefur verið mikill gleðidagur þegar nemarnir gengu með föggur sínar af þriðju hæð Landspítalans og yfir í hinn nýja skóla. Allir fengu sitt herbergi og að- staða önnur til fyrirmyndar. Heima- vistarreglur voru strangar við heimavistina á Landspítalanum, þær voru í fullu gildi í hinu nýja skólahúsi og ekki björgulegt að brjóta þær. Þéringar voru alsiða og Þorbjörg þéraði nemendur fyrstu þrjá mán- uðina í forskóla, síðan bauð hún dús. ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.